Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1997, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 1997 Fréttir Afgreiðslu haldið opinni á nokkrum bensínstöðvum: Ræðum ekki við olíu- félögin meðan svo er - segir Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar „Það er ekki til að auðvelda samningaviðræðumar að olíufélög- in auglýsa að bensinstöðvarnar séu opnar og félagsmenn úr VR annist afgreiöslu. Við tilkynntum vinnu- veitendum það í dag að verði þess- um stöðvum ekki lokað þegar í stað munum við ekkert ræða við olíufé- lögin í þessum kjarasamningavið- ræðum,“ sagði Halldór Bjömsson, formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, í samtali við DV í gær. Þetta gæti því orðið enn ein þúf- an á þeirri viðkvæmu viðræðubraut í kjarasamningunum sem nú er ver- ið að feta sig eftir. í gær tóku verkfallsverðir Dags- brúnar mjúkum höndum á þessum málum en meiri harka verður í þeim í dag haldi bensínafgreiðsla áfram, að sögn Dagsbrúnarmanna. „Við höfum rætt við þá menn sem era að vinna á bensínstöðvunum og beðið þá um að láta af þessu. Sumir hafa tekið vel í það sem og sumir sem halda einkastöövum opnum. Við höfmn ekki viljað fara í málið af neinni hörku í dag. Haldi þetta hins vegar áfram munum við taka til okkar ráða,“ sagði Snorri Ár- sælsson, í verkfallsvörslu Dags- brúnar, í gær. Hann sagði að menn hefðu ákveð- ið að fara ekki fram með hörku á fyrsta degi. Eins sé verið að koma skipulagi á verkfallsvörsluna. „Eftir þennan fyrsta dag verður ekki um neina miskunn að ræða í þessum málrnn," sagði Snorri Ár- sælsson. -S.dór Afgreiðsla á bensínstöövum var í gær aflögö vegna verkfalls. Margir þurftu þá í fyrsta sinn að nota sjálfsala. Hér má sjá starfsmann Olís kenna viöskiptavini notkun sjalfsala. DV-mynd ÓL Loönuveiöinni lýkur innan fárra daga: Um 200 þúsund tonn eftir af kvótanum DV, Akureyri: Skipstjórnarmenn sem DV hef- ur rætt við, eru á einu máli um að síðustu dagar loðnuveiðanna standi nú yfir, en veiðisvæðið undanfarið hefur verið djúpt úti af Snæfellsnesi. Ekki er útlit fyrir að útgefinn kvóti veiðist en hann nemur 1.277 þúsund tonnum. Samtök fiskvinnslustöðva sendu frá sér nýjar tölur um loðnuaflann í gær. Þar kemur fram að á sumar- og haustvertíð nam heildaraflinn 474 þúsund tonnum, en frá áramótum er afl- inn hins vegar, samkvæmt þeim upplýsingum, 578 þúsund tonn. Samkvæmt heimildum DV vantar þó í síðari tölumar einhvem aíla sem landað hefur verið undan- farna daga. Varlega áætlað er þvi eftir að veiða um 200 þúsund tonn af útgefhum heildarkvóta. Ef afli erlendra skipa sem landað hefur verið hér á landi frá áramót- i; Vestmannaeyjar f2 um er talinn með, nemur heildartala landaðs afla 587 þúsund tonnum. Mestu hefúr verið landað í Vest- mannaeyjum, eöa 73 þúsund tonn- um, ríflega 65 þúsund og síðan koma Eskifjörður, Nes- kaupsstaður, Fáskrúðsfjöröur, Siglu- görður, Akranes og Raufarhöfh. -gk Felagsmálaráð- herra sextugur DV, Blönduósi: Páll Pétursson félagsmálaráð- herra varð sextugur í gær. Af því tilefni var hann með opið hús og mikla veislu í Fé- lagsheimilinu á Blönduósi á laug- ardagskvöldið og var þar troðfullt hús. M.a. komu þangað samráð- herrar úr ríkis- stjóm, þingmenn, starfsfólk úr ráðuneytum og ráðamenn Sam- bands íslenskra sveitarfélaga auk ættingja, vina og fjölmargra ann- arra samferða- manna. Veitingar voru ríkulegar í mat og drykk og at- hygli vakti fagurlega skreytt veisluborðið þar sem merki Húna- þings, bjamdýrin, var gert úr ís og bóndabær með burstum og grænu þaki gerður úr hangikjöti, kartöflum og grænmeti. Fjölmargar gjafír vora Páli færð- ar, m.a. var sex vetra gæðingur ættaður frá Hólabaki leiddur i sal- inn og gaf Sigrún Magnúsdóttir bónda sínum þennan hest. Davíð Oddsson færði honum siif- urskjöld, en á hann höfðu ráð- herrar krotað