Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1997, Blaðsíða 11
JL* V FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 Skýjadansar í Listasafninu Tónskáldafélag íslands stendur fyrir Myrkum músíkdögum 7.-22. febrúar. Þeir hefjast í kvöld i Norræna húsinu kl. 20 (en ekki 20.30 eins og segir í dagskrá Norræna hússins) með tónleik- um Blásarakvintetts Reykjavikur. Á morgun kl. 18 verða spennandi tónleikar í Listasafiii íslands með hollenska bassaklarinettleik- aranum heimsþekkta, Harry Spamaay og Hamrahlíðarkórn- um. Þar leikur Harry fjögur verk fyrir bassaklarínett fyrir hlé, en eftir hlé verður aðeins eitt verk á dagskrá: Skýjadansar eða Gym- nopédie I-X eftir Atla Heimi Sveinsson. Nýr tónlistarheimur „Þetta er verk í tíu þáttum og óvenjulegt verk vegna þess að það er samið fyrir einleikara og kór en ekki einleikara og hljóm- sveit eins og við erum vön,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri, „og svo er í nokkrum þáttum not- uð raf- og tölvutónlist sem krakk- amir í kórnum hafa samið. Við eram eiginlega að fara inn í nýjan heim með þessari tölvu- tónlist. Þarna er framtíðarsýn okkar allra gegnum ótrúlegar viddir af hálfdauðum heimi sem við erum að gefa líf. Tölvuheim- urinn er auðvitað dauður heimur, en við lífgum hann við og það er ótrúlega spennandi." - Og er þetta falleg tónlist í hefðbundnum skilningi? „Já, það finnst mér. Við erum orðin svo firrt vegna þess að það er svo mikil hljóðmengun í lífi okkar, og þögnin er orðin fjarlæg nútimamanninum, sem er afskap- lega sorglegt vegna þess að úr þögninni fæðist allt, öll sköpun fæðist úr þögn. Tónskáldið þekkta John Cage samdi verk sem hann kallaði Leit að hinni glötuðu þögn, og einkenni margra nútímaverka - líka Skýjadansa Atla Heimis - er að þau reyna að kalla á að við hlustum með því að nota ólíka hljóðgjafa, nýstárlega hljóðgjafa, til dæmis tölvu og raftónlist þar sem koma fram- andi hljóð. raftónanna og radda æskufólksins. Þættir verksins eru ólíkir. Sumir em fyrir einleikarann, aðrir fyrir kórinn eingöngu, enn aðrir fyrir blöndu af þessum lifandi miðlum, syngjandi fólki og spilandi, og svo koma þessir tilbúnu véltónar. Það hafa verið gerðar upptök- ur á ákveðnum hlutum verksins sem við syngjum ofan í - á móti okkur sjálfum. Einn þátturinn heitir Cantabile, Syngjandi, þar koma fram tveir einsöngvarar úr kórnum og bassaklarínettleikar- inn.“ Á annað þúsund nemendur A æfingu á Skýjadönsum. Fremst til vinstri á myndinni er Harry Sparnaay bassaklarínettleikari, með honum má sjá tónskáidið, kórstjórann og hluta kórs- DV-mynd Hilmar Þór ms. Fólk segir oft um Hamrahlíðarkórinn að hann syngi eins og englar. ímynd fólks af kórnum er þannig. Ég hlakka auðvitað til að heyra í englunum í himnaríki þegar þar að kemur, en það er ekki rétt að við syngjum alltaf eins og englar. Og á þessum tónleikum fær fólk að heyra sönginn í gegnum alls konar hljóð, furðu- hljóð. Við köllum eitt tónbandið „speisaða band- ið“ af því að maður getur hugsað sér að það sé eins og hljóðið sem við heyrðum ef við færum út í geiminn, og það verða sterkar andstæður milli - Er kórinn góður núna? „Já, hann er það, þrátt fyrir stanslausar mannabreytingar. Við vitmn eiginlega aldrei frá degi til dags hver er með. Fyrir jólin var gefinn út geisladiskur með söng kórsins og við lukum upptökum í nóvember - en þessi hópur sem syngur núna er alls ekki sá sami og var með þá.“ - Hefurðu nokkum tímann talið saman hvað þú hefur þjálfað mörg ungmenni i söng í Menntaskólan- um við Hamrahlíð? „Þau era komin eitthvað á ann- að þúsund. Hópurinn sem syngur núna er um fimmtíu manns og þau era rosalega dugleg því við fengum ekki verkið í hendur fyrr en undir miðjan janúar. Raunar hefur það verið i sköpun allan æfingatímann. Atli Heimir segir í skýr- ingatexta með tónleikunum: „Flytjendur hafa stundum ákveðið frelsi, þannig að verkið mun aldrei hljóma nákvæmlega eins. Verkið er alltaf að verða til, og eitthvað nýtt bætist við á hverri æfingu. Það er alltaf í fæðingu." Þetta er alveg rétt hjá honum.