Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1997, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1997, Blaðsíða 33
 37 i ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1997 Ljóð og Ijósmyndir 12 ára nem- enda eru sýnd í Ráðhúsinu. Drottning loftbólanna Drottning loftbólanna er sýn- ing í Ráhúsi Reykjavíkur á ljóð- um og ljósmyndum eftir þrjú hundruð 12 ára nemendur í sex grunnskólum í Reykjavík. Verk- efnið var tilbúið nú á haustönn á vegum Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur þar sem nemendur komu með kennurum sínum á stutt námskeið um ljósmynda- sögu, myndbyggingu og mynda- töku. Hver hópur fékk úthlutað ákveðnum svæðum í miðbæ Reykjavíkur, en hver nemandi átti að taka mynd af viðfangs- efni sem gæti komið af stað hug- arflugi er leitt gæti af sér lítið ljóð. Sýningin verður opnuð í dag kl. 16.00 og stendur hún til 17. febrúar. Sýningar 7797 Bergsteinn Ásbjömsson er með sýningu í Listhúsi 39 í Hafnarfirði sem hann kallar 7797. Bergsteinn er fæddur í Hafnarfirði árið 1954 en frá ár- inu 1977 hefur hann verið bú- settur í Svíþjóð. Þar hefur hann stundað listnám og starfað sem aðstoðarmaður listamanna. Bergsteinn hefur haldið nokkr- ar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Nokkur lista- verk eftir Bergstein má sjá í stofnunum í Örebro, Uppsala og Delsbo og við þær. Sýningunni í Listhúsi 39 lýkur 16. febrúar. Það er síminn til þín Á Mokka hefur listamaðurinn Magnea Ásmundsdóttir hengt upp 24 síma til að ná betra sam- bandi við áhorfendur og geta gestir bókstaflega rætt við verk- ið um hvað sem' er. í dag kl. 15.00 mun listamaðurinn Har- aldur Jónsson ræða við óþekkta listamanninn í gegnum síma. ITC-deildin Harpa Fundur verður í kvöld kl. 20.00 í Sigtúni 9. Fundurinn er öllum opinn. Kína-Víetnam í kvöld kl. 20.00 verður Unnur Guðjónsdóttir með ferðakynn- ingu á vegum Kínaklúbbs Unn- ar árið 1997 að Reykjahlíð 12. Sýndar verða litskyggnur og greint frá ferð sem farin verður til Kína í maí. Allir velkomnir. Samkomur Danskennsla og fram- sagnarnámskeið Danskennsla, kúrekadans, verður í Risinu kl. 18.30 í kvöld og dansæfing kl. 20.00. Fram- sagnamámskeiðið byijar í Ris- inu kl. 16.00 í dag. ITC-deildin Yrpa Fundur verður I kvöld í Hverafold 5, Sjálfstæðissalnum, kl. 20.30. SVDK Hraunprýði Aðalfundur verður haldinn í kvöld kl. 20.30 í húsi deildarinn- ar, Hjallahrauni 9, Hafharfirði. Saturday Night Fever í Loftkastalanum: Verslingar í diskóskóm Þrjár verslunarskólastúlkur sem taka þátt í Saturday Night Fever í diskóföt- unum. Nemendur í Verslunarskóla Is- lands frumsýndu um helgina út- færslu sína á Saturday Night Fever en söngleikurinn er byggður upp úr geysivinsælli kvikmynd sem kom af stað nýju dansæði og gerði John Travolta að kvikmyndagoði. Leik- stjóri er Ari Matthíasson sem samdi jafnframt leikgerðina og tónlistar- stjóri er Jón Ólafsson. Alls taka um 100 manns þátt í sýningunni, þar af er um helmingur sem fer á svið og sýnir leik-, söng- og danshæfileika sína. Leikhús Söngleikurinn tekur rúman klukkutíma í flutningi og sögusvið- ið er aðallega í og við diskótek. í kvikmyndinni spannar söguþráður- inn langan tíma en Ari hefúr stytt hann niður í rúman sólarhring. Nokkrir ástarþríhymingar skarast og skiptast á skin og skúrir í þeim samböndum. Tvær stelpur, Annette og Step- hanie, sem leiknar eru af írisi Mar- íu Stefánsdóttur og Hildi Hallgríms- dóttur, bítast um hylli eins gæjans á diskótekinu, Tonys, sem er aðalper- sónan, leikinn af Bjartmari Þórðar- syni. Bjartmar er í hlutverkinu sem gerði Travolta heimsfrægan á sín- um tíma. Þá syngur Haukur Guð- mundsson mörg einsöngslög í sýn- ingunni. Næsta sýning á Saturday Night Fever er I kvöld en sýningar verða fram yfir næstu helgi í Loftkastalan- um. Dead Sea Apple á Akureyri: Kynnir plötu sína á landsbyggðinni Hljómsveitin Dead Sea Apple sendi frá sér sína fyrstu plötu fyr- ir jólin. Platan vakti töluverða at- hygli og voru lög af henni spiluð á öldurn Ijósvakans. Platan hét Crush og var það sérstaklega lagið Sick og excuses sem náði vinsæld- um og var mikið