Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritsýórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsént efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. Röng skilaboð dómstóls Héraösdómur Reykjavíkur hefur í tvígang á örfáum dögum gengið gegn réttarvitund manna með dómi og úr- skurði. Fjórir menn, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna fólskulegrar árásar á ungan mann á skemmtistað, sem leiddi til dauða hans, hafa verið látnir lausir. Rann- sóknarlögregla ríkisins haföi gert kröfu um framleng- ingu varðhalds tveggja mannanna en Héraðsdómur hafnaði kröfunni. Krafa Rannsóknarlögreglunnar byggðist á því að mál- ið væri alvarlegt og það væru almannahagsmunir að halda mönnunum inni þar til málið væri til lykta leitt. Dómurinn varð ekki við þessu. Rannsóknarlögreglan hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. í síðustu viku dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur mann sem ók á par í Tryggvagötu í haust. Stúlkan lést og pilturinn slasaðist alvarlega. Maðurinn var dæmdur í 8 mánaða fangelsi. Þar af voru 5 mánuðir skilorðs- bundnir. Ökumaðurinn var kófdrukkinn þegar hann ók á unga fólkið. í myrkri og rigningu ók hann brott og skildi stórslasað og meðvitundarlaust fólkið eftir liggj- andi á götunni. í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að brot manns- ins sé stórfellt og einkum vítavert að skilja slasað fólkið eftir ósjálfbjarga á fjölfórnum vegi í náttmyrkri. Þrátt fyrir þetta fékk maðurinn svo vægan dóm að undnm sætir. Óhætt er að segja að dómur Héraðsdóms Reykja- víkur í máli þessu hafi vakið furðu. Sérstaka athygli vakti að á sama tíma var ungur maður dæmdur í Hér- aðsdómi Reykjaness fyrir að bana stjúpföður sínum með hnífi. Hann var dæmdur til að sæta 10 ára fangelsisvist. í máli unga mannsins, sem banaði stjúpföður sínum, er refsiramminn 16 ára fangelsi. Við ákvörðun refsingar var tekið mið af ungum aldri sakbornings og því að hann reyndi að koma því til leiðar að fómarlambið fengi læknisaðstoð. Þá var tekið tillit til þess að hann skýrði hreinskilnislega frá atburðum og horft til þess að hann bjó við erfiðar heimilisaðstæður og hafði vart komist til fulls þroska. Þessi atriði stytta fangelsisdóm mannsins en hann er engu að síður 10 ár. Miðað við alvöru brots mannsins sem ók á unga fólk- ið gat refsing numið allt að 6 ára fangelsi. Þótt brotið væri hastarlegt og maðurinn heföi auk þess tvisvar áður gerst sekur um ölvunarakstur var refsirammi laganna lítt nýttur. Það er því erfitt að átta sig á niðurstöðunni og samhengi dómanna. í fréttaskýringu DV kom fram að sá reginmunur sem löggjafinn gerir á ásetningsbroti og afbroti sem framið er af gáleysi, jafnvel þótt það sé glæpsamlegt, hefur það í för með sér að við vissar aðstæður virðist almenningi illskiljanlegur mismunur á refsingum í þessum mála- flokkum. Himinn og haf er á milli refsinganna. Dómstólar virðast nýta sér takmarkað refsiramma í hegningarlögum gagnvart manndrápi af gáleysi. Hér er ekki verið að fara fram á refsigleði gagnvart fólki sem lendir í slysum og orsök er talin gáleysi. En það er mik- ill munur á „hefðbundnu slysi“ og því að drepa fólk og limlesta, ofurölvi á bíl, og skilja það eftir á götunni í blóði sínu. í fyrmefndri fréttaskýringu kom það fram að ástæða þess að héraðsdómarar dæma vægt í brotum sem þess- um sé sú að Hæstiréttur hafi gefið þá línu. Þá línu