Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1997, Blaðsíða 13
MIÐVIKnDAGUR 12. MARS 1997
13
Fréttir
ar „viðbragðsnefndar"
Nefnd sem á að koma saman þegar hætta er á mengun:
Ekki ástæða til fund-
Strand Vikartinds við Þjórsárósa kom til umræðu á Alþingi í gær. Þingmenn vildu vita til hvaða aðgerða stjórnvöld
gripu þegar hætta væri á umhverfisslysi. Umhverfisráöherra sagði aö fyrr hefði mátt grípa til aðgeröa.
DV-mynd ÞÖK
Við utandagskránunræðu á Al-
þingi í gær þar sem rætt var um
strand Vikartinds sagði Margrét Frí-
mannsdóttir að umhverfisráðherra
hefði svarað sér því skömmu áður að
sérstök umhverfisnefnd sem hún
hafði spurt um ætti hvorki að fjalla
um skipulag né undirbúning aðgerða
- því hefði hún ekki verið kölluð til.
Margrét vísaði þá til svars Eiðs
Guðnasonar, fyrrum umhverflsráð-
herra, við fyrirspum Kristínar Ást-
geirsdóttur á Alþingi árið 1992. Þar
hafði Kristín m.a. spurt til hvaða ráð-
stafana hefði verið gripið i tengslum
við umhverfisslys við strendur lands-
ins. í svari Eiðs kom fram að hann
hafði skipað nefnd og las Margrét
upp hlutverk nefndarinnar sam-
kvæmt erindisbréfi.
Þar kom m.a. fram að umhverfis-
ráðuneytið hefði skipaö nefnd sér-
fróðra manna til að kanna hvemig
haga skuli rannsókn á lífríki þegar
mengunaróhöpp og bráðamengun
verður í sjó hér við land. Nefndin á
að koma saman þegar mengunar-
óhöpp verða - eða þegar hætta er á
sllku - hún á að meta mengunar-
hættu, skipuleggja rannsóknir á líf-
ríki og leiðbeina um viðbrögð og
samræma aðgerðir einstakra stofn-
ana. Jafnframt sagði Margrét að hlut-
verk hennar sé jafnframt að vera
eins konar viðbragðsnefnd sem geri
ráðstafanir og tillögur er óhapp ber
að höndum.
„Þessi nefnd er enn til, skipuð
sömu mönnum og í henni vom árið
1991 og þess vegna vekur það furðu
að hún skuli ekki hafa verið kölluð
til strax og strandið átti sér staö,“
sagði Margrét
Guðmundur Bjamason umhverfis-
ráðherra sagði um það að ekki skyldi
hafa verið bragðist strax við hvað
varðaði raslið í fjörunni aö hann ætl-
aði ekki að leggja dóm á hvort standa
hefði mátt eitthvað öðravísi að því
máli. Guðmundur sagðist hins vegar
telja að þeir sem stjómuðu aðgerðum
við Vikartind hefðu leitað allra leiða
til að verjast stærri óhöppum og
áföllum eins og olíumengun og meng-
un frá hættulegri efaum.
„Auövitað má segja að það hefði
þurft að gerast fyrr,“ sagði Guð-
mundur og benti á að fundur hefði
verið haldinn á mánudag og annar
fundur í gær.
í tengslum við framangreinda
nefnd sem Margrét vísaði til sagði
Guðmundur að henni væri fyrst og
fremst ætlað að fjalla um „mengun-
aróhöpp og það sem við myndum
kalla stærri slys, en á að koma sam-
an þegar hætta er á slíkri mengun."
Guömundur sagði síðan að þar sem
málin væru undir handleiðslu og
stjóm Hollustuvemdar ríkisins hafi
formaður hennar ekki talið ástæðu
til að koma saman.
„En hún mun að sjálfsögðu fylgjast
með málinu og grípa til upplýsinga
um hvemig viö verði brugðist eftir
því sem framvindan verður."
-Ótt
Heimild til að grípa fram fyrir hendur skipstjóra:
Yröi flokið aö setja
séríslenskar reglur
- segir Davíð Oddsson forsætisráðherra
„Hér hefur verið um það rætt að
setja séríslenskar reglur sem taka
ekki mið af alþjóðlegum reglum og
venjum sem gilda um skipsferðir og
forræði skipstjóra á skipi sínu. Ég
tel að það yrði flókið að setja slíkar
reglur og að þær gætu skapað ragl-
ing,“ sagði Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra við utandagskráramræðu
á Alþingi um strand Vikartinds í
gær.
