Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1997 15 Forspár eða glópalán Núna þegar kosn- ingabaráttan í Bret- landi stendur sem hæst og hin ýmsu mál eru tekin til umfjöll- unar kemur í ljös þeg- ar Evrópumálin ber á góma hversu litla samleið Bretar eiga með öðrum þjóðum Evrópusambandsins á mörgum sviðum. Má þar nefna fé- lagsmálin, sjávarút- vegsmálin og ekki síst myntbandalagið. Skoðanakannanir í Englandi hafa sýnt að tveir þriðju hlutar íbúanna eru mótfalln- ir þátttöku í mynt- bandalaginu. Þessi sérstaða Breta í málefnum ES er ekki ný af nál- inni. Meira og minna allt frá inn- göngu Breta í bandalagið hafa þeir verið sér á báti og hálfgildings skotspónn annarra aðildarríkja. Frá tímum De Gaulle Þegar Þjóðverjar, Frakkar, ítal- ir, Hollendingar, Belgir og Lux- emborgarar stofnuöu Efnahags- bandalag Evrópu, sóttust Bretar mjög fast eftir aðild en De Gaulle þáverandi forseti Frakklands var alfarið andvígur þátttöku þeirra. Samningafundir voru haldnir um aðild Breta eftir að þeir höfðu for- göngu um stofnun EFTA en þeir háru engan árangur vegna þess hversu fastur fyrir De Gaulle var í andstöðu sinni við þá. Var e.t.v. aldrei ætlunin að nokkur árangur næðist. Bretar voru því að nokkru dregnir á asnaeyrunum meðan De/Gaulle var við völd. Deila má um hvað hafi ráðið af- stöðu De Gaulle. Þjóðemisrígur gæti hafa valdið nokkra og andúð á þvi sem engilsaxneskt var, þar eð það skyggði á franska menningu, eða að hann hafi vitað að Bretar yrðu alla tíð erfiður ljár í þúfu þegar að nánara samstarfi kæmi, því ýmsir frum- kvöðlar Efna- hagsbandalags Evrópu létu sig dreyma um Bandariki Evr- ópu sem mót- vægi við Banda- ríki Norður-Am- eríku og Sovét- ríkin. Allt til Úral- fjalla Önnur skýring hefur einnig verið nefnd en hún er sú að De Gaulle hafl séð fyrir sér Bandaríki Evrópu, ekki aðeins austur að jámtjaldi sem var, held- ur allt til Úralfjalla eða jafnvel að Kyrrahafsströnd þegar fram liðu stundir. Á dögum kalda stríðsins fram á níunda áratuginn hefðu slíkar hugmyndir verið órar eða í besta falli framtíðarhljómhviða. Að sögn taldi De Gaulle að í slíku samstarfi yrðu Bretar erfiðir og kæmu til með að beita sér gegn Kjallarinn Kristjón Kolbeins viðskiptafræöingur „Sérstaða Breta í málefnum ES er ekki ný af nálinni. Meira og minna allt frá inngöngu Breta í bandalagið hafa þeir verið sér á báti og hálfgildings skotspónn annarra aðildarríkja.u í umfjöllun Breta um Evrópumálin í kosningabaráttunni kemur vel í Ijós hversu litla samleiö Bretar eiga meö öörum þjóöum Evrópusambandsins. - Götumynd frá London. stækkun EBE svo langt í austur. Nú virðist hilla undir þann möguleika að framtíðarsýnir De Gaulles verði að veruleika þar eð járntjaldið er fallið og Rússar hafa sýnt áhuga á inngöngu í ES þótt þeir hafi ekki gengið eins langt og mörg fyrrum leppríkja þeirra sem eiga þá ósk heitasta að sækjast eft- ir aðild, ekki aðeins að ES heldur einnig að NATO. Með aðild Rússa að ES væru þeir þó óhjákvæmi- lega orðnir hluti að vamarsam- starfi sambandsins. Afstaöa reikistjarna Fyrir um sex áratugum setti hinn berorði bandaríski rithöf- undur, Henry Miller, fram þá kenningu að vegna afstaðna reiki- stjarnanna Júpíters og Úranusar yrði orðið sameignarstefna ókunn- ugt öðram en textafræðingum og orðsifiafræðingum