Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1997, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1997, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 13 Niðurstaðan gefin fýrirfram Síbyljan um sam- »—■ .... einingu vinstri tfio||aríni1 flokkanna heldur fljaiiai lllll áfram. Klisjan um hið meinta „sam- einingarferli" á vinstri vængnum er núna að vinna sér sess sem einhver mest ofnotaði orða- leppur íslenskra seinnitímastjórn- mála og er þá býsna langt til jafnað. Með reglulegu millibili er kveðið upp úr um að lausnin sé í nánd; sameiningin sé að bresta á. Alltaf er gripið til einhvers til þess að „Klisjan um hið meinta „samein- ingarferli“ á vinstri vængnum er núna að vinna sér sess sem ein- hver mest notaði orðaleppur ís- lenskra seinnitíma stjórnmála og er þá býsna langt til jafnað.“ EinarK. Guðfinnsson alþingismaöur Menn vitna til þess aö Alþýöubandalagiö hafi meö flokksfundi sínum opn- aö sérstaklega á umræöur um þessi mál. Þaö er mikill misskilningur, seg- ir m.a. í greininni. reyna sannfæra sjálfa sig og kannski aðra um að stórtíðindi séu að gerast. Nú síðast var það flokks- fundur hjá Alþýðubandalaginu sem átti að sýna okkur að sameiningar- ferlið fræga væri enn til staðar. Og hvað var til marks um það? Betra seint en aldrei í því sambandi var sérstaklega nefnt til sögunnar að formaður Al- þýðubandalagsins hefði opnað um- ræðuna um Evrópusambandið, eins og það var kallað. í hveiju fólst það? Jú, for- maðurinn ræddi fram og til baka um kosti og galla EES-samningsins, sem var ofarlega á baugi umræðunnar á síðasta kjörtímabili. Það er vissulega vel að á vett- vangi Alþýðubandalags- ins séu viðraðar efa- semdir um afstöðu flokksins til þess merka samnings og má segja að betra sé seint en aldrei. Hitt er nauðsynlegt að árétta að leið okkar til aukinna pólitískra áhrifa innan Evrópu- samstarfsins getur aldrei verið önnur en sú að æskja aðildar, eða með virkri þátttöku okkar á vettvangi EES. Það eru því í rauninni einu kostirnir sem okkur standa til boða. Hitt er ósk- hyggja að ímynda sér að slíkum áhrifum náum við til að mynda með því að segja okkur frá EES-samningnum eða með því efna til sjálfstæðrar samningagerð- ar við Evrópusambandið. ítrekar flokkurinn and- stööu sína“ Menn vitna til þess að Alþýðu- bandalagið hafi með flokksfundi sínum í siðasta mánuði opnað sér- staklega á umræðm- um þessi mál. Það er mikill misskilningur. For- maður flokksins reifaði málin að sönnu, velti upp flötum, sagði á þeim kost og löst að sínu mati. En flokkurinn sagði skoðun sína um- búðalaust. Fram kom að einhugur hefði orðið um málið i Alþýðubandalag- inu, með sáttatillögu formanns flokksins Margrétar Frímannsdótt- ur og formanns þingflokksins, Svavars Gestssonar, en þar segir afdráttarlaust: .. ítrekar mið- stjórn Alþýðubandalagsins and- stöðu flokksins við aðild að Evr- ópusambandinu og við her og hem- aðarbandalög". Svo mörg voru þau orð. Fyrirfram gefin niðurstaða Það getur vel verið að einhver segi að Aiþýðubandalagið muni ætla að ræða afstöðuna til vest- ræns varnarsamstarfs og Evrópu- málanna. En hitt er jafnljóst að flokkurinn hefur mótað afstöðu sína skilmerkilega og komist að niðurstöðu. Það var skýrt áréttað í blaðaviðtali við annan flutnings- mann tillögunnar, Svavar Gests- son, svo ekkert fór á milli mála. Kannski verða einhverjar um- ræður um málin í stofnunum flokksins, en niðurstaðan hefur verið fyrirfram gefin. Hún var mót- uð á miðstjórnarfundinum fyrsta laugardag í þorra. Einar K. Guðfinnsson Fátækt á íslandi Allt frá því landsmenn meðtóku áramótaboðskap hr. Ólafs