Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1997 11 dv_____________________________Fréttir Páll Þór Jónsson, hótelstjóri á Húsavík: Tölur um vaxandi hvalaskoðun Norð- manna falsaðar - íslendingar orönir aðrir stærstir í Evrópu Cadillac limousine árg. 1982. Bifreiðin er búin leðurinnrétt- ingu, sjónvarpi, myndbandstæki, dýr og vönduð hljómflutnings- tæki, rabnagn í öllu, þil milli bflstjóra- og farþegarýmis. Stór- glæsilegur vagn. Tilboð óskast. Hl sýnis og sölu hjá Bflasölunni Hornið, Dugguvogi 12, sími 553-2022 DV, Húsavík: „Þær tölur sem nefhdar hafa ver- ið um vaxandi fjölda ferðamanna í hvalaskoðun í Noregi eru falsaðar. Ég hef gögn um það að aukning frá Andenes var 24 prósent miili ár- anna 1995 og 1996 en ekki 40 prósent eins og haldið hefur verið fram. Á sama tímabili var fjölgun hjá okkur hér á Húsavík yfir 400 prósent,“ seg- ir Páll Þór Jónsson, hótelstjóri Hót- el Húsavíkur, um þær röksemdir sem fram hafa komið um að hvala- skoðun í Noregi sé í miklum vexti þrátt fyrir veiðar Norðmanna á hval. Hann segir stefna í stóraukinn ferðamannafjölda til Húsavíkur í sumar vegna hvalaskoðunar. „Það steftiir í stóraukningu ferða- manna í sumar og ég trúi ekki öðru en við tökum við yfir 10 þúsund manns,“ segir hann. Hann segir hugmyndir um að hefja hvalveiðar fráleitar og slíkt þjóni einna helst norskum hags- munum. „Það er enginn trúverðugleiki fólginn í því að hefja veiðar. Það kaupir enginn þá hugmynd að veiða hvali og þetta skapar neikvæða ímynd. Það kom ágætlega í ljós á ráðstefnu um hvalveiðar um daginn hverjir hafa mesta hagsmuni af þvi að íslendingar hefji veiðar á ný. Það eru Norðmenn því þá vantar ein- hvern framvörð sem tæki af þeim skellinn. Norðmenn myndu auðvit- að hafa ótvíræðan ávinning af því ef við byrjuðum veiðar og athyglin beindist að okkur. Þar með sæju þeir sér leik á borði við að auka sölu á fiskafurðum sinum þar sem þeir eru langt á eftir okkur,“ segir Páll Þór. Hann segist fagna því að Alþingi virðist ekki ætla að samþykkja að hefja hvalveiðar í sumar eins og hvalveiðihópurinn hefur lagt til. „Mér sýnist ljóst að orrustan sé unnin en stríðið er enn allt eftir. Það eru í mínum huga engin efha- hagsleg rök fýrir því að hefja hval- veiðar á ný,“ segir PáU Þór. Páll Þór Jónsson hótelstjóri segir þær tölur sem nefndar hafa veriö um aukningu í hvalaskoðun í Noregi, þrátt fyrir veiöarnar, vera falsaöar. Hér er hann framan viö hótel sitt. DV-mynd GVA FAGOR ^ Þvottavél Frábær þvottavél á ningarverði Rúmar4,5 kg Þrettán þvottakerfi Stiglaus hitastillir 1000/650 sn/mín Áfangaþeytivinda Leggur í bleyti Sjálfhreinsandi dæla Barnalæsing og fíber belgur Hámarksorkunotkun 1,9 kw Stærð H 85 B 59,5 D 55 (cm) frá kr. RÖNNING Borgartúni 24 Sími 562 4011 Víkurbarðinn ruddi brautina í kjarasamningum: Riðum á vaðið til að fá vinnufrið - segir Jón Gestsson framkvæmdastjóri Starfsmenn Víkurbaröans á Húsavík voru fyrstir til aö semja og ruddu þar meö brautina fyrir aöra. Hér má sjá Jón Gestsson framkvæmdastjóra og Viöar Hákonarson, starfsmann hans, bjástra viö vörubílsdekk. DV-mynd GVA DV, Húsavik: „Við riðum á vaðið til að fá vinnufrið og okkur sýndist að hækkanir yrðu ekki undir því sem við sömdum um. Mér sýn- ist það hafa gengið eft- ir,“ segir Jón Gestsson, framkvæmdastjóri og eigandi Víkurbarðans á Húsavík, sem varð fyrstur til að semja við sína starfsmenn um 70 þúsund króna lág- markslaun. Samning- urinn sem Jón og laun- þegar hans gerðu hefur nú gengið yfír á landsvísu. Viðar Hákonarson, starfsmaður Víkurbarðans, segist vera eftir at- vikum sáttin- við samninginn og hann segir að verkfall hefði engu skilað. „Það var gengið að þeim kröfúm sem settar voru fram og ég tel aug- ljóst að við hefðum ekki fengið meira en kröfugerðin hljóðaði upp á,“ segir Viðar. -rt VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR Sumarstarf 1997 ORÐSENDING til nemenda í 8., 9. og 10. bekkjum Grunnskóla Reykjavíkur Skráning í sumarstörf 1997 hjá Vinnuskóla Reykjavíkur fer nú fram. Upplýsingum og skráningarblöðum hefur verið dreift í skólunum. Gæta verður þess, að fylla skráningarblöðin nákvæmlega út. Athygli er vakin á því, að Vinnuskólinn skráir nú alla 16 ára unglinga, sem sækja vilja um sumarstarf á vegum Reykjavíkurborgar. Skráningu lýkur miðvikudaginn 7. maí, en starfið hefst mánudaginn 9. júní. Skrifstofa Vinnuskólans er opin kl. 8:20 -16:15 virka daga. Engjateigur 11 • 105 Reykjavík Sími 588 2590 • Fax 588 2597

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.