Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1997, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 1997
Fréttir
Hörð gagnrýni á skattapakka ríkisstjórnarinnar á Alþingi:
Stjórnarandstaðan segir
hátekjufólkinu hyglað
- forsætisráðherra hafnar því og boðar 10 prósenta kaupmáttaraukningu á 2 árum
í snörpum utandagskrárumræð-
um á Alþingi í gær, sem Sighvatur
Björgvinsson hóf, kom fram hörð
gagnrýni hjá stjómarandstöðunni á
skattapakka ríkisstjómarinnar til
verkalýðshreyfingarinnar sem opn-
aður var á mánudaginn. Stjóm-
arandstaðan fullyrti að veriö væri
að hygla hátekjufólki fyrst og
fremst.
Sighvatur sagði aö skattapakk-
inn væri fyrst og fremst fýrir fólk
með 175 þúsund krónur á mánuði
eða meira. Hann benti á að fjög-
urra manna fjölskylda með 525
þúsund króna tekjur á mánuði
fengi 16 þúsund króna skattalækk-
un en fjögurra manna fjölskylda
meö 125 þúsund krónur á mánuði 2
þúsund krónur. Sighvatur Björg-
vinsson spurði forsætisráðherra
hvort þetta væri endanlegt boð til
verkalýðshreyfingarinnar en
ósamið er við tvo þriðju hluta fé-
laga ASÍ.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
hafnaði allri gagnrýni á skattapak-
kann. Hann sagði að kaupmáttar-
aukningin yrði 10 prósent á næstu
tveimur árum vegna kjarasamn-
inganna sem gerðir hafa verið og
skattapakkans. Vegna þess mundu
íslenskir launþegar draga veru-
lega á launþega í nágrannalöndun-
um hvað kaupmátt varðaði. Það
væri alrangt að þessi pakki væri
fyrir hina tekjuhærri í þjóöfélag-
inu. Hann sagðist telja að flestir í
þjóðfélaginu fögnuðu skattatillög-
unum.
Jón Baldvin Hannibalsson ítrek-
aði í sinni ræðu spuminguna um
það hvort þessi skattapakki væri
lokaorð ríkisstjómarinnar í skatta-
málunum. Hvorki hann né Sighvat-
ur Björgvinsson fengu svör við þess-
ari spumingu.
Ágúst Einarsson gagnrýndi það
að ríkisstjómin væri enn einu sinni
að koma atvinnurekendum til að-
stoðar og greiða fyrir þá hluta af
kjarabótimiun. Það væri því í raun
verið aö greiða fólki bætur meö þess
eigin skattpeningum.
-S.dór
Feguröarsamkeppnin um titilinn „Ungfrú Suöurland" veröur haldin á Hótel Örk í Hverageröi 21. mars og keppa 14
fögur fljóö um titilinn. Henny Hermannsdóttir hefur æft stúlkurnar aö undanförnu (framkomu á sviöi. Þær keppa um
titilinn. Efsta röö frá vinstri: Ásta Björk, Hrefna, Díana, Dagrún, Hrefna Edda, Dúna Rut og Sigríöur. Miöröö: Jóhanna
Björk, Ólöf María, Ólöf og Áslaug Anna. Fremsta röö: Guöbjörg, Kolbrún Eir og Ásta Björg. DV-mynd Kristján
Skattatillögur ríkisstjórnarinnar:
Sniðnar fyrir
þá tekjuhærri
- segir Ari Skúlason, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins
íslensk matvara:
Gott úrval
I tveimur
dönskum
verslunum
- segir Jón Ásbergsson
„Það er búið að setja upp hillu-
svæði í tveimur verslunum á
Kaupmannahafharsvæðinu sem
sérstaklega er ætlað undir íslensk-
ar vörur og í Brugsen í Hellerup,
versluninni sem forseti íslands
heimsótti í Danmerkurferð sinni,
hefur verið ráðinn íslenskur yfir-
maður yfir fisk- og kjötborði og þar
fæst nú þegar myndarlegt úrval af
íslenskum vörum,“ segir Jón Ás-
bergsson, framkvæmdastjóri Út-
flutningsráðs.
Islenskir útflytjendur lentu í
talsverðu stappi við dönsk yfirvöld
eftir forsetaheimsóknina með að
flytja inn í Danmörku unnar
mjólkur- og kjötvörur og síðasta
dæmið um það var þegar ekki
fékkst leyfi til að flytja inn þorra-
mat fyrir þorrablót íslendinga í
Kaupmannahöfn á dögunum. Jón
segir að þessi vandamál tengist því
að íslenskar kjötiðnaðarstöðvíir og
mjólkurbú hafi ekki fengið vottun
og viðurkenningu Evrópusam-
bandsins. Hins vegar sé engin fyr-
irstaða við útflutning héðan til
Danmerkur á óunnu kjöti og því
hugsi hinn íslenski kjötiðnaðar-
maöur í Brugsen í Hellerup sér að
vinna kjötið sjálfur á staðnum og
framleiða m.a. hangikjöt að ís-
lenskum hætti.
