Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1997, Blaðsíða 18
50 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 1997 Iþróttir Michael Jordan var góður aö venju þegar Chicago lagöi Boston Celtics í NBA í nótt. Jordan skoraöi 32 stig og langstigahæstur f deildinni ein og fram kemur hér fyrir neöan. Fjör í bandaríska körfuboltanum í nótt: Frábær leikur hjá Jordan og Pippen gegn Boston Chicago Bulls heldur sínu striki í NBA en New York tapaði í Dallas. 12 leikir voru háðir i bandaríska körfuboltanum í nótt og urðu úrslit þessi: Boston-Chicago Bulls......106-117 Charlotte-Vancouver.........98-92 Atlanta-Utah Jazz .........106-99 Minnesota-Philadelphia . .. 104-100 San Antonio-Houston........79-103 Milwaukee-Miami Heat.... 93-108 Dallas-New York Knicks .... 91-83 Denver-Orlando Magic........91-96 Phoenix-Toronto ..........101-105 Portland-LA Clippers.....109-105 Seattle-Detroit Pistons....93-80 Sacramento-Cleveland.......85-88 Michael Jordan og Scottie Pippen báru liö Chicago uppi í leiknum gegn Boston í nótt. Jordan skoraði 32 stig og Pippen kom þar á eftir með 27 stig. Mótspyma Boston kom á óvart en eins og allir vita hefur liðinu ekki gengið jafn illa og í vet- ur. Eric Williams skoraði 27 stig fyr- ir Boston og David Wesley 21 stig. Þess má geta að Dennis Rodman hagaði sér vel og hirti 16 fráköst. Atlanta Hawks vann sinn 5. leik í röð gegn Utah. Steve Smith gerði 27 stig fyrir Atlanta og Mookie Bla- ylock 26 stig. Utah þótti ekki leika vel í þessum leik en í þeirra herbúð- um var Karl Malone atkvæðamest- ur með 24 stig og Jeff Hornacek var með 18 stig. Charlotte vann sinn 6. sigur í röð í nótt gegn Vancouver. Anthony Mason gerði 24 stig fyrir Charlotte en hjá Vancouver skoraði Shareef Abdur-Rahim einnig 24 stig. Minnesota lagði Philadelphia í jöfnum leik á heimavelli. Stephon Marbury skoraði 24 stig fyrir Minnesota en hjá Phiadelphia átti Jerry Stackhouse mjög góðan leii með 34 stig. San Antonio beið enn einn skell- inn í vetur og að þessu sinni var þaö Houston sem lék liðið sundur og saman. Houston sýndi ótrúlega yfirburði og svo virðist sem áhuginn hjá leik- mönnum San Antonio fari þverr- andi með hverjum leik. Kevin Willi- ams skoraði 19 stig fyrir Houston og Hakeem Olajuwon 17 stig. Hjá San Antonio skoraði Monty Williams 19 stig. Eftir gott gengi aö undanfömu varð New York Knicks að láta í minni pokann fyrir Dallas sem er í mikilli uppsveiflu þessa dagana. Leikurinn var í jámum framan af en eftir sem á leið náði Dallas fnun- kvæðinu og vann öraggan sigur í lokin. Michael Finley er upprenn- andi leikmaður í herbúðum Dallas en hann skoraði 23 stig og var stiga- hæstur. Charles Oakley skoraði 16 stig fyrir Knicks en Patrick Ewing náði sér ekki á strik, gerði þó 12 stig og hirti jafhmörg fráköst. Tim Hardaway átti glimrandi leik gegn Milwaukee, skoraði alls 29 stig og var með 12 stoðsendingar. Þess má geta að Milwaukee hefur ekki imnið Miami á heimavelli síöan í desember 1992. Vart mátti á milli sjá í viðureign Orlando og Denver. Það vora þó heimamenn í Orlando sem höfðu betur á lokasprettinum. Penny Hardaway skoráði 27 stig fyrir Or- lando og hjá Denver skoraði LaPhonso mest, eða alls 19 stig. Toronto vann góðan sigur á heimavelli en það gerist ekki oft. Marcus Camby skoraði 23 stig fyrir Toronto í nótt gegn Phoenix. Fyrir gestina skoraði Ceballos 25 stig. -JKS Tölur úr NBA: Jordan eykur stigaskorunina Michael Jordan hefur aö und- anfómu aukið forskot sitt í stiga- skoraninni. Jordan hefur skorað tæplega tvö hundruð stigum meira en næsti maður. Listi yfir stigahæstu menn lítur annars þannig út og fleiri fróðleiksmol- ar fylgja með. Stigahæstir: Michael Jordan, Chicago......1.878 Karl Malone, Utah............1.667 Mitch Richmond, Sacramento . 1.605 Latrell Sprewell, Golden State 1.581 Glen Rice, Charlotte ........1.553 Fráköst: Dennis Rodman, Chicago ........744 Dikembe Mutombo, Atlanta .... 706 Anthony Mason, Charlotte.......676 Patrick Ewing, New York .......651 Ervin Johnson, Denver .........645 Stoðsendingar: Mark Jackson, Indiana .........734 John Stockton, Utah ...........642 Damon Stoudamire, Toronto ... 