spilað. Hljóm- sveitin er nú að hefja landsreisu til að kynna plötu sína og verður byrjað á Akureyri, en i kvöld mun Skemmtanir hljómsveitin leika í Verkmennta- skólanum á Akureyri. Á fimmtu- dag leikur hún i Menntaskólanum í Kópavogi og á laugardag i Vest- mannaeyjum. Þess má geta að hljómsveitin hefúr verið tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna i flokknum Bjartasta vonin. Dead Sea Apple hefur landsreisu sína á Akureyri í kvöld. Mikil hálka víðast hvar Fært er um Hellisheiði og Þrengsli en töluverð hálka. Fróðár- heiði er ófær og beðið átekta með mokstur, Kerlingarskarð er þung- fært. Fært er til Hólmavíkur og ver- ið er að moka Steingrímsfjarðar- heiði. Verið er að moka fyrir Gils- Færð á vegum fjörð og Reykhóla og frá Brjánslæk til Bíldudals. Fært er með suður- ströndinni austur á Egilsstaði. Fært er um Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Ófært er á Vopnafjarðarheiði. Mikil hálka er á flestum fjallvegum. Ástand vega m Hálka og snjór s Vegavinna-aðgát @ Öxulþungatakmarkanir C^) LokaörSt°ÖU E Þungfært 0 Fært fjallabílum Margrét og Gunnar eignast Litla stúlkan á mynd- inni fæddist á fæðingar- deild Landspítalans 18. janúar kl. 20.43. Hún var við fæðingu 2.671 gramm Barn dagsins dottur að þyngd og mældist 51 sentímetra löng. Foreldr- ar hennar eru Margrét Karlsdóttir og Gunnar Gunnarsson. Hún á einn hálfbróður sem heitir Ólafur Freyr og er hann sex ára. Sinbad leikur lífvörö sem á að gæta forsetasonarins. Sonur forsetans Sam-bíóin frumsýndu fyrir helgi gamanmyndina Sonur for- r setans (First Kid), en í henni leik- ur gamanleikarinn Sinbad lífvörð í leyniþjónustu Bandaríkjanna, Sam Simms sem fær það verkefni að gæta forsetasonarins Luke og reynist það alls ekki auðvelt verk, þar sem drengurinn hefur gaman af því að komast í blöðin, sérstaklega í hneykslisdálka blað- anna, sem alls ekki er vel séð í Hvita húsinu. Luke, sem hingað til hefur farið sínu fram, mætir ofjarli sínum í hinum þrjóska og fyndna Simms sem kemur þeim félögum í margs konar klípu. I byrjun sjá þeir hlutina ekki með sömu augum en eftir því sem þeir kynnast betur komast þeir að því i*. að þeir eiga margt sameiginlegt og verða hinir mestu mátar. Kvikmyndir Sinbad er þekktur og vinsæll sjónvarpsleikari en hefur ekki mikið leikið í kvikmyndum, en það má þó sjá hann í Jingle All the Way þar sem hann leikur keppinaut Schwarzeneggers um kaup á leikfangi. Nýjar myndir: Háskólabíó: Áttundi dagurinn Laugarásbíó: Koss dauðans Kringlubíó: Ævintýraflakkarinn Saga-bíó: Sonur forsetans Bíóhöllin: Ærsladraugar Bíóborgin: Að lifa Picasso Regnboginn: Sú eina rétta Stjörnubíó: Tvö andlit spegils Krossgátan 7 \ * 7 a 1 4 1 °, ll JT rr 1 12 i¥ ]£> JT Tf L 27T 1 11 □ 12F~ Lárétt: 1 gangur, 5 beiðni, 8 klaki, 9 hátíð, 10 róta, 11 kefli, 12 snáða, 14 glens, 16 borinn, 18 ákafri, 19 tala, 21 mýrajám, 22 kyrrð. Lóðrétt:l móður, 2 tré, 3 ófríður, 4 feiti, 5 fæddu, 6 kassar, 7 skáld, 13 varga, 15 skrifi, 17 sveifla, 18 óður, 20 gelti. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 skörp, 6 ös, 8 viðjar, 9 æru, 10 árla, 11 snót, 13 táp, 14 nagli, 15 te, 17 agn, 18 ansi, 21 rá, 22 Amar. ^ Lóðrétt: 1 svæsnar, 2 kirna, 3 öðu, 4 rjátlar, 5 partinn, 6 örláts, 7 skap, 12 ógna, 16 eir, 18 gá. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 47 11.02.1997 kl. 9.15 Eininn Kaup Sala Tollgengi Dollar 69,990 70,350 67,130 Pund 114,400 114,990 113,420 Kan. dollar 51,650 51,980 49,080 Dönsk kr. 11,0340 11,0920 11,2880 Norsk kr 10,6130 10,6710 10,4110 Sænsk kr. 9,4750 9,5270 9,7740 Fi. mark 14,2050 14,2890 14,4550 Fra. franki 12,4620 12,5340 12,8020 Belg. franki 2,0382 2,0504 2,0958 Sviss. franki 48,9900 49,2600 49,6600 Holl. gyllini 37,4400 37,6600 38,4800 pýskt mark 42,0700 42,2800 43,1800 ít. líra 0,04277 0,04303 0,04396 Aust. sch. 5,9750 6,0120 6,1380 Port. escudo 0,4183 0,4209 0,4292 Spá. peseti 0,4967 0,4997 0,5126 Jap. yen 111,89000 112,58000 0,57890 írskt pund 96,390 96,970 112,310 SDR 81,71000 82,20000 96,41000 ECU 9,0320 9,0880 83,2900 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.