Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 1997 Fréttir DV Skipverjar Vikartinds á röngum ráðningarkjörum: Filippseyingar með 514 dollara á mánuði - segir Borgþór Kjærnested, eftirlitsfulltrúi ITF, Alþjóðasambands flutningaverkamanna Borgþór Kjærnested, eftirlitsfulltrúi Alþjóöasambands flutningaverka- manna, segir sambandiö hafa staðiö í streöi meö Vikartind lengi. „Við höfum staðið í streði með þetta skip, Vikartind, mánuöum saman,“ segir Borgþór Kjæmested, eftirlitsfulltrúi ITF á Islandi. Hann segir að ráðningar óbreyttra áhafn- armeðlima Vikartinds brjóti í bága við anda kjarasamninga við sam- band þýskra kaupskipaútgerða, GIS, German Intemational Ships- register, um kjör farmanna á leigu- skipum í lausaverkefnum og sam- kvæmt skilningi þýska alþýðusam- bandsins eigi þýskir kjarasamning- ar að gilda um störf sjómanna á skipinu þar sem það sé skráð í Þýskalandi og sigli á fastri áætlun- arleið. Enginn af undirmönnum skipsins vom hins vegar Þjóðverjar, heldur Filippseyingar að einum Pól- verja undanskildum. Skipt um nafn fyrir íslands- siglingar Borgþór kveðst hafa fengið vit- neskju um það snemma sl. sumar að Eimskip væri að taka skip á svo- kallaða tímaleigu með fullri er- lendri áhöfn og eftirgrennslan hefði leitt í ljós að um væri að ræða skip sem hét bresku nafni og væri skráð á bresku eynni Isle of Man. En nokkra áður en skipið hóf siglingar fyrir Eimskip var hins vegar skipt um nafn og eiganda skipsins og hét það nú Vikartindur og í stað þess að skráður eigandi þess væri Ocean Maritime LTD, til heimilis í Sum- merhill Business Park á Isle of Man, var hann nú allt í einu orðinn Peter Döhle í Hamborg. Um leið gerði Þýskalandsdeild ITF kjarasamning við Peter Döhle í samræmi við svonefndan GIS Fleet Agreement-samning. í honum felst að grunnlaun háseta era 514 dollar- ar fyrir 40 tíma vinnuviku, en þegar búið er að bæta við um 20 tíma yfir- vinnu á viku, eru launin samtals um 1107 dollarar á mánuði eða alls tæplega 80 þúsund krónur á mán- uði. Að sögn Borgþórs eru þessi laun langt undir því sem greitt er farmönnum samkvæmt þýskum kjarasamningum. DV athugaði hvemig skráningu skipsins er háttað hjá Skipaskrá Hamborgar. Þar er Vikartindur skráður með Hamborg sem heima- höfn og að skipið sigli undir þýsk- um fána. Að sögn Borgþórs Kjæme- sted er fáni Þýskalands skilgremdur sem hentifáni af Alþjóða flutninga- verkamannasambandinu, þar sem þýskar skráningareglur eru mjög rúmar. Þannig gildi þýskir kjara- samningar fýrir Þjóðverja, en full- komlega leyfilegt er að ráða erlenda sjómenn á þýsk skip á allt öðrum kjörum, eða samkvæmt fyrmefndu GlS-samkomulagi fyrir 514 dollara á mánuði að því tilskildu þó að skip- in sigli ekki á áætlunarleiðum. Þýska alþýöusambandið leggur, að sögn Borgþórs, þann skilning í þessar GlS-ráðningar á ódýru er- lendu vinnuafli, að þær séu í lagi svo framarlega sem viðkomandi skip séu í lausavinnu. Þar sem Vik- artindur hafi hins vegar verið á áætlimarleið með GlS-ráðna vmdir- menn, hafi útgerðinni verið til- kynnt að GlS-samningurinn yrði ekki endumýjaður í maí nk. og þar sem skipið hafi verið sent beint í siglingar á áætlunarleiðum sl sum- ar, þá hafi útgerðin brotið gegn GIS- samkomulaginu og þess vegna sé hægt að rifta samningunum um- svifalaust fyrir hönd skipverja. -SÁ Undirmenn Vikartinds fluttir til Filippseyja skilríkjalausir: Gáfum enga heimild - bentum á ábyrgð Flugleiða, segir Jóhann Jóhannsson, forstöðumaður Útlendingaeftirlitsins „Við gáfum ekki heimild til þess að skipverjamir af Vikartindi mættu fara skilríkjalausir úr landi og höfðum engin bein afskipti af brottflutningi þeirra,“ segir Jóhann Jóhannsson, forstöðumaður Útlend- ingaeftirlitsins, í samtali við DV. Jóhann segir að fulltrúar Eim- skips hafi haft samband við Útlend- ingaeftirlitið til að spyrjast fyrir um hvort og hvemig hægt væri að flytja mennina skilríkjalausa til síns heima. Þeim hefði verið tjáö að það væri alfarið á ábyrgð þess flugfé- lags, eða flutningsaðila, sem tæki að sér að flytja þá. „Ætli forstjóri Eimskips hafi ekki rætt við stjómarformann Flugleiða um hvort Flugleiöir vildu ábyrgjast heimflutning mannanna," segir Borgþór Kjæmested, eftirlitsfulltrúi Alþjóðasambands flutningaverka- manna á íslandi, við DV. Samkvæmt heimildum DV voru skipverjamir settir um borð í flugvél Flugleiða til Kaupmannáhafnar. Þaðan vom þeir sendir til Hamborgar og síðan settir þar um borð í flugvél á leið til Man- ila á Filippseyjum, en