Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1997, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 Fréttir Bresk kona af indverskum uppruna um íslendinga: Ég hef orðið fyrir miklum kynþáttafordómum á íslandi - mikill mínus fyrir fólkiö í landinu, segir Manju Nair, 23 ára kennari „Ég hef oröið fyrir miklum kyn- þáttafordómum á íslandi. Hugsun- arháttur margra íslendinga virðist vera á þá leið að ekkert dökkt fólk eigi aö vera hér heldur bara fólk með ljósan hörundslit. Þeir sem hafa öðruvisi hörundslit eru ekki velkomnir í augum fjölmargra ís- lendinga og ég hef fundið verulega fyrir því,“ segir Manju Nair, 23 ára gömul bresk kona af indverskum uppruna. Hún hefur dvalið hér á landi í tæpa fjóra mánuði. Manju hefur verið búsett í London í 11 ár en hún er skiptikennari hér á landi og kennir ensku í Ölduselskóla. „í ferðabæklingum er fólkinu hér lýst sem vingjamlegu og góðu fólki. Það er vissulega mikið af góðu fólki hér en ég hef líka fundið fyrir óvin- gjarnlegu fólki. Mér finnast þessir kynþáttafordómar mikill mínus fyr- ir fólkið og landið í heild. Ég held að þessir fordómar hljóti að vera ein- hvers konar hræðsla og ég verð mun meira vör við þetta hjá fuli- orðnu fólki en bömum. Ég hef ferð- ast víða í hinum vestræna heimi en aldrei fundið fyrir svona miklum fordómum neins staðar þó að þeir séu víða að einhverju leyti. Eins og geimvera „Hér er horft á mig skringilegu augnaráði og mér hefur oft liðið eins og ég sé geimvera. Ég var ný- komin hingað til lands þegar kona kom til mín í verslun og sagði mér að ég ætti að drífa mig til míns heimalands því ég væri of dökk. Hún sagði þetta ekki af neinni illsku heldur frekar eins og hún væri að leiðbeina mér. Stuttu seinna gekk kona að mér og spurði hvort þessi litarháttur væri vegna sólarljóss eða hvort ég væri fædd svona dökk. Ég var furðu lostin yfir þessum ummælum og reið fyrst í stað yfir þessum þekkingarskorti. Eftir á hugsaði ég með mér að ég yrði að geta þolað svona ef ég ætlaði að dvelja áfram hér á landi,“ segir Manju. Dónalegar orösendingar Hún segist hafa stundum fengið dónalegar orðsendingar frá drukkn- um karlmönnum í þau skipti sem hún hefur farið út að skemmta sér hér í Reykjavík. „Það versta sem ég hef lent í var þegar ég var að bíða eftir strætó á dögunum. Þetta geröist á Hverfis- götunni snemma kvölds. Það var karlmaður hinum megin við götuna að bíða eftir strætó. Hann var búinn að bíða nokkra stund og horfði stöðugt á mig. Síðan gekk hann ró- lega yfir götuna og fór að tala dóna- lega við mig. Hann sagði að ég hlyti að vera vændiskona af því að ég væri dökk. Hann sagði enn fremur að meirhluti vændiskvenna í heim- inum væri með dökkt hörund og ástæðan fyrir því að það væri svona mikil eyðni í Bandaríkjunum væri dökka fólkið. Hann var ekki drukk- inn eða dópaður heldur mjög yfir- vegaður. Það var fólk í biðskýlinu og það hlustaði með eftirvæntingu á það sem fram fór. Aðeins ein stúlka stóð með mér og ávítaöi manninn fyrir þessi ummæli en aðrir skiptu sér ekkert af. Mér var mikið brugðið eftir þetta atvik og má segja að það hafi fyllt mælinn. Mér líkar að öðru leyti mjög vel við ísland og ég hef átt hér margar ánægjulegar stundir. Samt sem áður tel ég að margt fólk þurfi að vera víðsýnna," segir Manju. -RR Sex nýjar löggæslumyndavélar á gatnamótum: Nokkrir þegar teknir fýrir að aka gegn rauðu Ijósi „Það hafa þegar nokkrir öku- menn verið teknir upp á nýju myndavélamar fyrir að aka gegn rauðu ljósi. Þeir mega eiga von á að heyra frá okkur og fá viðeigandi af- greiðslu eins og aðrir sem staðnir eru að verki