Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1997, Blaðsíða 24
* íl 36 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 Bjartsýnisandinn í ökumönnum „Það hlýtur að vera mikill bjart- sýnisandi í mörgum hér á Reykja- víkursvæðinu. Margir ökumenn láta eins og hásumar sé.“ Baldvin Ottósson aðalvarð- stjóri, í DV. Kindumar em greindari en ég Mínar kindur neituðu að fara inn í gærkvöld og ég leyfði þeim bara að ráða því. Ég geri það yfirleitt enda eru þær miklu greindari en ég.“ Andrés Kristjánsson bóndi, í Degi-Tímanum. Stefnumótandi batterí í áfengismálum „Því var lætt inn í lögin, með sakleysislegu yfirbragði sem heimild til að setja einhvers kon- ar rekstrarstjórn yfir ÁTVR og hún er allt í einu orðin að stefnumótandi batteríi í áfengis- málum.“ Steingrímur S. Sigfússon, um það sem hann kallar brenni- vínsmálaráð, í Alþýðublaðinu. Ummæli Réttlæti fram yfir skynsemi „Skipting þjóðartekna er mik- ilvægur hluti af því þjóðskipu- lagi sem við byggjum upp í land- inu. Ég er þess fullviss að við erum mörg sem viljum frekar að það hvíli á réttlæti en kaldri skynsemi.“ Hjalti Hugason prófessor, í DV. Skynsemi fram yfir sanngirni „Sanngirni eða ósanngimin kemur þessu máli afskaplega lít- ið við. Öllu heldur snýst málið um hvað er eðlilegt eða skyn- samlegt." Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, um kröfur um lægstu laun, í Alþýðublaðinu. Fálkinn, hraðfleygastur fugla, er hér yfir bráð sinni. Hraðfleygir og hægfleygir fuglar Hraðfleygastur allra fugla er förufálkinn (Falco peregrinus) þegar hann steypir sér niður úr mikilli hæð. í tilraunum sem gerðar voru í Þýskalandi kom í ljós að förufálkar náðu allt að 270 kílómetra hraða á klst. þegar þeir steyptu sér niður með 30° halla og 350 km hraða á klst. þeg- ar þeir steyptu sér með 45° halla. Hægfleygasti fugl jarðar er amerísk skógarsnípa (Scolopax minor), sem mælst hefur fljúga niður í 8 km/klst. án þess að missa hæð. Blessuð veröldin Lengst á lofti Sá fugl sem heldur sig mest á lofti er möttulþema (Sterna fuscata). Eftir að hún yfirgefur æskustöðvamar er hún stöðugt á flugi í 3 til 10 ár uns hún kem- ur niður á jörðina til að verpa. Af landfuglum er múrsvölungur (Apus apus) mest á lofti. Hann heldur sig stöðugt á flugi í 2 til 3 ár og á þeim tíma sefur hann, drekkur, étur og jafnvel eðlar sig á flugi. É1 og snjókoma fyrir norðan MiUi íslands og Noregs er 955 mb lægð sem hreyfist noröaustur. Um 300 km suðvestur af Hvarfi er 975 mb vaxandi lægð sem hreyfist norð- austur og síðar austur. Veðrið í dag Um landið norðan- og norðaust- anvert er reiknað með éljum eða snjókomu, en syðra verður þurrt. Upp úr miðjum degi lægir um tíma um land aUt og víðast verður úr- komulaust, en í kvöld vex austanátt- inni ásmegin sunnanlands og útlit er fyrir snjókomu eða slyddu með suðausturströndinni í nótt. Frost verður 6 tU 11 stig, en fer minnk- andi um landið sunnanvert í kvöld. