Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1997, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 1997 11 Fréttir Útvegsmannafélag Norðurlands: 30 þúsund tonna kvóti í Smugunni i íslenskra skipa - í Smugunni 1994-1996 - 40 þús. tonn 30 20 10 37.000 '94 34.500 Þorskur 94.000 tonn Annað 500 tonn '95 *i.-. 22.500 '96 Verðmæti afla 4 milljarðar -1994-1996 - Vélsleöaferö - Reykjavík-Akureyri: Vekja athygli á baráttumálum vélsleðamanna DV, Alaireyri: Stjóm Útvegsmannafélags Norð- urlands hefur samþykkt tilmæli til stjómvalda þess efnis að nú þegar verði settur kvóti á veiðar íslenskra skipa í Smugunni. Beitt verði sömu aðferð við úthlutun eins og á Flæm- ingjagrunni og Reykjaneshrygg og heimilað verði framsal á aflaheim- ildum. Stjóm ÚN leggur til að úthlutað- ur heildarkvóti verði 30 þúsund tonn og honum verði deilt niður á skip eftir veiðireynslu. Stjórnin styður viðleitni íslenskra stjórn- valda til að ná samningum við Norðmenn um veiðar á þessu haf- svæði og telur þessa kvótaúthlutun ekki hindra áframhald viðræðna um slíka samninga. „íslensk fiskveiðistjómun hef- ur getið sér gott orð á alþjóðleg- um vettvangi og er skemmst að minnast niðurstöðu vinnuhóps OECD um fiskveiðistjómun þar sem fram kemur að íslenska kvótakerfið er talið hið besta í heiminum út frá sjónarmiðum hagkvæmni og fiskvemdar. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að setja heildarkvóta á veiðar í Smugunni væri ótvírætt skref i átt til ábyrgrar .veiðistýringar á þessu hafsvæði," segir í ályktun stjómar Útvegsmannafélags Norðurlands. -gk Félagar kaþólska safn- ^ aðarins á íslandi hitta páfann í Róm „Við munum eiga fund með Jóhannesi Páli páfa þann 28. maí nk. og er gert ráð fyrir 35 manna hópi. Auk þess að ganga á páfa- fund verður farið til Assisi á slóðir dýrlingsins heilags Franz en öll ferðin mun taka 10 daga,“ segir Gunnar Öm Ólafsson, for- maður Félags kaþólskra leik- manna, í samtali við DV. Að sögn Amar verður lagt af stað til Rómar 25. maí og dvalið á góðu hóteli steinsnar frá Vatikaninu. Biskupinn í Landa- koti, Jóhannes Gijsen, verður í Róm þegar íslenski hópurinn kemur þangað og verður honum innanhandar meðan á dvölinni í Róm stendur. Söfnuðurinn hefur fengið hagstætt tilboð í ferðina, að sögn Amar, og er verið að fhuga það. -SÁ DV, Akureyri: Nokkrir félagar á 150 hestafla vélsleðum lögðu í morgun kl. 9 af stað frá Reykjavík i ferð þvert yfir hálendið til Akureyrar. Ferðin er farin til að vekja athygli á ákveðn- um baráttumálum vélsleðaeigenda og mun stjórn Landssambands vél- sleðamanna, sem hefur samastað á Akureyri, verða afhent áskorun um að stjómin beiti sér fyrir ákveðnum hagsmunamálum vélsleðamanna. Baráttumálin, sem sett eru á odd- inn, eru afnám eða lækkun 70% inn- flutningsgjalda af vélsleðum og vegagjalds á eldsneyti vélsleða; aö umferðarlögum verði breytt í þá átt að akstur vélsleða á vegum og utan vega í þéttbýli verði heimill og að fram náist breyting á lögreglusam- þykkt þeirra þéttbýlisstaða sem leggja hömlur á notkun vélsleða innan bæjarmarka. Ferðin hófst í morgun og verður ekið í kvöld að skála Ferðafélags Is- lands við Laugafell þar sem búist er við móttökunefhd Akureyringa. Eft- ir næturdvöl í Laugafelli verður á morgun ekið til Akureyrar og kom- ið að Leirustöð kl. 17.30. -gk FELAG JARNIÐNAÐARMANNA ATKVÆÐAGREIÐSLA UM BOÐUN VINNUSTÖÐVUNAR Atkvæðagreiðsla um boöun verkfalls á félagssvæði Félags járn- iðnaðarmana, þ.e. á höfuöborgarsvæðinu, Árnessýslu, Rangár- vallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu fer fram dagana 19., 20., og 21. mars kl. 8.00-20.00 og laugardaginn 22. mars 1997, frá kl. 9.00 til 17.00 í húsnæði Félags járniðnaðarmanna, Suðurlands- braut 30, 4. hæð. Verkfalliö komi til framkvæmda á miönætti 2. apríl 1997. Sýna þarf félagsskírteini eöa önnur persónuskilríki á kjörstað. Félagar eru eindregið hvattir til að nýta sér atkvæðisrétt sinn. Reykjavík 11. mars 1997 Kjörstjórn Félags járniönaðarmanna. AUGLÝSING UM ALLSHERJAR ATKVÆÐAGREIÐSLU MÁLARAFÉ- LAGS REYKJAVÍKUR, LÁGMÚLA 5 Ákveðið hefur veriða að viðhafa allsherjaratkvæðagreiöslu um kosningu í stjórn, trúnaðarráð og varamenn í Málarafélagi Reykjavíkur samkvæmt reglum ASÍ. Lagður hefur verið fram listi stjórnar, trúnaðarráös og vara- manna fyrir starfsárið 1997 til 1998. Framboðsfrestur er frá 12. mars til 19. mars 1997. Framboðslista til stjórnar og trúnaðarráðs þurfa að fylgja með- mæli 15 fullgildra félagsmanna. Kjörstjórn GFeJM ÞEIM VON SPARISJÓÐUR Æ 5700-2 St. Petersburg Beach, Flórída Heppinn áskrifandi DV hlýtur vinning á miðvikudag potti DV og Flugleiða? I flugleidirSf I TtT7 Traustur íslenskur ferðafélagi J&L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.