Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1997, Blaðsíða 28
60 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 1997 önn Treystir ekki stjórnmála- mönniim „Ég treysti ekki stjórnmála- mönnum í þrjú ár og allra síst ríkisstjórnum. Þess vegna hrópa ég ekki húrra.“ Björn Grétar Sveinsson, form. Verkamannasambandsins, um skattapakka ríkisstjórnarinnar, iDV. Nútíma þrælahald „Ég hef ekki trú á að nútíma þrælahald, öðru nafni hónus- kerfi, verði tekið út í komandi kjarasamningum.“ Aöalsteinn Árni Baldursson, verkalýðsleiðtogi á Húsavik, i Degi-Tímanum. Ekki slæmt að vera þriðji besti „Það væri rangt af mér að vera óánægður með þriðja sætið og bronsið. Það getur ekki verið slæmt að vera þriðji bestur í heiminum." Jón Arnar Magnússon, í Morg- unblaðinu. Ummæli Vandamál menntamálaráðherra Það er leiðinlegt að Björn Bjarnason skuli ekki geta tekið grini. En það er hans vanda- mál.“ Margrét Frímannsdóttir alþing- ismaður, í Vikublaðinu. Hlutverk unglinga „Stærsti vandi sem unglingar glíma við í dag er sá að þeir hafa ekkert hlutverk í samfélaginu." Friðrik Erlingsson rithöfundur, i Degi-Tímanum. Indverskir kjósendur viö kjörborö- iö. Umfangsmiklar og tvísýnar kosningar Þegar kosiö er á Indlandi er það enginn smáræðis fjöldi sem gengur að kjörborði. Einhver um- fangsmesta kosning sem farið hef- ur fram í heiminum hófst 24. des- ember 1984 þegar kosið var til neðri deildar þingsins. í þessum kosningum hélt ríkisstjórn Rajivs Gandhis velli. Á kjörskrá voru 378,9 milljónir kjósenda, fram- bjóðendur voru 5.301. Atkvæði voru greidd á 480 þúsund stöðum og starfslið í kringum kosning- arnar var 2,5 milljónir manna. Blessuð veröldin Tvísýnar kosningar Einn naumasti kosningasigur sem um getur miðað við hlutfalls- tölu mun hafa verið 7. ágúst 1979 þegar Robert Joiner sigraði W.H. Pyron með fimm atkvæða mun. Var um að ræða kosningu til vegamálastjóra í Mississippiríki í Bandaríkjunum. Joiner fékk 133.587 atkvæði en Pyron 133.582 atkvæði. Munurinn var 0,0001% Stærsti kjörseðillinn Stærsti kjörseðill sögunnar var búinn til í Kamataka á Indlandi 5. mars 1985. Kosið var um þing- mann á ríkisþingi. Frambjóðendur um þetta eina embætti voru 301. Léttskýjað sunnan til Norðaustan af landinu er lægðar- drag sem hreyfist austnorðaustur. Yfir norðanverðu Þýskalandi er 1037 mb hæð sem hreyfist austur. Hæð við vesturströnd Grænlands hreyflst einnig austur á bóginn. Veðrið í dag í dag verður norðlæg átt, kaldi eða stinningskaldi og sums staðar allhvasst norðanlands. É1 um norð- anvert landið en léttskýjað sunnan til. Frost á bilinu 1 til 10 stig, mild- ast allra syðst en kaldast norðan til. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðvestankaldi og smáél í fyrstu en léttir síðan til. Norðaustankaldi og léttskýjað síðdegis. Frost 2 til 7 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.20 Sólarupprás á morgun: 07.53 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.02 Árdegisflóð á morgun: 09.27 Veðrið kl. Akureyri 6 í morgun: hálfskýjaö -2 Akurnes skýjað 2 Bergstaðir úrkoma í grennd -5 Bolungarvík snjóél -9 Egilsstaóir léttskýjaö -3 Keflavíkurflugv. snjóél -2 Kirkjubkl. léttskýjað -2 Raufarhöfn alskýjað -4 Reykjavík skýjaö -2 Stórhöföi úrkoma í grennd -0 Helsinki skýjaö 3 Kaupmannah. þokumóóa 3 Ósló skýjaó 1 Stokkhólmur skýjað -3 Þórshöfn rigning 7 Amsterdam þokumóða 3 Barcelona heiöskírt 9 Chicago skýjað -1 Frankfurt þokumóða 4 Glasgow þoka 4 Hamborg þokumóða 4 London þoka 5 Lúxemborg þokumóöa 5 Malaga heiðskírt 7 Mallorca þokumóða 7 París lágþokublettir 4 Róm heiöskírt 4 New York heiöskírt 2 Orlando heiöskírt 19 Nuuk léttskýjaö - -10 Vín heiðskírt -2 Washington heióskírt 5 Hafþór B. