Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1997, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1997, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 1997 25 íþróttir unglinga Magnea í 7. flokki Vals er góö í handbolta og stóö hún sig mjög vel í leiknum gegn Stjörnunni. MÍ í frjálsum íþróttum: Guðný með meyjamet Tvö ný met voru sett á Meist- aramóti íslands í frjálsum íþrótt- um, 15-22 ára, sem fór fram um nýliðna helgi. Guðný Eyþórsdóttir, ÍR, setti nýtt meyjamet í langstökki, stökk 5,82 metra. Hún átti gamla metið. 5,69 metra, sett á Meist- aramótinu 8.-9. febrúar sl. Bjarni Traustason, FH, náði einnig besta árangri á handtíma- töku, til þessa, í 60 metra hlaupi í sjöþraut, fékk tímann 6,5 sek. Ólafur Guðmundsson, HSK, varð í 2. sæti á 6,6 sek. Theódór Karlsson, 21 árs, UMSS, bætti sig verulega í há- stökki og sigraði hinn 16 ára Einar Karl Hjartarson, USAH, báðir stukku 2,05 metra. Að- stæður voru ekki upp á það besta. Þann 15. og 16. febrúar fór fram í Digranesi, í fyrsta sinn, Ákamót HK sem er handboltamót stelpna og stráka í 7. flokki og er til minningar um Þorvarð Áka Eiriksson, fyrrver- andi formann handknattleiksdeild- ar HK, já, og reyndar faðir HK, eins og menn vilja gjama meina. Þor- varður var faðir Einars, hins frækna landsliðsmarkvarðar í hand- bolta og núverandi þjálfara deildar- meistara Aftureldingar í Nissan- deildinni. Árleaur viöburöur Gunnar Karlsson, unglinganefnd- armaður í HK, kvaðst mjög ánægður með undirtektir. „Þátttaka er frábær, um 600 krakkar mættu til leiks og mikið fjör. Héðan fara allir ánægðir því við tókum þá ákvörðun að veita engin sigurverðlaun, enga verð- launapeninga en aftur á móti fá allir áritað viðurkenningarskjal og Umsjón er ekki annað að sjá en krakkamir séu mjög ánægðir með það. - Áka- mótið mun verða árlegur viðburð- ur,“ sagði Gunnar. Skemmtilegur aldursflokkur Valsstelpunum hefur gengið mjög vel og finnst stelpunum mjög gaman að þessu. Á þessum aldri skiptir ekki miklu máli hvort maður vinn- ur eða tapar, aðalatriðið er að vera með,“ sagði Margrét Hafsteinsdótt- ir, þjálfari Valsliðsins. Valshnáturnar í liöi 1 slappa af milli leikja. Fremri röö frá vinstri: Árný og Silvía. Aftari röö frá vinstri: Jóna og Magnea. Stelpurnar sýndu mjög góöan leik gegn Stjörnunni og stelpurnar úr Garöabæ voru líka mjög góöar. Gegnumbrot beggja liöa voru frábær og mikiö skorað af fallegum mörkum. Þetta eru framtíöarleikmenn Vals, segir þjálfari þeirra, hún Margrét. DV-myndir Hson Halldór Halldórsson Áka-mót HK í handbolta í 7. flokki stráka og stelpna: Stelpurnar ótrúlegar - og sýndu aö mikils má af þeim vænta í framtíöinni Valsliöiö númer 1, frá vinstri, Dorothe, Sigríöur, Andrea, Sigrún Anna, Eygló, Eva, Gréta og hinn ötuli þjálfari stelpnanna, Margrét Helgadóttir. Stjörnustelpurnar voru frábærar og áttu góöan leik gegn Val. Liöiö er þannig skipað: Guörún, Birta, Sigrún, Bergþóra, Harpa, Thelma, Marta, Hildur og Vigdís. Þjáffari þeirra er Ásta Kristjánsd. MÍ í frjálsum íþróttum - 15-22 ára: Guðbjörg setti persónulegt met - stökk 1,70 m 1 hástökki Guðbjörg Lilja Bragadóttir, ÍR, er í mikilli framför. Á Meistaramóti íslands i frjáls- um íþróttum, 15-22 ára, sem fram fór í Laugardalshöll, Kaplakrika og Baldurshaga, náðist mjög athyglisverður árangur í mörgum greinum. T.d. Guðbjörg Lilja Bragadóttir, ÍR, bætti sig veru- lega í hástökki, stökk 1,70 metra: „Ég er lengi búin að bíða eftir þessu og má segja að strangar æfingar að undanfomu séu farnar að skila sér núna,“ sagði Guðbjörg í samtali við DV. Nánari umfjöllun um mótið verður á unglingasíðu DV á næstunni. sT @ f!9s "-JS u-gni Bikarmeistarar FH í handbolta í 4. flokki karla 1997. Strákarnir unnu Víking í úrslitaleik, 22-10. Liöiö er skipaö eftirtöldum strákum: Einar A. Einarsson (2), Steingrímur Valgarösson (14), Ingólfur Pálmason (7), Stefán Sigtryggs- son (5), Orri Gunnarsson (11), Arnar Theódórsson (6), Björn Gunnarsson (10), Svavar Pétursson (13), Þorgeir Ormsson (18), Unnar Helgason (8), Árni Gunnarsson (1), Hjalti Heiöarsson (2), Daníel Scheving (3). Þjálfarar eru Bambir og Sveinbjörn Sigurösson. Formaöur handknattleiksdeildar FH er Jón Auðunn Jónsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.