Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1997, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 1997 13 Nauðungarsölur Á hverju ári eru margar fasteignir seldar á nauöungaruppboöi. - Hér hef- ur fasteign verið innsigluö af hinu opinbera. Dæmi eru um að veðhafar og eig- endur fasteigna tapi þegar eignir eru seldar á of lágu verði á nauð- ungaruppboðum. Hér á landi tryggja gildandi reglur ekki að sanngjarnt verð fáist á nauð- imgarsölum. Sú regla að ekki megi taka tilboðum undir 65% af markaðsverði mundi minnka tap veðhafa og eig- enda. Áþekkar reglur eru í gildi erlendis. Fjárhæöir glatast Á hverju ári eru margar fast- eignir seldar á nauðungaruppboð- um. Uppboðsverð ákvarðast al- mennt af hagsmunum kröfuhafa sem bjóða í þær. Kröfur eru mis- jafnlega tryggar alit eftir veðrétti og fjárhæð. Oftast bjóða aðilar með tryggar kröfur fyrst, nægilega hátt til að gæta hagsmuna sinna. Séu eignir slegnar þeim selja þær aftur á almennum markaði. Hinir sem eiga ótryggari kröfur verða að yfirbjóða þá sem á undan koma. Áður en þeir fá eitthvað upp í eig- in kröfur verða þeir að greiða rétt- hærri kröfuhöfum sem oft eru margir. Hinir mörgu kröfuhafar hér á landi skapa sér- stakan vanda. Þeir sem eru aftarlega í veðröð- inni eiga mestra hags- muna að gæta að eðlilegt verð fáist á uppboði. Eig- endur seldra eigna tapa einnig ef uppboðsverð er mjög lágt. í sumum til- fellum ætti eitthvað að vera afgangs og einnig halda skuldunautar stundum áfram til streitu að loknu uppboði kröfum sem ekki hafa fengist greiddar af upp- boðsverði. Reglur um nauðungar- uppboð hér á landi tryggja ekki að „eðlilegt" verð fá- ist fyrir fasteignir. Gildandi lagaá- kvæði eiga að tryggja sanngjarna sölu en mörg dæmi þekkjast um að eignir hafi selst fyrir brot af raunvirði. Það bendir til að ákvæðin þjóni ekki hlutverki sínu. Nefna má mörg dæmi af opin- berum uppboð- um. DV flutti nýlega frétt af nauðungarsölu þar sem upp- boðshaldari seldi fasteign fyrir 2,4% af fasteignamati og 0,6% af brunabótamati. Salan var kærð og var endurtekin en hefði staðið óhögguð að öðrum kosfi. Lágmarksverö á nauöung- aruppboöum Þegar eignir eru seldar fyrir óhóflega lágt verð á nauðungar- uppboðum tapa bæði veðhafar og eigendur fé að óþörfu. Við þving- aða sölu fæst alltaf lágt verð þó ekki komi til nauðungaruppboðs, oft 10%-20% undir markaðsverði. Á opinberum nauðungaruppboð- um eru hendur manna enn bundn- ari og getur verðið þá orðið enn þá lægra. Hér á landi liggja ekki fyrir, svo greinarhöfundi sé kunnugt, kann- anir á því hversu lágt verð geti orðið í nauðungarsölu. Engin út- gefin töluleg neðri mörk á verði binda uppboðshaldara. Hins vegar má styðjast við reynslu erlendis. Þar þekkist að skilgreint sé tölu- legt lágmarksboð sem uppboðs- haldara er heimilt að taka. Ekki er gengið að tilboðum undir ákveðnu hlutfalli af markaðsverði eigna. Það gerir þá kröfu að uppboðs- haldari þekki markaðsverð eigna sem hann býður upp. Almennt þarf að liggja fyrir staðfest mat viðurkennds fag- manns. í sumum fylkjum Banda- ríkjémna er til dæmis óheimilt að selja eignir á nauðungaruppboði fyrir minna en 2/3 af markaðs- verði. Mikið öryggi væri að því að setja hliðstæðar reglur hérlendis. Tap veðhafa og eigenda mundi þá minnka og sett væri undir leiðin- legt uppboðsbrask sem veikir til- trú almennings og atvinnulífs á núverandi kerfi. Til dæmis má hugsa sér að lágmarksverð eigna í nauðungarsölu væri 65% af mark- aðsverði. Stefán Ingólfsson Kjallarinn Stefán Ingólfsson verkfræöingur „Hér á landi liggja ekki fyrir, svo greinarhöfundi sé kunnugt, kann- anir á því hversu lágt verð geti orðið í nauðungarsölu. Engin út- gefm töluleg