Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Blaðsíða 15
14 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 27 íþróttir Frjálsar iþróttir - karlar: Stangarstökk 1. Christos Adamides, Kýpur .. . 4,90 2. Bemard Felten, Lúx ......4,80 3. Sigurður T. Sigurðsson, ísl. . . 4,40 100 metra hlaup 1. Georgis Skender, Kýpur .... 10,51 2. Jóhannes Már Marteinss., ís 10,64 3. Martin Frick, Liecht....10.70 Kringlukast 1. Pétur Guðmundsson, ísl. . . . 55,34 2. Lambros Iacovou, Kýpur . .. 49,86 3. Carlo Bartolucci, Lúx...46,84 10 km hlaup 1. George Loucaides, Kýp. . . 30:35,06 2. Juan Ramon Moya, And. . 30:36,27 3. Manel Femandez, And . . . 30:46,68 Frjálsar iþróttir - konur: Langstökk 1. Irini Charalambous, Kýpur . . 6,00 2. Sigríður A. Guöjónsd., ísl. . . . 5,85 3. Sandra Frisch, Lúxemborg . . 5,77 Kúluvarp 1. Antri Kasapi, Kýpur .....13,96 2. Christina Strovolidou, Kýp. . 13,91 3. Berglind Bjarnadóttir, tsl. . . 13,14 100 metra hlaup 1. Guðný Eyþórsdóttir, ísl..12,15 2. Marilia Gregoriou, Kýp...12,30 3. Deirdre Camana, Möltu .... 12,38 Kringlukast 1. Kyriaki Pilia, Kýpur ....41,44 2. Guðbjörg Viðarsdóttir, ísl. .. 41,18 3. Anne-Marie Wirtz, Lúx....40,70 Blak karla: Lichtenstein-Andorra........0-3 San Marínó-Ísland...........3-2 Blak kvenna: Kýpur-Lichtenstein..........3-0 Malta-San Marínó............0-3 ísland á góða möguleika á silfri. Körfuknattleikur karla: Ísland-Lúxemborg ..........80-74 Kýpur-San Marino ..........67-65 Körfuknattleikur kvenna: Malta-Lúxemborg............26-71 Ísland-Kýpur ..............70-52 Sund karla: 100 metra baksund 1. Öm Amarson, ísl.........59,09 2. Logi Jes Kristjánsson, ísl. . . 59,80 3. Eric Rottinger, Mónakó . . . 1:01,89 400 metra skriðsund 1. Tom Stoltz, Lúxemb.....4:06,16 2. Öm Arnarson, ísl......4:10,08 3. Matteo Cesarini, S. Marínó 4:16,24 100 metra flugsund 1. Rikaröur Ríkarðsson, ísl. . . . 56,75 2. Nicolas Job, Mónakó.....56,95 3. Luc Decker, Lúxemb......57,06 100 metra bringusund 1. Hjalti Guðmundsson, tsl. .. 1:04,99 2. Michel Amoux, Mónakó . . 1:05,40 3. Magnús Konráðsson, ísl. . . 1:05,45 4x200 metra skriðsund 1. ísland ...............7:50,50 2. Lúxemborg ............8:00,06 3. Kýpur.................8:06,63 Sund kvenna: 100 metra baksund 1. Kolbrún Ýr Kristjánsd. . . . 1:06,61 2. Eydís Konráösdóttir, tsl. . . 1:07,13 3. L. Boucquillon, Mónakó . . . 1:08,45 400 metra skriðsund 1. Lára H. Bjargardóttir, fsl. . 4:34,42 2. N. Michaelidou, Kýpur . . . 4:37,68 3. Sunna Dís Ingibjargard, tsl 4:37,68 100 metra flugsund 1. M. Papadopoulon, Kýpur . . 1:05,67 2. Eydís Konráðsdóttir, ísl. . . 1:06,25 3. Manon Zeig, Lúxemb.....1:06,83 100 metra bringusund 1. Halldóra Þorgeirsdóttir, fsl. 1.16,50 2. Anna Kafkalia, Kýpur .... 1:17,17 3. Carine Oberweis, Lúxemb. 1:17,86 4x200 metra skriðsund 1. ísland ...............