Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1997, Blaðsíða 10
10 menning MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 1997 Blóm handa Bang Dorrit Willumsen les úr verkum sínum í Norræna húsinu kl. 16 á laugardag. Af því tilefni birtum við ritdóm um verðlaunasöguna eftir Jon Hoyer, lektor í dönsku við HÍ. Kápumyndin á skáldsögu Dorrit Willumsen um danska rithöfundurinn Herman Bang, sem fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár, er þakin blómunum sem hann hélt svo mikið upp á og fékk aldrei nóg af. Sjálfa skáldsöguna má líta á sem blómvönd frá starfssystur Bangs í nútím- anum sem metur hann meira en samtíð hans gerði. Þessi blóm koma óumbeðin, hann þarf ekki að ná í þau sjálfur eins og þá: „Það særði hann að sjá rósirnar í fullum blóma fyrir utan fyrirlestrasalinn, og engum áheyranda hafði hugkvæmst að færa honum blóm. Bókmenntir Jon Hoyer Dorrit Willumsen les blóm handa Bang í Norræna „Dálítill blómvöndur hefði glatt mig,“ sagði hann. „Má ég ekki fara út og tína nokkur blóm handa sjálfum mér?“ Enginn svaraði. Þau voru óttalega vandræða- leg og hann tók drjúga stund í aö tína rósimar og skipa þeim í vönd.“ (hls. 28) Þetta stutta atriði úr skáldsögu Dorrit Willum- sen sýnir lika tvöfeldnina sem gegnsýrir allt líf Bangs í túlkun hennar. Hann er í senn ákaflega hörundsár og afar sjálfsöruggur. í verkum sínum sýnir hann djúpa samúð og skilning á kjörum þeirra afskiptu, en þegar hann les úr verkum sínum setur hann sjálfan sig á svið svo að mörgum þótti tilgerðarlegt og jafnvel hlægilegt. Herman Bang var utangarðsmaður mestalla ævi (1857-1912), í skugga fordæm- ingar samtímans á samkynhneigðu fólki sem var litið á sem vanskapaða glæpa- menn. Eða eins og nóbelsverðlaunahafinn Johannes V. Jensen orðaði það: „Venju- legu fólki býður við kynhegðun þeirra, lát- um þá halda sig frá dagsbirtunni.“ (bls. 329). Slíku lífi lifði Herman Bang í veruleik- anum og í skáldverki Dorrit WiUumsen. En undir yfirborðinu leynist fogur veröld; bemskuárin á Als í Suður-Jótlandi, ástar- reynsla hans, listræn reynsla, dauða- stundin sem kallar fram bjarta bemskuminningu áður en hann „sofnar liggjandi út af milli stráa og villtra blóma“ (bls. 352). Fyrsta ástarfundi hans lýkur í hlóma- húsinu. heimi þar sem „hann, drengurinn, opnar Danski Bang. rithöfundurinn Herman munninn sem allt í einu er landslag. Tanna- klettar, gómhvelf- ing, tung- an þögul og mjúk mót þrýst- ingi lims- ins. Mót flæðandi blómi sem er volgt og salt“ (bls. 65). Öllu þessu varð að halda leyndu. Það gerði hann að öðru leytinu viðkvæman bóhem og að hinu leytinu merkilega næman á annað fólk - einkum konur - sem verður útundan í lífinu. Samkvæmt vitnisburði hans sjálfs og Dorrit Will- umsen var það þetta sem gerði hann að lista- manni: „Til að losna við að bera grímu snýr hann sér frá sjálfum sér og tilfinningum sínum og fylgist í staðinn sem listamaður með öðrum manneskjum.“ (bls. 351). „En þegar hann stígur á svið er hann Herman Bang, fallegur, fjörmikill, sérvitur fastagestur hjá lækninum, rakaranum og ljósmyndaranum. í Danmörku þarf hann leiktjöld. Borð, hálf- flaska af rauðvíni, sem hann rétt dreypir á, hæg- indastóll, sem hann notar um það bil hálfa mín- útu, skermur til að skapa nálægð, lampi sem hann lærir vandlega á til að geta breytt lýsing- unni að vild, snagi undir hattinn, blævæng og blóm. Fyrst og fremst blóm.