Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1997, Blaðsíða 32
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 1997 Dreggjar Iög- , mannafélagsins „Dreggjar lögmannafélagsins leggja Pétur Hafstein dómara í einelti um þessar mundir. Það er að segja þeir félagsmenn sem hvorki eru á bak við lás og slá eða fyrir skiptarétti." Ásgeir Hannes Eiríksson, í Degi-Tímanum. Ummæli Vesturheimsk sjónvarps- hjálenda „Hérlendis drottnar annars og þriðja flokks bandarískt sjón- varpsefni svo gersamlega að heita má að ísland sé orðið vest- urheimsk sjónvarpshjálenda.“ Sigurður A. Magnússon rithöf- undur, í DV. Verðlækkun í búðum „Margir vilja þakka Jóhannesi í Bónus en án verðkannana Neytendafélagsins væri hann ekki svona áberandi." Vilhjálmur Ingi Árnason, Neyt- endasamtökunum á Akureyri, í Degi-Tímanum. Kauphækkanir og þjóðfé- > Iagið „Fólk á ekki fyrir skuldum og fólk fær ekki nógu há laun, samt litur út fyrir að þjóðfélagið hafi ekki efni á að heimta kauphækk- anir að neinu ráði vegna þess að verðlagið og verðbólgan sjá um að eyða viðbótinni á skemmri tíma en hönd á festir." Ellert B. Schram, í Mbl. Hér má sjá eina flugvél úr fyrri heimsstyrjöldinni vel vopnum búna, tilbúna til árásarferöar. Aíkastamiklir flugkappar Fjöldi flugvéla, sem flugkappar í heimsstyrjöldunum tveimur skutu niður, er óljós. Opinber- lega eiga þessir metin: í heims- styrjöldinni fyrri er það René Paul Fenck, ofursti í franska flug- * hemum. Hann skaut niður 75 flugvélar. Baron Manfred von Richthofen í þýska flughernum er sagður hafa skotið niður 80 flugvélar, en ekki er hægt að Blessuð veröldin staöfesta nema 60 samkvæmt þýskum heimildum. Metið í heimsstyrjöldinni síðari er 352 flugvélar skotnar niðir. Þaö á Er- ich Hartmann, majór í þýska flughemum. Afkastamesti þotuflug- kappinn I Kóreustríðinu voru þotur komnar til sögunnar og þar fór fremstur í flokki Joseph Christopher McConnell yngri, höfuðsmaður í bandaríska flug- hernum. Hann skaut niður 16 óvinaþotur áður en hann fórst 25. ágúst 1954. Þetta met stendur enn þá en mögulegt er að ísraelskur flugmaður hafi grandað fleiri vél- um á árunum 1967-1970 en yfir- völd í ísrael halda nöfnum flug- manna sinna leyndum. Kvenflugkappi Kvenmenn flugu sovéskum oirustuvélum í síðari heimsstyrj- öldinni og sú sem þótti standa öðrum framar var Lydia Litvak, undirliðsforingi í flugher Sovét- ríkjanna. Hún skaut niður 12 flugvélar á austurvígstöðvunum á ámnum 1941-1943. Hún féll í orrastu 1. ágúst 1943. Éljagangur norðanlands Um 359 km suðaustur af Homa- firði er 990 mb lægð sem þokast austnorðaustur. 1037 mb hæð er yfir Norðaustur-Grænlandi. Veðrið í dag í dag verður austan- og norðaust- an átt, víða allhvasst í fyrstu en fer að lægja er líður á daginn. Snjó- koma eða éljagangur norðanlands og austan en léttskýjað sunnanlands og vestan. Norðaustan- og austan- kaldi og él við austurströndina í nótt en víða bjart veður annars staðar. Hiti nálægt frostmarki við suður- og austurströndina en 2ja til 7 stiga frost norðanlands og vestan. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustankaldi og léttskýjað. Hiti 0 til 5 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.38 Sólarupprás á morgim: 07.32 Síðdegisflóð í Reykjavík: 15.04 Árdegisflóð á morgim: 03.35 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri snjókoma -2 Akurnes alskýjaö 2 Bergstaöir úrkoma í grennd -2 Bolungarvík snjóél -6 Egilsstaðir snjókoma -1 Keflavíkurflugv. skýjaö -1 Kirkjubkl. léttskýjaö -0 Raufarhöfn alskýjaö -1 Reykjavik skýjaö -0 Stórhöföi skýjaó 0 Helsinki léttskýjaó -7 Kaupmannah. léttskýjaö -3 Ósló hálfskýjaö -8 Stokkhólmur heióskírt -6 Þórshöfn skýjaó 7 Amsterdam þokumóöa 7 Barcelona heiöskírt 12 Chicago rigning 2 Frankfurt skýjaó 6 Glasgow rign. á siö. kls. 7 Hamborg skýjaö 0 London súld 8 Lúxemborg þoka 5 Malaga heiöskírt 7 Mallorca þokuruóningur 5 Paris þoka í grennd 5 Róm þoka 9 New York hálfskýjaö 9 Orlando alskýjaö 19 Nuuk skýjaö 6 Vín skýjað -2 Washington hálfskýjaó 10 Winnipeg léttskýjaö -16 Hákon Már Örvarsson, matreiðslumaður ársins: Spennandi og krefjandi keppni „Þetta var tvíþætti keppni, forkeppni þar sem allir kepp- endur fengu ákveðið hráefni til að vinna úr. Það voru um fjöra- tíu keppendur sem mættu til leiks á fostudegi en aðeins fimm komust í úrslitakeppnina sem haldin var slðan daginn eftir. í úrslitakeppninni er það svokölluð „Mystery Baskett" eða Leyndardómskarfa sem keppendur fá til að vinna úr. í henni í þetta skiptið var