é:47,25 2. Lúxemborg ............8:50,84 3. Mónakó................9:20,06 Smáþjóðaleikar - körfubolti: Basl gegn Lúxemborg „Þeir léku svæðisvöm allan leik- tímann og við vorum nokkuð lengi að átta okkur á hlutunum. í síðari hálfleik small þetta síðan saman hjá okkur og sigurinn var aldrei í neinni verulegri hættu,“ sagði Guð- jón Skúlason, landsliðsmaður í körfuknattleik, eftir sigur íslands gegn Lúxemborg á Smáþjóðaleikun- um í gærkvöld, 80-74. Lúxemborg hafði forystu í leik- hléi, 33-36. „Lið þeirra er skipað stóram og sterkum leikmönnum. Við hittum illa framan af en síðan fór þetta að ganga betur og það var aðalatriðið að sigra,“ sagði Guðjón. ísland mætir Kýpur i undanúrslit- um í kvöld. Stig fslands: Herbert Amarson 20, Guðjón Skúlason 14, Alexander Ermol- inski 14, Falur Harðarson 12, Jónatan Bow, 11, Guðmundur Bragason 5, Her- mann Hauksson 3, Teitur Örlygsson 1. Áhorfendur sem lögðu leið sína á leikinn fengu ekkert fyrir aurana sína því ókeypis var á leikinn. Stúlkurnar unnu Kýpur íslenska kvennalandsliðið heldur sínu striki á leikunum og í gær- kvöld vann það sinn annan sigur. ísland sigraði þá lið Kýpur með 70 stigum gegn 52. Staðan í hálfleik var 40-25. Stig Islands: Anna María Sveinsdóttir 20, Guðbjörg Norðfjörð 12, Erla Reynis- dóttir 9, Linda Stefánsdóttir 8, Björg Haf- steinsdóttir 6, Helga Þorvaldsdóttir 5, Bima Valgarðsdóttir 4, Hanna Kjart- ansdóttir 4, Kristín Blöndal 2. -SK/VS Rúnar með 3 gull - í keppni á einstökum áhöldum fimleika í gær var keppt til úrslita á ein- stökum áhöldum í fimleikakeppni Smáþjóðaleikanna. Átta stigahæstu stúlkurnar kepptu á hverju áhaldi og sex stigahæstu piltamir. Keppnin var mjög spennandi og úrslitin réðust ekki fýrr en á síð- ustu sekúndum mótsins. Rúnar Alexanderson náði öðru sæti í gólfæfmgum karla. Hann sýndi síöan stórkostlegar æfingar á bogahesti, sigraði með yfirburðum og hlaut hæstu einkunn sem gefin var á mótinu, 9,00. Rúnar varð ann- ar í æfingum í hringjum. Birgir Bjömsson kom verulega á óvart og varð þriðji í keppni á slá. Á tvíslá sigraði Rúnar en Jón Trausti Sæ- mundsson varð þriðji. Rúnar Alexanderson vann þvi til þrennra gullverðlauna i keppninni á áhöldunum. Þrjú brons hjá stúlkunum Elín Gunnlaugsdóttir náði í bronsverðlaun fyrir keppnina í gólf- æfingum. Elva Rut Jónsdóttir varð í 6. sæti í stökki og Elín Gunnlaugs- Borötennis karla: Island-Liechtenstein ..........3-1 Ísland-Malta ..................1-3 Ísland-San Marínó..............0-3 Ísland-Kýpur...................3-0 Ísland-Lúxemborg...............2-3 Lúxemborg 15 stig, San Marínó 12, Malta 11, ísland 9, Kýpur 5, Liechten- stein 1. Borótennis kvenna: Ísland-Liechtenstein ..........3-0 Ísland-Malta ..................0-3 Ísland-San Marínó..............0-3 Ísland-Kýpur...................3-0 Ísland-Lúxemborg...............0-3 Lúxemborg 15 stig, Malta 14, San Marínó 10, ísland 6, Kýpur 3, Liecht- enstein 0. Verðlaunin: fsland Gull 19 Silfur 16 Brons 16 Kýpur 15 15 9 Lúxemborg 6 10 10 Mónakó 4 4 9 Malta 3 6 3 Liechtensteln 1 2 3 Andorra 1 1 6 San Marínó 