nöfn sín eins og Davíð orðaði það þá hann afhenti gjöfina. Þá gáfu samherjar í hér- aði Páli málverk af honum sjálf- um, en listamað- urinn Guðráður á Beinakeldu málaði myndina. Fjölmargar fleiri gjaflr vora gefnar sem allt of langt mál yrði upp að telja. Ræður voru haldnar langt fram á nótt og þess á milli vora flutt skemmtiatriði. Að lokum var dansað og stóð fagnaður- inn lengi nætur. -MÓ Afmælisbarniö ásamt eiginkonu sinni, Sigrúnu borgarfulltrúa. Magnúsdóttur DV-mynd MÓ Dagfari í völundarhúsi peninganna Borgarleikhúsið hefur sett upp og frumsýnt áhugavert leikrit eftir Sigurð Pálsson. Það heitir Völund- arhús. Þar býr fólk í völundarhúsi sem það ratar ekki út úr og býr í sínum eigin heimi og aðrir komast ekki að. Rata ekki inn. Þetta er eflaust bráðsnjöll flækja og hugmyndin er alla vega sótt í nútímann og enda þótt fólk búi ekki sjálft í völundarhúsum, eru mörg slík völundarhús allt í kring, sem enginn vogar sér inn i og er aldrei boðið inn. Eitt þessara völundarhúsa er völundarhús fjármagnsins. Sumir kalla það hinn frjálsa markað. Aðr- ir kalla það kolkrabba. Þetta era hin heilögu vé þeirrar stéttar þjóð- félagsþegnanna sem hugsa stórt og eru máttarstólpar þjóðfélagsins, mennimir sem leggja fé sitt í áhættu og fyrirtækin sem hafa allt sitt á þurra. Þeir kaupa hlutabréf í atvinnufyrirtækjum hvers annars og selja svo aftur hlut í sínu eigin fyrirtæki, sem kaupir hlut í þriðja fyrirtækinu, sem á það fyrirtæki sem fyrst keypti. Hér er ekki um neinn bilskúra- business að ræða, enda eltast mátt- arstólparnir ekki við tittlingaskít. Þeir einbeita sér að þeim stóru. Tryggingarfyrirtæki, olíufélög, síld- arverksmiðjur, sjónvarpsstöðvar, skipafélög, verðbréfaþing og flugfé- lög eru helstu viðfangsefni og bestu fjárfestingarnar. Og nú eru það bankarnir sem vekja áhugann. Reyndar var búið að slá saman nokkram bönkum í einn banka undir heitinu íslandsbanki, til að auðvelda mönnum yfirsýn yfir fjár- magnsmarkaðinn og fjárfestingarn- ar, en íslandsbanki höndlar ekki með nema hluta af peningastreym- inu og enn eru það ríkisbankamir sem taka alltof stóran skerf til sín í völundarhúsi peninganna. Að því hefur hins vegar verið unnið hörðum höndum að koma stjómmálamönnum í skilning um að selja þurfi ríkisbankana. Bank- ar í eigu ríkisins eru andstæðir hagsmunum almennings og samfé- lagsins og þeir eru betur komnir í höndum almennings og samfélags- ins með því að selja þá. En til að bankinn geti orðið góð söluvara þarf hann að eignast hlut í góðum og gegnum fyrirtækjum og það var þess vegna sem stjóm Landsbankans ákvað fyrir helgi að kaupa Vátryggingarfélagið til að tryggja að bankinn kæmist í réttar hendur eftir að hann er seldur. Bankar seljast ekki í réttra manna hendur nema bankamir eigi eitt- hvað bitastætt sem borgar sig að kaupa. Þetta vora skynsamleg kaup hjá bankanum og það má enginn mis- skilja það að ríkið sé að sölsa und- ir sig tryggingarfélagið og heldur ekki ríkisbankinn, því bankinn er að kaupa Vátryggingarfélagið tO að eiga það þegar bankinn verður seldur. Til að tryggja það að hann verði keyptur. Til að tryggja að hann verði keyptur af réttum aðil- um, sem hafa efni á að eiga banka sem á eitthvað. Ef fólk skilur þetta ekki, verður að hafa það vegna þess að fólk skil- ur ekki völundarhús peninganna og ratar hvorki inn í þau né út úr þeim og það er heldur alls ekki til þess ætlast því völundarhús pen- inganna eru bara fyrir þá sem eiga peninga og þurfa að eignast pen- inga til að eignast meiri peninga. Aðrir eiga ekki að skipta sér af þeim peningum, enda eru þeir vel varðveittir í góðum höndum þeirra máttarstólpa sem rata um völund- arhúsin og þurfa aldrei út úr þeim að fara. Þetta verðum við skilja þegar vá- tryggingarfélög era seld og keypt. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.