Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1997, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1997, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 Utlönd Forseti Ekvadors neyddur frá eftir mótmæli og allsherjarverkföll: Neitaði að láta af embætti þegar þingið setti hann af Eflir nokkurra daga allsherjar- verkföll og mótmælaaðgerðir millj- óna íbúa Ekvadors samþykkti þing landsins í gærkvöld að leysa Abdala Bucaram forseta frá störf- um vegna andlegrar vanhæfni. í nótt leit út fyrir að herinn mundi taka til sinna ráða en Bucaram sagðist ekki ætla að hætta í starfi sem hann hafði verið kosinn til fyr- ir hálfu ári. Kallaði hann niður- stöðu þingsins, sem fengin var með eins atkvæðis mun, lagalega villi- mennsku. Sagðist Bucaram ætla að starfa út kjörtímabilið. „Fjármála- og bankamenn verða aldrei jafn sterkir og stjómarskrá- in. Ég er eini forsetinn sem kjörinn hefur verið af fátækri alþýðu Ekvadors," sagði Bucaram og full- yrti að sterkir fjármálamenn stæðu á bak við andstöðuna gegn honum. Eftir að þingið hafði sett Bucaram af samþykkti það að gera forseta sinn, Fabian Alarcon, að forseta landsins til bráðabirgða fram á næsta ár. En löggjöfm í Ekvador er afar ófullkomin þegar kemur að arftaka forseta og því gaf Rosalia Arteaga, varaforseti lands- ins, út tilskipun þess efnis að hún væri tekin við sem forseti. Bucaram þykir mikill lýðskrum- ari og var kjörinn sem forseti hinna fátæku. Hann hefur verið kallaður „E1 Loco“ eða Brjálæðingurinn. En róttækar efnahagsaðgerðir frá í jan- úar, þar sem geysimiklar hækkanir urðu á vörum og þjónustu og hast- arlegur niðurskurður var fram- kvæmdur, var meira en alþýða manna í Ekvador þoldi og alda mót- mæla hófst. Var þess krafist að Bucaram yrði settur af . Mótmælin náðu síðan hámarki í vikunni. Bucaram hafði reyndar fallist á að taka aftur eitthvað af umdeildum efnahagsákvörðunum sínum, sem þýddu 200% hækkun orkuverðs, en þingið og alþýða manna hafði gefist upp á Brjálæðingnum. Reuter Hermenn halda æstum múgnum frá þinghúsinu í Quito, höfuðborg Ekvadors, í gærkvöld. Krafðist mannfjöldinn þess aö forseti landsins, Abdala Bucaram, kallaður Brjálæðingurinn, yröi settur af. Bucaram kallaði eftir stuöningi hersins eftir aö þingið hafði setti hann af en þaðan komu engin viðbrögö. Komu yf- irmenn hersins til forsetahallarinnar í nótt og var búist við samkomulagi um lyktir stjórnarkreppunnar. Símamynd Reuter Mótmælum hætt verði lögin samþykkt Stjórnarandstaðan í Serbíu hef- ur lofað að hætta mótmælum á götum úti samþykki þingið kosn- ingasigur hennar á þriðjudaginn. „Við munum hætta mótmælun- um og gefa tækifæri á viðræðum ef þingið samþykkir lagafrum- varpið,“ sagði stjórnarandstöðu- leiðtoginn Vuk Draskovic í París að loknum fundi með Herve de Charette, utanríkisráðherra Frakklands. Yfirvöld í Frakklandi höfðu boðið serbneskum stjórnarand- stæðingum til viðræðna við franska utanríkisráðherrann. Stjórnarandstöðuleiðtogarnir sögðu franska utanríkisráðherr- ann hafa lofað stuðningi Frakka við stjómun í þeim sveitarfélög- um sem stjómarandstaðan sigr- aði. Franski utanríkisráðherrann sagði að leysa ætti vandamálin í Serbíu með viðurkenningu á kosningaúrslitunum, viðræðum milli stjórnar og stjórnarand- stöðu, frjálsum aögangi að fjöl- miðlum og lýðræðislegum kosn- ingum Reuter Stjórnarandstööuleiötogarnir Zoran Djindjic, Vesna Pesic og Vuk Dra- skovic ásamt utanríkisráðherra Frakklands, Herve de Charette, í Parfs í gær. Símamynd Reuter Sotheby’s uppboðsfyrirtækið í vanda: Staðið að smygli á gömlum listaverkum Sotheby’s uppboðsfyrirtækið í London hefur sagt upp háttsettum starfsmönnum sínum eftir að ásak- anir komu fram um að fyrirtækið stundaði ólögleg viðskipti með göm- ul listaverk. George Baoley, for- stjóri Sotheby’s í Evrópu, sagðist vera mjög dapur yflr þessum ásök- unum en viðurkenndi að lög hefðu verið brotin í einu tilfelli. Hefði ver- ið gripið til viðeigandi ráðstafana vegna þess. í þætti, sem sýndur var í