520 Nick Van Exel, LA Lakers.......520 Tim Hardaway, Miami............520 Stolnir boltar: Eddie Jones, LA Lakers ........146 Mookie Blaylock, Atlanta.......143 Rick Fox, Boston ..............140 Gary Payton, Seattle ..........137 Doug Christie, Toronto ........130 3ja stiga körfur: Reggie Miller, Indiana.........171 Glen Rice, Charlotte...........157 Mitch Richmond, Sacramento .. 139 Terry Mills, Detroit............138 Wesley Person, Phoenix.........124 -JKS Skíöalandsmótiö um páskana: Undirbúningur stendur sem hæst á Dalvík og Ólafsfirði Skíöalandsmótið verður að þessu sinni haldið á Dalvík og Ólafsfirði um páskana. Undirbún- ingur stendur nú sem hæst en mót- ið verður sett 26. mars og því lýk- ur 30. mars. Á báðum svæðunum era ágæt skíöasvæöi meö brekkum sem era viðurkenndar til keppni af Alþjóða skíðasambandinu. Skíöalandsmótið verður jafn- framt FlS-mót sem gefúr stig og er liður í FlS-mótaseríu sem haldin verður á Dalvik, Ólafsfirði og Ak- ureyri. Að sögn mótshaldara er búið að tryggja mótsgestum og keppendum nægilegt gistirými. Eins og áður kom fram hefst mótið á miðvikudag fyrir páska með fararstjórafundi um kvöldiö. Á skírdag hefst keppnin klukkan 11 um morguninn með keppni í göngu. Um kvöldið verður mótið formlega sett í Dalvíkurkirkju. Á fostudeginum langa hefst keppni með stórsvigi karla og kvenna. Á laugardeginum verður keppt í svigi karla og kvenna. Um kl. 15 verður skiðastökkskeppnin á Ólafsflrði. Á páskadag verður risasvig karla og kvenna á Dalvík um morguninn en eftir hádegi verður keppt í göngu á Ólafsfirði en mót- inu verður slitið í Tjarnarborg á Ólafsflrði klukkan 18 og þá fer fram verðlaunaafhending. -JKS Sigurjón lék vel í Flórída - lenti í 5. sæti á Ridgewood Lakes golfvellinum Sigurjón Amarsson, kylfingur úr GR, hefur á síðustu dögum keppt í þremur golfmótum í Flórída í svo- nefndri Tommy Armour mótaröð. Hvert mót var 18 holur og fóru þau öll fram á völlum sem eru par 72. Á Ridgewood Lakes lék Sigurjón á 70 höggum eða á tveimur höggum undir pari vallarins. Sigurjón lenti þar í 5. sæti af 96 keppendum en mótið vannst á 66 höggum. Á Harbour Hills lék Sigurjón á 73 höggum og var í 19. sæti af 79 kepp- endum. Á þriðja mótinu, sem fr£im fór á Heathrow, lék hann á 73 högg- um og varð í 23. sæti af 88 keppend- um. Sigurjón segist vera að leika ágætt golf um þessar mundir. Hann hefði hitt margar brautir í upphafs- höggum. Það sé hins vegar dags- formið í púttunum sem ráði mestu um hvert heildarskorið verði hverju sinni. Grasið á flötunum hefur ver- ið mjög mismunandi. Hann kveðst vera bjartsýnn á framhaldið. -JKS Tennfjord er bjartsýnn Kjell Tennfjord, þjálfari norska liðsins Brann, er hvergi banginn fyrir síðari leikinn gegn Liverpool i UEFA-keppninni. Viðureign lið- anna verður á Anfield 20. mars en fyrri leiknum í Bergen lyktaði með jafntefli, 1-1. Liverpool þótti sleppa þar vel en Brann fór illa með tæki- færin sín þar. „Eftir fyrri leiknum að dæma þurfum við ekkert að óttast. Við munum leika af skynsemi en leik- ur okkar kemur til með að byggj- ast á sterkum varnarleik og skyndisóknum," sagði Kjell Tann- fjord við Verdens Gang í gær. Búist er við að ekki færri en tvö þúsund stuðningsmenn Brann muni fylgja liðinu til Liverpool í næstu viku. -JKS NBA-DEILDIN Kyrrahafsriðill: Seattle 43 18 70,5% LA Lakers 41 20 67,2% Portland 36 28 56,3% Sacramento 28 35 44,4% LA Clippers 26 34 43,3% Phoenix 24 38 38,7% Golden State 23 38 37,7% Atlantshafsriðill: New York 47 17 73,4% Miami 46 17 73,0% Orlando 33 28 54,1% Washington 28 33 45,9% New Jersey 18 43 29,5% Philadelphia 16 45 26,2% Boston 12 51 19,0% Vesturriðill: Utah 45 17 72,6% Houston 43 20 68,3% Minnesota 31 30 51,8% Dallas 20 41 32,8% Denver 18 44 29,0% San Antonio 15 47 24,2% Vancbuver 11 53 17,2% Miðriðill: Chicago 54 8 87,1% Detroit 45 17 72,6% Atlanta 43 19 69,4% Charlotte 41 22 65,1% Cleveland 34 27 55,7% Indiana 29 32 47,5% Milwaukee 26 36 41,9% Toronto 22 40 35,5% Bilic verður kyrr Ekkert verður úr því að Slaven Bilic fari frá West Ham til Everton. Króatinn ákvað í gær að leika áfram með West Ham en Everton var búið að bjóða honum gull og græna skóga. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.