“ (Bls. 27-8). Skáldsagan Bang er glæsilegur og litríkur blómvöndur, vel valin atriði úr hóflausu lífi bundin þétt saman. Vitaskuld er ekki allt með en eins og ævinlega í vel heppnuðu listaverki er þetta vel skipulögð heild sem talar sínu eigin máli. Mikið hefði þessi vöndur glatt hann! Allar aðrar heimildir, eða hvað? Fáein orð frá Agnari Þórðarsyni Nýlega var mér bent á aö ritdómur um hók mína í vagni tímans hefði birst í DV þann 30. jan- úar sl. Þar segir Ármann Jakobsson mig fara rangt með staðreyndir og tekur sem dæmi frásögn mína af dauöa Haile Selassie Eþíópíukeisara. Ár- mann skrifar:....Agnar fer stundum rangt með staðreyndir. Þannig segir hann að Eþíópíukeisar- inn Haile Selassie hafi verið líflátinn eftir að Mengistu náði völdum í Eþíópíu (bls. 158) en í öll- um öðrum heimildum kemur fram að keisarinn lést hjálparlaust, að vísu hrakinn og smáður en raunar tveimur árum áður en hinn illræmdi Mengistu tók völd.“ Byltingin í Eþíópíu hófst í ársbyijun 1974. Seint i júní var Mengistu Haile Mariam major kjörinn formaður Derg, en það var 120 manna ráð hermanna og lögreglumanna sem gerðu uppreisn gegn keisaranum og steyptu honum síðan af stóli þann 12. september. Hinn 23. nóvember, sem seinna fékk nafngiftina „Blóðugi laugardagur- inn“ tóku uppreisnarmenn 59 pólitíska fanga af lífi, þar á meðal fyrrverandi ráðherra, háttsetta herforingja og tengdason keisarans vamarmála- ráðherrann. í kjölfar þessara atburða varð Meng- istu sterkasta aflið í Derg og jók stöðugt völd sín en útrýmdi keppinautum. Hin nýja stjóm lýsti yfir sósíalisma þann 20. desember 1974. Eftir handtökuna var keisarinn hafður í stofu- fangelsi í höll sinni þar til hann lést í ágúst 1975. í Encyclopædia Britannica er frá því skýrt að seinna hafi komið fram sönnunargögn sem bentu til þess að keisarinn hefði verið kyrktur að boði herstjómarinnar. Athugasemd umsjónarmanns Mengistu varð ekki forseti Eþíópíu fyrr en 1977. í Árbók Britannicu frá 1976 og 15. útgáfu Encyclopædiu Britannicu frá 1985 kemur ekki annað fram en að keisarinn, sem var langt leiddur af blöðruhálskrabbameini, hafi dáið og vegna skorts á lækna- skýrslum hafi komið upp orðróm- ur um að hann hafi verið myrtur. Hvergi er getið grunsemda um að keisarinn hafi verið líflátinn, en það orð notar Agnar Þórðarson í bók sinni. Dáið þér Beethoven? Fyrirsögnin er yfirskrift tvennra tónleika með þeim Sigurði Halldórs- syni sellóleikara og Daníel Þorsteins- syni píanóleikara. Þeir hafa hugsað sér að flytja öll verk Beethovens fyrir selló og píanó - og era þegar hálfnað- ir, því fýrri tónleikamir vora haldn- ir í Gerðubergi síðastliðinn sunnu- dag. Af einhverjum ástæðum halda margir að þegar leikið er á píanó og eitthvert annað hljóðfæri sé píanóið í Tónlist Jónas Sen undirleikshlutverki. Þannig er það reyndar stundum, en alls ekki alltaf. í umræddri tónlist eftir Beethoven era bæði hljóðfærin jafti mikilvæg; ef eitthvað er er píanóið í aðalhlutverki. Sú er raunin í fyrstu tveimur sónötunum ópus 5, en þar fellur sellóið óneitanlega i skuggann af píanóinu. Var það ekki fyrr en í síðari verkunum fyrir þessi tvö hljóö- færi, í sónötunum ópus 69 og ópus 102 nr. 1. og 2, að Beethoven gerði þeim jafnhátt undir höfði. Bæði Daníel Þorsteinsson og Sigurður Halldórs- son era hinir ágætustu hljóðfæraleikarar. Þeir Leikfélag Hvera- gerðis 50 ára Leikfélag Hveragerðis fagnar hálfrar aldar afmæli í ár og hef- ur þó verið leikið mun lengur þar um slóðir. En það voru metnaðarlitlar fjáröflunarsýn- ingar sem áhugamönnum um leiklist fannst ekki Þalíu til sóma og í annarri grein laga hins nýstofnaöa félags í bama- skólahúsinu í Hveragerði 1947 segir: „Markmið félagsins er að vinna að eflingu leiklistar í Hveragerði með því að taka til sýninga innlend og erlend leik- rit eftir því sem fóng era á.