Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1997, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aóstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMiÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskiiur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Mikilvægt verðlaunaverk Smekkurinn er fyrir sögulegum skáldsögum ef marka má bókmenntaverölaun Noröurlandaráðs sem voru afhent 27. janúar og íslensku bókmenntaverðlaimin sem voru af- hent síðastliðinn mánudag. Skáldævisaga Dorrit Willum- sen um danska rithöfundinn Herman Bang byrjar upp úr miðri síðustu öld og nær rúman áratug fram á þessa. Verk Böðvars Guðmundssonar, Híbýli vindanna og Lífsins tré, hefst í byrjun 19. aldar og endar á okkar dögum. Um síðustu aldamót fLuttist umtalsverður hluti ís- lensku þjóðarinnar vestur um haf. Talið er að um 16 þús- und íslendingar hafi flust burt á árunum 1870-1914, lang- flest ungt fólk. Landsmenn voru þá afls rúm 70 þúsund. Þetta var auðvitað hneyksli hjá þjóð sem setti ættjarðar- ástina ofar öðrum dyggðum og víða í rituðu máli verður vart beiskju í garð þeirra sem fóru. Vesturfaramir voru í margra augum fólkið sem sveik þegar mest lá við. Þó að dregið hafi úr þessum sáru tilfmningum eftir því sem velmegun óx á íslandi þá er víst að við höfum sinnt frændum okkar vestanhafs illa. Saga vesturfaranna var ekki skrifuð hér heima þó að heimildir hafi legið fyrir í öllum þeim þúsundum bréfa sem bárust frá Bandaríkj- unum og Kanada, ekki voru heldur þýdd á íslensku verk sem vesturfarar og afkomendur þeirra skrifuðu á ensku. Lengra varð reyndar ekki komist í svikum, að ýmissa mati, en að skrifa bækur á ensku. Til dæmis eignuðumst við ekki á íslensku verðlaunabókina Játningar land- nemadóttur eftir Lauru Goodman Salverson fyrr en 1994, en hún kom út á ensku 1939. Nú hefur Böðvar Guðmundsson rekið slyðruorðið af löndum sínum og skrifað tveggja binda verk um íslenska vesturfara sem hefur notið fágætrar hylli almennra les- enda og einnig fengið góða dóma hjá flestum gagn- rýnendum. Meginkosturinn við þetta verk er hvað Böðv- ar leggur mikla alúð við að undirbyggja fólksflóttann vestur um haf, sýna við hvers konar kjör íslenskur al- múgi bjó hér á 19. öld, hvemig mannlegar tflfinningar voru fótum troðnar: böm slitin frá foreldrum og komið til vandalausra, barnungir niðursetningar jafnvel skild- ir eftir eins og dauðir hlutir þegar skipt var um ábúend- ur á jörðum, hjónum stíað sundur ef þau gátu ekki „leg- ið kjur“, eins og segir í fyrra bindinu. Á sögu Böðvars sést líka hvemig fólk það var sem fór. Fátækt, en greint og hæfileikaríkt fólk sem hafði látið samfélagið gjömýta sig án þess að fá nokkuð fyrir það, vegna þess að ekki var til siðs að borga fólki fyrir hand- verk, tfl dæmis viðgerðir á híbýlum og húsmunum, vefn- að, saumaskap og slíkt. Dauðleitt og þreytt á skilning- leysi og endalausu basli þrátt fyrir daglangt puð greip það tækifærið þegar dyrnar opnuðust í vestur og fór. Einmitt þetta fólk þurfti þjóðin að nota fyrstu áratugi 20. aldar, en þá var það önnum kafið við að byggja upp myndarlegt þjóðfélag í Kanada. Sagan gæti vel endurtekið sig á okkar dögum - og er kannski að endurtaka sig. Mörgu ungu og vel menntuðu hæffleikafólki blöskra kjörin sem íslenskt þjóðfélag býð- ur því. Hugvitið fýllir enn ekki askana þótt vissulega skili það meiru en á tímum vesturferðanna. Látum ekki fólk á okkar dögum þurfa að ganga í spor Ólafs flólín og Sæunnar í bókmenntaverki Böðvars Guðmundssonar burtu frá mikilvægum verkefnum hér heima. Það var nóg að þau og margir samtímamenn þeirra skyldu þurfa að stíga þau þungu spor. Silja Aðalsteinsdóttir Og fari maöur í kirkju er ekki erfitt aö sjá hve íslenskt helgihald ber sterkt ættarmót af dönsku, ekki bara hempa prestins ..., segir Pétur í greininni. Danalög fram breiðu spjótin, pistlahöfundar og leið- araskríbentar keppast um að skella skuldinni á samfélagið sem hafi ekki staðið sig sem skyldi í aðhlynningu og aðbúnaði, ríða þurfi þéttara net félagsfræð- inga og félagsráðgjafa sem finni félagslegar lausnir á félagslegum vanda. Afstaðan til minna- megandi Sennilega eru Danir eitthvert félagsfúsasta fólk í heimi og Dan- mörk snurðulausasta lýðræðisgangverk sem „Sennilega er haröneskja íslend■ inga í garð þeirra sem standa höll- um fæti arfur frá naumu lífí fyrri alda þar sem svigrúm var ekkert til að taka á sig byrðar annarra.u Kjallarinn Pétur Gunnarsson rithöfundur „Han slap með skrækken“, „hverken fugl eller fisk“, „morgen- stund har guld i mund“ ... stundum hlýtur