Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Blaðsíða 22
34 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 Afmæli Jóhanna Jónasdóttir Jóhanna Jónasdóttir, starfsmaður í íþróttamiðstöðinni, Höfðagötu 15, Stykkishólmi, er sextug í dag. Starfsferill Jóhanna fæddist í Stykkishólmi en ólst fyrst upp í Elliðaey á Breiða- firði og síðar í Stykkishólmi. Jóhanna lauk gagnfræðaprófi og var svo einn vetur í húsmæðra- skóla. Auk húsmóðurstarfa og bamauppeldis hefur Jóhanna unnið ýmis störf, s.s. við fiskvinnu og verslunarstörf. Hún rak ásamt manni sínum verslun í Stykkis- hólmi um nokkurra ára bil en síð- ustu sex árin hefur hún unnið í íþróttamiðstöð. Jóhanna er félagi í kór Stykkishólms- kirkju og í Lionsklúbbnum Hörpu. Fjölskylda Jóhanna giftist 6.6. 1957 Hrafnkeli Alexand- erssyni, f. 12.2. 1934, vaktmanni. Foreldrar hans voru Alexander Guðbjartsson og Krist- jana Bjamadóttir, bænd- ur á Stakkhamri í Mikla- holtshreppi. Böm Jóhönnu og Hrafnkels em Rikharð- ur, f. 30.4. 1957, fram- kvæmdastjóri í Stykkis- hólmi, kvæntur Katrínu Hafsteins- dóttur og eiga þau tvær dætur; Dag- björt, f. 7.7. 1958, skrifstofumaður í Stykkishólmi, gift Haraldi Thorla- cius og eiga þau tvö böm; Kristjana, f. 20.10. 1960, íþróttafræðingur í Jóhanna Jónasdóttir. Hveragerði, gift Bimi Ind- riðasyni og eiga þau eina dóttur; Hrafnhildur, f. 24.9. 1962, tölvunarfræð- ingur i Berlín, í sambúð með Robert Zijal. Hrafh- hildur á eitt barn frá fyrra hjónabandi; Alex- ander, f. 4.4. 1966, tamn- ingamaður í Borgamesi, kvæntur Ólöfu Guð- mundsdóttur og eiga þau tvö böm. Systur Jóhönnu eru Helga, f. 14.11.1930, starfs- maður á leikskóla í Borgamesi; Unnur, f. 30.5. 1935, starfsmaður Pósts og síma í Stykkishólmi; Ásdis, f. 4.6. 1941, skrifstofumaður í Reykjavík. Foreldrar Jóhönnu eru Dagbjört H. Níelsdóttir, f. 6.2.1906, fyrrv. hús- móðir og verkakona í Stykkishólmi, og Jónas Pálsson, f. 24.9. 1904, d. 13.9. 1988, fyrrv. vitavörður og sjó- maður. Ætt Jónas ólst upp i Höskuldsey á Breiðafirði ásamt ellefu systkinum. Hann var sonur Páls Guðmundsson- ar og Helgu Jónasdóttur. Dagbjört ólst upp í Sellátri á Breiðafirði ásamt fjórum systkin- um. Foreldrar hennar vora Níels Breiðfjörð Jónsson og Dagbjört H. Jónsdóttir. Jóhanna tekur á móti gestum á afmælisdaginn á heimili þeirra hjóna að Höfðagötu 15, Stykkis- hólmi. Lára Halldórsdóttir Lára Halldórsdóttir, hárgreiðslu- kona og húsmóðir, Víðilundi 20, Ak- ureyri, er áttræð i dag. Starfsferill Lára lærði hárgreiðslu og vann við iðngrein sína bæði í Kaup- mannahöfn og á Akureyri. Hún hefur einnig starfað við afgreiðslu- störf, verið félagi í kvenfélaginu Framtíðinni og í Félagi aldraða á Akureyri. Fjölskylda Lára giftist 19.7. 1941 Kára Sigurjónssyni, f. 20.8. 1916, d. 15.4. 1970, prentara. Foreldrar hans vom Elín Valdimarsdótt- ir og Sigurjón Jóhannes- son, verkamaður á Akur- eyri. Böm Lám og Kára eru Elín Ásta, f. 19.11. 1942, leikskólakennari í Reykjavík, gift Lúther Kristjánssyni byggingar- Lára Halldórsdóttir. meistara og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn; Rósfríður María, f. 6.6. 1948, gift Magnúsi Frið- rikssyni bókbandsmeist- ara, búsett á Akureyri og eiga tvo syni og eitt barnabam. Systkini Lám era Guð- rún, f. 14.8. 1903, d. 29.3. 1992; Ingibjörg, f. 29.10. 