neðri mörk á verði binda uppboðshaldara Harmleikurinn endalausi - eigi skal rannsaka ... Ríkissaksóknari hefur komist að þeirri niðurstöu að ekki sé tilefni til opinberrar rannsóknar á að- draganda og viðbúnaði vegna snjó- flóðanna sem féllu i Súðavík 16. janúar 1995. Þessi ákvörðun er enn eitt áfallið fyrir aðstandendur þeirra er létust og voru þau þó orð- in næg fyrir og gott betur. Eitthvaö fór úrskeiðis Það má glögglega sjá i blöðum frá þessum tíma hversu mikið ósamkomulag var manna á milli i Súðavík á þessum tíma. Snjóaeftir- litsmaður sagði eitt, þáverandi sveitarsfióri og formaður al- mannavamanefndar annað og í málið blönduöust fleiri, þ.á m. starfsmaður Veðurstofu og sýslu- maðurinn á ísafirði. Stór orð voru látin falla og ásakanir dundu á báða bóga. Ljóst er að eitthvað alvarlegt fór úrskeiðis hjá almannavamanefnd þessa nótt. Þær 14 manneskjur sem létu lífið í flóðinu hefðu e.t.v. ekki allar lent í því snjóflóði hefðu þeir embættismenn, sem að þessu komu, unnið saman á eðlilegan hátt þessa nótt. Samt sér ríkissak- sóknari ekki ástæðu til að komast að hver laug og hver sagði satt varðandi aðdragandann og mat á hættunni þetta örlagakvöld. Hreinsunarstarfið svokallaða og úthlutun peninga úr sjóðnum „samhugur í verki“ væri tilefni til opinberrar rannsóknar út af fyrir sig. Ekkert hefur verið hugsað um þær andlegu og tilfinningalegu þjáningar sem fiölmargir aðstand- endur hafa gengið í gegnum. Öll áherslan hefur verið lögð á upp- byggingu nýrrar Súðavíkur, sem að mínu mati var hræðilega röng ákvörðun sem kýld var i gegn þegar landsmenn voru enn svo slegnir og dofnir yfir at- burðunum í Súðavík að fáir reyndu að tala því í mót. Það er einungis þegar rætt er um hina fiölmörgu sjálfboðaliða, björgunarsveitar- menn, hjúkrunarlið og sjómenn sem hægt er að fyllast þakklæti og hlýju í þeirra garð fyrir óeigingj- amt starf unnið við þær erfiðustu aðstæður sem hugsast getur. Við megum samt ekki hika við að spyrja hvað hefði mátt betur fara. Voru gerð mistök og er hægt að læra af þeim? Nauðsynlegar spurningar Engra spurninga skal spyrja, segir ríkissaksóknari, en ég ætla nú samt að setja hér fram nokkr- ar: Var þáverandi sveitarstjóri í Súða- vík og formaður al- mannavamamefndar að kvöldi 15. janúar 1995 og aðfaranótt 16. sama árs í veislu og var þar haft áfengi um hönd? Hversu mörg hús í Súðavík lét sveitar- stj órinn/formaðurinn rýma þessa nótt? Voru ættartengsl og hver þá á milli íbúa þessara húsa, sem rýmd vora, við einhvem þeirra embættismanna í Súðavik sem tengjast aðdraganda snjóflóðsins sem féll þann 16. janú- ar 1995? Er frystihúsið í Súðavík ekki á hættusvæði í dag og ef svo er era uppi áform um að flytja það? Hvaða menntunar/reynslu er krafist af þeim sem starfa sem snj óaeftirlitsmenn? Stóðst sá sem var snjóaeftirlits- maður i Súðavík 16. janúar 1995 þær kröfur sem til snjóaeftirlits- manna eru gerðar? Hver er snjóaeftirlitsmaður í Súðavík í dag? Hvað starfar í dag sá sem var sveitarstjóri og formaður al- mannavamamefndar i Súðavík þann 16. janúar 1995? Er það rétt að Fagranesið hafi verið lagt af stað til Súðavíkur þessa nótt en þurft að snúa við til að sækja tæki til hjálparstarfsins sem gleymdust? Ef svo er, hversu mikill tími fór þar til spillis? Varðskipið Týr lagði ekki af stað frá Reykjavík fyrr en um kl. þrjú þann 16. janú- ar því mikill tími fór í að safna saman og koma tækjum um borð. Voru þetta tæki sem komu að gagni í Súðavík? Mátti leggja af stað fyrr með mannskap, hunda og einföld hjálpartæki sem ekki tekur mikinn tíma að safna saman? Til aö forðast mistökin Ég vona að þessi undarlega ákörðun ríkissaksóknara vekji fólk til umhugsunar um