Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1997, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1997, Blaðsíða 17
4- ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 1997 Ættfræðifélag íslands Ættfræðifélag íslands var stofnað árið 1945. Félagið hélt hátíðlegt 50 ára afhiæli fyrir tveimur árum þar sem frú Vig- , dís Finnbogadóttir, þáverandi | forseti íslands, var heiðursgest- ur. Þar voru nokkrir þekktir ættfræðingar sæmdir gullmerki félagsins fyrir mikil og góð störf. 700 manns í félaginu Tæplega 700 félagar eru í Ættfræðifélagi íslands. Mikil flölgun hefur verið í félaginu síðustu ár. Formaður félagsins er Hólmfríður Gísladóttir. Ætt- fræðifélagið gefur út 2-3 vönd- uð rit á hveiju ári auk þess sem send eru út blöð um fundi fé- lagsins sem fara til allra félags- manna vítt og breitt um landið. Unnið að manntali Félagið er nú að vinna að manntalinu 1910 fyrir Ámes- sýslu. Þegar eru komin út manntöl fyrir Rangárvalla- og Skaftafellssýslu en önnur eru i vinnslu og væntanleg í haust. íslendingar miklir áhugamenn „íslendingar eru geysimiklir áhugamenn um ættfræði. Fólk, sem er t.d. ekki í félaginu, getur skrifaö til okkar ef það vill vita eitthvaö um sína ætt. í félags- blöðunum eru fyrirspurnimar síðan birtar og komi svör við þeim eru þau birt í næsta blaði á eftir. Félagið fundai' yfirleitt einu sinni í mánuði í Reykja- vík. Við erum með fund 20. mars nk. á Hótel Lind og það væri gaman að sjá sem flesta og endilega nýtt fólk,“ segir Sig- urður Magnússon en hann er í stjóm Ættfræðifélagsins. -RR • ;:ilJ LfjQsjjJ---------------- Oddur Helgason, áhugamaður um ættfræði: 17 Gerum ráð fyrir að geta skráð alla Islendinga - telur alla Islendinga fyrr og síðar um eina og hálfa milljón talsins .«É*® „Viö eram búnir að skrá um 200 þúsund íslend- inga í gagna- banka og erum með upplýsing- ar um 150 þús- und í viðbót í tölvutæku formi. í mestu af ættfræðilegum upplýsing- um um íslendinga, lífs og liðna, og koma þeim í tölvutækt form. Rannsaka ritaðar heim- Oddur Helgason sést hér fletta í Sellandsbók Bjarna Jóhannessonar, bónda í Eyjafiröi, sem var uppi á 19. öld. gagnabankanum verður hægt að rekja saman skyldleika allra núlif- andi íslendinga. Við gerum ráð fyr- ir að eftir 10-12 ár verði búið að skrá alla íslendinga sem vitað er að hafi fæðst. Ég tel að fjöldi íslendinga í heild fyrr og síðar sé um ein og hálf milljón talsins," segir Oddur Helgason sem er mikill áhugamaður um ættfræði. Oddur hóf sl. haust samstarf við þá Reyni Bjömsson og Guðmund S. Jóhannsson, ættfræðing á Sauðár- krók. Heiti samstarfsins er O.R.G. ættfræðiþjónustan. Meginmarkmiðið með samstarf- inu er að sögn Odds að safha sem „Megináhersla hefur verið lögð á að skrá' framættir íslend- inga en síður að skrá þá núlifandi en þó er fyrir- hugað að bæta verulega við gagnagmnninn á 20. öld. Áherslan er að rannsaka ritaðar heimildir frá fyrri tímum, s.s. kirkjubækur, dómabækur, skuldaskrár og leg- orðsreikninga. Mikil vinna hefur verið lögð í að afla gagna sem em til í handrit- um ýmissa manna. Sem dæmi má nefna ábúendatöl, m.a. úr Þingeyjarsýsl- um, Múlasýslum og Eyjafírði. Þessi ábúendatöl em afar mikilvæg og veita upplýsingar sem ekki hafa ver- ið aðgengúegar áður,“ segir Oddur. Oddur vinnur við öfluga tölvu á heimili sínu í Neðstaleiti 4 í Reykja- vík. Hann segist byrja að starfa eld- snemma á morgnana og nýtir dag- inn vel í að grúska í bókum og rit- um. Hann hefur sér til aðstoðar Ei- rík Eiríksson frá Dagverðargerði, fyrrverandi bókavörð Alþingis, og saman skrá þeir upplýsingamar inn á tölvuna. Ættfræðin hefur átt hug og hjarta Odds síðustu ár. Heimili hans er Stærðfræðilega eru allir fslendingar skyldir í 15. ætdið - segir Sigurður Magnússon ættfræðigrúskari „Þetta