Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1997, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 1997 öháð Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EVJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. . Filmu- og plötugerö: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Fáokunin magnast hraðar Stærsti fáokunarbankinn hefur keypt helminginn í stærsta fáokunar-tryggingafélaginu. Stórt skref hefur verið stigið í átt til sameiningar helztu fáokunarfyrir- tækjanna, er Landsbankinn hefur keypt eignarhelming Brunabótafélags íslands í Vátryggingafélagi íslands. Kostnaður þjóðarinnar af fáokun á þessum sviðum hefur verið mikill. Það sést meðal annars af miklum vaxtamun innlána og útlána, sem stafar af stjamfræði- legum afskriftum heimskulegra útlána. Landsbankinn einn tapaði þannig nærri tveimur milljörðum á ári. Kostnaðurinn af fáokun í tryggingum sést meðal ann- ars af því, að iðgjöld bílatrygginga hrundu imi meira en fjórðung, þegar erlent tryggingafélag brauzt inn á fáok- unarmarkaðinn, þar sem tryggingafélögin höfðu safnað digrum sjóðum á kostnað viðskiptamanna sinna. Nú verður fáokunin enn harðari og samkeppni milli fyr- irtækja enn vægari, svo að hlutur viðskiptamanna verður lakari en áður. Það er einmitt stóri kosturinn, sem ríkið, kolkrabbinn og smokkfiskurinn sjá í auknu samstarfi og eignatengslum helztu fáokunarfyrirtækjanna. Slíkar breytingar má sjá á mörgum sviðum. Flugleiðir hafa verið að éta keppinauta i innanlandsflugi, ferðaskrif- stofurekstri, bílaleigu, rútuútgerð og hótelrekstri. Yfirlýst markmið þeirra er að verða almennt og yfirgripsmikið fyrirtæki í ferðalaga- og fólksflutningageiranum. Eimskipafélagið hefur byggt upp víðtækt net vöru- flutninga á landi og losnað við samkeppni Samskipa í Ameríkusiglingum. Markmið félagsins er að verða alls- ráðandi í vörufLutningum á landi og sjó, innan lands og milli landa. Samskip verða étin við gott tækifæri. Breytingar í sandkassa stórfyrirtækja hafa hnigið í þá átt, að eitt risafyrirtæki verði í hverjum geira, eitt í vöruflutningum, annað í fólksflutningum, eitt í trygging- um, annað í fjármálaþjónustu og svo framvegis. Þessa ferils gætir víða í kaupsýslu landsins, en mishratt. Með kaupum banka á helmingi tryggingafélags er samruninn að aukast milli geira. Verið er að leggja grunn að fjármálatröUi, sem sjái um bankaviðskipti, fjárfestingar og tryggingar fólks. Raunar var slíkt eign- arhald Eimskips í Flugleiðum þegar komið í samgöngu- geirunum. Breytingin verður hraðari, ef ríkisstjóminni tekst sú ætlun sín að koma hluta af lífeyrisspamaði undan lífeyr- issjóðunum og í hendur fjármálafyrirtækja. Frumvarp um það efhi liggur tUbúið og bíður eftir að linni þeim hveUi, sem varð í kjaraviðræðum um helgina. Raunar hefur ríkisvaldið um margra ára skeið stuðlað að breytingunni, meðal annars með tilraunum tU samein- ingar ríkisbanka og nú með útþenslu Landsbankans. Einkavinavæðing ríkisfyrirtækja hefur verið önnur að- ferð ríkisins við að koma verðmætum í arma kolkrabbans. ÖU er þessi breyting úr samkeppni í átt tU fáokunar, með einokun að markmiði, eðlUeg tilraun tU að bæta stöðu fyrirtækja. Um leið er hún hörmuleg fyrir almenn- ing, sem verður að borga brúsann af hærra verði á vöru og þjónustu fáokunar- og einokunarfyrirtækja. Eina vöm almennings gegn þessu innlenda skrímsli er að freista erlendra fyrirtækja tU að hefía samkeppni við hina innlendu kúgara. Það hefur Félag íslenzkra bif- reiðaeigenda reynt að gera með því að semja við eitt af Lloyd’s félögunum um bUatryggingar félagsmanna. Sterk bein þarf tU að standa undir óbeit kolkrabbans. Óvíst er, að þau dugi í bUatryggingum eða finnist á öðr- um sviðum, svo sem í fjármálaviðskiptum almennings. Jónas Kristjánsson dagblað „Menn eru í vaxandi mæli aö sýna því skilning aö atvinnulífiö þarf aö komast inn í skólana og skólarnir inn í at- vinnulífiö", segir Hjálmar m.a. í greininni. Menntastefna þjóðarinnar menntunar. í fjórða lagi má nefha hinar algengu og tíöu skammir foreldra og fjölmiðla í garð skóla- fólks, sem samt er ætlað að sinna flestum þeim vandamálum sem upp koma á heimilum og í þjóðfélaginu. í fimmta lagi má nefna að kennsluhættir hafa í raun lítið breyst frá dögum Fom- Grikkja. Þó ný tækni á flestum sviðum hafi ratt sér til rúms, tölvur, alnet, myndbönd og fleira, þá er skólastarf þó enn að mestu leyti skipulagt „\ rauninni má draga mjög í efa aö þjóðarsálin hafí almennan vilja eða skilning á gildi rannsókna, ný- sköpunar og menntunar. Umræðan er oft afmörkuð við þröng svið og upphróp nokkuð algeng Kjallarinn Hjálmar Árnason alþingismaöur Á síðustu árum hefur umræða um menntamál stund- um gosið upp og má segja að í orði sé