gær- kvöld á BBC-sjónvarpsstöðinni, kemur fram hvernig fulltrúar Sotheby’s sáu um að málverki eins gömlu meistaranna á Ítalíu var smyglað frá landinu og boðið upp í London. Þáttagerðarmenn notuðu falda myndavél og tóku upp þar sem starfsmenn Sotheby’s buðust til að smygla fágætu málverki frá Ítalíu til Englands. Þátturinn var byggður á bók eftir menningarblaðamann- inn Peter Watson sem fullyrðir að Sotheby’s fyrirtækið sjái um smygl á dýrmætum ítölskum og indversk- um listaverkum til Englands og falsi skjöl til að hylja uppruna þeirra. Watson segist hafa undir höndum sönnunargögn sem sýni að þess konar viðskipti séu og hafl ver- ið stunduð í ríkum mæli. Hann sagði rannsóknir sinar og uppljóstr- anir vera mjög nákvæmar og sýndu svo ekki yrði um villst að hreinsa þyrfti til í listaverka- og fornmuna- viðskiptum. Reuter Anan lofar viðleitni Kofi Anan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagðist sáttur við og lofa þá viðleitni sem Bill Clinton sýnir til að greiða himin- háar skuldir Bandaríkjanna við samtökin. Clinton hefur lofað að greiða tæpan milljarð Bandaríkja- dala af vanskilaskuld við samtökin. Enn er þó langt í land þar til 1,5 milljarða dala skuld, sem SÞ full- yrða að Bandaríkjamenn skuldi sér, verður að fullu greidd. Af þeirri upphæð eru 926 milljónir vegna friðargæslu og 264 milljónir lög- bundnar greiðslur til ýmissa stofn- ana SÞ. Clinton mun væntanlega lenda i andstöðu á Bandaríkjaþingi vegna þessara loforða sinna. Nánar tiltekið hyggst Clinton greiða SÞ100 milljón- ir dala á þessu ári en bíða með af- ganginn til 1999. Greiðsla hans er háð því hvort umbætur hafa verið gerðar á starfsemi SÞ. Reuter Stuttar fréttir e»v Hræðilegur her Varnarmálaráðherra Rúss- lands, Igor Rodionov, segir fjár- skort hafa leitt til siðferðisbrests, viljaleysis og stjómleysis innan rússneska hersins. Skæruliðar sækja Skæruliðar hafa sótt hart fram í austurhluta Saír og hafa tekið borgina Shabunda. Halda skæru- liðar nú í vesturátt. Með Evrópu i huga Borís Jeltsín Rússlandsfor- seti er nú að skoða mögu- leikana á að flytja fyrirhug- aðan leiðtoga- fund sinn og Bills Clintons Bandaríkjafor- seta, sem halda átti í Washington, til Evrópu. Uppreisn bæld niður Heryfirvöld í Kongó segjast hafa bælt niður uppreisn fyrrum pólitískra varðliða í hemum sem söguðu i sundur jámbrautarteina og tóku rafmagn af höfuðborg- inni. Sjö ára skotinn Sjö ára drengur var sagður skotinn til bana í götuóeirðum í Jóhannesarborg í S-Afríku þegar lögregla barðist við borgara sem mótmæltu háum vatns- og raf- magnsreikningum. Lögregla fyrir rétti Saksóknarar í Ankara krefjast 3 til 15 ára fangelsisdóma yfir 48 lögreglumönnum sem sakaðir eru um að hafa barið vinstrisinnaðan blaðamann til dauða. Assad ánægður Hafez al- Assad, forseti Sýrlands, hefur lýst yfir ánægju sinni með stuðning araba við skilyrðin sem hann setti fyrir að taka upp á ný við- ræður við ísraela. Handtökur í Belfast Breskir hermenn fundu sprengjuvörpu og handtóku 11 manns í skyndileit í Belfast og Lurgan á írlandi í gær. Gíslum sleppt Yfirmanni Rauða krossins í Tadjikistan var tilkynnt í morgun að verið væri að sleppa tveimur af fjóram hjálparstarfsmönnum sem var rænt. Amman fundin sek 63 ára gömul amma í Cin- cinnati í Bandaríkjunum var í gær fundin sek um að hindra op- inber störf með því að stinga pen- ingum í stöðumæla þar sem tím- inn var runninn út. Kohl bjartsýnn Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, er bjart- sýnn á að at- vinnuleysi í Þýskalandi minnki á þessu ári. Rúmlega 4,6 milljónir Þjóðverja voru án atvinnu í janúar. Tekinn af lífi 39 ára Bandaríkjamaður, sem hafði rænt 15 ára pilti, pyntað hann og myrt fyrir sex árum, var tekinn af lífi í Virginíu í morg- un. Verkföll í Frakklandi Verkfóll starfsmanna hjá al- menn ingssamgöngufyr irtækj um röskuðu umferð með strætisvögn- um, sporvögnum og neðanjarðar- brautum í nokkrum borgum Frakklands i morgun. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.