í lok þessarar aldar. Þótt ótrúlegt megi virðast hefði Henry Miller samkvæmt þessari spá sinni getað upplýst De Gaulle um það hvenær forsendur fyrir stækkun EBE austur fyrir járn- tjald færu að skapast, þótt hún hefði eflaust verið sett fram í hálf- kæringi í upphafi, og hann vitað að hann þyrfti ekki að svara til saka þótt hún rættist ekki, enda séð fram á að verða þá kominn undir græna torfu. Kristjón Kolbeins Styrkur verkalýðshreyfingarinnar Staða íslenskrar verkalýðs- hreyfmgar er sterk um þessar mundir. Nýundirritaðir kjara- samningar tryggja félögum hreyf- ingarinnar meiri kjarabætur, en víðast þekkist í Evrópu og von er til, að þetta skili sér án nokkurrar verðbólgu. Ástæðan fyrir því er sú, að mikill bati er nú í íslensku efhahagslifi. Bæði er að loðnuver- tíðin hefur aldrei verið jafn hag- kvæm og nú, spáð er metsíldveiði, bullandi þorskur er um allan sjó og aðrar fisktegundir teknar á heimshöfunum, þar sem þær finn- ast. Einnig er ísland loksins orðið eftirsóknarverður kostur í fiárfestingu orkumann- virkja. Stækkun álverk- smiðjunnar í Straumsvik, bygging nýs álvers í Hval- firði, stækkun Grundar- tangaverksmiðjunnar og möguleg magnesíumverk- smiðja á Reykjanesi tala sínu máli. Allt þetta kallar á orkumannvirki, þar sem mikill arður kemur í þjóð- arbúið vegna hagkvæmni virkjan- anna. Ábyrgö á ögurstund Verkalýðshreyfingin horfir ekki einungis á aukningu eftirspumar eftir vinnuafli í hagkvæm störf og framkvæmdir og þannig bættan hag umbjóðenda sinna, heldur nýtur hún mikillar virðingar hjá þjóðinni. Öllum er ljóst, að hefði verkalýðshreyfingin sérstaklega og aðilar vinnumarkaðarins al- mennt, bragðist við undangengn- um samdráttartíma með óábyrg- um aðgerðum, hörku og kröfú- gerð, sem enga stoð ætti í vera- leikanum, ásamt samningum, sem efhahagslega væra út í hött, þá hefði riðið hér yfir óðaverðbólga gengisfellingar og vaxtasprenging, sem hefði komið í veg fyrir það, að nokkur vildi við okkur tala með fiárfestingar. Þjóðinni finnst þannig, að verkalýðshreyfingin og reyndar aðilar vinnumarkaðarins almennt eigi heiður skilinn fyrir réttan skilning á erfiðleikunum, hárrétt- ar aðgerðir í erfiðri stöðu, og að lokum niðurstöðu, sem þýðir bjarta framtíð fyrir íslendinga langt fram á næstu öld. Kjarabætur í kjörkassann Á íslandi hefur verkalýðshreyf- ingin líka verið trú hugsjónum sínum og umbjóðendum sínum, sérstaklega fátæku launafólki, í sfiórnmálabaráttunni. Hún hefur hvatt félaga sína að setja hags- munaharáttuna í at- kvæðakassana. Á Alþingi hafa svo verið samþykkt lög, með tilstilli þing- manna launþega, sem varða beina hagsmuni þeirra. T.d. lög um vinnutíma, sbr. hin frægu vökulög á togur- unum. Líka lög um al- mannatryggingar, þar sem öryggi hinna ver settu í þjóðfélaginu er tryggt, þótt út af heri. Þá hafa þing- menn launþega barist fyrir bættri heilsu- gæslu og tryggt að stór hluti hagvaxtar eftirstriðsáranna hafi lent í þeim málaflokk og staðið vörð um þessa hagsmuni launþega, þótt á móti blési í efnahagsmálum. Þingmenn launþega hafa líka barist fyrir átaki í húsnæðismál- um, með beinum framkvæmdaá- ætlunum á húsnæðissviðinu, þar sem tryggt er að allir hafi þak yfir höfuðið, hvemig sem auraráðum er að öðra leyti háttað. Alþýöufiokkurinn treystir verkalýöshreyfingunni