Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1997, Blaðsíða 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 1997 Fréttir x>v Allen svarar bók Miu með kvikmynd Kvikmyndaleikkonan Mia Far- row var ekkert aö skafa utan af hlutunum í bók sinni What Falls Away um lífið með leikstjóranum Woody Allen. Og nú getur hún vænst þess að fá brátt svar við bókinni. Allen er nefnilega farinn að undirbúa gerð kvikmyndar þai- sem lýst verður öllum hneykslis- málunum sem urðu þess valdandi að sambandið fór út um þúfur. dag er 50% afsláttur Kristin Scott Thomas er útnefnd til óskarsverðlauna: J.R. í nýjum sjón- varpsmyndaflokki Larry Hagman, sem flestir þekkja sem skúrkinn J.R. í sjón- varpsmyndaflokknum Dallas, leik- ur nú heiðvirðan dómara í nýjum myndaflokki. Dómarinn leggur jafn mikla rækt við lög og reglu og bömin sín og sögusviðið verður borgin New Orleans. Tók bónorði kærastans Ofurfyrirsætan Cindy Crawford hefur ekki farið leynt með það að hana langar að giftast á ný og eign- ast böm og nú virðist sem draumar hennar ætli að rætast. Kærastinn og bareigandinn Rande Gerber er búinn að stynja upp bónorðinu og Cindy sagði já. Brúðkaupið fer væntanlega fram síðar á þessu ári. Hagstœö kjör Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama Fékk þann úrskurð að hún gæti ekki leikið Þegar Kristin Scott Thomas, sem útnefnd hefur verið til óskarsverð- launa fyrir leik sinn í kvikmynd- inni The English Patient, var í menntaskóla var henni tilkynnt að hún gæti ekki leikið. Kristin var búin að innrita sig í Central School of Speech and Drama í London þeg- ar hún var 18 ára en hætti við vegna úrskurðarins sem hún fékk í menntaskólanum. „Þeir sviptu mig öllu sjálfs- trausti," sagði Kristin í nýlegu tímaritsviðtali. Að loknu mennta- skólanámi starfaði hún við ýmis- legt, eins og þjónustustörf, móttöku- störf og skrifstofustörf áður en hún hélt til Parísar sem au- pair. Þar töldu vinir hennar hana á að snúa sér að leiklistarnámi. Hún fór að ráðum þeirra og stundaði nám við Ecole Nationale de Theatre þar sem hún hitti eiginmann sinn. Kristin, sem er 36 ára, hefúr búið í París í 18 ár og hefur verið gift franska kvensjúkdómalækninum Francois Oliviennes í 15 ár. Þau eiga tvö böm, Hönnu, 7 ára, og Jósef, 4 ára, og búa í íbúð á vinstri bakka Signu í París. Kristin segir eiginmanninn hvetja sig til dáöa. Hún kveðst eiginlega ekki hafa neitt sérstaklega gaman af því að leika en tekur fram að hún kunni ekkert annað. Hún hefur engan hug á því að reyna fyrir sér í Hollywood. „Ég myndi ekki vita fyrir hverjum ég ætti að skríða og þó ég vissi þaö myndi ég ekki vita hvemig ætti að gera það.“ Hún varð heimsfræg fyr- ir leik sinni í myndinni Four Wedd- ings and a Funeral en í henni lék hún Fionu sem var allt annað en ástríðufull, á yflrborðinu að minnsta kosti. í kvikmyndinni The English Pati- ent leikur Kristin aftur á móti hina blóðheitu Katherine, gifta konu sem verður ástfangin af ungverskum greifa er Ralph Fiennes leikur. „Mér fannst eins og hlutverk Kat- herine hefði verið skrifað fyrir mig svo að ég skrifaði leikstjóranum til- finningaþrungið bréf og bað um að fá hlutverkið." Ferill Kristin byrjaði með falli. Fyrsta hlutverk hennar var í mynd- inni Under the Cherry Moon með poppstjömunni Prince. Myndin féll en Kristin var skömmu síðar verð- launuð sem efnilegasti byrjandinn af Evening Standard fyrir leik í myndinni A Handful of Dust. Fram undan em hlutverk í Revenger’s Comedies og Amours et Confusions. Kristin Scott Thomas vildi leika blóðheita konu. Sfmamynd Reuler af annarri auglýsingunni. Loðfeidir eru bara fyrir dýrin, segja þessar ungu stúlkur í París. Þær eru félagar í samtökum sem berjast fyrir siðvænni meðferð á dýrum og mótmæltu um daginn fyrir utan skrifstofur tískuhönnuöarins Karls Lagerfelds. simamynd Reuter aW milll him, Smáauglýsingar 5S0 5000 Leikari farinn aö láta á sjá: Pacino bætir á sig aukakílóum A1 Pacino er ekki eins og við erum vön að sjá hann, hreystin upp- máluð með tinnusvart hárið sleikt aftur eins og mafíósi. Nei, leikarinn frægi er farinn að láta á sjá, eins og flestir karlar á hans aldri, orðinn hálfsextugur og árinu betur, byrjað- ur að hlaða utan á sig. Pacino brá sér á finan veitinga- stað í Los Angeles fyrir skömmu en var ekki sjálfúr jafn fínn í tauinu, heldur í ósköp venjulegum íþrótta- galla, með hafnaboltahúfu á hausn- um og í leðurjakka yfir öllu. Einn gesta veitingahússins sagði að leik- arinn hefði greinilega fundið ein- hvers staðar til því aðstoðarkona hans hefði þurft að hjálpa honum við að rísa á fætur. Vonandi var hann bara þreyttur eftir mikla vinnu undanfarið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.