1906, húsmóðir, gift Magnúsi Bjarnasyni skipasmíðameistara sem nú er látinn og áttu þau fjögur böm; Stefán, f. 14.10. 1913, d. 30.11. 1978, vélstjóri, kvæntur Kristínu Eggerts- dóttur sem nú er látin og áttu þau tvö kjörbörn. Foreldrar Lára vora Halldór Hall- dórsson, f. 9. 10. 1878, d. 2.9. 1964, söðlasmiður á Akureyri, og Rósfríð- ur Guðmundsdóttir, f. 8.10. 1876, d. 29.1. 1969, húsmóðir. Lára tekur á móti ættingjum og vinum í Félagsmiðstöðinni Víði- lundi 22 frá kl. 15.30 á afmælisdag- inn. Guðmundur Guðjónsson Guðmundur Guðjóns- son, bóndi og þúsund- þjalasmiður, Eystra- Hrauni, Skaftárhreppi er sjötugur í dag. Starfsferill Guðmundur er fædd- ur og uppalinn að Lyng- um í Skaftárhreppi. Hann stundaði sjó- mennsku tvær vertíðir á yngri árum og gerðist bóndi á Eystra-Hrauni 1951. Guðmundur var einnig bifreiðastjóri hjá Vega- gerðinni samhliða búskap fyrstu árin. Hann hefur stundað vélavið- gerðir og nýsmíði, verið formaður Sauðfjárræktarfélags Kirkjubæj- arhrepps um nokkurt skeið og einnig Nautgriparæktarfélags Kirkjubæjarhrepps. Guðmundur Guðjónsson. Fjölskylda Guðmundur giftist 21.5. 1956 Katrínu Þórarinsdóttur, f. 30.4. 1938, húsmóður. Foreldrar hennar eru Þórarinn Kjartan Magnússon, fyrrv. kennari og bóndi i Hátún- um, Landbroti, og kona hans, Þur- íður Sigurðardóttir húsmóðir. Börn Guðmundar og Katrínar eru Hreiðar, f. 6.3. 1956, d. 23.10. 1977; Valmundur, f. 21.12. 1964, bóndi og vélsmiður Eystra- Hrauni, kvæntur Unu Kristínu Jónsdóttur og eiga þau einn son sam- an en Una á einnig ann- an son; Margrét, f. 1.5. 1966, búsett í Svíþjóð, gift Jóhanni Skúlasyni og eiga þau þrjá syni; Jóhanna Þuríöur, f. 15.3. 1968, fiskeldisfræð- ingur á Vogum á Vatns- leysuströnd, sambýlis- maður hennar er Viktor Guðmundsson og eiga þau einn son; Finnur, f. 13.3. 1970, rennismiður á Akra- nesi, kvæntur Þuríði Júdit Þórar- insdóttur; Elín Þóra, f. 15.1. 1973, húsmóðir á Eystra-Hrauni, sam- býlismaður hennar er Ágúst Dal- kvist. Elín Þóra á tvö börn og Ágúst eitt af fyrri samböndum. Systkini Guðmundar eru Guð- laugur, f. 1.7. 1928, skurðgröfu- stjóri í Vík í Mýrdal; Oddný Mar- grét, f. 20.8. 1929, bóndi í Ásgarði, Landbroti; Vilborg, f. 16.9. 1930, kjólameistari í Reykjavík; Sigrún, f. 11.2. 1932, húsmóðir í Keflavík; Vigfús, f. 9.6. 1934, d. 3.8. 1935; Vigfús, f. 3.7. 1935, d. 27.9. 1960; Dagbjartur, f. 17.4. 1937, d. 14.1. 1993, bóndi að Lyngum; Jóhanna, f. 18.6. 1939, matartæknir í Kópa- vogi; Sigurður, f. 18.11. 1940, sjó- maður í Hafnarfirði; Áslaug, f. 2.11. 1942, sjúkraliði í Reykjavík; Sigursveinn, f. 6.8. 1945, bóndi og bílstjóri að Lyngum; Steinunn, f. 9.2. 1947, bóndi að Gröf í Skaftár- tungu. Foreldrar Guðmundar voru Guðjón Ásmundsson, f. 10.5. 1891, d. 13.11. 1978, bóndi að Lyngum, og kona hans, Guðlaug Oddsdótt- ir, f. 19.4. 1904, fyrrv. húsmóðir að Lyngum, sem nú dvelst hjá dóttur sinni í Ásgarði. Ætt Guðjón var sonur Ásmundar Jónssonar á Efri-Steinsmýri og fyrri konu hans, Steinunnar Jóns- dóttur. Guðlaug var dóttir Odds Stígs- sonar, bónda í Skaftárdal, og konu hans, Margrétar Eyjólfsdótt- ur. Tll hamingju með afmælið 70 ára Kjartan Jensson, Ásgarði 77, Reykjavík. Óllna Hinriksdóttir, Stigahlíð 34, Reykjavík. Ástríður Hannesdóttir, Bugðulæk 16, Reykjavík. 60 ára Bjarni Gíslason, Borgartanga 5, Mosfellsbæ. Guðmar Guðjónsson, Álftahólum 8, Reykjavík. Steinunn Sigurðardóttir, Hvannhólma 30, Kópavogi. 