“ Tónlist Árna Björnssonar Bernardel-kvartettinn leikur á afmælistónleikunum: Zbigniew Dubik, Greta Guönadóttir, Guörún Th. Siguröardóttir og Guömundur Krist- mundsson. Gunnar L. Jónasson tók myndina. Fertugsafmæli Út er kominn hljómdiskur með tónverkum eftir Áma Björnsson. Flytjendur eru James Lisney, píanó, Gunnar Guðbjömsson, tenór, og Elizabeth Layton, fiðla. Verkin á diskinum eru nánar tiltekið Sónata fyrir píanó, Rómanza nr. 1 og 2 fyr- ir fiðlu og píanó og nokkur valin sönglög. Útgefandi er Olympia-fyrir- tækið í London. Það era alltaf ánægjuleg tíðindi þegar verk ís- lenskra höfunda eru gefin út. Fjöldi verka eftir íslensk tónskáld liggur í þagnar- gildi án þess að menn viti einu sinni hvort í þau er varið eður ei þar sem þau ber- ast ekki fyrir eyru fólks. Þetta síð- asta á að vísu ekki að öllu leyti við um verkin á þessum diski því þau eru mörg vel kunn, en útgáfan stuðlar áreiðan- lega að langlífi þeirra. Það er óvenjulegt við útgáfuna að hún er styrkt af fisksölufyrirtæki, starfandi í Hull á Englandi, sem nefhist Isberg Ltd. og flytur einkum út íslenskan fisk. íslensk sjávarút- vegsfyrirtæki eru að jafnaði ekki Tónlist Finnur Torfi Stefánsson þekkt að miklum áhuga á íslenskri tónlist og allra síst fagurtónlist. Er- lendis er það alþekkt að fyrirtæki styrki listir og listamenn og njóta þau stundum til þess skattfríðinda. Vonandi mun það gerast einnig hér í ríkari mæli. Tónlist Áma Bjömssonar er í þeim rómantíska stíl sem var ríkj- andi meðal íslenskra tónskálda um miðbik aldarinnar. Þetta er ljúf tón- list og einlæg og fallega skrifaðar laglínur koma víða fyrir, ekki síst í sönglögimum. Ámi missti heilsuna með sorgleg- um hætti þegar ferill hans stóð sem hæst og kom það í veg fyrir að fyllilega mætti verða ljóst hvers hann var megnug- ur. Hann átti það sameiginlegt með flestum öðrum ís- lenskum tónlistar- mönnum af hans kynslóð að mennt- un í tónlist stóð honum ekki til boða nema í brota- kenndu formi, og ef menn hlutu menntun gerðist það oftast seint á ævinni. Verk Árna bera þess merki að vera frekar afrakstur með- fæddra hæfileika og einlægs áhuga en langrar skólagöngu og vekja spumingu um hvað hann hefði get- að gert hefðu aðstæður hans verið hagstæðari. Flytjendur á diskinum eru ekki af lakari endanum. Gunnar Guð- bjömsson er þama kominn með sína gullrödd og bregst engum væntingum. Píanóleikarinn James Lisney túlkar verkin af hógværð og hlýju, sem er vel viðeigandi. Svipað má segja um fiðluleik Elizabetar Layton og fer ekki milli mála að báðir þessir bresku tónlistarmenn era fyrsta flokks. Kammermúsikklúbburinn er fertugur í ár og heldur upp á af- mælið með glæsilegum tónleikum á sunnudagskvöldið kl. 20.30 í Bú- staðakirkju. Bernardel kvartett- inn leikur og á efnisskrá era tveir strengjakvartettar eftir Haydn og Beethoven og frumflutningur á strengjakvartett eftir Jón Nordal sem saminn var að ósk klúbbsins. í hléi verður gestum boðið í af- mæliskaffi. „Þegar boðað var til fyrstu tón- leika nýstofnaðs Kammermús- íkklúbbs í upphafi árs 1957 voru veðurguðimir ekki undir það bún- ir,“ segir Guðmundur W. Vil- hjálmsson í afmælisgrein: „Gerði ofsaveður þann dag, svo að allar samkomur féllu niður í Reykjavík. Hinn 7. febrúar höfðu þeir tekið starfsemina í sátt og höfðust ekki frekar að.