með öðrum hætti varð- andi umferðarlagabrot,“ segir Guð- mundur Guðjónsson, yfirlögreglu- þjónn i Reykjavík, um árangur nýrra löggæslumyndavéla sem ný- lega voru settar upp á sex ljósa- stýrðum gatnamótum til að fylgjast meö akstri. Myndavélarnar taka myndir framan á þá bíla sem aka gegn rauðu ljósi á viðkomandi gatnamót- um. Eftir skoðun á myndunum fá eigendur þeirra bifreiða, sem ekið er inn á gatnamót gegn rauðu ljósi, senda sektartilkynningu frá lög- reglu. Sérstök merki eru á þeim gatnamótum þar sem þessar vélar eru til að gefa ökumönnum það til kynna. „Það er mjög skýr lagastoð fyrir þessum að- gerðum okk- ar, bæði í lög- um um með- ferð opin- berra mála og umferðarlög- um við ákvörðun við- urlaga. Lög- regla viða um lönd hefur notað þessar vélar með góðum ár- angri og ég á ekki von á öðru en góðs árangurs sé líka að vænta hér. Þetta er góð og mikil- væg viðbót við núverandi löggæsluúrræði i umferðinni. Það framtíðinni og einnig er þörf á að fá ýmsum hættulegum stöðum á svæð- við gatnamót," segir Guðmundur. er stefnan að fjölga þessum vélum í vélar til að fylgjast með hraðakstri á inu, þó það sé ekki endilega bundið -RR - mikilvæg urbot, segir yfirlögregluþjonn 1. Mlklabraut/Snorrabraut 2. Kringiumýrarbraut/Miklabraut 3. Krlnglumýrarbraut/Laugavegur 4. Hofsvallagata/Hringbraut 5. Álfabakki/Reykjanesvegur 6. Enn ekki veriö staðsett o Myndavélar á Ijósum - staðsetning í Reykjavík - © © © r»rl Eric Harvey, bandarískur fyrirlesari og rithöfundur, hélt fyrirlestur á ráðstefnu Gæöastjórnunarfélags Islands í gær. Mikil áhugi var á ráöstefnunni og nær hvert sæti skipaö í stórum fundarsalnum. DV-mynd Pjetur Ráðstefna Stjórnunarfélags íslands á Hótel Loftleiðum: Láttu verkin tala - segir Eric Harvey vera „Gæði eru fyrst og fremst það sem hver og einn gerir, einn dag í einu og aðeins einu sinni í einu,“ sagði Eric Harvey, heimskunnur fyrirlesari, ráðgjafi og rithöfundur á sviöi starfsmannamála og hagnýtra stjómunaraðferða, á ráðstefnu Stjómunarfélags íslands um gæða- mál á Hótel Loftleiðum í gær. Har- vey hefur starfað hjá Performance co. í Bandaríkjunum og er mjög eft- irsóttur fyrirlesari í heimalandi sinu. Rástefnan bar yfirskriftina „Láttu verkin tala“ en það er einmitt nafn á bók eftir Harvey sem hefur undir- titilinn „og náðu þeim árangri sem þú sækist eftir", og Viðar Jóhannes- grundvöll allra markmiða son hefur þýtt á íslensku. Harvey leggur, eins og titill bók- arinn gefur til kynna, áherslu á að fólk láti verkin tala til þess að ná ár- angri. Hann segir meðal annars að fólk heyri það sem við segjum en sjái það sem við gerum. Sjón sé sögu ríkari. Enn fremur segir hann að við metum okkur sjálf eftir fyrir- ætlunum okkar en aðrir eftir því sem við gerum. Tugir íslendinga komu á ráðstefn- una og þar gafst þeim kostur á að hlýða á Harvey fyrir hádegi og síð- an á fyrirlesara í fjórum þemasölum eftir hádegi. Ýmis fyrirtæki kynntu enn fremur útgéfið efni, lausnir og ráðgjöf á sviði gæðamála. -sv Stóriðju í Hvalfirði mótmælt Stjórnarfundur samtakanna Óspillt land í Hvalfirði hefur form- lega mótmælt málflutningi iðnaðar- ráðherra að undanförnu þar sem hann heldur áfram yfirlýsingum um að álver muni rísa á Grundar- tanga áður en umhverfisnefnd Al- þingis hefur skilað áliti. Þá mótmælti fundurinn einnig ummælum iðnaðarráðherra um að mótmæli Kjósverja hafi komið seint fram. Samtökin skora jafnfram á ríkisstjórnina og landbúnaðar- og umhverfisráðherra að gerð verði rannsókn á áhrifum stóriðju á land- búnað beggja vegna Hvalfjarðar.-RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.