atburða- rásina í Súðavík í janúar 1995. Nánustu aðstandendur þeirra er þar létust hafa reynt í tvö ár að vekja athygli á ýmsum staðreynd- um sem tengjast málinu en aldrei hafa verið skoðaðar nánar, a.m.k. ekki opinberlega. Víst er að þarna átti sér stað hræðilegur atburður og eins víst er að við endurheimtum ekki ást- vini okkar sem þarna létu lífið. En við getum sýnt þeim þá virðingu að rannsaka aðdragandann að dauða þeirra þó ekki væri nema til að hafa möguleikann á að forðast sömu mistökin ef upp kemur sams konar staða í framtíðinni. Linda Óskarsdóttir „Ljóst er að eitthvað alvarlegt fór úrskeiðis hjá almannavarnanefnd þessa nótt. Þær 14 manneskjur sem létu lífíð í flóðinu hefðu e.t.v. ekki allar lent í því hefðu embætt- ismenn sem að þessu komu unnið saman á eðlilegan hátt.u Kjallarinn Linda Óskarsdóttir bankastarfsmaður Með og á móti Á ísland að ganga aftur í Alþjóða hvalveiðiráðið? Hagsmunir ís- lands felast í virkri þátttöku „Já, tví- mælalaust. Óháð því hvaða afstöðu menn hafa til hvalveiða í iðnaðarskyni er staðreyndin sú að smáþjóð- um er mikill styrkur að þátttöku í starfi alþjóðasamtaka. Stærri þjóðir geta í krafti fiöl- mennis, auðæva og stundum her- valds farið sínu fram á alþjóða- vettvangi. Smærri þjóðir leita styrks í alþjóðalögum og reglum og alþjóðlegu samstarfi. Stund- um þróast starf alþjóðasamtaka um skeið á þann veg, að einstök- um aðildaiTíkjum hugnast ekki þau vinnubrögð, en slíkt réttlæt- ir ekki úrsögn og einangrunar- stefnu. Sú ákvörðun að hverfa frá samstarfi innan hvalveiði- ráðsins er andstæð islenskum hagsmunum. Hagsmunir íslands felast í virkri þátttöku í alþjóð- legu samstarfi er lýtur að um- hverfisvernd. Það dugir ekki að gera kröfur á aðrar þjóðir um hertar reglur til að koma í veg fyrir mengim sjávar. íslendingar verða líka að koma til móts við óskir annarra þjóða. Trúverðug- leiki íslands felst í viðurkenn- ingu á og virðingu fyrir alþjóð- legum samþykktum meirihlut- ans. Einnig þegar ekki er tekið undir sjónarmið íslenskra hags- munaaðila." Magnús Guömunds- son kvikmyndagerö- armaöur. Hvalveiðiráðið er sirkus „Ég vil taka það fram að ég er alls ekki al- farið á móti þátttöku okkar í hvalveiðiráð- inu. Það sem ég aftur á móti sé neikvætt við þátttöku okkar er að hvalveiðiráðið er hreinn sirkus. Þetta er al- þjóðastofnun sem á engan hátt tekur sjálfa sig alvarlega. Ég hef setið alþjóðafundi víða um heim af ýmsu tagi en hef aldrei nokkimi tímann séð annað eins háttalag fullti’úa virtra ríkis- stjórna eins og í hvalveiöiráðinu. Þetta vh’ðist vera vettvangur þar sem lygar og svik eru daglegt brauö og allir viðurkenna það sem sjálfsagt mál. Ef viö ætlum okkur að taka þátt í þessum leik, þá er eins gott að við brynjum okkur upp í að vera bestir í svín- aríinu og tökum málið af fullri hörku. Það sem ég sé jákvætt við að ganga í hvalveiðiráðið er að það er óvéfengjanleg staðreynd að bandamenn okkar eru innan þessara samtaka og að þrátt fyr- ir fíflaskapinn og leikaraskapinn hefur málstaður skynseminnar verið að vinna á I ráðinu vegna þess að margar þjóðir eru að fá sig fullsadda af þessum fiflalát- um. Vandi okkar er sá að ef við erum ekki með í hvalveiðiráðinu hafa Japanir lýst því yfir, bæði í mín eyru og annarra, að þeir munu ekki treysta sér til að kaupa af okkur hvalkjöt, en það er umdeilt mál og ekki víst hvort japönsk stjómvöld geti staðið á þeirri ákvörðun. Mín skoðun er því sú að það á að skoða þessa ákvörðun mjög vandlega og ef gengið er inn sé það gert með skýlausum mótmælum og að við hefium veiðar strax, þá verðum við tekin alvarlega og borin virð- ing fyrir okkur.“ -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.