Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1997
45
DV
Málverk af konum eru á sýningu
Aöalsteins Svans Sigfússonar í
Ásmundarsal.
Níu sýnir
Um þessar mundir stendur
yfir málverkasýning í Listasafni
ASÍ í Ásmundarsal viö Freyju-
götu. Þar sýnir Aðalsteinn Svan-
ur Sigfusson níu málverk af kon-
um sem hann hefur málaö á síð-
ustu tveimur árum. Hefur sýn-
ingin yfirskriftina Níu sýnir.
Aöalsteinn Svanur, sem bú-
settur er á Akureyri, hefur hald-
ið fjölda einkasýninga, meðal
annars í Listasafhinu á Akur-
eyri og i Nýlistasafninu við
Vatnsstíg. Hann hefur sömuleið-
is tekið þátt í allmörgum sam-
sýnignum. Sýningin stendur til
4. maí.
Sýningar
Þat mælti mín móðir
Á laugardaginn var opnð sýn-
ing á verkum Gríms Marinós í
Safnahúsi Borgarfjarðar í Borg-
amesi. Sýningin ber heitið Þat
mælti mín móöir og sýnir Grim-
ur þar glerverk, höggmyndir og
málverk. Grímur er þekktur fyr-
ir höggmyndir sínar sem víöa er
að finna. Hann hefur haldiö fjöl-
margar sýningar, bæði einn og í
samvinnu við aðra. Sýningin er
opin daglega til 2. júní frá kl.
15.00 til 18.00.
Lífríki ís-
lenskra vatna
í kvöld kl. 20.30 verður
fræðslufundur HÍN í stofu 101 í
Lögbergi, lagadeildarhúsi Há-
skólans. Á fundinum flytur
Hilmar J. Malmquist líffræðing-
ur erindi sem hann neffiir Líf-
ríki íslenskra vatna.
Framkvæmdaáætlun
ríkisstjómarinnar í
jafnréttismálum
Næstu fundir í fundaröð fé-
lagsmálaráðhera verða á Flug-
hótelinu í kvöld kl. 20.30 og á
sama tíma á Hótel Borgamesi
annað kvöld. Páll Pétursson og
Elin R. Líndal flytja ávörp og
auk þess mun Hallfríður Bene-
diktsdóttir félagsráðgjafi opna
umræðuna í Reykjanesbæ í
kvöld fyrir hönd heimamanna.
ITC-deildirnar Harpa
og Korpa
Mælsku- og rökræðukeppni
verður í Hlégarði í kvöld kl.
20.00. Ræðuefni Einræktun
manna verði leyfð eigi síðar en
árið 2000. Harpa mælir með,
Korpa andmælir.
Samkomur
Kvenfélag Hreyfils
Síðasti fundur Kvenfélags
Hreyfils á þessu vori verður
annað kvöld kl. 20.00 í Hreyfils-
húsinu. Línudanskennsla.
Námskeið
í skyndihjálp
Reykjavíkurdeild RKÍ gengst
fyrir námskeiði í almennri
skyndihjálp sem hefst í kvöld kl.
19.00. Aðrir kennsludagar era
30. apríl og 6. maí. Námskeiðið
er haldið í Ármúla 34, 3 hæð, og
er opið öllum sem era 15 ára og
eldri.
Gönguferð
á VífilsfeU
Vifilsfell er eitt af þessum ágætu
fjöllum í nágrenni Reykjavíkur sem
seiðir til sín göngufólk. Á sumrin er
hægt að velja um margar gönguleið-
ir á Qallið. Ein vinsælasta leiðin er
frá gamla Sandskeiðsveginum. Er
fyrst gengið inn með Vífilsfellsöxl
sem gengur norður úr undirhlíðum
fjallsins og farið upp gilið frá Vífils-
fellskrók. í gilinu er nokkuð fast
undir fæti og lítil hætta á grjót-
lmini. Þegar upp úr gilinu kemur
má fara til hægri og nokkum veg-
inn beint á hátindinn en flestir fara
inn á sléttuna og upp austast á há-
hrygginn en þar var haldreipi.