Ragnars Grímssonar forseta og hr. Davíðs Oddssonar forsætisráðherra hefur verið í gangi lifleg umræða um fá- tækt á íslandi. Virtist og sem þeir tveir ágætismenn litu málefnið ekki sömu augum. Fátækastir fátækra Það fólk allt sem lifa þarf af lægstu launum hérlendis (tæpum 50 þús. kr. á mánuði fyrir fulla vinnu) öryrkjar, aldraðir, styrk- þegar og hallast víst flestir á sveif með forsetanum sem reyndar einnig þeir sem fylla hátekjuhópa verkalýðsfélaganna, með 55-60 þúsundir króna í mánaðarlaun. í fyrrnefndu áramótaávarpi hélt hann því fram að fátækt væri orð- in smánarblettur á þjóðinni. í þeim töluðu orðum svo að segja sendi móðir Teresa fjórar nunnur til að kanna málið. Samkvæmt því sem kaþólski biskupinn á íslandi herra Jóhannes Giijsen segir er hlutverk Systra móður Teresu trú- boð með fulltingi kærleiksverka meðal hinna fátækustu fátækra. Hugtakið fátækt einskorðaðist hins vegar ekki við efnahagslega örbirgð heldur ekki síður andlega fátækt. Samkvæmt orðum forsæt- isráðherra eru ekki til haldbærar tölur um efnahagslega örbirgð á íslandi, svo við þær tölur hafa systurnar ekki getað stuðst. Þá stendur einungis sú skýring eftir varðandi komu þeirra hingað til lands að þær ætli sér að hlynna að andans fátæklingum. Og hverjir skyldu vera fátækast- ir fátækra í andanum? Ekki er frá- leitt að álykta að það séu þeir sem ekki sjá hina ört vaxandi efnalegu örbirgð í landinu sem við öllum blasir. Er þá aft- ur komið að for- sætisráðherra og verður fróðlegt að fylgjast með vitjunum systr- anna í ráðherra- bústaðinn. Samanburður ýmiss konar hef- ur verið gerður á launatekjum hérlendra við laun fólks í öðrum löndum. Að þeim samanburði hafa margir unnið, ekki síst fjölmiðl- amir sem hafa verið hvað mest áberandi. Flestar athuganirnar hafa verið brenndar því marki að miða við lægstu launataxta sem fyrirfinnast á erlendri grund og hafa síðan miðað við meðaltekjur hérlendis. Hverjum slík saman- burðarfræði þjónar er kjami þessa máls. Tilgangurinn með þeim fífla- gangi hlýtur að vera öllum ljós og jafhljóst er hverjum hann gagnast. Samanburöur til sönnunar Dæmi um saman- burð af þessu tagi er þegar tekjur land- verkafólks innan ASÍ eru sagðar 127.000 kr. á mánuði. Hér er ef- laust á ferðinni með- altalsgildi sem inni- heldur yfirvinnu ís- lenska hópsins, sem síðan er borið saman við lægsta tímakaup sem greitt er á Norð- urlöndunum, sem er að finna í Svíþjóð og samsvarar það u.þ.b. 650 krónum íslenskum. Grundvöll- ur að réttri útkomu slíkra talna- leikja er að samanburðarhóparnir séu skoðaðir á sömu forsendum, nefnilega út frá lægstu launum á íslandi sem eru heilar 285,80 kr. á klst. Til frekari glöggvunar er rétt að benda á að lægsti launataxti sem þekkist í Danmörku, Noregi og Finnlandi er u.þ.b. 850 kr. ísl. á klst. Hér er samanburðinum ekki lokið, því Lækkunarnefnd fram- færslukostnaðar, sem hr. Davíð Oddsson skipaði í febrúar ’96, lagði fram upplýsingar um að mánaðarlegur matarreikningur einstaklings í ESB-löndunum væri einungis 20.000 krónur að meðal- tali. Hvemig var nú brugðist við þessum upplýsingum, sem augljóslega þurfti að skoða með saman- burði, án þess þó að afskræma íslenska efnahagslifið? Jú það var arkað út í Bónus og keypt í körfuna. Með því móti var hægt að koma mánað- arlegum matarreikn- ingi einstaklings á ís- landi niðim í 30.000 kr., sem var þá „að- eins“ 50% hærri en í ESB-löndunum. Hins vegar var þess getið lauslega að ef um- ræddur varningur væri keyptur annars staðar en í Bónusi myndi hann kosta um 45.000 kr. Komist einstaklingur á íslandi ekki í Bónus til matarinnkaupa þá vandast