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í sundi: Sendum vonandi sterkt lið á næstu Ólympíuleika „Það má segja að með ráðningu minni sé verið að stíga skref í þá átt- ina að vera með fastan starfsmann í hlutastarfi. Það hafa áður verið landsliðsþjálfarar á launum, en tímabundið. Starfið er verkefna- tengt, ég er í samvinnu við lands- liðsnefnd auk þess að stjórna þeim verkefnum sem hafa verið samþykkt og ákveðin af landsliðsnefnd. Starfið er til reynslu í eitt ár og síöan á að athuga hvernig málin hafa þróast eftir næsta heimsmeistaramót, sem er í janúar," segir Hafþór B. Guð- mundsson, sem var ráðinn lands- liðsþjálfari í sundi fyrir stuttu. Maður dagsins Hafþór segir að stór verkefni séu framundan: „Smáþjóðaleikamir eru stórt verkefni, þar er mestur fjöldi keppenda á okkar vegum, eitthvað á bilinu 15-20 sundmenn og munum við tilkynna hópinn í lokahófi eftir meist- aramótið í sundi á sunnudagskvöld. í framhaldi verður svo farið með allan hópinn í æfmgabúðir um páskana. Svo erum við að taka þátt í heims- meistaramóti í 25 metra laug í apríl. Þar eru þegar tvær stúlkur, Elín Sig- urðardóttir og Eydís Konráðsdóttir búnar að ná lágmörkunum og við get- um alveg eins átt von á því að fleiri nái lágmörkum á meistaramótinu. Hafþór B. Guömundsson. Þessar sömu stúlkur hafa einnig náð lágmörkum fýrir Evrópumótið sem fram fer á Spáni í ágúst.“ Hafþór sagði aðspurður að við værum að eignast öflugan hóp af yngri sundmönnum: „Þetta er ungt og efnilegt sundfólk sem ég held að geti verið í toppbaráttunni næstu fjögur ár. Vonandi verður endirinn sá að við getum sent sterkt lið á Ólympíuleikana árið 2000.“ Hafþór var áður fyrr sjálfur í keppnissundi og var hann spurður hvort miklar breytingar hefðu orðið á æfmgum sundmanna frá því hann var sjálfur að keppa: „Breytingin liggur helst í þeim vísindum sem liggja að baki þjálfunar. Uppbygging er mun nákvæmari og svo þarf hver sá sem vill ng árangri að æfa mun meira en við gerðum. Ef keppandi ætlar að ná heimsmælikvarða þá þarf hann að æfa tólf til fjórtán sinn- um í viku.“ Hafþór hefur þjálfað lengi og seg- ist í raun hafa farið að þjálfa um leið og hann hætti keppni: „Ég fór til Kanada 1980 og lærði íþróttafræði og þjálfaði sund og hélt því áfram þeg- ar heim kom, hef þjálfað félagslið samfara þvi að vinna með landslið- inu í ákveðnum verkefnum. Þetta hef ég gert með starfi mínu sem íþróttakennari við íþróttakennara- skólann á Laugavatni. Þegar Hafþór var spurður um önnur áhugamál sagði hann þau fel- ast í almennri heilsurækt: „Ég hef áhuga á að skokka, spOa badminton og fara á skíði. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni. Það vill svo til að þeg- ar ég tók aö mér þjálfun landsliðsins þá varð breyting á högum mínum. Ég hætti að þjálfa félagsliðin og þar með minnkaði kvöldvinnan og má segja að ég hafi eignast fjölskylduna upp á nýtt.