Fyrir alla þessa baráttu nýtur verkalýðshreyfingin virðingu þjóðarinn- ar og því er staða hennar sterk. Mörg af ofangreindum baráttumálum, hafa einmitt verið sér- stök baráttumál Al- þýðuflokksins sem verkalýðshreyfingin stofnaði og þing- flokks jafnaðar- manna og er því ekki að undra þótt styrkur flokksins fari vaxandi. Hún þakkar líka flokknum farsælt andóf ytri erfiðleika og að hafa búið þannig um hnútana, að sókn til bættra lífskjara er möguleg. Flokkurinn styður eðlilega kröfu verkalýðsfélaganna, að það fé, sem þau hafa náð i samningum til lífeyrissjóðsmála, sé undir for- ræði verkalýðshreyfingarinnar og vísar á bug öllum sleggjudómum um smákóngaveldi í því sam- bandi. Saga verkalýðshreyfingarinnar sannar einmitt, eins og undan er rakið, að árangur hennar er raun- verulegir hagsmunir fólksins. Því hefur Alþýðuflokkurinn ávallt haldið fram og setur samasem- merki milli sín og hagsmuna verkalýðshreyfingarinnar. Guðlaugur Tryggvi Karlsson „Nýundirritaðir kjarasamningar tryggja félögum hreyfíngarinnar meiri kjarabætur en víðast þekkist í Evrópu og von er til að þetta skili sér án nokkurrar verðbólgu.u Kjallarinn Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræöingur Með og á móti Á að láta Geysi gjósa? Gera allt til að hver- inn gjósi „Maður heyrir oft sagt að láta eigi Geysi í friði og eins er þetta tal um að láta „í friði“ notað nán- ast alltaf þegar reyna á áð tala í alvöru um náttúrufyrirbæfi eins og Geysi eða önnur memn- ingarleg verð- mæti. Ef Geys- ir er látinn í friði hveifur hann inn í sitt kísilsafn og verður nafnið ‘ eitt í landa- Hrafn Gunnlaugs- fræðinni. En “>n kvlkmynda- mín skoðun er ge,6arma®ur' sú að náttúru- vemd sé ekki síst að taka þátt í sköpunarverki náttúi-unnar og hafa áhrif á þaö. Forfeður okkar breyttu farvegi Öxarár og beindu henhi niður í Almannagjá. Hefði ekki verið nær fýrir þá að láta hana í friði? Vilja menn ekki losna við Öxarárfoss - er hann ekki náttúruspjöll? Eigum við ekki að láta það land er sauð- kindin hefur spillt og mengað í friði? Min skoðun er sú að það eigi að gera allt til þess að hver- inn gjósi. Hvaða aðferðum menn beita til þess ætla ég ekki að segja til um. En að eiga nátt- úraperlu sem er látin deyja drottni sínum og kafna í kísil, vegna forpokaðra verndunar- sjónarmiða, er lítils virði." ímynd og virðing skipta minnstu máli „Ég skrifaði einu sinni grein í Morgunblaðið sem varð til þess að hætt var að setja sápu í Geysi. Þar minnti ég á gamla samþykkt Náttúruverndarráðs, að í lagi væri að bora í Strokk til að framkalla þar gos fyrir ferða- menn, gegn því skilyrði að Geysir yrði lát- inn í friði. Fátt geta Jslending- ar tekið sér fyrir hendur, sem er álíka hagkvæmt og grænsápu- mokstur í Geysi. Varla geta 100 kíló af grænsápu kostað meira en einn eða tvo þúsundkalla. Fimm þúsund áhorfendur, sem allir kaupa að minnsta kosti kók og prins póló, eru fullgild rök fyrir töluverðri fiárfestingu í sápu. Enda þótt íslendingar uppskeri að vísu ekki mikla virðingu er- lendra gesta þá koma bara aðrir næst og fá sér hressingu í leið- inni. ímynd og virðing skipta minnstu máli ef silfur vex í sjóði.“ -RR Guömundur Sig- valdason, forstööu- maöur Norrænu oldfjallastöövarinn- ar. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.