mál hans. Ef Bónus er til að mynda úr leið fyrir íslenskan láglaunamann fara hjá honum 157,5 vinnustundir í að greiða mánaöarleg matarútgjöld sín. Til glöggvunar er mánaðarvinna að meðaltali 173,3 vinnustundir ef miðað er við 40 stunda vinnuviku. Þannig að þegar óheppnir lág- launamenn hafa greitt matinn sinn geta þeir i hverjum mánuði sólundað í annað uppihald and- virði þeirra 15,8 vinnustunda (4515,60 kr.) sem af mánaðarvinn- unni leyfir. Ef kaupmáttur af þessu tagi er ekki ávísun á fátækt er vandséð hvar hana er að finna. Sturlaugur Jóhannesson „Og hverjir skyldu vera fátækastir fátækra í andanum? Ekki er frá- leitt að álykta að það séu þeir sem ekki sjá hina ört vaxandi efnalegu örbirgð í landinu, sem við öllum blasir.“ Kjallarinn Sturlaugur Jóhannesson verktaki Með og á móti Útburður veitingamanns Felgunnar Lögleg uppsögn „Ástæða uppsagnar samn- ingsins er sú að bæjaryfirvöld- um þótti skekkt samkeppnis- staða veitingarekstrar bæði í bæjarfélaginu sjálfu og á mark- aðssvæðinu. Um þetta höfðu borist kvartanir. Einnig þótti bæjryfirvöld- um ástæða til að afnema þann styrk sem greiddur var leigutaka upp á 1,8 millj- ónir króna á ári. Sums staðar þætti slíkur styrkur einkennileg gjörð í frjálsri samkeppni. Styrkurinn var ætlaður til að standa undir starfsemi félaganna sem eiga húsið ásamt bænum auk grunn- rekstrartilkostnaðar hússins alls. í samningnum eins og hann lá fyrir var hins vegar ekkert ákvæði sem stýrði því með ör- uggum hætti að þessi 1,8 millj- ónir færu ekki til þess að greiða niður rekstur Felgunnar í sam- keppni við aðra aðila á mark- aðssvæðinu. Það hefur aldrei verið ætlun bæjaryfirvalda að greiða niður ölkolluna fyrir við- skiptavini. Af þessum ástæðum var ákveðið að segja upp þess- um samningi með löglegum fyr- irvara. Þess vegna er krafist út- burðar í dag. Það hefði ekki þurft að koma til þessara vand- ræða því leigutakanum hafði verð boðinn frestur til að yfir- gefa húsið, svo framarlega að hann færi eftir ákvæðum fyrr- um samnings." Hef fullan rétt Gísli Ólafsson, bæjarstjóri i Vesturbyggð. Sigurður Ingi Pálsson, veit- ingamaður á Felgunni. í framhaldi af „Eg tel mig vera í húsinu með fullum rétti. Ég var með það á leigu í tvö ár og í framhaldi af því var leigu- samningi sagt upp og viðræð- ur fóru fram við stjórn. Hún lagði fram drög að sam- komulagi sem ég svaraði með athugasemdum. því var haldinn jákvæður fund- ur - fólk ræddi um áframhald og breytingar á samningi. Síöan liðu níu mánuðir og ég var ekki boðaður til fundar. Það eina sem gerðist var símtal frá formanni stjórnar sem sagði að fúllur vilji væri að ég héldi áfram rekstri. Ég rukkaði menn um þetta önd- vert við það sem haldið er fram í fjölmiðlum að það hafi þurft að draga mig að samningaborðinu. í millitíðinni nefndi ég þetta við stjórnarmenn á förnum vegi. Allir voru sammála um að drífa þetta af. Síðan ætluðu konurnar að halda þorrablót með lögleysu sem ég hafnaði og bauð þeim sömu kjör og þær hafa fengið síðustu tvö ár. Þær vildu það engan veginn og þá átti að stíga á karlinn. Lögreglan stöðvaði siðan starfsmenn bæjarins við að skipta um skrár í húsinu samkvæmt skipun bæjarstjóra og stjórnar hússins. Útburðar- beiðnir eru ekki framkvæmdar af hálfu bæjarstjóra. Hvort efn- isleg rök séu fyrir slíku verður dómur að skera úr um. Ef leigu- samningur er ekki endurnýjað- ur eða mönnum gert að yfirgefa hús þá endurnýjast samningur- inn sjálfkrafa ótímabundið, sam- kvæmt húsaleigulögum frá 1994. Ég óttast því ekki niðurstöðu af- greiðslu útburðarkröfunnar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.