Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1997, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1997, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 Fréttir ____________________________________________dv Fresta varð þingfundi vegna átaka um Landsvirkjunarfrumvarpið: Raforkunotendur skatt- lagðir um 500-700 milljónir - segir Svavar Gestsson - rangt, segir Stefán Guðmundsson, formaður iðnaðarnefndar „I morgun kom meirihlutinn meö breytingartillögur inn á nefndar- fund. Þær koma að nokkru leyti til móts við okkar sjónarmið. Ég tel aö þeir séu að gefa eftir vegna almenn- ingsálitsins, einkum úti á landi. Ég féllst á að skoða málið en þeir vildu skella þessu beint í atkvæöagreiðslu hér í dag. Ég sagði það ekki koma til greina og gerði kröfu um að málinu yrði frestað. Ég vil að þjóðin fái að vita um hvað þetta mál snýst. Ég tel að reynt hafi verið að loka málið inni. Þetta frumvarp, eða það atriði sem snýr að arðgreiðslu til eigend- anna, Reykjavíkurborgar, Akureyr- ar og ríkisins, er skattur á raforku- notendur í landinu upp á 500 til 700 milijónir króna,“ sagði Svavar Gests- son, þingflokksformaður Alþýðu- bandalagsins, i samtali við DV í gær. Þá hafði þingfundi þrívegis verið frestað sökum þess að iðnaðamefnd fundaði og síðan var haldinn fúndur þingflokksformanna þar sem krafa Svavars um frestun á atkvæðagreiðslu var rædd. Um klukkan 16 var svo ákveðið að fresta atkvæðagreiðslunni inn sólarhring og fer hún fram í dag. Margir landsbyggðarþingmenn, bæði stjómar og stjómarandstöðu, em mjög óánægðir með þetta frum- varp eins og það liggur fyrir. Ekki síst fyrir þá sök vom breytingartil- lögur lagðar fram af meirihluta iðn- aðamefndar í gærmorgun. Það sem flestir vilja að komi inn í frumvarp- ið er að arðgreiðslur skuli vera víkj- andi fyrir raforkuverðslækkun. Svo er ekki. Þar er aðeins til bókun frá fundi eigenda um að svo skuli vera. „Menn eru fyrst og fremst að reyna að ná breiðari samstöðu um málið við afgreiðslu þess í iðnaðar- nefnd. Ég tel mig vera fúlitrúa lands- byggðarinnar og ber engan ótta inn að þetta fmmvarp leiði til raforku- verðshækkunar upp á hundmð miiljóna króna sem muni fyrst og fremst lenda á landsbyggðinni. Auk þess sem það hefur alltaf verið inni að orkuverðslækkun hafi forgang á fyrirhugaðar arðgreiðslur," sagði Stefán Guðmundsson, formaður iðn- aðamefndar Alþingis. -S.dór Vinnuslys: Pilturinn enn á gjörgæslu Ungi pilturinn sem missti framan af hendi í vinnuslysi í Þorlákshöfn á sunnudag er enn á gjögæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Pilturinn var í langri aðgerð í fyrrakvöld þar sem læknar freist- uðu þess að bjarga hendinni. Að sögn lækna á gjörgæsludeild verðm- tíminn að leiða í ljós hvort það heppnast. Pilturinn festist með höndina i vélsnigli í loðnubræðslu Hafnar- mjöls í Þorlákshöfn en verið var að gangsetja nýja mjölbræðslu þegar slysið varð. -RR Iðja Akureyri: 1 - a, k t i íli'Ií>.ÍMr—-<=.~*= fp-4 ’’ i' ^ -c !*iut ■\ X,' á'V.J'-S, M . * ^P'-"VjJp • i Hér má sjá hvar veriö er að hffa trilluna, sem sökk, upp af sjávarbotni í gær. Mikiil veðurhvellur gekk yfir Reykjavík í gær og urðu töluveröar skemmdir í Reykjavíkurhöfn, bæði á mannvirkjum og bátum. DV-myndir S Folk að missa þolinmæðina DV, Akureyri: „Verkafólk er að missa þol- inmæðina og gerir kröfu um að kjör þess verði bætt án undan- bragða," segir m.a. í ályktun félags- fundar í Iöju, félagi verksmiðju- fólks á Akureyri, sem haldinn var um helgina. í ályktuninni segir einnig að fundurinn átelji harðlega seina- gang þann sem vinnuveitendasam- böndin hafi uppi með því að draga samningaviðræður á langinn og skorað er á fulltrúa atvinnurek- enda að sýna samningsvflja sinn í verki. „Fundurinn lýsir furðu sinni á þeim fullyrðingum að 70 þúsund króna lágmarkslaun kalli á óðaverð- bólgu í landinu. Verði ekki orðið við þessari réttlátu kröfu er ekki um annað að ræða en félögin afli sér verkfallsheimildar og láti reyna á samtakamátt sinn,“ segir í álykt- un fundarins. -gk Mikill veðurhvellur í Reykjavík í gær: Bátar slitnuðu upp „Það hvessti mjög mikið um há- degisbilið og gerði fárviðri í um hálftíma. Á þeim tíma lömdust bát- amir við bryggjuna, fjölmargir skemmdust töluvert, ein trilla sökk í nótt og einn bátur fór upp I grjót,“ segir Hörður Þórhallsson, yfirhafn- sögumaður í Reykjavíkurhöfn. Hörður segir að bátamir séu fest- ir við svokallaða fmgur, göngubrýr sem liggja utan á flotbryggjimum, og bátamir hafi brotið þá. Hann segir tjónið á bryggjunum mikið og