hásetamir vom allir Filippseyingar að einum Pólverja undanteknum. Skipbrotsmönnunum var haldið í strangri einangrun eftir strandið og þess sérstaklega gætt að þeir ræddu ekki við blaðamenn. Borgþór Kjæme- sted, eftirlitsfúlltrúi ITF, komst þó í samband við einn þeirra sem óskaði sérstaklega eftir því að þeir fengju að ræða við kaþólskan prest. Þegar Borg- þór og séra Jacob Rolland, prestur á Landakoti í Reykjavík, komu á Hótel Selfoss skömmu eftir hádegi sl. fimmtudag til að hitta skipbrotsmenn- ina gripu þeir í tómt, búið var að sækja mennina og senda þá úr landi. „Skrifstofa ITF í London var búin að óska eftir því að ég tæki skýrslu af skipverjunum og af þvi tilefni var ég búinn að hafa samband við þann aðila sem hafði ráðið mennina á skipið og gert við þá kjarasamning. Ég var líka búinn að hafa samband við útgerðina í Hamborg og fá leyfi hennar til að hitta mennina. Síðan þegar ég kem, er mér sagt að þeir séu famir og hafi ekki einu sinni fengið leyfi til að borða hádegismat, heldur hefðu verið drifnir upp í bíl rétt fyrir tólf og ekið burt með þá,“ segir Borgþór Kjæmested. -SÁ Dagfari Góðir ráðherrar, góð ríkisstjórn Á jólunum og á öðrum stórhá- tíðum er haft fyrir sið að gefa gjafir. Litlar gjafir og stórar gjaf- ir og til að hafa allt í réttri röð er auövitað beöið með stærstu og veglegustu gjöfina þangað til síð- ast. Til að viðhalda eftirvænting- unni. Þegar stóri pakkinn er opn- aður bíða allir spenntir og grípa andann á lofti og hrópa húrra fyr- ir rausnarskap gefandans og kyssa hann í þakkklætisskyni. Þannig er þessu farið í tengsl- um við þá miklu atburði sem nú eru að gerast í samningamálun- um. Kjarasamningar teljast kannske ekki til stórhátíða en þeir eru örlagaríkir fyrir þjóðlífið og þetta eru langir og strangir dagar hjá samningamönnum og hátíðarstund þegar skrifaö er undir nýja samninga og allir takast í hendur. Það hefur ekki litið vel út með lausnir og verkalýðsfélög hafa afl- að sér verkfallsheimilda og bitið í skjaldarrendur og um helgina var ekki útlit fyrir annað heldur en að verkföll hæfust. Raunar er fyrsta verkfallið skollið á. En þá koma VR-menn og Raf- iðnaðarsambandið og semja fyrir hönd sinna umbjóðenda og slíta sig út úr samstöðunni og reka fleyg í verkalýðshreyfinguna. Meira að segja Iðja, sem telst til láglaunafólks, hefúr samið. Og aðrir verkalýðsforingjar sifja eft- ir með sárt ennið og bölva upp- hátt og tala um svikara og lodd- ara í þeim félögum sem búin eru að skrifa undir. Þessi fleygur er mikil gleði- stund fyrir ríkisstjómina. Ráð- herramir voru raunar búnir að lofa stórum pakka frá sjálfum sér þegar samningar væru komnir á lokastig og þegar VR og Iðja og rafiðnaöarmenn semja og svíða jörðina undan hinum þeim sem enn era í skotgröfunum kætist ríkisstjómin að sönnu og getur ekki lengur beðið með pakkann góða. Hún opnaði hann í gær og dreifði góðgætinu út um allt borð. Gjörið svo vel, sagði forsætisráð- herra, fimm milljarðar í skatta- lækkunum, takk fyrir. Fjármálaráðherra var kannske ekki alveg eins glaður í bragði en bar sig mannalega og sagði að þetta væri ekki alveg eins mikil gjafmildi og forsætisráðherra vildi vera láta. Ríkissjóður mundi ná þessum peningum inn í óbein- um sköttum. Fólkið mrnidi eyða peningunum með einum eða öðr- um hætti og tapiö mundi allt skila sér aftur í ríkissjóö. Það breytir hins vegar ekki því að ríkisstjómin er góð og ráð- herrarnir eru góðir og vilja allt fyrir okkur gera og eru þakklátir þeim verkalýðsforingjum sem hafa samið á undan hinum til að eyðileggja samningana fyrir þeim sem eftir era. Þeir ætla meira að segja að borga okkur skattana til baka. Skattalækkanirnar eru afturvirk- ar. Hluta staðgreiðslmmar í ár verður skilað aftur fyrir aldamót og nú er bara um að gera að halda lífi í nokkur ár í viðbót og þá munum við upplifa skatta- lækkanir og endurgreiðslur á gömlum sköttmn og þetta er alveg stórkostleg lífsreynsla fyrir marg- ar kynslóðir íslendinga sem aldrei hafa áður orðið vitni að því að ríkisstjóm skili aftrn- sköttum sem hún hefur innheimt. Þetta er líka kveðja til þeirra sem eftir eiga að semja. Ætla þeir virkilega að halda kaupkröfum sínum til streitu eftir að ríkis- sfjórnin hefur sýnt þessa gjaf- mildi og þessa göfugmennsku? Það er ekki neitt til-í stöðunni annað en að þeir standi upp og þakki fýrir sig og kyssi ríkis- stjórnina fyrir gjöfina. Það væri bara frekja að heimta annan pakka. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.