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðankaldi og úrkomulaust að mestu. Frost 7 til 8 stig. Austan st- inningskaldi og dálítU slydda eða snjókoma í nótt og dregur jafnframt úr frosti. Sólarlag í Reykjavík: 17.36 Sólarupprás á morgun: 09.46 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.26 Árdegisflóð á morgun: 06.48 Veörið kl. 6 í morgun: Akureyri skafrenningur -5 Akurnes léttskýjað -5 Bergstaöir snjókoma -8 Bolungarvík snjóél -11 Egilsstaóir skýjað -4 Keflavíkurflugv. snjóél -4 Kirkjubkl. léttskýjað -7 Raufarhöfn snjókoma -1 Reykjavík úrkoma í grennd -8 Stórhöfði úrkoma í grennd -4 Helsinki snjókoma -1 Kaupmannah. þokumóða 4 Ósló hálfskýjað 5 Stokkhólmur rigning á síð. kls. 3 Þórshöfn haglél á síð. kls. 1 Amsterdam skýjaö 6 Barcelona heiðskírt 5 Chicago alskýjað -4 Frankfurt léttskýjað -2 Glasgow skúr á síð. kls. 4 Hamborg skýjað 5 London skýjað 10 Lúxemborg þokumóða -2 Malaga þokumóða 8 Mallorca léttskýjaó 2 Miami París léttskýjað -1 Róm New York heiðskírt 1 Orlando rigning 17 Nuuk alskýjað -5 Vín léttskýjað -4 Winnipeg heiöskírt -21 Sigurður T. Sigurðsson, formaður Verkamannafélagsins Hlífar: Geng á allt sem er hærra en jafnsléttan „Vegna afinælisins er ég alveg í sjöunda himni, enda tókst það mjög vel og það var virkUega gaman á af- mælishátíðinni, en það er haldið á kritískum tíma. Hátíðtn stangaðist þó ekki á við neitt, mér liggur við að segja því miður, því seinagangur- inn í samningamálum er slíkur að þess vegna væri hægt að halda stórafmæli hér annan hvem dag,“ segir Sigurður T. Sigurðsson, for- maður Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði, en félagið hélt upp á 90 ára afinæli sitt um síðustu helgi í skugga vaxandi ólgu meðal verka- lýðsfélaganna. Sigurður sagði að það væri aUtof langt á milli samningafunda: „At- vinnurekendur hafa dregið lappirn- ar og því miður verð ég að gefa stjómvöldum faUeinkun. Forsætis- Maður dagsins ráðherra er búinn að gefa það út að hann sjái enga fátækt í landinu, hann hefur tekið áberandi afstöðu með atvinnurekendum og hafi hann skömm fyrir. Því miður verð ég að gefa öUum öömm ráðherrum faU- einkunn, en þó sérstaklega Páli Pét- urssyni. Hann rauk af stað með nýja lagasetningu um breytingu á vinnulöggjöfinni í blóra við álit allr- Siguröur T. Sigurösson. ar verkalýðshreyfingarinnar á ís- landi og sagði persónulega við mig að hann heföi sínar ráðleggingar úr hópi aðUa vinnumarkaðsins. Ég þori að leggja mikið að veði að hann fékk ekki þessar ráðleggingar laun- þegamegin. Með öðmm orðum, hann fékk sínar ráðleggingar ann- aðhvort úr Garðastrætinu eða ffá Vinnumálasambandinu. „Það er samhugur í verkafólki nú eins og oft áður,“ segir Sigurður þegar minnst er á kjarabaráttuna, „en það er einnig meiri kvíði. „Áður voru engin greiðslukort. Núna hefur fólki verið kennt að nota þennan andskota og ýmis önn- ur gyUiboð. Þeir sem hafa lægstu launin eru langverst settir ef tU verkfalla kemur taki þeir tUboði frá þessum Mammonsfyrirtækjum. En flestir segja að við verðum að taka slaginn núna. Ef við gerum það ekki og frestum þvl, segjum tU tveggja ára, þá erum við enn verr sett, ef við verðum yfirhöfúð lifandi." Sigurður segir verkafólk vera óttaslegið: „Fólk með þetta 50 og upp í 100 þúsund krónur í laun get- ur ekki gert nein stór plön varðandi ffamtíðina. Það verkafólk sem hefur eitthvað aflögu er kannski að koma yfir sig húsnæði en með þvi eru margir að reisa sér hurðarás um öxl, ekki vUjandi heldur hefur það í bjartsýni farið eftir stjómendum og lent síðan í skuldasúpu sem það ræður ekki við.