úrval sjávarfangs í forrétt og grísa- læri í aðalrétt og í eftirrétt var dökkt súkkulaði og mokka. Það sem vafðist fyrir flestum var sjálfsagt aöalrétturinn, grísa- lærið, sem er stórt og mikið, en mér gekk vel og stóð uppi sem sigurvegari,“ segir Hákon Már Örvarsson, matreiðslumaður á Hótel Holti, sem sigraði í keppninni Matreiðslumaður ársins. Hákon sagði að þetta væri bæði spennandi og gefandi keppni: „Ég hef áður tekið þátt í þessari keppni en þetta er í fyrsta sinn sem ég sigra." Hákon hefúr starfað undanfarin tvö ár á Hótel Holti, með hléi þó: Hákon Þór Örvarsson. Maður dagsins „Ég var um sjö mánaða skeið í Luxemborg þar sem ég starfaði hjá Leu Linster sem rekur þekktan og viðurkenndan mat- sölustað rétt fyrir utan bæinn sem margir íslendingar þekkja. Þetta var góður og lærdómsrík- ur tími og ég fékk þar mikla reynslu. Það var bæði erfítt og gaman að starfa þar.“ Hákon kláraði matreiðslunámið fyrir tæpum fjórum árum. Hann er tuttugu og fjögurra ára þannig að hann á framtíðina í starfinu fyrir sér og segist líka vel að starfa á Hótel Holti. „Holt er viðurkenndur gæðastaður og með fjölbreyttan matseðil þannig að starfið er fjölbreytt. Það er mjög gefandi aö vinna á slíkum stað.“ Helstu áhugamál Hákonar fýrir utan starfið eru íþróttir: „Ég hef verið nokkuð í íþróttum en æfi núna af fullum krafti í World Class, er nýlega byrjaður þar og likar vel. Það er mikið stúss í kringum starfið ef maður ætlar að fylgjast með, bæði við að prófa sig álram og lesa um það nýjasta í matargerð." Hákon er einhleypur. -HK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1762: Kastar höndum til verksins Myndgátan hér að ofan lýsir lýsingarorði. FH-Afturelding í handboltanum í kvöld verður bæði leikið í úr- slitakeppninni í handbolta og körfubolta. Einn leikm- fer fram í handboltanum þar sem FH og Afturelding eigast við í Kaplakrika í Hafharfirði. Aftur- íþróttir elding sigraði í leiknum i Mos- fellsbæ og þurfti að hafa meira fyrir sigrinum en margir bjugg- ust við þannig að búast má við spennandi viðureign í kvöld. Undanúrslitaleikir númer tvö í körfuboltanum verða i kvöld. í Njarðvíkum leika heimamenn við nágranna sína í Grindavík og þar verður öragglega hart barist enda var fyrsti leikur liðanna jafii og spennandi. í Reykjavik leika svo KR og Keflvíkingar sem sigraðu nokkuð öragglega í fyrsta leiknum. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 20.00. Lífið í götunni Á laugardaginn opnaði Guðrún Benedikta Elíasdóttir málverkasýn- ingu sem ber yfirskriftina Lífið í göt- unni í Listhúsi 39 við Strandgötu i Hafnarfirði. Þetta er fyrsta einkasýn- ing Guðrúnar Benediktu en hún út- skrifaðist úr Myndlista- og handíða- Sýningar skóla íslands árið 1987. Á þessum tíu árum hefur hún starfað við myndlist- arkennslu og hönnun auk uppsetn- ingar á ýmsum sýningum og útstill- ingum. í október 1995 opnaði hún ásamt þremur öðrum listakonum vinnu- og listmunagaileríið Skruggu- stein og hefur starfað þar að listsköp- un sinni síðan. Guðrún Benedikta hefúr tekið þátt i mörgum samsýn- ingum og á síðasta ári var hún kjör- in bæjarlistamaður Kópavogs 1996. Sýningin stendur til 7. apríl. Bridge Bandaríkjamaðurinn Mike Passell, sem búsettur er í Dallas (f. 1947), er annar spilarinn í sögunni sem skorað hefur meira en 40.000 ACBL meistarastig í Bandaríkjun- um. Hinn spilarinn er Paul Soloway. Mike Passell hefur marg- sinnis verið í landsliði Bandarikj- anna í bridge og vann meðal annars til Bermúdaskálarinnar í heims- meistarakeppninni 1979. Hér er eitt spil með Passell í aðalhlutverki þar sem honum tókst að yfírvinna slæma legu í trompinu. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og eng- inn á hættu: * 9 ** ÁKD * G1084 * ÁK973 * D W 8643 * D72 * 108642 Suður Vestur Norður Austur 1 Dobl pass 1G 3 pass 4 p/h Vestur hóf vömina á því að taka tvo hæstu í hjartalitnum, en lengd- armerking vamarinnar virðist eitt- hvað hafa farið úrskeiðis því vestur skipti yfir í laufásinn í þriðja slag. Passell trompaði laufið, spilaði sig inn á spaðadrottningu og trompaði aftur lauf. Þegar hann tók ásinn í trompi fékk hann slæmu fréttimar um leguna. Hann tók nú ÁK í tígli, spilaði tígli á drottninguna og trompaði lauf í þriðja sinn. Nú gat hann spilað sig út á síðasta hjartað, sem vörnin hafði „gleymt" að taka og var búinn að ná trompbragöi („tramp coup“). Siðustu tvö spilin hjá sagnhafa voru K10 i trompi, en austur átti eftir G7. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.