Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 Neytendur Víða tilboð á útimálningu: Odýrasta málningin í KVH í verðkönnun neytendasíðunnar á útimálningu dagana 27.-30. maí kom í ljós að Kaupfélag Vestur-Hún- vetninga bauð lægsta verð á utan- hússmálningu. Verð á lítranum í 4 lítra fotu var 623 krónur en hæsta Utimálning, 1 lítri Reykjavík KEA Selfossi Egilsstöðum Hvammstanga Akureyri 1000 900 800 700 600 500 400 300 200 100 Litaver |> Reykjavík Reykjavík tsa Hörpusilki “ Hvítir litir ggg Hörpusilki ™ Stofn 2 wm Steintex, Kópal — Hvítir litir I—| Steintex, Kópal LJ Stofn 1 r—| Útitex, Sjöfn LJ Stofn P r~1 Útitex, Sjöfn Stofn RD 4000 3500 3000 2500 2000 1500 1000 500 Litaver Metró Bykó SG KHB KVH KEA KASK Reykjavík Reykjavík Reykjavik Selfossi Egilsstöðum Hvammstanga Akureyri Höfn Hörpusilki Hvítir litir ■ Hörpusilki Stofn 2 ■ Steintex, Kópal Hvítir litir □ Steintex, Kópal Stofn 1 ■ Útitex, Sjöfn Stofn P m Útitex, Sjöfn Stofn RD verð á einum lítra var hjá KASK á Höfn, 966 kr. miðað við lítrapakkn- ingu. í báðum tilfellum var um að ræða Útitex-málningu frá Sjöfn. Tilboö áberandi Flestar verslanimar, sem neyt- endasíðan leitaði til í verðkönnun- inni, voru meö tilboð á útimáln- ingu. í Litaver var 15% afsláttur af allri útimálningu, Metró bauð 10% afslátt sem dreginn var frá við kassa og í Byko var öll úti- málningin seld á verksmiöjuverði. SG á Selfossi bauð 20% stað- greiðsluafslátt á Hörpusilki og 5% af Útitex frá Sjöfti. Þar á bæ var í athugun að bjóða Útitex-málning- una á tilboðsverði og gæti það gerst á næstu dögum, að sögn Dav- ids C. Vokets, verslunarstjóra SG. KHB á Egilsstöðum var með Úti- tex á 25% sumartilboði og í KVH var sömuleiðis 25% tilboðsafslátt- ur af sömu málningu. Engu að síð- ur var sama málningin tæpum 8% ódýrari á Hvammstanga en á Eg- ilsstöðum. KEA á Akureyri var með tilboðsverð á Útitexi en mim- urinn á ljósri málningu og dökkri var rétt um 12%. Verslun KASK á Höfn var með langhæsta verðið á útimálningunni og ekki var talað um nein tilboð eða afsláttarkjör á málningu í versluninni. Stærri pakkning hagkvæmari Verðmunur á málningarlítran- | um í 1 lítra og 4 lítra pakkningu var allt frá tæpum tveimur krónum og upp rúmar 80 krónur á lítran- um. Það var áberandi að víða voru allir stofnar Útitex-málningarinnar á sama verði nema í KEA og Lita- veri. Framkvæmd könnunarinnar Við framkvæmd verðkönnunar- | innar var verslununum sendur | vörulisti þar sem verslunarstjórar voru beðnir að fylla inn rétt verð eins og varan er seld neytendum. Til að tryggja að rétt kjör væru höfð í könnuninni varð verslunarstjóri viðkomandi verslunar að undirrita vörulistann til staðfestingar verð- inu. í könnuninni var eingöngu borið saman verð á íslenskri utanhúss- málningu en á markaðnum eru einnig ótal gerðir af innfluttri utan- i hússmálningu. í Húsasmiðjunni ' fékk neytendasíðan uppgefið verð á Max for Mur málningu og kostaði lítrinn af henni 704 krónur en hjá Málarameistaranum fékkst uppgef- ið verð á Nordsjö-útimálningu, 900 kr. lítraverð. -ST Málar bæinn rauðan - gulan, grænan eða bláan! Sama húsið málar hún aftur og aftur, allt þar til að viðskiptavinur- inn er orðinn ánægður. Ása Rún Björnsdóttir, sérstakur litaráðgjafi málningarverksmiðj- unnar Sjafnar, ferðast um landið og málar hús að ósk viðskiptavinanna. Tölvufyrirtækið Moser í Þýskalandi hannaði forritið Famos sérstaklega fyrir litablöndur Sjafnar. í sumar verður Ása Rún á ferð um landið með tölvu og aðstoðar við litaval á húsum. Fólk sem vill sjá nýja liti á húsinu sínu getur sent Ásu Rún mynd af því eða teikningu. Ása Rún skannar inn myndina og undirbýr húsið fyrir málningu. Þeg- ar forvinnunni er lokið hittir Ása Rún fólkið og í sameiningu vinna þau að því að velja réttu litina á húsið. Verð fyrir þessa þjónustu er ókeypis en útprentun mynda er fyr- ir einbýlishús 5.000 kr. en 10.000 fyr- ir fjölbýlishús og skip. Útprentunin er síðan endurgreidd fólki ef það velur að kaupa Sjafnar- málningu á húsin sín, að sögn Júlí- usar Thorarensens, sölustjóra Sjafn- ar. -ST A5 mála hús Samkvæmt útreikningum Kjartans Kjartanssonar, sölu- manns hjá Metró, gæti kostnað- urinn við að mála 150 fm einbýl- ishús verið á bilinu 50-60.000 kr. Kjartan taldi aðalástæðu þess að málning flagnaöi of fljótt af þök- um og veggjum þá að fletir hefðu ekki verið hreinsaðir og lagði mikla áherslu á að þvo húsin fyrir málun. Við gluggamálun mælti Kjart- an með „trimmurum“ sem hann sagði spara bæði tíma og fé. Hefðbundnar rúllur eru notað- ar á slétta fleti en hraunrúllur á hrjúfari fleti. Fyrir pensilmálunina mælti hann með penslum með klofnum nælonþráðum sem eru auðveldir í þrifum og skilja ekki eftir sig pensilför. Þurrt og skýjjað er best! Kjartan sagöi að menn ættu ekki að mála í sól eða á mjög þurran stein. Hann benti á að akrýlplastmálning næði betri viðloðun með örlitlum raka á steininum, samt ekki í rigningu. „Þurrt og skýjað er besta veðrið til að mála,“ sagði Kjartan að lokum. Ása Rún Björnsdóttir og Júlíus Thorarensen leggja drög aö nýrri litgreiningu á DV-húsinu. DV-mynd E.ÓI Á sínum tíma voru menn óhressir meö rauöa litinn á gamla aöalpósthúsinu í Pósthússtræti. I dag viröast menn sáttir viö þá breytingu. Hvernig væri aö breyta aöeins útliti Stjórnarráðsins? Eða gera DV-húsið gult, grænt og vænt? I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.