Umhverfi
Önnur leið að norðan er aðeins
austar og er þá farið upp frá Þóris-
hamri og upp norðausturhrygginn.
Lokakaflinn verður sá sami, eftir að
upp á sléttuna er komið. Gönguna á
láglendi má stytta með því að aka
inn eftir Jósepsdalsveginum.
Heimild: Gönguleiðir á íslandi eftir
Einar Þ. Guðjohnsen.
r\.
—T—
o.r-'-.
_/••••. r\ r\
r ' r-\ r\ r\
' o - o . -o ó
Litla kaffistofan v — ’
■
~ aa r~\
r\ r\
^ o o
Fossvallaá Efri-Fóelluvötn
Vatnaás
Vatnaveliir
■
.
r\
- \
:
-
i
f '.
Arnarsetur
Bazaar í Listaklúbbi Leikhúskjallarans:
Djass og rokk undir austrænum áhrifum
Einn þekktasti tónlistarhópur
Norðurlanda er hinn danski Baazar
sem nú er í heimsókn á íslandi. Verð-
ur tríóið með tónleika í Listaklúbbi
Leikhúskjallarans í kvöld. Baazar
flytur blandaða tónlist undir áhrifúm
frá Austurlöndum, Balkanskaga, Afr-
iku og Suður- Ameríku auk þess sem
djass og rokk er þeim félögum hand-
gengt.
Skemmtanir
í Bazaar spila Peter Bastian, einn
þekktasti tónlistarmaður Dana, en
hann hlaut bókmenntaverðlaun
Weekendavisen fyrir bók sína Ind i
Musiken. Þá er þar einnig Andre
Koppel, fýrrum meölimur Savage
Rose og alhliða hammond-snillingur.
Þriðji meðlimurinn er svo Flemming
Quist Möller, einnig þekktur sem rit-
höfundur og kvikmyndaleikstjóri.
Bazaar hefur leikið á ýmsum tónlist-
arhátíðum um allan heim og gefið út
fjölmarga hljómdiska. Tónleikamir
verða sendir beint út á Rás 2 og hefj-
ast þeir kl. 21. Húsið er opnað kl. 20.
Hin þekkta danska hljómsveit Bazaar skemmtir i Leikhúskjallaranum í
kvöld.
Tjarnarkvartettinn úr Svarfaðardal:
Söngur á landinu kalda - söguleg söngferð
Tjarnakvartettinn flytur rammíslenska dagskrá i Grundarfjarðarkirkju í
kvöld.
Tjamarkvartettinn úr Svarfaðar-
dal efhir til söngskemmtunar í
Grundarfjarðarkirkju í kvöld kl.
20.30 imdir yfirskriftinni Söngxn- á
landinu kalda - söguleg söngferð.
Kvarettinn nýtur aðstoðar nemenda
úr grunnskólanum. Ferðin hefst
einhvem tímann á siðustu öldum í
Tónleikar
íslenskri baðstofú. Nemendur heyra
fimmundarsöng og fábreyttan
rímnasöng. Fjallað verður um þjóð-
sögur og þjóökvæði og hlýtt er á
dæmi um útsetningar seinni tíma
tónskálda á þjóðlögum. Þá verður
vikið aö fyrstu tónskáldunum og
fjallað um ljóðskáld á borð við
Jónas Hallgrímsson og Davíð Stef-
ánsson. Undir lokin verða svo flutt
lög eftir ýmsa höfunda samtímans,
Atla Heimi Sveinsson, Gunnar
Reyni Sveinsson, Jón Hlöðver Ás-
kelsson, Jón Múla Árnason og Sig-
fús Halldórsson og fleiri.
Erna og Ólafur
eignast dóttur
Myndarlega stúlkan á
myndinni fæddist á fæð-
ingardeild Landspítalans
19. apríl kl. 14.46. Hún var
Barn dagsins
við fæðingu 5150 grömm
að þyngd og var 55.5
sentímetra löng. Foreldr-
ar hennar eru Ema Mar-
grét Amarsdóttir og Ólaf-
ur Gylfason. Hún á eina
hálfsystur, Svanhildi Ýr,
sem er sex ára gömul.