“ Verkamannfélagið Hlíf er eitt elsta verkalýðsfélag á landinu og er Sigurður búinn að vera formaður síðan 1988: „Ég kom tU starfa árið 1991 og ætlaði þá bara að starfa í einn mánuði en það hefur lengst heldur betur í þessum mánuði. Þegar Sigurð á frítíma fer hann í útivist: „Ég er mikið fyrir að ganga úti í náttúrunni og geng á aUt sem er hærra en jafhsléttan." -HK Myndgátan Fastheldinn á fé Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. DV Njarðvík-Þór í körfunni í kvöld verða nokkrir leikir í körfuboltanum. í úrvalsdeUdinni er einn leikur og fer hann fram í Njarðvík þar sem heimamenn taka á móti Þór frá Akureyri. Njarðvikingar verða að teljast sig- urstranglegri enda á heimaveUi og eru ofar á stigatöflunni. Einn leikur er í 1. deUd kvenna og fer hann ffarn i Keflavík þar sem hin- ar sigursælu stúlkur í Keflavíkur- liðinu taka á móti nágrönnum sínum úr Njarðvíkum. Tveir leik- ir eru einnig í 2. deUd karla. AUir leikimir hefjast kl. 20. íþróttir í handboltanum er í kvöld einn leikur í 2. deUd karla. HM úr Mos- fellsbæ tekur á móti Þór frá Akur- eyri og fer leikurinn fram að Varmá kl. 20. íslensk náttúra séð með augum kínversks málara í tUefni Kínadaga ’97 verður málverkasýning í Perlunni sem hefst í dag og endar á sunnudag- inn. Sýnd verða verk kínversku myndlistarkonunnar Lu Hong sem kom tU íslands í mars 1990. Haföi hún haft spurnir af land- inu hjá íslenskum námsmönnum í Tokyo. Hér settist hún að og hefur síðan ferðast um landið, kynnst því og túlkað það sem hún hefur séð með aðferðum heföbundinnar kínverskrar landslagsmálunar. Sýningar Lu Hong hefur haldið og tekið þátt í fjölda sýninga í Kína, Jap- an og á íslandi og hlotið góða dóma gagnrýnenda. Sýningar sínar hérlendis hefur hún helgað íslenskri náttúru sem svo mjög hefur heillað hana. Bridge Dönsku Kroj gaard-bræöurn i r, Niels og Mads, þykja efnUegir og margir telja að þeir séu framtíðar- menn í landsliðinu i opnum flokki. Hér sjáum við eitt spU með þeim úr tvímenningskeppni á dögunum. Vestur gjafari og AV á hættu: * 1093 •4 G109642 * 64 4> 63 * K6 •4 ÁKD7 * G975 * Á72 * 87542 •4-- * KD103 * G1094 Vestur Norður Austur Suður 1 * 2 v Dobl pass 2 Grönd pass 3 pass 3 * pass 6 Grönd p/h Krojgaard-bræðurnir notuðu veika grandopnun svo að Mads varð að opna á einu laufi á vesturhönd- ina. Niels, sem sat í austur, doblaði í upphafi því hann taldi jafnvel að norður væri að blekkisegja. Eftir tveggja granda sögn vesturs var ljóst að AV áttu meginhlutann af punktunum á sínum höndum (2 grönd lofuðu 15-17 punktum). Norð- ur valdi ágætis útspil, tígulsexuna, Mads setti lítið í blindum og drap tíu suðurs á ásinn. Næst var hjarta- áttan lögð á borðið og norður lét lít- ið spil án þess að blikka. Mads þurfti að ákveða á þeirri stundu hvort norður hefði verið að blekkja eða jafnvel segja á aðeins 5 spil. En hann hleypti hjartaáttunni og þegar sá slagur hélt var framhaldið leikur einn. Eftir 7 slagi á hálitina var suð- ur þvingaður í láglitunum. Suður hefði gert betur með því að setja tíg- ulkónginn í upphafi en óvist er að það hefði dugað. Sú vörn gefur þó sagnhafa möguleika á að sækja slagi í tígullitnum. ísak Öm Sigurðsson ♦ ADG •4 853 -f Á82 * KD85

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.