1 0 4 Tvenn bronsverðlaun eru veitt í nokkrum flokkum I júdó og þvi eru þau fleiri en önnur verðlaun. dóttir í 7. sæti. Elva Rut náði síðan að vinna bronsverðlaun á tvíslánni. Elva Rut varð einnig í þriðja sæti í keppninni á slá og Eva Þrastardótt- ir í 8. sæti. Eftir mótið voru íslensku kepp- endurnir ánægðir með árangur sinn og þá kannski sérlega á síðari degi mótsins. Það má með sanni segja að ís- lenska fimleikafólkið hafi staðið sig mjög vel á þessum Smáþjóðaleikum og sankað að sér verðlaunum. Alls unnu íslendingar fjögur gullverð- laun, tvenn silfurverðlaun og ellefu bronsverðlaun. Verður ekki annað sagt en það sé stórglæsilegur árang- ur. íslenski fáninn var því dreginn sautján sinnum að húni og fjórum sinnum hlýddu áhorfendur á ís- lenska þjóðsönginn og þá var kátt í Höllinni. Að endingu skal minnt á hátíðar- sýningu Fimleikasambandsins í Laugardalshöll í kvöld klukkan átta. Þar sýnir aflt besta fimleika- fólk leikanna listir sínar. -AIÞ/-SGP Rúnar Alexanderson náði frábærum árangri í fimleikakeppni Smáþjóða- leikanna í gær og vann til gullverð- launa í þrígang. DV-mynd Pjetur <■ María Sigurðardóttir og Ríkarður Sigfússon fylgdust að vonum grannt með syni sínum, Ríkarði Ríkarðssyni, í sundkeppninni í gær. Pau hvöttu sinn mann dyggilega og fögnuðu vel þegar gullverðlaun og glæsilegt íslandsmet voru í höfn. Á litlu myndinni er Ríkarður með gullverðlaunin á pallinum. DV-myndir Pjetur íslendingar eru sem fyrr sigursælir í sundi á Smáþjóðaleikum: - glæsilegt íslandsmet hjá Ríkarði Ríkarðssyni í 100 metra flugsundi íslenska sundfólkið á Smá- þjóðaleikunum gerði það ekki endasleppt á öðram keppnis- degi í Laugardalslaug í gær. íslendingar unnu átta gull- verðlaun í þeim tíu sund- greinum sem keppt var í, fimm silfurverðlaun og tvenn bronsverðlauna. Eitt glæsi- legt íslandsmet leit dagsins ljós, sex smáþjóðamet og tvö landssveitarmet. íslenska sundliðið stal senunni í sólskini og blíðu, betra gat það varla verið. Ríkarður Ríkarðsson synti 100 metra flugsundið mjög vel og uppskeran var eftir því, nýtt íslandsmet sem Magnús Ólafsson átti frá árinu 1993. Ríkarð synti vegalengdina á 56,75 sekúndum og setti að auki smáþjóðamet. Sextán próf á undirbún- ingstímabilinu „Ég leyni því ekki að ég stefndi að þessu. Eftir undan- rásirnar fyrr um daginn fann ég að ég átti möguleika á þessu. Á hitt ber aö líta að miðað við æfingar að undan- fómu kemur þetta mér á óvart. Ég var að ljúka stúd- entsprófi sem stóðu yfir í sex vikur og á þeim tíma tók ég 16 próf. Prófin komu óneitanlega niður á æfingum og fyrir vik- ið var þetta enn glæsilegra. Þetta var alveg meiri háttrar og stemningin í sundhópnum og frábær," sagði Ríkarður Ríkarðsson í samtali við DV eftir sundið í gær. Kolbrún Kristjánsdóttir sigraði í 100 metra baksundi og bætti gamla smáþjóðamet- ið um 0,13 sekúndur. Næ vonandi lágmörkunum síðar „Ég er i sjöunda himni með þennan árangur. Ég var alltaf ákveðin að vinna