Peningar og heitar ástríður er
inntakiö í Svindlinu mikla.
Svindlið mikla
Stjörnubíó hóf sýningar fyrir
helgi á bandarísku myndinni
Svindlinu mikla (The Big
Squese). Myndin er á gamansöm-
um nótum en krydduð erótík og
spennu. í aðalhlutverki er Lara
Flynn Boyle. Leikur hún bar-
dömuna Tanyu Mulhill, sem er
vansæl í hjónabandinu. Hún
þrælar myrkranna á milli. Eig-
inmaðurinn er fyrram hafna-
boltaleikari sem slasaðist og ger-
ir því fátt annað daglega en að
sækja kirkju til að öðlast sál-
arró. Dag einn uppgötvar Tanya
að Henry hefur logið að henni öll
þau ár sem hann hefur verið
slasaður. Bankayfirlit sýnir að
hann á inni 130 þúsund dollara.
<
Kvikmyndir
Er um tryggingafé að ræða.
Tanya vill vitaskuld fá helming-
inn enda hefur hún verið eina
fyrirvinnan öll þau ár sem
Henry hefur verið á hækjum
vegna meiðsla. Þegar Henry neit-
ar henni um peninga ákveður
hún að skilja við hann en hefur
samt alls ekki hug á að skilja
alla peningana eftir í vörslu eig-
inmannsins.
Nýjar myndir:
Háskólabíó: Return of the Jedi
Laugarásbíó: Crash
Kringlubíó: Veislan mikla
Saga-bíó: Lesið í snjóinn
Bióhöllin: Michaei
Bíóborgin: Tveir dagar í dalnum
Regnboginn: Veiðimennirnir
Stjörnubíó: Svindlið mikla
Krossgátan
1 r~ T~ □ E r
V L
í?r L Jz
n * iy- rr
i
[f j pr
h i p
Lárétt: 1 ferlíki, 5 hlass, 8 ringul-
reið, 9 nam, 11 hest, 13 reyndar, 15
utan, 16 skóflu, 18 nískupúki, 20 til,
21 púki, 22 hræðslu.
Lóðrétt: 1 þrútin, 2 tími, 5 ílát, 4
þytur, 5 leiðslan, 6 bátar, 7 flökt, 10
féð, 12 granuðu, 14 ilmi, 17 svar-
daga, 19 svik.
Lausn á sfðustu krossgátu:
Lárétt: átthaga, 8 reynd, 9 ár, 10
góla, 12 aum, 14 að, 15 lumma, 16 att-
ir, 19 ari, 20 ánar, 21 rausn, 22 ró.
Lóðrétt: árgalar, 2 te, 3 tyllti, 4 hna-
ut, 5 Adam, 6 gá, 7 arma, 11 óðara, r
13 aumrar, 17 inn, 18 fró, 20 ás.
Gengið
Almennt gengi LÍ nr. 115
25.04.1997 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollaenai
Dollar 71,080 71,440 70,940
Pund 115,470 116,060 115,430
Kan. dollar 50,920 51,240 51,840
Dönsk kr. 10,8730 10,9310 10,9930
Norsk kr 10,0570 10,1130 10,5210
Sænsk kr. 9,2320 9,2830 9,4570
Fi. mark 13,7690 13,8500 14,0820
Fra. franki 12,2650 12,3350 12,4330
Belg.franki 2,0066 2,0186 2,0338
Sviss. franki 48,6200 48,8900 48,0200
Holl. gyllini 36,8100 37,0300 37,3200
Þýskt mark 41,4200 41,6300 41,9500
(t. lira 0,04157 0,04183 0,04206
Aust. sch. 5,8820 5,9180 5,9620
Port. escudo 0,4123 0,4149 0,4177
Spá. peseti 0,4908 0,4938 0,4952
Jap. yen 0,56390 0,56730 0,58860
írskt pund 110,150 110,830 112,210
SDR 96,51000 97,09000 98,26000
ECU 80,6200 81,1000 81,4700
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270