“ Félagið hefur verið trútt þessari lagagrein og sýnt árlega innlent eða erlent leikrit, oftast gamanleiki. Til dæmis hefur Deleríum búbónis verið sett upp tvisvar en einnig hafa spennuleikrit verið vinsæl, til dæmis Gasljós, Tíu litlir negra- strákar og Óvænt heimsókn. Leikfélagið hefur aldrei átt fastan samastað eða nokkurt húsnæði sem tilheyrði því og Margrét Ásgeirsdóttir, stjórnar- maður í Leikfélaginu, sagði að sér fyndist mulið undir bol- taleiki almennt í landinu á kostnað menningarstarfsemi. Lengi hafði félagið aðstöðu í barnaskólanum en ekki lengur. Bæjaryfirvöld hafa nú séð til þess að félagið fengi inni á Hót- el Hveragerði og þar er leikið nú. Sjávarþorpið flutt inn í land Metnaðarfyllstu sýningamar hafa veriö á klassískum ís- lenskum verkum. Leikfélagið setti upp Skálholt, Skugga- Svein og Atómstöðina í sam- vinnu við Leikfélag Selfoss, einnig hefúr það sýnt Fjalla- Eyvind, Mann og konu og Skjaldhamra, svo að fáein dæmi séu nefnd. Daníel Þorsteinsson og Siguröur Halldórsson: Samleikurinn til fyrirmyndar. léku hreint á tónleikunum, hver nóta var á sínum stað og samleikurinn allur til fyrirmyndar. Að vísu voru þeir helst til varkárir í fyrsta verkinu, sónötu í F-dúr ópus 5 nr. 1. Sigurður virtist vera meira upptekinn af að spila fallega en að gefa sig tónlist- inni á vald, og Daníel var óttalega mjúkhentur við hljómborðið. Stimdum var reyndar eins og hann væri hálfhræddur um að píanóið myndi bíta hann, þvi það var eins og hann þyrði ekki að fara al- mennilega ofan í nóturnar. Þetta kom illa út, því túlkun tónlistar Beethovens krefst voldugs hljóms og mikilla átaka. Auðvitað má slagharpan ekki yfir- gnæfa sellóið, en ásláttur píanóleikar- ans verður samt að vera þéttur og ákveðinn. Fyrir bragðið var túlkunin fremur flöt og litlaus, og skorti oft kraft og snerpu. Næst á dagskrá voru tólf tilbrigði við stef úr óratóríu eftir Hándel; þau voru þokkalega flutt, en dálítið bragð- dauf. Eiginlega var það ekki fyrr en eftir hlé að hljóðfæraleikararnir sóttu í sig veðrið; sjö tilbrigði við stef úr Töfraflautu Mozarts voru nokkuð tilþrifamikil, þó stundum hefði mátt leika ögn hraðar og líflegar. Best var síðasta atriði efhisskrárinnar, sónata ópus 5 nr. 2 í g-moll. Þar fóru þeir Daníel og Sigurður hamförum og gneistaði af flutningi þeirra. Tónlist- in varö lifandi, dramatísk og kraft- mikil, og þó feilnótum hefði eitthvað fjölgað skipti það engu máli, því þarna var sannur Beet- hoven á ferðinni. Efnisskráin er með því besta sem sést hefur í langan tíma. í henni mátti finna ritgerð eftir Reyni Axelsson um viðkomandi tónlist eftir Beethoven, og var hún kærkomin tilbreyting frá þeirri and- legu fátækt sem nú viröist vera ríkjandi. Aöalleikarar I Sölku Völku: I aftarí röö eru Sævar Pór Helgason (Arn- aldur yngri), Magnús Stefánsson (Steinþór) og Siguröur Blöndal (Arnaldur eldri); frá vinstri f fremri röö eru Margrét Ásgeirsdóttir (Salka Valka), Svala Karlsdóttir (Slgurllna) og Sólveig Jónsdóttir (Salka yngri). Sýningin á afmælisárinu er á leikgerð skéddsögunnar Sölku Völku eftir Halldór Laxness undir leikstjóm Ingu Bjama- son. Yfir þrjátíu manns taka þátt í henni á sviði fyrir utan fjölda starfsmanna baksviðs. Tvær leikkonur túlka Sölku. Sólveig Jónsdóttir leikur hana unga en Margrét Ásgeirsdóttir tekur við þegar hún stækkar. „Það er rösalega erfitt að leika Sölku,“ sagði Margrét, „en samt virkilega gaman. Mað- ur nennir ekki að þvo þvott og elda mat eða fara í vinnuna, maður er svo upptekinn af hlut- verkinu. Það fá ekki allir tæk- ifæri til að leika Sölku Völku.“ Næstu sýningar á Sölku Völku í uppsetningu Leikfélags Hveragerðis verða annað kvöld og sunnudagskvöld kl. 20.30. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.