þarf að endurskoða því dómar sem vekja furðu almennings og ganga gegn siðferðistilfmningu og réttlætiskennd veikja dómstólana. Skilaboð dómsins eru röng. Jónas Haraldsson Tækifæri Endurskoðun, tölvuumsión Lager' fqreiðs\usta«i tækifæri Okkur vantar duglega og sjálfstæða solunnenn til þess að selja vinsæla og aijðseljantega voru á daginn. Einnig vantar sirnsólutólk^ á qöIu. Góð --------------------- %«if| Vegna mikillarsöli nkl'i •*' ** aitiaður mgarkrana, nQkast á bY99r Fasteignasala — sölumenn \dv\n«®6s„ 3&Start —J*1 Vélstjóri - —Sölufulltrúi OKriTStOTUStaiT óskum eftir að ráða sölufulltrúa í ó®1 Oskumeftiraðráðastarfskrafttilalmennra Starfiðfeisteink^rTÚh^- ÓS“° Þekkjng_ rt/%tat»Lnum ogTrá- PíOÖustulund og þægilei VAanir vélarnenn__\ ge „Til hvers er veriö aö ginna fólk yfir miðjum aldri til aö sækja um störf viö þessar aðstæður?" segir m.a. í greininni. Óraunsæ æskudýrkun í afbragðsgóðum viðtalsþætti Ei- ríks Jónssonar á Stöð 2 nú nýverið (14.5.1997) var fjallað um þann sér- kennilega vanda sem blasir við fólki yfrr fimmtugu um þessar mundir á íslenskum vinnumarkaði. Missi þetta fólk vinnu getur það lent í stórfelldum erfiðleikum með að fá störf á nýjan leik. Litlu virðist skipta þótt það búi yfir mikilli reynslu - hafi margsannað ágæti sitt með vel unnum störfum. Alvarlegt sjúkdómseinkenni Ég hefi sannfrétt að í papp- írsmyllum ráðningarstofanna fari oft fram frumflokkun á umsóknum um laus störf sem felst í því einu að skoða kennitölur umsækjenda. Um- sóknir með óæskilega lágar fimmtu og sjöttu tölu fara umsvifalaust í úrkast án frekari athugana. Fólk yfir fimmtugu kemur þannig mjög oft ails ekki til greina. Fjölmörg dæmi eru einnig til um það að iðulega séu mörkin dregin um fertugt. Til hvers er verið að ginna fólk yfir miðjum aldri til að sækja um störf við þessar aðstæð- ur? Heiðarlegra væri að segja hreint út hvað hangir á spýtunni hverju sinni. í fyrrgreindum þætti hafði gestur Eiríks reynt í hartnær ár að fá sér vinnu án árangurs. Fram kom hjá einum áheyrandanum að um var að ræða dugmikinn mann, starfskraft í sérflokki. Samt gekk ekkert. Þegar þjóðfélag er farið að hafna í stórum stíl fólki sem á eftir tvo áratugi af nægri starfsorku og oft meira þá er slíkt al- varlegt sjúkdóms- einkenni en ekki vísbending um góða stjómun og stjómendur. Vitnis- burður um sjúk viðhorf sem spiila árangri. Er einhver hissa á lélegri fram- leiðni þegar slíkir hlutir gerast í stór- um stíl? Hver ræður ferðinni? Starfsfólk ráðn- ingarstofa sem ég hefl rætt við segir að oft hafi það skýr fyrirmæli frá vinnu- veitendum þeim sem það vinnur fyr- ir að fara að á þennan hátt. Eina haldbæra útskýringin, ef útskýr- ingu skyldi kalla, sem ég hefi feng- ið á þessu háttarlagi, er sú að fyrir- tæki séu að minnka launakostnað sinn og veigri sér við að bjóða reyndu fólki slök laun. Slíkt treysta þau sér á hinn bóg- inn til að gera gagnvart þeim yngri. í þeim tilvikum sem um er að ræða einfóld störf má segja að hags- munarök haldi frá sjónarhóli vinnu- veitandans þótt kaidranaleg séu. Um leið og störfin krefjast reynslu og þekkingar breytist málið. Reyndur starfskraft- ur skilar oft margföldum afköstum og árangri miðað við byijendur. TU hvers er þá verið að vandræðast yfir hlutfallslega litlum launaspam- aði? Óhófleg æskudýrkun leiðir iðu- lega tU uppsagna á reyndu fólki eft- ir áratuga störf. Þetta er háskaleg þróun. Hvar er umbunin