Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1997 Fréttir Þrír menn handteknir fyrir hrottalega líkamsárás í miöborginni: - segir sjónarvottur - ekkert annaö en manndrápstilraun, segir gjörgæslulæknir „Ég var á gangi á homi Austur- strætis og Pósthússtrætis. Allt i einu réðust þrír ungir menn á mann sem var þama á gangi. Einn þeirra tók upp stein og barði mann- inn í höfuðið með honum. Maður- inn féU til jarðar og blóðið fossaði úr höfði hans. Þeir spörkuðu síðan í manninn þar sem hann lá í blóði sinu á götunni. Maöurinn lá þama hreyfingarlaus og ég hélt að þeir hefðu drepið hann,“ segir sjónar- vottur að hrottalegri líkamsárás í miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt. Árásin átti sér stað klukkan tæp- lega háifþrjú aðfaranótt sunnudags. Árásarmennimir voru handteknir skömmu síðar. Þeir em allir um tví- tugt. Fórnarlambið er 43 ára gamall karlmaður. RLR fór í gærkvöld fram á kröfua um gæsluvarðhald yfir tveimur árásarmannanna. Bera viö ölvun og minnisleysi „Árásarmennirnir hafa verið Sjúkradeild E621-631 Gjörgœsludeild Þessi mynd var tekin á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í gærkvöld. Aö sögn Kristins Sigvaldasonar, læknis á gjörgæsludeild, er maöurinn kom- inn til meðvitundar og er á batavegi. DV-mynd S yfirheyrðir. Þeir hafa borið við ölv- un og minnisleysi. Nokkur vitni em að árásinni. Við eram að fara yfir framburð þeirra og rannsaka málið nánar. Það virðast engin tengsl vera á milli árásarmanna og fórnar- lambsins. Þvi lítur þetta út sem al- gerlega tilefnislaus árás,“ sagði Gísli Pálsson, rannsóknarlögreglu- maður hjá RLR, við DV í gærkvöld. Að sögn Gísla hafa árásarmenn- irnir þrír allir komið við sögu lög- reglu áður. Einn mun hafa verið handtekinn áður vegna líkamsmeið- inga. Manndrápstilraun Maðurinn sem fyrir árásinni varð var fluttur alblóðugur og meðvitund- arlaus á gjörgæsludeild. Hann var höfuðkúpubrotinn og gekk steinninn 2-3 sentímetra inn í heila hans. Hann gekkst undir aðgerð um nóttina og gekk hún vel, að sögn Kristins Sig- valdasonar, læknis á gjörgæsludeild. Maðurinn var kominn til meðvitund- ar á 10. tímanum í gærkvöld. var mjög alvarlega slasaður þegar hann kom hingað. Þessi árás er ekk- ert annað en manndrápstilraun," sagði Kristinn. -RR Tveir lögreglumenn sjást hér ha á götusteininum sem notaður sem árásarvopn. Peir sjást hé árásarstaönum, á horni Aus strætis og Pósthússtrætis. DV-myn Ný stjórn Landsvirkjunar í dag: Alþýðubandalaginu kastaö á dyr Á ársfundi Landsvirkjunar í dag verður kjörin ný stjóm en iðnaðar- ráðherra tilnefnir þrjá fulltrúa í stjómina. Þessir þrír verða Jóhann- es Geir Sigurgeirsson, sem átti sæti í fyrri stjóm, Ámi Grétar Finnsson, sem verður sömuleiðis áfram, en Sigfús Jónsson kemur nýr inn í stjómina. Samkvæmt heimildum DV verð- ur enginn fulltrúi Alþýðubanda- lagsins í hinni nýju stjórn en Svavar Gestsson hefur verið það til þessa. Fulltrúar frá sveitarfé- lögunum verða áfram þeir sömu og verið hafa en þeir eru Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akur- eyri, og frá Reykjavík þau Pétur Jónsson, Kristín Einarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, en Helga Jónsdóttir gengur úr stjóm- inni. Heimildarmenn DV, sem rætt var viö í gær, segja að iðnaðarráðherra hafi ekki viljað skipa neinn í stjóm- ina frá Alþýðubandalaginu vegna andstöðu þeirra við breytingar á lögum um Landsvirkjun nýlega. Hins vegar hafi nafn Ragnars Árna- sonar prófessors komið upp í tengsl- um við skipan ríkisfulltrúanna í stjórn Landsvirkjunar en niður- staða ráðherra engu að síður orðið sú að skipa engan frá Alþýðubanda- laginu i stjórnina. -SÁ Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Beðið eftir greinargerð ríkissaksóknara i I kvöld og annað kvöld verður sýnd heimildarmyndin Aðför að lög- um sem fjallar um hin umdeildu Guðmundar- og Geirfinnsmál sem upp komu á áttunda tug aldarinnar. Að sögn Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns, sem hefur fjallað um málin, hefur ekkert nýtt komið fram er varpað getur ljósi á endurupptöku málsins. „Ég bíð enn þá eftir að settur rík- issaksóknari skili athugasemdum sinum við greinargerð þá er ég skil- aði í febrúar síðastliðnum. Þegar Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mínútan Já 1 Nel 2 904 1600 Er réttlætanlegt að taka gömlu bflnúmerin úr umferð? un ., um hvort end- 1 myndinni er varpaö Ijósi á hvernig tvö umpptaka málsins verði mannshvörf leiddu til þyngstu dóma sem heimiluð “ segir Ragnar kveönir hafa veriö upp a Isiandi í seinni tíö. í kynningu heimildarmynd- arinnar er sagt að fram komi fjöl- Handritið er eftir Sigurstein Más- margar nýjar upplýsingar um fram- son og Kristján Guy Burgess. -em það gerist getur Hæsti- réttur tekið ákvörð- gang þessarar umfangsmestu sakamálarannsóknar sem gerð hefur verið hér á landi. Stuttar fréttir Þingfundur vegna gleymsku Svo virðist sem utanrikisráðu- neytið hafi gleymt að leggja al- þjóðasamninginn um bann við notkun eiturefnavopna fyrir Al- þingi til staðfestingar en sérstakur þingfundur verður um samninginn á morgun. Páll Óskar til Dublin PáU Óskar Hjálmtýsson er farinn tU Dublin til að taka þátt í Eurovision-söngvakeppninni. Hann sagði við brottförina við Sjónvarpið að oftar en ekki gleymdust sigur- lögin fljótt en önnur lög keppninn- ar lifðu lengm-. Eitt eöa fleiri félög Stofnun nýs sjáifstæðisflokksfé- lags í Hveragerði gæti reynst vandasöm því að í reglum flokksins segir að aðeins eitt almennt flokks- félag skuli vera í hverju sveitarfé- lagi. RÚV sagði frá. Engar fjöldaúrsagnir Engar fiöldaúrsagnir hafa borist Sjálfstæðisfélaginu Ingólfi í Hvera- gerði. Formaðurinn segist ekki geta tekið undirskriftalista með hópúr- sögnum gilda þar sem félagsaðild sé einstaklingsbundin, segir í frétt í RÚV. 5 skipta lottóvinningnum Fimm voru með réttar tölur í lottóinu sl. laugardag og skipta þeir vinningnum, rúmum 34 milljónum króna á milli sín. RÚV sagði frá. Drangsnes með síma Símasamband er á ný komið við Drangsnes en undanþága fékkst til að gera við bilun sem olli því að símasamband rofnaði við byggðar- lagið eftir að verkfall rafiðnaðar- manna hjá P&S hófst. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.