“ Stofnendur Kammermús- íkklúbbsins voru auk Guðmundar þeir Haukur Gröndal, Ingólfur Ás- mundsson, Magnús Magnússon og Ragnar Jónsson, en tónlistarráðu- nautar voru Ámi Kristjánsson og Bjöm Ólafsson. Tónlistarlífið í borginni var ekki eins fjöragt þá og nú og litið um kammermúsík, en klúbburinn hefur að jafnaði staðið fyrir fimm tónleikum á vetri. Á þessum fjörutíu árum hef- ur klúbburinn haldið 179 tónleika þar sem leikin hafa verið 355 tón- verk eftir 126 höfunda. Sum oftar en önnur. Klúbburinn var lengi á hrakhólum með húsnæði en und- anfarin tíu ár hefur hann haft fast aðsetur í Bústaðakirkju. „Við erum afar stolt af að hafa haldið út í öll þessi ár, það gran- aði sjálfsagt engan þegar farið var af stað. Fyrst og fremst þakka ég það tryggð félagsmanna og stór- kostlegum listamönnum sem hafa komið fram hjá okkur,“ segir Guð- mundur, sem hefur verið óform- legur formaður Kammermús- íkklúbbsins öll árin fjörutíu. Undanfarið hefur verið húsfyll- ir á tónleikum Kammermús- ikklúbbsins og era félagar beðnir að koma tímanlega svo sjá megi í tæka tíð hve mörgum sé hægt að selja aðgang við innganginn. ★ ~k hmenning n Leikhúsþrenna Leikfélag Reykjavíkur gerir gest- um sinum þrjú tilboð í tilefni aldar- afmælisins: í fyrsta lagi verða miðvikudagar sérstakir leikhúsdagar, þá fáum við tvo miða á verði eins. í öðru lagi fá böm og unglingar yngri en 16 ára ókeypis í leikhús með foreldrum sínum á allar sýning- ar nema bama- og unglingasýningar. í þriðja lagi verða allir miðar seld- ir á hálfvirði klukkutíma áður en sýning hefst. Kostaboö! Síðasta sýningarhelgi Við minnum á aö nú er síðasta sýningar- helgi á verkum Eiríks Smith frá 1963-1968 í Listasafni íslands. Safnið er opið um helgina milli kl. 11 og 17 og kaffistof- an líka. Hollenskir tónlistarmenn Hollendingar gera það ekki enda- sleppt við okkur þessa dagana. Heimsfrægur bassaklarínettleikari spilar meö Hamrahlíðarkómum á morgun, eins og fram kemur hér til hliðar, og tveir ungir hollenskir tón- listarmenn leika í Listaklúbbi Leik- húskjallarans á mánudagskvöldið kl. 21. Þetta eru Jeroen den Herder sem er 25 ára og leikur á selló og Folke Nauta, 23 ára píanóleikari. Þeir hafa hér stutta viðdvöl á leið í tónleika- ferð um Bandaríkin. Á verkefna- skránni eru verk eftir Schumann, Debussy, Messiaen, de Falla og Brahms. Valkyrjan í Norræna húsinu Á sunnudaginn kl. 15 heldur Ric- hard Wagner félagið á íslandi áfram myndbandssýningum á Niflunga- hring Wagners í Norræna húsinu. Nú er komið að öðram hluta, Val- kyrjunni, sem tekur um fjóra tíma í flutningi. Hún sækir söguefni sitt einkum til Völsungasögu og er sá hluti hringsins sem mestum vin- sældum hefúr náð. Á undan sýningunni, sem er á uppfærslu frá Bayreuth undir stjóm Daniels Barenboim og Harrys Kup- fer, halda Anna M. Magnúsdóttir og Reynir Axelsson stuttan fyrirlestur. Aðgangur er ókeypis. Allra síðasta sýning Vegna fjölda áskorana verður ein - og aðeins ein - aukasýning á leik- riti Megasar, Gefin fyr- ir drama þessi dama ... Eftir sýninguna verður haldinn flóa- markaöur á fata- haugum leikmynd- arinnar í hliðarsal. Verkið birtir okkur örlög nokkurra kven- persóna á áhrifa- mikinn hátt. Leikari er aðeins einn, Sigrún Sól Ólafsdóttir, og leikur þær allar, þótt ólíkar séu, gamlar, ungar, hressar og daprar. Leikið er í Höfðaborginni í Hafn- arhúsinu og er áhugafólki ráðlagt að híða ekki með að panta sæti. Þau era óðum að fyllast. Síminn er 551 3633. Málþing um 18. öld Á morgun verður haldið málþing um stöðu rannsókna á sviði átjándu aldar fræða í Þjóðarbókhlöðu. Það hefst kl. 13 og lýkur um 16.30. Fimm stutt erindi verða flutt. Guð- mundur Hálfdanarson talar um sagnfræði, Vésteinn Ólason um bók- menntir, Gísli Sigurðsson um þjóð- fræði, Svavar Sigmundsson um mál- fræði og Inga Huld Hákonardóttir um kvennafræði. Á eftir verða pall- borðsumræöur og fundarstjóri er Sveinn Yngvi Egilsson. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.