íslenska þjóðin ákaflega hlynnt menntun en á borði sé menntastefna hennar afskaplega veik. í rauninni má draga mjög í efa að þjóðarsálin hafi al- mennan vilja eða skilning á gildi rannsókna, nýsköp- unar og mennt- unar. Umræðan er oft afmörkuð við þröng svið og upp- hróp nokkuð al- geng. Ábyrgðin er allra, stjómmála- manna, aðila vinnu- markaðarins, for- eldra og samfélags- ins alls. Verkin tala Framlög rikisins til menntamála hafa um áratuga skeið verið með því lægsta sem gerist innan OECD miðað við verga þjóð- arframleiðslu. Segir það margt um pólitískan vilja aUra flokka. f öðru lagi má nefiia að í þeirri samn- ingalotu sem nú stendur yfir milli aöila vinnumarkaðarins er ekkert minnst á þátt menntunar. í þriðja lagi má benda á að íslensk fyrir- tæki nota 0,12% af launaveltu til endurmenntunar en næstlægsta ríki Evrópu, Grikkland, notar 0,79%, Danir og Þjóðverjar nota 5% af launaveltu fyrirtækja. Þetta eru staöreyndir þrátt fyrir að í orði tali menn um mikilvægi sí- eins og var í upphafi skólastarfs- ins. Af þessum staöreyndum má draga einfalda ályktun: íslenska þjóðin hefur ekki mikinn vilja til að efla menntun. Hærra menntastig - aukin hagsæld Sviar hafa nú tekið ákvörðun um að verja 30 mUljörðum árlega til að auka menntastig þjóðar sinnar. Sama stefnumótun er í undirbúningi hjá öðrum þjóðum. Hvers vegna? Auknar kröfur um hægsæld en um leið vaxandi út- gjöld hafa leitt þessar þjóðir í skilning um að nýta beri þá auð- lind sem mannauðurinn er. Menn eru í vaxandi mæli að sýna því skilning að atvinnulífið þarf að komast inn í skólana og skólarnir inn í atvinnulífið. Rannsóknir og nýsköpun eru leiðir til framfara. Á því sviði eru íslendingar aftarlega en nágrannaþjóðir viija efla þann hátt. Ef íslendingar ætla að fylgjast með í alþjóðlegri þróun og halda uppi því velferðarstigi sem við öll viljum gerist það ekki öðruvísi en að við rífum okkur úr viðjum van- ans og sýnum í verki vilja til þess að styðja við bakið á rannsóknum, nýsköpun og menntun. Það er grunnur að bættu mannlífi og þess vegna kemur það okkur öllum við. Það er orðið tímabært að menntastefha þjóðarinnar verði sýnd í verki á öUum sviðum sam- félagsins. innri menntun Menntun vegna atvinnu- og efnahagslífs er sannarlega mikil- væg. En við verðum ekki síður að sinna „irmri menntun". Á tím- um hraða og rótleysis í samfélag- inu vex gildi þess að einstakling- urinn kunni að sækja sér hug- arró og andlega vellíðan. Líklega ein besta forvöm á öllum sviðum. Sá sem er í tilfmningalegu sem andlegu jafnvægi er fær i flestan sjó. Þessum þætti verður skólakerf- ið að sinna jafn markvisst sem hinum. Þannig að einstaklingur- inn kunni að njóta tómstunda en sé jafnframt fær um að sækja sér þá menntun sem hentar eiginleik- um hans og áhuga. Þannig eiga þarfir atvinnulífs og einstaklings að fara saman og sjást innan skóla sem utan. Hjálmar Ámason Skoðanir annarra Þrír biskupar „Hættan er sú, ef einn biskup er ábyrgur fyrir öllu því sem gerist í kirkjunni og allir þræðir liggja til hans, að ólíkar skoðanir verði túlkaðar sem ógnun við hann og jafnvel sem móðgun við markmið sjálfr- ar kirkjunnar. Fundur þriggja biskupa um ágrein- ingsmál í kirkjunni hindrar að slík staða komi upp. ... Þrír biskupar gætu því orðið talandi dæmi um að ólík sjónarmið geti farið saman og þeim gæfist tæk- ifæri til að efla umburðarlyndi og samstöðu fólks með ólíkar skoðanir og lífssýn." Pétur Pétursson i Mbl. 15. mars. Króginn í andlitslyftingu „Augljóst er að hljómgrunnur fyrir verkfollum hefur ekki verið meiri í verkalýðshreyfmgunni í mörg ár. Niðurstöður atkvæðagreiðslna um verk- fallsboðun sýna svo ekki verður misskilið að mikill urgur er í fólki. ... Samningsaðilar eiga að geta náð saman með sæmilegum samningsvilja. Það myndi ef- laust hjálpa mikið ef ríkissfjómin í samráði við að- ila vinnumarkaðarins setti krógann, sem hún spil- aði út í vikunni, í gagngera andlitslyftingu." Birgir Guðmundsson í Degi-Tímanum 15. mars. Lífeyrissjóðirnir „Séreignasjóðum hefur vaxið fiskur um hrygg og reyndar svo mjög, að a.m.k. tveir sameignarsjóðir hafa sótt um leyfi til að setja upp séreignadeildir fyr- ir félagsmenn sina. Nokkuð almenn samstaða er um, að skylduaðild að lífeyrissjóði sé nauðsynleg en hins vegar hafa bæði Morgunblaðið og fleiri hvatt til þess að launþegar gætu ráðið því sjálfir, eigendur lífeyr- issjóðanna, kjósi stjómir þeirra. Þeim er alveg treystandi fyrir eigin fjármunum og þurfa ekki tilnefningar frá vinnuveitendum og launþegafélög- um til þess. Þaö er m.ö.o. kominn tími til að skera á tengslin á milli lífeyrissjóðanna og aðila vinnumark- aðarins ... “ Úr Reykjavlkurbréfi Mbl. 16. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.