að koma yfir íslending í Danmörku sú kennd að hann sé ekki frumsaminn heldur þýðing. Á gafli hæstaréttar stendur: „Med lov skal mand land bygge“, og fari maður í kirkju er ekki erfitt að sjá hve íslenskt helgi- hald ber sterkt ætt- armót af dönsku, ekki bara hempa prestsins heldur sjálf rullan, áhersl- urnar og tónninn. En svo koma aðrir kaflar sem sannfæra mann um að ísland sé ör- ugglega frum- samið og ekki stæling. Ábærileg- ast verður það í yf- irbragði sjálfs mannlífsins, svip- hreinar húsaraöirnar í Kaup- mannahöfn minna á leiktjöld svo Kardimommubærinn kemur manni í hug. Og það eru ailir svo réttsýnir og góðir að slagar hátt upp í Dýrin í Hálsaskógi (eftir þjóðfundinn í skóginum). Vítisenglar og Bandidos troða síðan upp í hlut- verkum Mikka refs og ræningj- anna með dyggri aðstoð innflytj- enda (þótt þeir séu aðeins 4% þjóð- arinnar komast þeir yfir að eiga aðild að 50% glæpa í Danmörku). En það er ekki verið að taka um getur. Maður hefur á tilfinn- ingunni að ef maður bara muni að taka númer leysist öll manns vandamál sjálfkrafa. Um daginn heyrði ég danskan prest leggja út af kraftaverkum Krists sem hann var síður en svo að gera lítið úr, en það sem flækt- ist fyrir honum var af hverju Kristur hefði bara læknað einn úr hópnum, hvað um alla hina? Og maður skynjaði spuminguna sem lá í loftinu: Af hverju tóku þeir ekki númer? Það er svo í afstöðunni til minnamegandi - fjallræðufólksins - sem Danir og íslendingar fara í andstæðastar fylkingar. Sennilega er harðneskja íslendinga í garð þeirra sem standa höllum fæti arf- ur frá naumu lífi fyrri alda þar sem svigrúm var ekkert til að taka á sig byrðar annarra. Niðursetn- ingurinn sem var fluttur hreppa- flutningi, sveitarþrotið, yfirvaldið hrokafúlla, drukkni presturinn - allt er þetta enn á sveimi í ís- lensku þjóðarsálinni, ekki síst þeg- ar verið er að ákvarða mönnum laun undir framfærslumörkum. í Danmörku aftur á móti er upp úr og niður úr allan liðlanga dag- inn frá forsætisráðherra niður í fé- lagsráðgjafa verið að hamra það inn í fólk „að það eigi rétt“, „kröfu“, „heimtingu" ... á mann- sæmandi lífi. Ef beita ætti sama kvaröa Það gefur auga leið að í landi sem hefúr jafn ríka réttlætiskennd logar allt í „hneykslismálum“, skandalar skipa álíka stóran sess í dönskum blöðum og minningar- greinar í Morgunblaðinu. Á „prime time“ í danska sjón- varpinu er verið að taka upp úr niðursuðudósum og bera innihald- ið saman við loforðin á umbúðun- um. Og hér jaðrar við héraðsbrest ef stjórnmálamaður í embætti veröur uppvís að því að hafa sagt eitt og gert annað, með öðrum orð- um: logið. Sjá menn í anda fjaðrafokið sem yrði á íslandi ef beita ætti sama kvarða? Það yrði álíka og ef hæna slyppi inn í minkabúr. Blöðin yröu undirlögð, fólk færi án eftir- mæla í gröfina og ekki svo mikið sem fiskuggi fengi inni í frétta- tíma sjónvarpsins. Og „det“ - svo maður sletti dönsku - „ville være for meget af det gode.“ Pétur Gunnarsson Skoðanir annarra Rýmkun fóstur- eyðingarlaga „Vorið 1975 samþykkti meirihluti alþingismanna rýmkun fóstureyðingarlaga að áeggjan upphlaups- hópsins Rauðsokka. Hvílíkar lyddur. Að mati mæts fæðingalæknis voru lögin alveg nógu rúm fyrir. Síð- an hefur hátt í 14 þúsund fóstrum verið eytt. Hefðu þingmenn kunnað að skammast sín hefðu þeir flýtt sér að bæta hag ungra heimila til að vega upp á móti mannfómunum. Núna, nær 22 árum síðar, hafa þeir langt í frá rétt hlut þeirra kvenna sem vilja hlýða eðli sínu og sjá þjóðinni fyrir nýrri kynslóð." Rannveig Tryggvadóttir í Mbl. 6. febr. Föst í gamla farinu „Ríkisstjómin hefur gengið allt of langt í því að þyngja skatta einstaklinga og létta á fyrirtækjum. Fyrirtækin hafa ekki notað þetta svigrúm til að hag- ræða hjá sér, bæta framleiðni og hækka launin. Fyr- irtækin em föst i gamla farinu og snúast gegn öllum kauphækkunum af offorsi og em ófær um að fram- kvæma skipulagsbreytingar, til dæmis vinnustaða- samninga á jafhréttisgrundvelli.“ Ágúst Einarsson í Alþbl. 6. febr. íþróttahreyfingin og „hákarlarnir" „íþróttahreyfmgin er ekki einkamál „hákarl- anna“... Henni hefur markvisst verið misbeitt póli- tiskt, hinum og þessum pótintátum til framdráttar. Nýjasta fléttan er hrein móðgun við almenning, og skýringar formanns ÍSÍ og Ólympíunefndarinnar em ekki bjóðandi. Heldur valdamesti maður íþrótta- hreyfmgarinnar að hann geti bara hent fýlubombu framan í þjóðina, farið orðalaust í frí og komið seinna með betlistaf í hendi?“ Stefán Jón Hafstein í Degi- Tímanum 6. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.