Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1997, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1997, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 Fréttir Listamaðurinn Ægir Geirdal gaf ráðherrum og þingmönnum Framsóknarflokks forláta sandstyttur: Fékk þær endursendar frá iðnaðarráðuneytinu - listamaðurinn segir ráðuneytið hafna nýsköpun og atvinnuþróun „Mér finnst þetta vægast sagt mjög skrítin vinnubrögð hjá ráð- herra og hans ráðuneyti. Þessir menn eru alltaf að tala um að efla nýsköpun og atvinnuþróun hér heima en síðan gerist ekkert. Mér finnst ég hafa verið dreginn alger- lega á asnaeyrunum í þessu máli,“ segir listamaðurinn Ægir Geirdal Gíslason, öðru nafni Greipar Ægis, sem er mjög ósáttur við vinnubrögð iðnaðarráðuneytisins og Finns Ing- ólfssonar ráðherra. Ægir hefur undanfarin ár búið til skúlptúra úr sandi með því að festa sandinn saman með sérstakri að- ferð sem hann hefur þróað undan- farin sex ár. Sandstytturnar kallar hann Tár tímans og ætlaði Ægir að markaðssetja þær með því að leita til iðnþróunarsjóðs sem auglýsti eft- ir nýsköpun frá íslenskum lista- mönnum. Aðrir halda styttunum Ægir segist hafa sent öllum ráð- herrum og þingmönnum framsókn- armanna styttur að gjöf til að kynna verk sín en á dögunum fékk hann sex styttur frá iðnaðarráðuneytinu endursendar. Ráðuneytið vildi ekki kannast við að stytturnar hefðu ver- ið gjafir en aðrir þingmenn flokks- ins hafa haldið sínum styttum. „Forsagan er sú að fyrir rúmu ári auglýsti iðnþróunarsjóður eftir ný- sköpun og íslensku frumkvæði. Ég var svo bjartsýnn að ég sótti um og lét þá hafa styttu sem vakti tölu- verða athygli, að mér fannst. Ég sýndi fram á hversu arðsamt það væri að búa til verðmæta vöru úr ódýru hráefni eins og sandi. Mér var sagt að það tæki 8 vikur að meta þetta og ætluðu menn frá sjóðnum að koma og skoða safn mitt. Einni og hálfri viku síðar var mér tjáð að mér væri hafnað án þess að nokkur hefði komið að skoða safnið. For- sendurnar voru m.a. þær að þeir létu ekki styrk til fyrirtækja - en ég er bara einstaklingur. Verið aö gera grín að mér Ég fór til ráðherra og spurði hvort það væri verið að gera grín að mér. Ég lét ráðherra fá eina styttu til að sýna verk mitt og hann virtist mjög hrifinn af hugmyndinni og bauðst til að láta mig hafa styrk til markaðssetningar. Ég gaf síðan öðr- um ráðherrum framsóknarflokksins og þingmönnum hans styttur og sendi auk þess styttur til eiginkonu ráðherra, aðstoðarmanns ráðherra og eiginkonu hans. Með þessu vildi ég gefa mönnum tækifæri til að sjá hvers konar nýsköpun þetta væri og ég bað aldrei um annað en að fjallað væri um þessa nýsköpun á fag- mannlegan hátt. Ég fékk styrk upp á 200 þúsund krónur fyrir tæpu ári en fékk aldrei svar frá Iðnþróunarsjóði hvort þeir vildu taka við verkefninu eða ekki. Ég fór og spurðist fyrir um mín mál og frétti m.a. hjá Steingrími Her- mannssyni seðlabankastjóra að ráð- herra og ráðuneyti hefðu gert svo mikið fyrir mig. Ég hafði hins vegar ekki fengið neitt frá þeim nema þennan litla styrk. Ráöherrafrúin heldur sinni Þegar ég kom heim úr vinnunni á dögunum biðu mín tveir stórir kass- ar. í þeim voru 6 styttur sem ég hafði gefið ráðherra og ráðuneytinu á sínum tíma. í bréfi sem fylgdi með stóð að aldrei hefði verið litið svo á að þessar styttur hefðu verið gjöf en þær hefðu verið í vörslu hjá ráðu- neytinu og hér með væri þeim skil- að. Stytta ráðherrafrúarinnar var þó ekki með í kassanum, henni hlýt- ur að hafa litist svona vel á gripinn. Ég hringdi í Steingrím og Val- gerði Sverrisdóttur, formann þing- flokks framsóknarmanna, og spurði hvað væri í gangi og hvort allir ætl- Listamaöurinn Ægir Geirdal Gíslason viö fimm af styttunum sem endursendar voru til hans frá iðnaöarráöuneytinu. DV-mynd Pjetur uðu að skila sínum