Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1997, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 1997 15 Flytjum út uppi- stöðulónin Uppistöðulón vegna virkjunar fallvatnanna er mikill þyrnir í augum umhverfissinna. Verið sé að sökkva undir vatn ómetanleg- um náttúruperlum, sögulegum minjum, friðlýstum svæðum, ferskvatnsuppsprettmn, heim- kynnum hreindýra og heiðargæsa, leiðum ferðamanna og viðkvæm- um gróðursvæðum, svo eitthvað sé nefnt. Þar sem rennsli fallvatnanna er síbreytilegt bæði innan árs og á milli ára, þá eru uppistöðulónin nauðsynleg til þess að skapa sveigjanleika, miðla þessu rennsli og auka þannig hagkvæmni raf- orkuvirkjana, en markaðurinn gerir fyrst og fremst kröfúr um jafha raforkuframleiðslu án tillits til árstíma. Eru valkostir í stööunni? Sé litið á íslenska raforkukerfið sem ein£mgrað fyrirbæri, er erfitt að finna aðrar miðlunarlausnir en uppistöðulón þar sem öll raforka sem framleidd er á íslandi er not- uð innanlands. Ef þetta kerfi væri á hinn bóginn tengt við risastórt raforkukerfi í Evrópu með sæ- streng, horfir málið allt öðruvísi við. Þar sem hægt er að flytja rafork- una í báðar áttir um sæstrenginn, getur raforkumarkaðurinn í Evr- ópu tekið við hlutverki upppi- stöðulónanna að verulegu leyti. Með öðrum orð- um: Við flytjum út uppistöðulónin! í íslenska raforkukerfinu er erfitt að finna aðrar miðlunarlausnir en uppistööulón, segir Edgar m.a. í greininni. Fiskafli landsmanna sveiflast milli 1 og 2 milljónir tonna á ári og af því er innanlandsneyslan talin vera 2-5 %. Hinir erlendu markað- Þröngsýni og einangrunar- hyggja Umræðan um orkumál hefur fyrst og fremst snúist um þá ein- angrunarhyggju að raforka sem framleidd sé á íslandi verði notuð á íslandi. Setjum nú sem svo að sömu sjónarmið giltu um fiskveið- ar, þ.e. að allur fiskur sem veidd- ur væri á íslandsmiðum verði ét- inn á íslandi! Hvað yrði þá um undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinn- ar, fiskveiðar og fiskvinnslu? „Ferðamennska, stóriðja og tenging orkukerfís íslands við orkukorfí Evrópu, som sumir nefna ranglega útfíutning á raf- orku, geta farið hönd í hönd inn á nýja öld framfara og þá verður orkuverð til almennings miklu lægra en nú.“ ir skapa þennan gífurlega sveigj- anleika og þess vegna er m.a. fisk- ur ódýr á íslandi. Ef ekki kæmi til útflutningur væri sveigjanleikinn hverfandi og þá einkum fólginn í breytanlegu magarými landans en frystigeymslur eða innflutt pasta kæmi þá í stað uppistöðulónanna. Fiskur á íslandi yrði dýr munað- arvara. Krossfesting orkumálaumræö- unnar Þeir aðilar sem mest fjalla um orkumál á vettvangi fjölmiðlanna skiptast í andstæðar fylkingar þar sem hvorugur aðilinn tek- ur minnsta mark á orðum hins. Þetta heit- ir að tala í kross! Þessi krossfesting umræð- unnar er sketfilega skammsýn og niður- drepandi. Hér er allt „annað hvort eða“, þ.e. annað hvort virkjanir eða ferðcimennska, annað hvort hvalveið- ar eða ferðamennska, annað hvort ál eða lífrænn land- búnaður, annað hvort náttúru- vemd eða atvinna, annað hvort líf- Kjallarinn ið eða dauðinn. Sannleikurinn er hins vegar sá að ef málin era skoðuð í víðu samhengi, geta allar atvinnugreinar og málefni farið ágætlega saman á vettvangi orkumál- anna. Ferða- mennska, stóriðja og tenging orkukerfis íslands við orku- kerfi Evrópu, sem sumir nefna rang- lega útflutning á raf- orku, geta farið hönd í hönd inn á nýja öld framfara og þá verður orkuverð til almennings miklu lægra en nú er vegna sveigjan- leika og stærðar markaðarins, svipað og gerist með fiskinn. Edgar Guðmundsson Edgar Guðmundsson verkfræöingur Kvalalosti í Kvalfirði Sá sjúkdómur sem hrjáir okkur nútímabömin einna mest er auð- vitað Alzheimer light. Skamm- timaminnið er málið og það sem er liðiö er samtímis gleymt. For- tíðin verður samstundis að fjölda- gröf minninganna. Við nennum ekki einu sinni að hyggja á frekari landvinninga eins og forfeðumir og mæðurnar. í staðinn stöndum við með útbreiddan faðminn á móti öllu sem einhver lykt er, af. Sjálfur svarti sauöurinn Við fögnum er- lendri stóriðju. Þennan kvalalosta höfúm við einmitt látið viðgangast í dýpsta og einum magnaðasta firði landsins. Hvalfirði. Eða kannski frekar Kvalfirði. Ein af fyrstu pestum ís- landssögunnar, sjálfur Svarti dauði, gekk þar á land og síðan hefur sagan orðið endalaus. Ofan- sjávar og neðan. Þama voru bresku kafbátamir og hér stendur enn hvalstöðin umtalaða. Þegar vistvænir útlendingar berja hana augum byrja þeir gjaman að tala tungum og nefna þýsk eða pólsk borgamöfn úr annarri heimsstyrjöldinni. Þeir kalla