Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 37 A daese i Hr Eitt málverka Ninu Kerola í Galleri Listakoti. Ætingar, silkiþrykk og grafík Nú stendur yfir sýning á verkum grafiklistakonunnar Ninu Kerola í Gallerí Listakoti, Laugavegi 70. Kerola er finnsk en hefur verið búsett í Svíþjóð síðan 1989. Hún sýnir ætingar, silkiþrykk og einnig myndir unnar með blönduðum grafikað- ferðum. Kerola segir um list- sköpun sína: „Ég nota lítil merki, lítil tákn. Þarna er nátt- úran, fiskarnir og þögn stað- anna. Þetta ávala og þetta opna. Ég reyni að segja eitthvað sem aðeins finnst á táknrænu sviði, þar sem blæbrigði litanna skipt- ir miklu máli. Áskorunin og for- vitnin eru sköpunarkraftur minn.“ Sýning Ninu Kerolu stendur til 14. júní. Sýningar Textflverk á Akranesi Um þessar mundir sýnir í Listasetrinu í Kirkjuhvoli, Akranesi, Philippe Ricart. Verk- in eru textílverk unnin með blandaðri tækni. Philippe nam og vann við almennan vefnað á Vefstofu Guðrúnar Vigfúsdóttur vefnaðarkennara á ísafirði frá 1980-1984 og hefur auk þess sótt námskeiö i öðrum greinum. Philippe var útnefhdur bæjar- listamaður Akraness 1996 og verkin á sýningunni eru af- rakstur af starfi hans sl. ár. Áður hefur hann haldið einka- sýningar á ísafirði, í Bolungar- vík og á Akranesi. Listasetrið er opið daglega frá kl. 15-18 en sýningunni lýkur 8. júní. BMW-sýning B&L standa fyrir sýningu á BMW bifreiðum um helgina. Sýndir verða úr 3-línunni bæði Saloon og Touring og Saloon úr 5 línunni. Sýningin er að Suð- urlanndsbraut 14, á morgun kl. 9-17 og sunnudaginn kl. 12-17. Karlakórinn Heimir á Austurlandi Karlakórinn Heimir úr Skagafirðinum er nú á ferð um Austurland og eru næstu tón- leikar kórsins í kvöld í Félags- heimilinu Valhöll, Eskifirði, og hefjast þeir kl. 21. Á morgun verða svo tónleikar í Egilsstaða- kirkju kl. 15. Samkomur Félag eldri borgara í Reykjavík Félagsvist verður í Risinu í dag kl. 14.00. Guðmundur stjórn- ar. Göngu-Hrólfar fara I létta göngu um borgina kl. 10 í fyrra- málið frá Risinu. Doktorsritgerðarvöm Hólmfríður K. Gunnarsdóttir ver doktorsritgerð við lækna- deild Háskóla íslands kl. 14.00 í hátíðaral skólans. Ritgerðin nefnist Mortality and Cancer Morbidity among Occupational and Social Groups in Iceland (Dánar- og krabbameinstíöni í starfs- og þjóðfélagshópum á ís- landi). Golfvellir á Islandi Bolungarvík O ' V : Q ísafjöröur Þingeyrl Q Q Bíldudalur Patreksljörbur Siglufjörður HofsÓ: b 'r^filafsfjörður Q Kópasker •.. ? Q,. Skagaströnd Q Sauðárkrókur Q Dalvík Húsavík Blönduós o o Akureyrl Mývatnssveit Olafsvík Q Stykklshólmur o Neskaup- staður o Esklfjörður Q EgilsstaðirQ Borgarnes o Húsafell o I J. Akranes Hvammsvík Kefíavík Sandgerði Heimild: Golfsamband íslands 'qpQ Laugarvatn S O QÚthlíð 1 ■ JFIúðlr Öndveröarnes < -'KiðJaberg Grindavík \ > g Selfoss He//a 8 -_Jj Q Q Vík Vestmannaeyjar Vogar 1. GR Grafarhalti 2. GR Korpu 1, 3. Golfkl. Ness 4. Golfkl. Kjölur 5. Golfkl. Bakkakots u&L ~ 6. Golfkl. Keilir r 7. Gojfid. Kópav/Garðab 8. Goífkl. Setberg 9. ' Q Klrkjubæjarklaustur Djúplvogurjjþ J DV Ýdalir: SSSól vaknar með hækkandi sól SSSól spilar í Ýdölum í kvöld. Hin vinsæla hljómsveit, SSSól, hefur legið í dvala í alllangan tíma, aðallega vegna þess að for- sprakki hennar, söngvarinn og leikarinn Helgi Bjömsson, hefur verið á Ítalíu. Hann er nú kominn heim tímabundið og hefur endur- vakið hljómsveit sína af dvalanum og er vel við hæfi að SSSól hefji leik aftur þegar sólin er á lofti nánast allan sólarhringinn. Skemmtanir