fyrir langvarandi hoU- ustu og góða frammi- stöðu? Vinnuveitandi sem rýfur tryggð við starfsfólk sitt með þess- um hætti geldur þess oft dýra verði þegar annað starfsfólk verður þessa áskynja og glatar hoU- ustunni við hann. Um leið minnkar eða jafnvel brestur vUjinn tU að leggja sig fram og afköst og gæði vinnu fjöl- margra starfsmanna minnka. Þetta getur reynst langtum dýrara en menn órar fyrir. Skynsamir stjómendur sem kunna sitt fag taka ekki þá hættu að rústa vinnumóral með óvand- aðri framkomu við starfsfólk sitt. Sú vanhugsaða æskudýrkun sem birtist í því að ganga kerfisbundið fram hjá fólki yfir tUteknu aldurs- marki getur því reynst dýrkeypt þegar upp er staðið. Spamaðurinn sem sjá má í launabókhaldinu getur breyst í verulegt tap þegar rekstur- inn er metinn sem heUd. Tími til athafna Kominn er tími tU að taka á þeim sérkennUega vanda sem hér hefur verið lýst. Eitt fyrsta verkið er að finna leiðir tU að koma stjórnend- um sem haldnir era af óraunsærri æskudýrkun í skUning um að þeir eru oft að vinna gegn eigin hags- munum með slikum viðhorfúm. Næsta verkefni er síðan að sjá tU þess að ailt vinnufúst fólk hafi eitt- hvað að starfa, hvort sem það er ungt eða gamalt. Iðulega er nauð- synlegt og rökrétt að taka ungt fólk fram yfir þá eldri. Þetta á á hinn bóginn ekki að þurfa að leiða tU verulegs atvinnuleysis vinnufúss fólks sem komið er á miðjan aldur. Jón Erlendsson „Reyndur starfskraftur skilar oft margföldum afköstum og árangri miöaö viö byrjendur. Til hvers er þá veriö aö vandræöast yfir hlut- fallslega litlum launasparnaöi?“ Kjallarinn Jón Erlendsson yfirverkfræðingur Upp- lysingaþjónustu Háskól- ans Skoðanir annarra Afskipti af lífeyrissjóðum „Nú hefur ríkisstjómin lagt tU að lífeyrissjóðir hátt í fimmtán þúsund manna verði lagður niður. Þessi aðfór að spamaöi og frálsræði einstaklinga tU að stýra sínum sparnaði er merkUeg og í raun stór- furðuleg ef menn skoða yfirlýstar stefnur þeirra flokka sem að þessu frumvarpi standa ... Hvað kem- ur það vinnuveitendum við hvemig lífeyrissjóðsfé- lagar ávaxta sitt fé og hvemig úthlutað er úr sjóðum. Að mínum dómi eru greiðslur í lífeyrissjóð órjúfan- legur hluti af launum.“ Einar Kristján Haraldsson í Mbl. 5. júní. Verkfallið og kvótinn „Það er verið að beita verkafólk á Vestfjörðum of- beldi og því skal haldið áfram. Það er greinUega búið að ákveða að fólkið komist ekki upp með að ætlast tU að fá laun sem það getur lifað af. Það skal ekki ryðja brautina fyrir aðra. Það skal slegið niður. Það er vandamál fyrir þá sem eru að verja núverandi fyrirkomulag að kvótinn blandast í málið. Þeir sem er verið að reyna að draga að samningborði eru ein- faldlega hluti þeirra sem fá afhentar ómældar fiár- hæðir frá ríkinu, það er kvótann. Umræðan getur orðið tU þess að varpa kastljósinu óþægUega að stað- reyndum." Úr forystugrein Alþbl. 5. júní. Enskan er málið „Við erum svo dásamlega iUa í sveit sett að það skUur okkur enginn. Nema við sjálf. Því fyrr sem við læram að skUja, nema og tjá okkur við sem flesta útlendinga á því máli sem mesta hefur þýð- ingu, því betra. Enska er þetta mál. Það er ekki hægt að fara um aUan heim og gera sig skUjanlegan á ensku. En maður fer nokkuð langt í öUum álfum. Og líka á veraldarvefnum sem nú setur aUan heiminn í snertifiarlægð við þann sem kann.“ Stefán Jón Hafstein í Degi-Timanum 5. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.