hvalstöðina útrýmingabúðir. Þetta' er líka eini fjörðurinn i þjóð- leið sem við erum búin að grafa í sundur til að nota sem efni í allt sementið í húsin okkar og alkalí- skemmdimar. Og núna eram við á góðri leið með að bora okkur þvert í gegnum hann. En í göngunum er tíminn auðvitað peningar. Við erum hægt og sígandi að ganga að umhverf- inu þarna dauðu. Bæði náttúru- lega sjónrænt svo ekki sé talað um allan málmfnykinn eða lýsis- þykknið í loftinu ef þeir byrja þá aftur að bræða hvali. Sein að fatta? En þetta er í raun- inni útrætt og tómt mál að tala um. Það er þess vegna skamm- góður vermir að stofna samtök, fylla heilt leikhús og syngja um sólina þeg- ar allt er um garð gengið. Það er ekki spennandi leikrit. Eram við svona sein að fatta? Við erum kannski þegar orðin alvarlega skilyrt af öllum þessum sameinuðu fjölmiðl- um. Fáum kannski stundum að vita hvað gerist en alltaf aðeins of seint. Sagan er endalaus en hún endurtekur sig samt. Þetta bara gerist. Alveg eins og þegar Kaninn kom á sínrnn tíma. Nennir enginn lengur í al- mennilegíir óeirðir eins og maður hefur séð myndir af frá 1949? Núna er bara sungið og dansað. Fjallkonan má greinilega alveg selja aldagamla bliðu sína í öllum hugsanlegum hæðarlínum. Og það má líka gera ýmsar plastískar skurðað- gerðir á henni í leið- inni. Áveituskurði og uppistöðulón. Eina sem við viljum er bara að halda friðinn og öllum góðum um leið. Bjartsýni í blóö borin Það er kannski ekki nema von. íslenskan er eina tungan í Vest- urheimi sem segir til dæmis fyrri heims- styrjöldin en ekki fyrsta heimsstyrjöld- in. Svo ekki sé talað um þessa númer tvö. Bjartsýnin er okkur í blóð borin og hún liggur líka svona skemmti- lega í tungumálinu. Samkvæmt þessu eru hörmung- amar og hættumar að utan gengn- ar yfir þjóðina í eitt skipti fyrir öll og ekkert að óttast úr þessu. Um leið erum við bókstaflega að missa náttúrana. Bæði landið og líka eðlið. Haraldur Jónsson „Fjaiikonan má greinilega alveg selja aldagamla blíðu sína í öll- um hugsanlegum hæðariínum. Og það má líka gera ýmsar plast* ískar skurðaðgerðir á henni I leiðinni.“ Kjallarinn Haraldur Jónsson myndlistarmaður Með og á móti Raðgreiðslulán vegna sól- arlandaferða? Allir bjóöa þessi kjör „Raðgreiðsl- ur af þessu tagi eru svo sem ekki nýjar af nálinni og enda þótt við hjá Samvinnuferð- um-Landsýn höfum verið fyrstir til að kynna þessa þjónustu, er hún ekki talin verri en svo af samkeppnisað- ilum okkar, að þeir eru nú allir famir að bjóða þessi kjör. Við höfum með raðgreiðslunum ein- faldlega boðið greiðslukjör sem fólk getiu- valið eða hafnað, allt eftir því hvað það vill. Ef menn halda að allir hafi hingaö til greitt sumarleyfisferðir sinar út í hönd þá er það mikill misskiln- ingur. Oft hefur fólk fjármagnaö sumarleyfi með mun dýrari bankalánum eða yfirdrætti. Auk þess er reyndin sú að afar fáir dreifa greiðslum á 36 mánuði hjá okkur, einfaldlega vegna þess aö Samvinnuferðir-Landsýn eru meö hagstæðasta verðið.“ Helgi Pétursson hjá Samvinnu- ferðum-Land- sýn. Ekki hagstætt „Það er al- veg ljóst að þessi rað- greiðslulán eru ekki hag- stæð og í raun mjög varhuga- verð. Fólk þarf að skoða þetta mjög vandlega og velta vöng- um yfir því hvað það er að fara út í með að taka þessi Jóhannes Gunnarsson, formaður Neyt- endasamtak- anna. lán og hvaða kostnaður bætist við þetta. Mér finnst að með því að auka lánsmöguleika á þennan máta þá sé það ekki alveg í sam- ræmi við þá miklu umræðu sem verið hefúr í gangi undanfarið um vaxandi fjárhagserfiðleika heimilanna. Þama er verið að freista margra sem ekki hafa of mikil efni á að leyfa sér svona ferðir en sjá gull og græna skóga að geta nú leyft sér að fara til sól- arlanda og þurfa ekki að borga fyrr en á næstu þremur árum. Síðan kemur annar leiðindavet- ur og þá langar fólk út og gæsinn er gripin á nýjan leik. Þetta end- ar með þvi að þriðja árið er fólk að borga mánaðarlega sem nem- ur heilli ferð meö kostnaði, sem er verulegur. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu kostar kannski samtals sólarlandaferð 190 þús- und. Við það bætast síðan að minnsta kosti 50 þúsund krónur þegar upp er staðið. Þar koma vextir, lántökugjald o.fl. inn í dæmið. Kostnaður getur jafnvel verið meiri ef fyrirtæki eru með staðgreiðsluafslátt. Fólk þarf að velta mjög vandlega fyrir sér hver aukakostnaður af þessu verður, hvort greiðsluáætlun leyfir þetta. Fólk þarf að hugsa hvort það er gaman að fara í tvær til þrjár vikur í sólarlanda- ferð sem þarf síðan að puða fyrir næstu þrjú árin.“ -RR Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.