Jón Ásbergsson segir að salan á
íslenskum vörum í verslununum
tveimur sé talin borga sig og vera
nægileg til að halda starfseminni
áfram. Hún hafi verið hugsuð
þannig að þjóna íslendingum í
Kaupmannahöfii og nágrenni fyrst
og fremst en auka áhuga og verslun
Dana síðan hægt og sígandi. -SÁ
í útreikningum Álþýðusambands
íslands, sem sendir voru út í gær,
kemur fram að skattatillögur ríkis-
stjórnarinnar muni koma best út
fyrir þá sem hærri hafa tekjumar.
Þannig verði kaupmáttaraukning
hjóna með 2 böm og 160 þúsund
króna mánaðartekjur 4,8 prósent
við lok samningstímabilsins miðaö
við 2,5 prósenta veröbólgu og kaup-
máttaraukning hjóna með 2 böm en
240 þúsund króna mánaðartekjur
5,5 prósent í lok samningstímans.
„Þessi skattapakki ríkisstjómar-
innar er klárlega fyrst og fremst fyr-
ir hina hærra launuðu í þjóðfélag-
inu. Vissulega mun þetta koma
þokkalega út í kaupmætti en okkur
þykir skattbyrðinni allt öðmvísi
skipt en við vorum að tala um. Við
vildum lækka skatta á launum upp
að miðju en hafa þá óbreytta þar fýr-
ir ofan. Hér er hins vegar verið að
hleypa skattalækkun upp allan
launastigann og þeim mun hærri
sem tekjur manna era þeim mun
meira fá þeir úr skattapakka ríkis-
stjómarinnar," segir Ari Skúlason,
framkvæmdastjóri Alþýðusambands-
ins, um skattapakka ríkisstjómar-
innar, sem opnaður var á mánudag.
Hann segir að hér sé í raun um
yfirboð að ræöa hjá ríkisstjórninni
á þvi sem verkalýðshreyfmgin fór
fram á með því að hleypa skatta-
lækkunum upp allan launastigann.
„Alltaf þegar við höfum farið
fram á að eitthvað veröi gert í
skattamálunum hefur svarið verið
að það sé svo dýrt að ekki sé hægt
að verða við óskum okkar. Nú allt í
einu eru allar flóðgáttir opnaðar
þótt viö höfum ekki beöið um það,“
sagði Ari Skúlason. -S.dór
Stuttar fréttir
STEF fyrir Björk
Björk heldur tryggö við ís-
land og lætur STEF sjá um rétt-
argæslu vegna höfundarréttar á
tónlist sinni, eftir aö hafa látið
gera nákvæma úttekt á sam-
bandinu. Alþýðublaðið segir frá.
17 samkynhneigö hjón
17 samkynhneigö pör hafa
staðfest sambúð sína, langflest
hjá sýslumanninum í Reykja-
vík, aö sögn Dags-Tímans. Slík
staðfesting hefur sama lagagildi
og vígð sambúð hjóna.
Þorsteini Páls stefnt
Valdimar H. Jóhannesson
blaðamaður hefur stefnt Þor-
steini Pálssyni sjávarútvegsráð-
herra fyrir að hafa synjað sér
um leyfi til að veiða fisk í land-
helginni í atvinnuskyni. Við-
skiptablaðið segir frá.
Síldarvinnslan öflug
Síldarvinnslan í Neskaupstað
hagnaðist um 494 milljónir
króna á síðasta ári sem er 330
milljónum meira en árið á und-
an. Heildarveltan varð rúmir 4,2
milljarðar. 360 starfsmenn
starfa hjá fyrirtækinu og námu
launagreiðslur 965 milljónum
króna 1996.
Skinnaiðnaður vex
Gengi hlutabréfa i Skinna-
iðnaði hf. á Akureyri hefur
hækkað mjög. Það var 3 i árs-
byijun en er nú 12.
Heitt vatn í Þykkvabæ
Hola sem boruð hefur verið í
Þykkvabæ skilar svo miklu
heitu vatni að nægir bygðarlag-
inu fyllilega. Þykkvibær er á
skilgreindu köldu svæöi. Stöð 2
sagði frá.
Grásleppuhrogn lækka
Um 10% verðlækkun er fyrir-
sjáanleg á grásleppuhrognum á
komandi vertíð eftir um 90%
hækkun síðan árið 1990. Lækk-
unin verður vegna stóraukinna
veiða danskra smábátasjó-
manna. RÚV sagöi frá.
4,4 milljarða lán til ís-
lands
Norræni fjárfgstingabankinn
lánaði 4,4 milljarða ísl. króna til
íslenskra fyrirtækja og stofnana
á síðasta ári. Stærstu lántakend-
umir voru Fiskveiðasjóður og
viðskiptabankamir.
Amaro hættir
Verslunin Amaro, sem sett
hefur svip á Akureyri í áratugi,
hættir innan tíðar og verður
Amarohúsinu við Hafnarstræti
breytt í miðstöð smáverslana,
að sögn Morgunblaösins. -SÁ
Þú getur svaraft þessari
spurningu meft því aö
hringja í síma 9041600.
39,90 kr. mtnútan
Jé l Nal 2
j rödd
FOLKSINS
904 1600
Ertu sátt(ur) við skatta-
tillögur ríkisstjórnarinnar?