Til stuðnings framangreindu áliti
sinu sagði forsætisráðherra m.a.:
„Hvernig á skipstjóri sem siglir
um heimsins höf að vita að fyrst
þegar hann kemur í námunda við
íslandsstrendur þá gildi aðrar regl-
ur en gilda almennt í alþjóðalögum
og samningum um slíkar ferðir?
Hvenær á ábyrgð að færast frá skip-
stjóra yfir á hendur skipherra Land-
helgisgæslunnar? En ég tek undir
að það er skynsamlegt fyrir þingið
að fá ítarlega skýrslu þegar málið
liggur ljósar fyrir en nú er og dóm-
stólar hafa farið með sitt hlutverk."
-Ótt
Ísaíjörður:
Félagsmenn í Baldri hvetja til vinnustöðvunar
DV, ísafirði:
Um 90 manna félagsfundur í
Verkalýðsfélaginu Baldri á ísafirði,
sem haldinn var á miðvikudags-
kvöld, skorar á félagsmenn að sam-
þykkja vinnustöðvun félaganna frá
og með 2. apríl nk. ef ekki hafi náðst
samningar fyrir þann tíma.
Þá skorar fundurinn á félags-
menn að standa einhuga að baki
kröfú um 100 þús. króna lágmarks-
laun og öðram kröfum sem lagðar
hafa verið fram sameiginlega á veg-
um Alþýðusambands Vestfjarða.
Fundurinn telur skilningsleysi og
skeytingarleysi vinnuveitenda á
Vestfjörðum með ólíkindum. Þá seg-
ir að þar sem svör vinnuveitenda
við hógværum kröfum verkafólks
hafi veriö á þann veg að hafna þeim
öllum sé ekki önnur leið fyrir hendi
en láta þá fá það stríð sem þeir hafa
beðið um. -HKr.
Auglýsing um framlagn-
ingu skattskrár 1996 og
virðisaukaskattskrá fyrir
rekstrarárið 1995.
í samræmi við 2. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 um tekju-
skatt og eignarskatt er hér með auglýst að álagning
skatta og kærumeðferð er lokið á alla aðila sem skatt-
skyldir eru skv. framangreindum lögum, sbr. 1. kafla laga
nr. 75/1981.
Samkvæmt 46. gr. laga nr. 50/1988, með síðari
breytingum, um virðisaukaskatt, hefur verið tekin saman
virðisaukaskattskrá fyrir rekstrarárið 1995 og liggur hún
frammi. í henni er tilgreindur ákvarðaður virðisaukaskatt-
ur eða endurgreiddur virðisaukaskattur hvers virðisauka-
skattskylds aöila.
Skattskrár og virðisaukaskattskrár verða lagðar
fram í öllum skattumdæmum miövikudaginn 12. mars
1997 og liggja frammi hjá skattstjórum í hverju umdæmi
og hjá umboðsmönnum skattstjóra fyrir hvert sveitarfélag
dagana 12. mars til 25. mars að báðum dögunum með-
töldum.
12. mars 1997
Skattstjórinn í Reykjavík.
Gestur Steinþórsson.
Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi.
Stefán Skjaldarson.
Skattstjórinn í Vesffjaröarumdæmi.
Sigríöur B. Guöjónsdóttir.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra.
Bogi Sigurbjörnsson.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra.
Gunnar Karlsson.
Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi.
Kart Lauritzson.
Skattstjórinn í Suöurlandsumdæmi.
Hreinn Sveinsson.
Skattstjórinn í Vestmannaeyjum.
Ingi T. Björnsson.
Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi.
Sigmundur Stefánsson.
Hverfafundnr
með borgarstjóra
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
heldur hverfafund með íbúum í
Háaleitis-
Smáíbúða-
Bústaða-
Fossvogs-
og Múlahverfi
í Réttarholtsskóla fimmtudaginn 13. mars kl. 20.00.
Á fundinum mun borgarstjóri m.a. ræða
um áætlanir og framkvæmdir í
hverfunum. Síðan verða opnar umræður
og fyrirspurnir með þátttöku
fundarmanna og embættismanna
borgarinnar. Jafnframt verða settar upp
teikningar af fyrirhuguðum
framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru
fróðlegu og myndrænu efni.
Allir velkomnir.
Skrifstofa borgarstjóra.
1