“ Eiginkona Hafþórs er Sigríður V. Bragadóttir og eiga þau fióra syni. -HK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1757: tyþoR- Gerir grein fyrir stöðu mála Myndgátan hér aö ofan lýsir oröasambandi. I>V Njarðvík-Haukar í körfunni Keppni i átta liða úrslitum í körfuboltanum heldur áfram og eru tveir leikir í kvöld. Njarðvík- ingar, sem unnu Hauka á þeirra heimavelli, taka á móti Hafnfirð- ingunum í kvöld og ef Njarðvík sigrar eru þeir komnir í undan- úrslit. Keflvikingar rótburstuðu ÍR-inga í Keflavík og verða sjálf- sagt ekki í miklum vandræðum meö ÍR á heimavelli og koma sér þar með í undanúrslitin. Báðir leikimir hefiast kl. 20.00. íþróttir íslenskar íþróttakonur eru á faraldsfæti þessa dagana. í Portúgal tekur kvennalandsliðið í knattspyrnu þátt í Norður- landamóti og í dag er leikið gegn Noregi. Handboltalandslið kvenna er komið til Sviss þar sem það leikur gegn svissnesku stúlkunum I heimsmeistara- keppninni í dag. Feðgin sýna í Kirkjuhvoli Feðginin Björn Halldórsson gullsmiður og Gæflaug Bjöms- dóttir sýna þessa dagana verk sín í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi. Björn sýnir myndir sem hann teiknaði þegar hann var við nám í Iðnskólanum í Reykjavík 1946-1948. Hann sýnir Sýningar einnig listmuni úr tré, silfri og gulli. Gæflaug sýnir myndir sem hún hefur unnið með mismun- andi aðferðum. Hún hefur lokið námskeiðum í Myndlistaskóla Reykjavíkur og á lýðháskóla í Danmörku. Sýningin stendur til 16. mars. Bridge Sveit Hjólbarðahallarinnar sigldi lygnan sjó í E-riðli undankeppni ís- landsmótsins í sveitakeppni og náði fyrsta sætinu af öryggi. Sveitin tapaði aðeins einum leik, gegn Siglfirðingum í sveit Þormóðs Ramma, en vann aðra leiki með öryggi. I leik sveitarinnar gegn Jens Jenssyni kom skemmtilegt spil fyrir. Algengasti samningurinn var 3 grönd á hendur NS og þegar vörnin sótti spaðalitinn varð að treysta á svíningu í laufinu. Sagnir gengu þannig á öðru borðinu í leikn- um, suður gjafari og AV á hættu: 4 105 KD97 4 KDG42 4 G3 * KG9874 M G3 * 63 * 864 N V A S 9 Ubó * Á1052 * 1095 * K96 4 Á2 * 864 4 Á87 4 ÁD1072 Suður Einar 1 * pass 3 grönd Vestur Norður Austur Jens Hjalti Guðbjörn 1 * dobl 2 * 3 4 dobl pass p/h Kerfi Einars Jónssonar og Hjalta Elíassonar var standard og grand- opnun í kerfi þeirra lofaði 12-14 punktum. Einar ákvað að opna á einu laufi og ætlaði síðar að sýna 15-17 punkta hendi með grandsvari vegna þess að hann taldi spilin of góð til að opna á grandi. Sagnir enduðu í þremur gröndum og ef Jens hefði kosið að spila út spaða hefði Einar treyst á laufsvíninguna eins og aðrir. En Jens valdi að spila út hjartagosan- um og allt í einu var kominn val- möguleiki í spilið fyrir sagnhafa. Guðbjöm drap kóng blinds á ás og spilaði spaðaþristinum. Einar setti lítið spil heima og henti spaðatíunni úr blindum. Ef sagnhafi hefði nú haldiö áfram spaðasókninni hefði Einar sennilega spilað upp á hjartatí- una í vestur, svínað níunni og farið tvo niður. En vestur fylgdi vöminni ekki eftir, spilaði hjarta og öll vanda- mál vora nú úti. Einar drap á drottn- ingu, svínaði laufinu og fékk 11 slagi eins og aðrir sagnhafar í þessum samningi. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.