styttum. Þau komu alveg af fjöllum og sögðust ekki vilja skila sínum styttum því það væri á hreinu að þau litu á þetta sem gjöf. Mín ætlun með þessu var aðeins að kynna mína vinnu sem ég taldi geta verið arð- bæra nýsköpun en ég ætlaði ekki að múta einum eða neinum með þess- um gjöfum," segir Ægir. -RR Misskilningur að stytturnar hafi verið gjafir - segir Árni Magnússon, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra „Ægir Geirdal kom hingað í ráðuneytið veturinn 1995 og kynnti fyrir ráðherra og mér þá starfsemi sem hann stundar, þ.e. þessar sandstyttur. Hér var litið þannig á að þarna væri maður á ferð sem hefði áhugaverða hugmynd og því væri full ástæða til að styðja við bakið á honum eins og stutt hefur verið við bakið á fjölda islenskra hugvitsmanna. Þess vegna fékk hann 200 þúsund króna styrk til að markaðssetja þessa hugmynd sína,“ segir Ámi Magnússon, að- stoðarmaður Finns Ingólfssonar iðnaðarráðherra, en Finnur vildi láta hann svara fyrir ráðuneytið. „Það er rétt að hann afhenti hér í ráðuneytinu nokkrar styttur. Síð- an fóra að berast bréf frá honum þar sem mátti skilja það þannig að hann væri að gefa einstökum starfsmönnum og ráðherrum þess- ar styttur að gjöf. Það var niður- staða okkar að endursenda honum styttumar og eyða þeim miskiln- ingi. Stytturnar hafa verið hjá okk- ur í rúmt ár og við litum líka þannig á að það væri stuðningur við hann að hafa þær hér til sýnis. Hvað varðar óánægju hans með iðnþróunarsjóð og aðrar undir- stofnanir ráðuneytisins þá hefur Ægi verið bent á með bréfi að ræða óánægju sína við forsvarsmenn þeirra beint. Það er ekkert eins- dæmi að menn komi inn í sjóði og kynni hugmyndir sínar og fái ekki endilega fjármögnun þeirra í gegn. Það geta ýmsar forsendur legið að baki, m.a. viðskiptalegar forsend- ur, og er þá horft til eigin fjárstöðu umsækjenda, möguleika á markaði o.fl. Að auki er takmarkað fjár- magn til ráðstöfunnar í sjóðun- um,“ segir Ámi. -RR Akureyri: Málmiðnaðurinn í mikilli uppsveiflu DV, Akureyri: „Það vantar mjög málmiðnaðar- menn héma í bænum enda allt í dúndrandi uppsveiftu sem er auð- vitað hið besta mál,“ segir Hákon Hákonarson, formaður Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri, en mjög mikil verkefni em fyrir málmiðnaðarmenn í bænum um þessar mundir, reyndar svo mikil að Slippstööin hefur ákveðið að fá 20 Pólverja til landsins til að vinna að ákveðnum verkefnum þar. Hákon segir að málmiðnaðar- mönnum hafi ekki fækkað í bæn- um. Að vísu hafi einhverjir þeirra flutt úr bænum á sínum tíma þeg- ar lítið var um vinnu fýrir þá og einhverjir hafi farið til annarra starfa í bænum. „Hluti þessara manna er nú kominn til starfa aft- ur og við þyrftum að geta skapaö hér það umhverfi að þessir menn sæju hag sínum betur borgið með því að starfa alfarið að sínu fagi hér. Núna snýst þetta um að á með- an við getum ekki sjálfir annað þeim toppum sem koma varðandi verkefiii er auðvitað skynsamlegt að leita að erlendu vinnuafli. Það er alveg sjálfsagt til þess að við höldum þeim verkefnum sem fyrir liggja inni í landinu. Auðvitað væri óskastaðan að við gætum sinnt þessu sjálfir en við ráðum bara ekki viö það. Ég er ekki frá því að samkeppn- isaðstaða okkar sé að batna mjög í þessari atvinnugrein sem þýðir að við séum að fá til okkar fleiri stór verkefhi sem við ráðum ekki við með þeim mannskap sem nú er fyrir hendi. Á meðan svo er verð- um við að leita annarra leiða, eins og t.d. að fá til okkar erlent vinnu- afl,“ segir Hákon. Hann segir að talsvert sé nú um að nemar hafi verið teknir á samning í málmiðnaði og sé af sem áður var þegar nemar vom ekki teknir árum saman. „Þetta er allt annað en var þegar menn sáu ekki í málmiðnaði hér verkefni nema frá einni viku til annarrar," segir Hákon. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.