Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1997, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1997, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 7 Fréttir Tryggvi Þór Herbertsson, forstjóri hagfræðistofnunar Háskólans: Það þarf að hækka grunnlaun í landinu - en jafnframt að auka launamuninn með því að hækka laun menntaðs fólks Tryggvi Þór Herbertsson, for- stjóri hagfræðistoftiunar Háskólans, flutti erindi um helgina sem vakið hefur mikla athygli. Hann heldur því fram að auka þurfi launamun- inn hér á landi. Hann segir líka að grunnlaun í landinu þurfi að hækka Auka þarf landsframleiösluna „Það sem verkalýðshreyfíngin er að beijast fyrir er að við fáum sam- bærilegar tekjur og i öðrum lönd- um. Undanfarin 20 ár hafa laim sem hlutfall af landsframleiðslunni verið í kringum 65 prósent. Þetta hlutfall er mjög stöðugt, eins og í öðrum löndum, og ekki ástæða til að ætla að það breytist. Ef við viljum fá hærri laun verðum við að auka landsframleiðsluna á mann til jafns við það sem er i þeim löndum sem við viljum miða okkur við. Til þess að ná þessu markmiði verðum við að hafa meiri hagvöxt á mann héma en í viðmiðunarlöndunum þangað til við erum búin að ná þeim,“ segir Tryggvi Þór. Mannauöurinn Hann bendir á að hagvöxtur sé samsettur af fjármagni, vélum og tækjum sem við notum til að fram- leiða með og af mannauðnum. Ef hægt er að auka mannauðinn, sem hann telur skynsamlegast upp á að minnka sveiflumar í landsfram- leiðslunni, er hægt að auka hagvöxt- inn. Það borgi sig því að byggja upp mannauðinn. „Menntun er mannauður. Mennt- un er fjárfesting í þekkingu sem ein- staklingurinn getur selt. Mannauð- urinn er því sú þekking sem gerir einstaklingnum kleift að selja krafta sína dýrar en ella. Einstaklingurinn menntar sig til að auka líkumar á hærri ævitekjum og er því bara fjár- festing í mannauði,“ segir Tryggvi Þór. Menntun borgar sig ekki Hann hefur skoðað hverjar séu tímatekjur eftir menntun sam- kvæmt upplýsingum frá Félagsvís- indastoftum. Þar kemur í ljós að maður með stúdentspróf er með 736 krónur á tímann að meðaltali en maður með BA-nám úr háskóla með 732 krónur á tímann að meðaltali. „Svona vel er nú menntunin met- in á íslandi. Út frá þessu og vissum forsendum og fræðum get ég reikn- að út arðsemi menntunar. Þá kemur í Ijós að þjóðhagsleg arðsemi mennt- unar er neikvæð fyrir allar tegund- ir menntunar nema stúdentspróf fyrir karla og BS-nám fyrir konur. Hér er um meðaltal að ræða. Þá spyr maður, hver er afleiðing of lít- illar arðsemi menntimar. Svarið er að mannauðurinn rýmar vegna þess að skynsamur einstaklingur kýs að mennta sig ekki, eða vinna erlendis þar sem hærri laun eru greidd að námi loknu. Þá minnkar hagvöxturinn hjá okkur í kjölfarið og það verður erfiðara að ná mark- miðinu sem við lögðum af stað með í upphafi, að jaftia landsframleiðslu á mann hér á landi við viðmiðunar- löndin og að launin verði sambæri- leg. Og þá spyr ég hvað við getum gert til að snúa þessu við. Ég tel að það eigi að hækka launin hjá Þaö hefur veriö nóg aö gera hjá loönusjómönnum undanfarna daga enda veiðin góö. Hér eru þeir Víðir Pálsson og Gunnlaugur Ólafsson á Berki NK- 122 en skipiö var á veiöum nokkrar mflur sunnan viö Stokkseyri. DV-mynd Hjörtur Sig. Loðnuaflinn yfir 620 þúsund tonn DV, Akuieyri: Heildarloðnuveiðin á vertíðinni er orðin ríflega 620 þúsund tonn og á þá eftir að veiða rétt tæplega 600 þúsund tonn af útgeftium loðnu- kvóta samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fiskvinnslustöðva. Veðurfar hefur gert mönnum erfitt fýrir um veiðar undanfarna daga en mikið virðist vera af loðnu á miðunum við suðausturhom landsins og skipin verið að fá þar mjög góð köst þegar hægt hefur ver- ið að kasta. Segja má að loðnu sé nú landað í höfnum allt umhverfis landið. Frá áramótum nam heildarveiðin í gær 146 þúsund tonnum og hafði mestu verið landað á Eskifirði eða 25.556 tonnum, á Seyðisfirði 22.113 tonnum og í Neskaupstað 19.610 tonnum. -gk menntuðu fólki miðað við laun þeirra sem eru bara með almenna grunnskólamenntun. Það þarf að hækka þau mismunandi mikið eftir tegund menntunar. Það þarf sem sé að auka launamuninn. Meö þessu er ég ekki aö segja að það eigi ekki að hækka grunnlaunin. Við ætlum að auka landsframleiðslu á mann til þess að grunnlaunin hækki líka. Það hækka öll laun við aukna lands- framleiðslu en laun menntaðs fólks eiga að hækka mest,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson. -S.dór -heimilistæki standa undir nafni! MiiHÍtugrill Kíiffivcl Gufustraujárn Straujárn Baðvog 200g Handþeytari Eldhúsvog Umboðsmenn: Reykjavfk: Hagkaup. Byggt & Búið, Kringlunni.Magasín. BYKO. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf.Borgfirðinga, Borgamesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni E. Hallgrímsson, Grundarfirði.Versun Einars Stefánssonar, Búðardal. Heimahomið, Stykkishólmi. Vestflrðlr: Geirseyrarbúðin, Patreksfiröi. Rafverk.Bolungarvík.Straumur.ísafirði. Norðurland: Kf. Steingrímsfjaröar, Hólmavík. Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúð.Sauðárkróki.KEA, byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA.Dalvík. KEA Siglufirði. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urð, Raufarhöfn. Lónið, Þórshöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson.Egilsstöðum. Verslunin Vík, Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúösfirðinga, Fáskrúösfiröi. KASK Höfn. Suðurland: Mosfell, Hellu. Arvirkinn, Selfossi. Rás, Þoriákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg.Grindavík. Fjarðarkaup, Hafnarfirði. -fetiframar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.