mikil vinna sé fyrirliggjandi í viðgerðum. Sjávarstaðan fór upp 1 5,1 metra á háflóðinu í gærmorgun en Hörð- ur segir að það hafi allt sloppið til, sjór hafi gengið yfir Grandabryggj- urnar og bryggjumar í Vatnagörð- um í Sundahöfn en skemmdir vegna þess séu óverulegar. „Vindáttin var mjög slæm því austanáttin stóð beint inn á hafnar- kjaftinn. Sjávarhæðin hefur aldrei mælst meiri en í morgun og við vor- um að vona að við værum sloppnir fyrst allt var í lagi eftir það. Nú er hins vegar ljóst að bryggjurnar hafa orðið fyrir töluverðum skemmdum,“ sagði Hörður við DV í gær. -sv Verslunarmannafélagið: Laun hækki um 17 prósent Forráðamenn Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur lögðu í gær fram fúll- mótaðar kjarakröfúr félagsins á fundi með vinnuveitendum. Aðalkrafan er um 17 prósenta launahækkun frá und- irskrift samnings til ársins 2000. Sænskur skíðakennari á Ólafsfirði: Slasaðist illa á auga DV, Ólafsfirði: Matthias Berglund, sænski skíðaþjálfarinn á Ólafsfirði, slasað- ist alvarlega á auga í síðustu viku. Hann var að fara í skíðalyftuna þar þegar úlpureim festist í lyftu- stykkinu sem small síðan af miklu afli í auga hans. Matthías var flutt- ur á heilsugæsluna hér þar sem gert var að sárum hans en var síð- an umsvifalaust fluttur á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri. Hann fór í skurðaðgerð þar en augað er illa farið og ijóst aö skíöakennarinn hefur orðið fyrir varanlegum skaða, missir jafnvel sjónina á auganu. Þetta þykir mjög slysalegt því að skíðalyftan í Ólafsfirði hefur þótt örugg og grannt fylgst með öryggismálum þar. -HJ Hækkunin skiptist þannig að við undirritun hækki laun um 5,3 pró- sent, 1. janúar 1998 um 4,5 prósent, 1. janúar 1999 um 4,5 prósent og 1. janúar árið 2000 um 2 prósent. Auk þessa færist allir launataxtar upp um eitt þrep þannig að lægsti launataxtinn sem nú er til verði af- numinn. Þá er gert ráð fyrir fyrirtækja- samningum og rætt um markaðslaun. Segir að laun skuli endurspegla vinnu- framlag, hæfiii, menniun og færni einstaklings, svo og innihald starfsins og þá ábyrgð sem það felur í sér. Segja má að þetta séu aðalatriðin í kröfum VR en þó er ýmislegt fleira í kröfunum eins og ábataskiptakerfi og framleiðniráð, aukin menntun, lífeyrismál og fleira. Gert er ráð fyrir að gildistími samningsins verði til 29. febrúar árið 2000. -S.dór Fulltrúar VR afhentu í gær vinnuveitendum fullmótaöar kjarakröfur sínar sem gera ráð fyrir 17 prósenta launa- hækkun á rúmum þremur árum. DV-mynd Hilmar Þór Stuttar fréttir Össur ritstjóri Alþýðublaðið kom út i morgun undir stjórn nýs ritstjóra, Össur- ar Skarphéðinssonar alþingis- manns. Engar hvalveiöar Ferðamálaráð leggst gegn því að hvalveiðar verði hafnar á ný á íslandi. Veiðamar muni hafa slæmar afleiðingar fyrir ferða- þjónustu og útflutning íslendinga. RÚV sagði frá. Sektaður í Hanstholm íslenskur skipstjóri var sektað- ur í Hanstholm í Danmörku um 300 þús. kr. fyrir að landa sild ólöglega í júní 1995. Sakir eru þær að hafa tilkynnt fyrst að um bræðslusíld væri að ræða en breytt því síðan í manneldisfisk. RÚV sagði frá. Fæöingarorlof karis Kærunefnd jcifnréttismála hef- ur höfðað mál fyrir hönd karl- kyns ríkisstarfsmanns til inn- heimtu launaðs fæðingarorlofs. Nefndin telur aö það brjóti í bága við jafnréttislög að greiða aöeins konum laun í fæðingarorlofi. RÚV sagði frá. Dómarar og frímúrarar Einn hæstaréttardómari og þrír héraösdómarar eru í frímúr- arareglunni. Forseti Hæstaréttar hefur sagst hafa hafnað boði um að gerast frímúrari vegna hugsan- legra hagsmunaárekstra í starfi. RÚV segir frá. Norskt álver Sendimenn fi-á Hydro í Noregi ræddu í gær og ræða áfram í dag við stjórnvöld um að reisa álver á íslandi. Húsnæðisstofnun Þingmenn veigra sér við að ræða málefni Húsnæðisstofnunar utan dagskrár á Alþingi vegna eigin samskipta við hana, segir Gunnlaugur Sigmundsson alþing- ismaður í viðtali við Stöð 2. Hornafjarðarbær langt kominn Homafjarðarbær er einna lengst kominn sveitarfélaga í því að yfirtaka verkefni sem áður voru í höndum ríkisins, að sögn Stöðvar 2. Þegar hefur bærinn tekið yfir stjóm grannskólans og heilsugæslunnar og er að taka yfir félagslega húsnæðiskerfið. Hærri vextir Landsbankinn hækkar raunvexti helstu verðtryggðra innlána í dag um 0,1%. Jafnframt hækka vextir á verðtryggðum skuldabréfum lítil- lega. Breytingin er til að mæta fjár- magnstekjuskattinum, segja banka- stjórar í samtali við Sjónvarpið. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.