Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1997 Fréttir DV Sumarliöi Ásgeirsson björgunarsveitarmaöur viö duflið í sjónum. DV-myndir Birgitta Hlustunardufl fannst við Snæfellsnes DV, Stykkishólmi: Þórsnes SH 108 kom með hlustun- ardufl að landi nú nýverið. Duflið fannst út af Rifi og sigldi báturinn með það til Stykkishólms, þar sem björgunarsveitarmenn sáu um að koma því í land. Að sögn Baldurs Gislasonar, formanns björgunar- sveitarinnar, er um frekar nýlegt rússneskt dufl að ræða sem lítið sér á. -BB Félagslega íbúðakerfið mesti vandi - segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson V, Akureyri: „Mörg sveitarfélög standa frammi fyrir alvarlegum fiárhagsvanda og upp- söfiiun skulda vegna kaupskyldunnar og mikilla innlausna félagslegra íbúða sem enginn kaupandi er að. Óhætt er að fúilyrða að í mörgum sveitarfélög- um er staðan i félagslega íbúðakerfmu einhver stærsti vandi sem byggðaþró- unin hefur leitt til. Heildarskuldir sveitarfélaganna vegna þessa kerfis eru tæpir 10 milljarðar króna sem eru um 16% af heildarskuldum sveitarfélag- anna og stofiiana þeirra.“ Hvalfjarðargöngin: Gríðarlegar öryggiskröfur DV.Akranesi: Það mun ekki skorta á öryggið þegar að fólk fer aö aka um Hval- fjarðargöngin seint á næsta ári. Ör- yggiskröfur eru mjög miklar, eins og best gerist með jarðgöng eins og verða í Hvalfirði. 40 öflugar viftur munu hreinsa mengun frá bilum í göngunum. Neyðarsímar verða með 500 metra millibili í útskotum sem eru nægi- lega stór til að hægt sé að snúa við flutningabílum. Sólarhringsvakt verður í gjaldskýli í norðurenda ganganna og þaðan verður beint símasamband við slökkvilið. Sér- stakir nemar verða í göngunum, tengdir tölvukerfi í gjaldskýli. Starfsmenn þar geta fylgst stöðugt með mengun, leka og fleiru og lok- að göngum fyrir umferð ef þurfa þykir. Slökkvitæki verða með 250 metra millibili í göngunum. Slökkvilið fær sjálfkrafa boð ef slökkvitæki er tekið af sínum stað. Slökkvilið á Akranesi kemst á vett- vang innan 10 mínútna frá útkalli. Þá er slökkvibíll á Grundartanga, annar á Kjalamesi og Slökkvilið Reykjavíkur er ekki langt undan. 6000 lítra vatnstankar verða á vögnum við hvom gangamunna. Eldþolið efni verður í klæðningu í göngum. Gera má ráð fyrir að eld- fim efni verði aðeins flutt gegnum göngin á ákveðnum tímum og önn- ur umferð þá stöðvuð á meðan, ef ástæða þykir til. Þá veröur vara- aflsstöð tÚ taks ef rafmagn frá raf- veitu bregst. Gul leiðiljós era í göngunum með 25 metra millibili og lýsa allan sólarhringinn. Auk þess er varalýsing með rafhlöðum með 100 metra millibili og FM-út- sendingar heyrast í bílum alla leið- ina í gegnum göngin. -DVÓ Þetta sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ráðstefnu um byggða- mál á Akureyri. Vilhjálmur sagði að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi á undanfomum árum beitt sér fyrir breytingum og uppstokkun á ýmsum málaflokkum, sem með einum eða öðrum hætti hafa áhrif á þróun byggð- arinnar. Sagði Vilhjálmur þar bera hæst flutning á öllum rekstri grunn- skólans til sveitarfélaganna, fyrirhug- aðan flutning á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga frá ársbyrjun 1999 ásamt fleiri verkefnum sem þegar hafa verið flutt til sveitarfélaga sem reynslusveit- arfélagsverkefni. Loks nefndi Vil- hjálmur i þessu sambandi ítarlegar til- lögur sem nýlega hafa verið kynntar um breytingar á félagslega íbúðakerf- inu og síðast en ekki síst aukna áherslu sveitarfélaganna i umhverfis- málum. -gk Dufliö híft úr sjó. I I Akranes: Nýr ferðamálafulltrúi ráðinn DV Akranesi: Bjöm S. Lárusson hefur verið ráðinn markaðs- og ferðamálafull- trúi á Akranesi og tekur til starfa 1. maí. Hann þekkir vel til á Akranesi, er fæddur og uppalinn þar en flutt- ist þaðan 10 ára gamall „Mér líst vel á nýja starfið. Það er mikið aö gerast á Akranesi og starf- ið tekur bæði til atvinnu- og ferða- mála. Gríðarlega mikið er að gerast í þeim málum hér. Það er ögrun að takast á við þetta verkofni. Verið er að byggja álver, stækka Jámblendi- verksmiðjuna og Hvalfjarðargöngin að koma. Það er spuming hvemig við nýtum okkur þetta til að styrkja samkeppnisstöðu Vesturlands við höfuðborgarsvæðið," sagði Bjöm S. Lámsson við DV. Björn er ekki ókunnugur afskipt- um af ferðamálum. Hóf hann rekst- ur Hótel Selfoss en gerðist síðan ferðamálafulltrúi á Suðurlandi. Var hann jafnframt ráðgjafi fyrirtækja i ferðaþjónustu og deildarstjóri við ferðaþjónustudeild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Kenndi þar ferðaþjónustugreinarnar til 1993 þegar hann tók við Gesthúsum á Selfossi og var fréttaritari útvarps. Þórdís Arthúrsdóttir, sem gegnt hef- ur starfi ferðamálafulltrúa Akra- ness, hætti í mars. -DVÓ Sportmynd á Blönduósi Fyrirtækið Sportmynd tók nýver- l! ið til starfa á Blönduósi en þar era á framkallaðar myndir á Kodak- há- gæðapappír og til sölu er flest í sam- ' bandi við ljósmyndun - myndavél- ar, filmur, rammar og albúm svo fátt eitt sé nefnt. Eigendur eru Jóhann Öm Amar- son og Hjördís Blöndal. Bæjarstjórinn á Blónduósi, Skúii Þórðarson, færöi Jóhanni Erni J biómakörfu frá bæjarstjórn í tilefni - af opnuninni. DV-mynd Magnús Ólafsson "

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.