Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 5 > > » > > > » > ► ) ► > ► ) ) ) Fréttir Akæröi kemur til réttarhaldanna í gærmorgun. Hlööversmálið: Hluti réttarhalda fyrir luktum dyrum í gær hófst aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Hafnfirðingi sem grunaður er um að hafa banað Hlöðveri Sindra Aðalsteinssyni að- faranótt 29. desembers siðastliðins. Málið er flutt fyrir Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði. Blaðamaður DV var við dómhús- ið er tveir lögreglumenn komu á jeppa með hinn ákærða. Hann var leiddur handjárnaður inn í dóm- húsið í fylgd tveggja lögreglu- manna. Hluti réttarhaldanna var lokaður almenningi, það er sá hluti sem íjaliaði um kynferðisleg afbrot. Meginreglan er sú að meðferð opinberra mála skuli fara fram fyr- ir opnum dyrum. Þó er dómara heimilt, samkvæmt lögmn mn með- ferð opinberra mála, að ákveða að dómþing skuli fara fram fyrir lukt- um dyrum, meðal annars til hlífðar sakbomingi og af velsæmisástæð- um. Fannst látinn viö Krýsu- víkurveg Hlöðver fannst látinn við Krýsu- víkurveg. Hann hafði farið að heiman að nóttu til sem var mjög óvenjulegt að sögn bróður hans. Lögreglan grunaði fljótlega hinn ákærða og var hann handtekinn en síðan sleppt úr haldi eftir yfir- heyrslur. Hinn ákærði viðurkenndi seinna að hann hefði ætlað að hefna sín á Hlöðveri og sagði hann hafa leitað á sig kynferðislega á unglingsár- um. Hann hefði ekið með hinum látna að Krýsuvíkurvegi um nótt- ina og ætlað að hræða hann með því að hleypa af haglabyssu sinni í áttina að honum. Skotið fór í hand- legg Hlöðvers. Dánarorsökin var tvíþætt, ann- ars vegar af blóðmissi af völdum skotsárs, hins vegar vegna losts. Nákvæm rannsókn Rannsókn málsins var mjög ítar- leg. Böndin bárust strax að mann- inum vegna símhringingar til Hlöðvers sem var skráð á tæki í íbúð hans. Þá var framkvæmd DNA-rann- sókn á sígarettustubbi sem fannst í Lödu-jeppa hins látna og leiddi hún í ljós að um sama manninn var að ræða. Einnig var hægt að slá því föstu að forhlað úr haglabyssuskoti sem sat í handlegg Hlöðvers var úr byssu mannsins. Flutningur málsins hófst á því að teknar voru skýrslur af sakbom- ingi og vitnum. Málinu var síðan frestað þar til á mánudaginn, þar sem tvö vitni voru ekki tiltæk. Aðalmeðferð málsins mun að öll- um líkindum verða kláruð á mánu- daginn og má búast við dómi í mál- inu fljótlega eftir það. -sf urnarit . ing. [ 9 7 esi á Akré\ ■ Ráðstefna um sjávarútvegsmál Jdagur 7.júní |i|2j Skráning og afhending gagna. I Þingsetning. HyjAdjV. Ráðstefna um sjávarútvegsmál - fyrri hluti. IPIlll'lllMHi Setning ráðstefnu - Sighvatur Björgvinsson. Veiðileyfagjald. IrlfatlMW Veiðileyfagjald hver greiðir og hvernig, framsaga Dr. Guðmundur Magnússon prófessor. lllMlIllr4ilÍ Veiðileyfagjald sem tekjuöflunartæki, ^ framsaga Þórólfur Matthiasson hagfræðingur. llFrBr-jiÚ'M Veiðileyfagjald og sambúð atvinnuveganna, framsaga Markús Möller hagfræðingur. Silíl Hádegisverður. BhW'l’MKK'M Ráðstefna um sjávarútvegsmál - seinni hluti. Stjórnkerfi fiskveiða . SESffi! 'íEE'.- ■■ Mismunandi stjórnkerfi fiskveiða, ____________framsaga Ágúst Einarsson alþingismaður. M<Ki3.í«SEI*ólM Pallborð með þáttöku frummælenda, _______________ umræðustjóri Jón Baldvin Hannibalsson alþingismaður. 3 Ráðstefnuslit - kaffihlé. yEj Almenn umræða um sjávarútvegsmál. 3 Út í óvissuna. RIPH'MW Hátíðardagskrá. Sunnu? 09 00 - 12.00 1:’.OO - 13.00 13.00 - 17.00 17.00 - agur 8. júní Lagabreytingar - kynning, umræður og afgreiðslur. Hádegisverður. Sameiningarmál - kynning og umræður. Þingslit. Ráðstefnan er opin öllum og hvetur Alþýðuflokkurinn, Jafnaðarmannaflokkur Líslands alla til að mæta og fylgjast með umræðunni um þetta veigamikla málefni. éJ Alþýðuflokkurinn, Jafnadarmannaflokkur íslands staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur og stighœkkandi c ^ ^ Smaauglyslngar birtingarafsláttur 550 5000 A NISSAN ALMERA 1,4 CX Hafou samband vio solumenn okkar strax. __________'_________I_______ Aðeins örfáum bílum óráðstafað. Verð kr. 1.280.000.* Almera Alltaf öruggur Nægur kraftur Mikið rými Ánægja í akstri Gulltrygg fjárfesting Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 Verð áður kr. 1.438.000.- Aukabúnaöur á mynd, álfelgur og vindskeið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.