Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1997, Blaðsíða 32
—■"‘V FRETTASKOTIÐ SI'MINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö i hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Rektorskjör í HÍ: Prófkjör á föstudag . - fundur í dag '-TT prófkjör fer fram á föstudaginn kemur vegna rektorskjörs í Háskóla íslands. Sjálft rektorskjörið fer fram mánuöi síðar, eða 16. apríl. Fimm prófessorar hafa lýst yfir áhuga á að gegna rektorsembættinu næsta kjörtímabil, en þeir eru Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræðum, Páll Skúlason heimspekiprófessor, Vésteinn Óla- son, prófessor í ísl. bókmenntum, Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræði- prófessor og Þórólfur Þórlindsson félagsfræðiprófessor. í dag standa Stúdentaráð og Félag háskólakennara fyrir framboðsfundi í Háskólabíói þar sem ofantaldir pró- fessorar flytja framsöguræður og svara fyrirspurnum. Ailir prófessor- ar Háskólans eru kjörgengir í rekt- orskjöri, þannig að fleiri en þeir sem lýst hafa áhuga á embættinu kunna að fá atkvæði í prófkjörinu á föstu- dag. Mönnum mun hins vegar vera i sjálfsvald sett hvort þeir taka þátt í síðari umferðinni, hinu raunveru- lega rektorskjöri sem fram fer 16. mars, en þar verður væntanlegur rektor að ná hreinum meirihluta til að ná kjöri. -SÁ ísfiskstogari dreginn til Eskifjarðar DV, Eskifirði: ísfiskstogarinn Hegranes SK 2 frá Sauðárkróki fékk trollið í skrúfuna þar sem hann var á veiðum í Rósa- garðinum í fyrrinótt. Um hádegis- bilið í gær tók skuttogarinn Hólma- tindur frá Eskifirði Hegranesið í tog og komu skipin til Eskifjarðar í morgun. Um 100 sjómílur eru úr Rósagarðinum tii Eskifjarðar og gekk ferðin vel. Ganghraði 5-6 sjó- mílur á klukkustund. Regía MjótQörður: Áhyggjur af eins tonns báti Tilkynningaskyldan fékk tilkynn- ingu i fyrrakvöld þar sem skipverj- ar á báti í Mjóafirði höfðu áhyggjur af eins tonns báti með utanborðs- mótur sem farið hafði út úr firðin- um. Vont veður var á þessum slóð- um þegar tilkynningin barst og fylgdist Skyldan með bátnum þar til hann var kominn heill í höfn. Sú var tíðin að bátar af þessari stærð- - argráðu voru uppi á landi á þessum árstíma. -sv Kjarasamningamir aftur af stað: Skref í rétta átt eftir kyrr- stöðuna - segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ Þeir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins, og Halldór Bjömsson, formaður Dagsbrún- ar, hittust í gær á fúndi í stjóm Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og Framsóknar. Þar talaðist þeim svo til að halda sáttafund i dag með Dagsbrún, Framsókn og Verkamannasambandinu. Þar verða sérkröfur Dagsbrúnar ræddar ásamt öðrum atriðum í kröfum þessara aðila. Þar með er komin hreyfmg á samningamál þessara aðila en ríkt hefur svo- kallaö alfrost milli þeirra eftir að samið var við VR, Rafiðnað- arsambandið og Iðju. „Það má vel orða það svo að það sé Ijós í myrkrinu að menn fari aftur að tala saman. Það er skref i rétta átt eftir þá kyrrstöðu sem. verið hefur í samningavið- ræðum þessara aðila síðan um síðustu helgi," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, í samtali við DV í morgun. Halldór Björnsson var ekki jafn bjartsýnn þrátt fyrir boðað- an samningafund. Það er greini- legt að mikil reiði er ríkjandi hjá þeim sem ekki sömdu aðfaranótt mánudagsins út í þá sem sömdu. „Ég á ekki von á því að ein- hver hreyfing komist á samn- ingamálin þrátt fyrir þennan fund í dag. Ég fæ ekki séð hvem- ig VSÍ á að fara aö því sveigja af þeirri braut sem mörkuð var með samningunum við Iðju, VR og Rafiðnaðarsambandið á dög- unum. Að mínu mati voru þeir samningar svik við verkalýðs- hreyfinguna af hálfu þessara þriggja aðila sem gerðu samning- inn við VSÍ,“ sagði Halldór Björnsson, formaður Dagsbrún- ar, í morgun. í morgun hófst verkfall jám- iðnaðarmanna við Reykjavíkur- höfn. Leggst þá af öfl viðhalds- og viögerðarvinna við krana og fleiri tæki við höfnina. -S.dór Ásgeir Magnússon skipstjóri á bjargbrúninni. Það var dapurleg sjón aö sjá bátinn liðast í sundur. DV-mynd æmk Stækkun járnblendis: Elkem leitar samkomulags Viðræður standa nú yfir milli ís- lenskra stjómvalda og Elkem í Nor- egi um stækkun Járnblendiverk- smiðjunnar á Grandartanga og meiri- hlutaeign Elkem i verksmiðjunni. Viðræðunefnd frá Noregi er nú stödd hér á landi en viðræðurnar hófust á ný á mánudag, eftir að upp úr þeim slitnaði í síðustu viku. Stjómendur Elkem munu hafa ósk- að eftir því að reyna til þrautar að ná samkomulagi. Þorsteinn Hilm- arsson, upplýsingafulltrúi Lands- virkjunar, sagði í morgun að þar væri beðið eftir niðurstöðu við- ræðnanna, en engin beiðni um aukna orku til verksmiðjunnar hefði verið lögð fram enn að minnsta kosti. Ekki náðist í iðnað- arráðherra í morgun. -SÁ Rafvirkjar: Felldu í gær en kusu aftur í morgun Kjarasamningurinn, sem Rafiðn- aðarsambandið gerði fyrir sína fé- lagsmenn hjá Reykjavikurborg, var felldur á fundi í gær með 39 atkvæð- um gegn 38. Villa kom í ljós í samn- ingnum sem lækkaði laun nema. Það var leiðrétt og aftur var kosið í morgun. Kosningin stóð yflr þegar DV fór í prentun. -S.dór Þorsteinn GK: Sigmenn náðu aðeins einum björg- unarbáti DV, Suöurnesjum: Ég er niðurbrotinn maður eftir þetta. Það er dapurleg sjón að sjá bátinn í fjöruborðinu og skammt í að hann liðist í sundur í briminu og skolist á haf út,“ sagði Ásgeir Magnússon, skipstjóri á Þorsteini GK, en hann var í gær ásamt nokkrum skipverja sinna og mönnum úr Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavik að skoða bátinn við Krísuvíkurberg. Skipið er illa farið og aðeins tímaspursmál hvenær það liðast í sundur. Sigmenn frá Björgunar- sveitinni Fiskakletti í Hafnarfirði voru á staðnum og reyndu að ná einhverju verðmæti úr Þorsteini. Aðeins náðist björgunarbátur. -ÆMK FENGU ÞEIR I SIG STRAUM? Veðrið á morgun: Kaldi eða stinnings- kaldi Á morgun verður norðaustan- kaldi eða stinningskaldi en lægir er líður á daginn. Dálítil él verða við norðausturströndina en bjart veður sunnanlands og vestan. Veðrið í dag er á bls. 60 MERKILEGA MERKIVELIN brother pt íslenskir stafir 5 leturstæröir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm prentboröar Prentar i tvær Imur Verð kr. 6.995 Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Kvöld- og helgarþjónusta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.