er hópur áhugamanna um ættfræði. Það em um 100 áhuga- menn í hópnum sem allir nota svo- kallað Espólín tölvuforrit í ættfræði- leit sinni. Það er besta forritið því það hefur séreinkenni ættfærslu ís- lendinga. Við notum ekki ættarnöfii heldur dóttir eða sonur og það gerir miklu auðveldara fyrir að rekja ætt- imar,“ segir Sigurður Magnússon, fyrrverandi yfirrafmagnseftirlits- maður, en hann hefur grúskað í ætt- fræði siðustu 5 árin. „Við í hópnum höfum bundist samtökum um að skiptast á upplýs- ingum. Ef mig vantar upplýsingar um einhvern í Dalasýslu þá hef ég samband við einhvem sem er í Dalasýslu. Ef einhver vill fá upplýs- ingar um eitthvað sem ég er sérfróð- ur um þá getur viðkomandi haft samband við mig. Ég tel mig vera allsérfróðan um ættir á Breiðafirði, Vestfjörðum og ætt Högna Sigurðs- sonar prestafoður sem var þjóðkunn persóna á 18. öld. Þjóðlegur fróðleikur Stærðfræðilega séð held ég að allir íslendingar séu skyldir í 15. ættlið. Ef gert er ráð fyrir að þrjár kynslóð- ir séu á hverri öld þá ætti það að vera á 15. öld. Það kem- ur mjög mikið af þjóðlegum fróðleik fram þegar grúsk- að er í ættfræði. Það var t.d. ótrúlega mikill aldursmun- ur oft á tíðum þegar fólk gifti sig fyrr á öldum. Langa- langafi minn í Skagafirði fæddist 1791, eignaðist 27 böm Sigurður Magnússon ættfræðigrúskari við tölvu á heimili sínu þar sem hann safnar ættfræðiupplýsingum. DV-mynd Hilmar Þór og giftist fjórum sinnum. Hann var hátt í sjötugsaldur- inn þegar hann giftist í fjórða sinn og konan hans var um tvítugt," segir Sigurður. Að sögn Sigurðar notast ættfræðigrúskarar aðallega við kirkjubækur og manntöl í heimildaleit sinni en ýms- ar aðrar bækur og rit era líka notuð. -RR þakið þúsundum bóka og rita en þeim er öllum raðað skipulega þannig að þau séu aðgengileg. „Ættfræðin er tímafrekt en stór- skemmtilegt áhugamál og ég á sem betur fer mjög skilningsríka eigin- konu sem styður mig af miklum krafti. Það er svo gaman og forvitni- legt að sjá hinar ýmsu upplýsingar um ættir og hverra manna fólk er, svo ég tali nú ekki um ættir manns sjálfs. Við erum líka að reyna að skrá ýmsar upplýsingar um viðkom- andi aðila og við notum eingöngu skriflegar heimildir og getum þeirra um leið. Mikilsvert er samstarf sem tekist hefur milli okkar Eiríks og Gunnlaugs Haraldssonar, þjóðhátta- fræðings á Akranesi, og Þuríðar Kristjánsdóttur sem skráir ættir Borgnesinga. Einnig er mjög mikil- vægt samstarf við mormónana, Hér- aðsskjalasafn Borgarfjarðar og Skagafjarðar og Friðrik Skúlason tölvufræðing. Aðspurður hvort ættfræðingar verði ekki óþarfir eftir 10-12 ár þeg- ar að öllum líkindum verði búið að skrá alla íslendinga sem vitað er um í gagnabanka segir Oddur að svo verði ekki. „Það þarf að stunda ýmsar fram- haldsrannsóknir í ættfræðinni og auðvitað bætast alltaf upplýsingar við hvem fæddan íslending. Ég á því ekki von á öðru en ættfræðingar fái áfram að blómstra í framtíð- mni. -RR Umboðsmenn: 2800 Reykjavíln Byggt & Búið, Kringlunni. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf.Borgfirðirma, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Vestfirðlr: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk.Bolungarvík.StraumurJsafirði. Norðurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Hegri.Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA.Dalvfk. Kf. Þingeyinga, Húsavfk. Austurland: KHB, Egilsstöðum. Verslunin Vfk, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. Kf. Stöðfirðimga, Stöðvarfirði. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg.Grindavík. ALLT FYRIR GLUGGANN Síðumúla 32 • Reykjavík • sími 553 1870 Tjarnargata 17 • Keflavík • sími 521 206 UTSOLULOK frá 200,-kr. metrinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.