Fyrsta ball SSSólar á þessu sumri verður í kvöld i Ýdölum. Þetta ball er árlegur viðburður og er þetta sjöunda árið í röð sem það er haldið með þátttöku SSSólar. Mikil stemning hefur myndast í kringum dansleikinn, fólk kemur með tjöld með sér, grillar og fer síðan á ball. Skattadagsgleði á Astró Heimdallur, félag ungra sjálf- stæðismanna, heldur samkvæmi á efri hæð Astró í kvöld í tilefni þess að síðustu vinnudagar lands- manna fyrir hið opinbera vom nú i vikunni en skattadagurinn sjálf- ur var á þriðjudag. Gleðin hefst kl. 21.30 með léttum veitingum og er allt áhugafólk um lægri skatta boðið velkomið. Lagfæring vega á Snæfellsnesi Allflestir hálendisvegir á landinu eru enn ófærir vegna snjóa eða aur- bleytu. Á kortinu má sjá hvaða leið- ir eru ófærar. Vegavinnuflokkar eru starfandi í öllum landshlutum og er meðal annars verið að vinna við lagfæringu vega á Snæfellsnesi, Færð á vegum Fróðárheiði, Grundarfjörður-Ólafs- vík og Búðir-Hellnar og þegar vest- ar dregur á leiðinni Botn- Súðavík. Þá er verið að vinna á leiðunum Laugarvatn-Múli og Suðurlands- vegur-Galtalækur á Suðurlandi. Ástand vega ISJHáll án f s Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir m Þungfært © Fært fjallabílum Alexandra Sif eignast bróður Litli drengurinn á myndinni fæddist á fæð- ingardeild Landspítalans 28. maí kl. 15.30. Hann Barn dagsins reyndist vera 2.999 grömmm að þyngd og mældist 50 sentímetra við fæðingu. Foreldrar hans eru Margrét Guðmunds- dóttir og Þórir Friðriks- son. Hann á eina systur sem heitir Alexandra Sif. Jeff Daniels og Anna Panquin leika fööur og dóttur. Amy og villi- gæsirnar Amy og villigæsirnar (Fly away Home), sem Stjörnubíó sýnir, er fjölskyldumynd sem byggð er á sannsögulegum at- burðum. Aðalpersóncm er Amy, þrettán ára stúlka, sem lendir ^ ásamt móður sinni í hörðum árekstri. Hún vaknar upp á sjúkrahúsi í Auckland, móðir hennar er dáin og hjá henni er faðir hennar, Thomas, sem fer með hana til Kanada. Þar sem störf hans sem uppfinninga- manns taka allan tíma hans er Amy mikið ein. Einn daginn gengur hún fram á gæsaegg sem eru yfirgefin. Hún ákveður að hlúa að eggjunum og fer með þau inn í hlöðu. Fyrr en varir kemur að útunguninni og það fyrsta sem gæsaungamir sjá er Kvikmyndir góðlegt andlit Amy og þar með er henni ljóst að hún er orðin gæsamamma. Faðir hennar leyf- ir henni að hafa ungana og þeir dafna vel í umsjá hennar. Þurfa þeir þegar líða tekur á sumarið að fara til réttra heimkynna en þar sem enginn er til að fylgja þeim er ekki um annað að ræða en að smíða flugvél og fylgja þeim þangað. Nýjar myndir: Háskólabíó: Ofurvald «. Laugarásbíó: Lygari, lygari Kringlubíó: Howard Stern Saga-bíó: Tindur Dantes Bíóhöllin: Beavis og Butt-Head Bíóborgin: Visnaður Regnboginn: Öskrið Stjörnubíó: Amy og villigæsirnar Stjörnubíó: Anaconda Krossgátan T~ zr 5 r~ r 7- s 10 i 1 II 11 f4 n lb D- «■1 $ J - 1 <i J Isr Lárétt: 1 bifast, 7 hélt, 8 fljótum, 10 venslamenn, 11 bringusepi, 12 píp- an, 13 steinn, 14 utan, 16 bleyðuna, 19 rykkorn, 20 metorð. Lóðrétt: 1 rámur, 2 fullkomlega, 3 ætt, 4 gljúfur, 5 óhreinkaði, 6 grami, 9 miskunnsemi, 11 draga, 12 borð- andi, 15 nart, 17 trylltur, 18 kemst. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 fergja, 8 órar, 9 arð, 10 lið- ug, 11 gá, 13 klingir, 15 ás, 16 rullu, 18 töfri, 20 óm, 21 máttug. Lóðrétt: 1 fólk, 2 erilsöm, 3 raðir, 4 « grunur, 5 jag, 6 argi, 7 óð, 12 árum, 14 glit, 15 átt, 17 lóu, 19 fá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.