50 ára Haraldur G. Harvey Hlíðartúni 1, Mosfellsbæ. Ingibjörg Bergmann Sveinsdótt- ir, Skeljagranda 4, Reykjavík. Sigurbjörg Hermundsdóttir fóta aðgerðafræðingur, Vallholti 29, Selfossi. Eiginmaður hennar er Ámi Guðmunds- son og þau fagna þessum tímamótum með ættingjum og vinum í sal Frímúr- ara, Hrísmýri 1, Selfossi, að kveldi afinælisdagsins milli kl. 20 og 23. Dóróthea Valdimarsdóttir, Digranesvegi 44, Kópavogi. Skúli Jóhannsson, Kambsvegi 19, Reykjavík. Linda Guðbjartsdóttir, Laxakvísl 7, Reykjavík. Friðgeir Snæbjömsson, Flúðaseli 44, Reykjavík'. 40 ára Ásta Gunnarsdóttir, Vatnsnesvegi 22a, Keflavík. Sigurður J. Pálmason, írabakka 18, Reykjavík. Ólöf Sigurrós Gestsdóttir, Heiðarbakka 12, Keflavík. Jón Olgeir Ingvarsson, Brekkutúni 6, Sauðárkróki. Erla Hlífarsdóttir, Hverfisgötu 11, Siglufirði. HaHdór Ingimar Tryggvason, Skarðshlíð 25f, Akureyri. Guðmundur Össur Gunnarsson, Hátúni 10, Reykjavik. Þóra Þorvarðardóttir Þóra Þorvarðardóttir, fram- kvæmdastjóri Bókhaldsstofunnar Talnabergs ehf., Kögunarhæð 1, Garðabæ, verður fertug sunnudag- inn 8.6. nk. Starfsferill Þóra er fædd og uppalin í Hafnar- firði. Hún varð stúdent frá Verslun- arskóla íslands 1979 og viðskipta- fræðingur frá HÍ 1985. Þóra hefur sótt hin ýmsu námskeið á vegum Endurmenntunarstofnunar HÍ. Hún vann hjá Vita- og hafnamála- stofnun með námi, hjá Skattstofu Reykjanesumdæmis að loknu námi, frá 1984 til 1986, rak eigin bókhalds- stofu 1987-95 er hún varð fram- kvæmdastjóri Bókhalds- stofunnar Talnabergs ehf. í Hafnarfirði. Þóra hefur einnig frá 1991 kennt nokkur námskeið í Námsflokkum Hafnar- fjarðar. Fjölskylda Þóra hóf sambúð árið 1995 með Guðmundi Inga Ingasyni, f. 2.10. 1956, aðstoðarvarðstjóra í Kópavogi. Foreldrar hans eru Ingi Ólafur Guðmunds- son, verslunarmaður í Reykjavík, sem nú er látinn, og kona hans, Þóra Þorvaröardóttir. JL i Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Jakobína Guðríður Jakobsdóttir, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði þann 4. júní sl. Sigríður Sigursteinsdóttir ólöf Guðríður Sigursteinsdóttir Þorsteinn Sigursteinsson barnabörn og aðrir aðstandendur. Sigurður Magnússon Kolfinna Þórarinsdóttir Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud. Mánud. 16. júní 5. syn. kl. 20:00. m leikhópurtnn | ISIMH li.ll 1475 Kristín Kjartansdóttir, símavörður í Reykjavík. Böm Þóra eru Ólafúr Þór Magnússon, f. 22.1. 1976; Árni Heimir Ingimundar- son, f. 21.12. 1981; Helga Ingimundardóttir, f. 7.12. 1985. Synir Guðmundar eru Kjartan, f. 30.3. 1983; Hall- dór Öm, f. 4.12. 1987. Systkini Þóru era Sigurð- ur, f. 14.12. 1950, bygging- artæknifræðingur í Hafh- arfirði; Guðríður, f. 18.12. 1952, landfræðingur í Hafnarfirði; Þorvarður Árni, f. 6.11. 1964, byggingartæknifræðingur í Hafharfirði. Foreldrar Þóru era Þorvarður Magnússon, f. 19.5. 1927, byggingar- meistari í Hafnarfirði, og kona hans, Áslaug Einarsdóttir, f. 1.4. 1926, húsmóðir. Ætt Þorvarður er sonur Magnúsar Ólafssonar, bónda í Krýsuvík, og Þóru Þorvarðardóttur húsmóður. Áslaug er dóttir Einars Einarsson- ar, klæðskera og verslunareiganda i Hafnarfirði, og Helgu Þorkelsdótt- ur húsmóður. Þóra tekur á móti vinum og venslafólki á heimili sínu laugar- daginn 7.6. nk. frá kl. 20.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.