sigur og í leiðinni reyndi ég við lág- mörkin fyrir heimsmeistara- mótið. Þau áform gengu því miður ekki eftir í þetta skipt- ið en það kemur vonandi síð- ar,“ sagði Kolbrún Kristjáns- dóttir við DV eftir sundið. Öm Amarson sigraði 100 metra baksundi og bætti smá- þjóðametið um 0,57 sekúndur. Lára Hrund Bjargardóttir sigraði í 400 metra skriðsundi og bætti Smáþjóðametið um 1,85 sekúndur. Þetta var alveg yndislegt „Þetta var alveg yndislegt. Þetta var allan tíman tak- mark hjá mér og það gekk eft- ir. Ég er búin aðd æfa vel frá miðjum apríl og sú vinna er að skila sér núna,“ sagði Lára Hrund við DV eftir sundið. í 400 metra skriðsundi karla vora Sigurgeir Hregg- viðsson og Örn Arnarson voru að synda nálægt sínum bestu tímum. Halldóra Þorgeirsdóttir sigraði í 100 metra bringu- sundi á ágætum tíma. Hjalti Guðmundsson synti 100 metra bringusund vel og sigraði að lokum sannfær- andi. í boðsundunum, þar sem synt var 4x200 metra fjór- sund, vann íslenska liðið tvö- faldan sigur. Karlaliðið sigr- aði með yfirburðum og setti landssveitcU’met, bætti gamla metið um 2,05 sekúndur. Kvennaliðið setti einnig landssveitarmet og ' bætti gamla metið um 6,81 sekúndu. Árangur sundfólksins ber glöggt merki um mikinn upp- gang í sundinu nú um stund- ir. Sundið hefur að vísu ávallt skóflað til sín verðlaunum á Smáþjóðaleikum og svo ætlar einnig að verða á heimavelli. -JKS íþróttir Lúkas Kostic sagt upp störfum hjá KR: n JIIJ I. rm I mai t k- mi 5 ei nfa 1 t“ - segir Haraldur Haraldsson, nýr þjálfari KR Haraldur Haraldsson var i gær í ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs KR í knattspymu, um leið og Lúk- 1 asi Kostic var sagt upp störfum. Uppsögn Lúkasar hafði legið í | loftinu undanfarna daga þegar Ijóst var að byrjun KR á íslands- mótinu var langt frá því að vera í I samræmi við væntingar. Guðjón Þórðarson hafði verið sterkiega | orðaður við starfið og ráðning Har- alds kom því flestum mjög á óvart. Bkvæmt heimildum DV var rætt við Guðjón og ákveðið iljóða af stjórn knattspymu- iar að ráða Harald. iraldur hefur aldrei þjálfað taraflokk karla áður. Hann r hins vegar þjálfað hjá KR í r, meistaraflokk kvenna í tvö ; síðan 3. og 2. flokk karla. að var ekki langur aðdragandi ;ssu og ég fékk skamman tíma 5 svara því boði sem ég fékk um að taka við liðinu. Ég ákvað strax að slá til og geri mér grein fyrir því að ég tek á mig mikla ábyrgð. Liðið er með sex stig eftir fimm leiki, staðan er ekki eins góð og vonast hafði verið eftir. Mitt markmið er einfalt, það er að vinna næsta leik sem er gegn Keflavík. Lengra nær þaö ekki í bili, við munum einbeita okkur að einum leik í einu,“ sagði Haraldur í samtali viö DV í gærkvöld. Fjórir sigrar í fjórtán leikjum Lúkas Kostic tók við liði KR fyr- ir tímabilið 1996. Þá gekk því allt í haginn framan af sumri og var með mjög góða stöðu, hafði unnið átta leiki og gert eitt jafhtefli. En frá þeim tima hefur lítið gengið, KR tapaði kapphlaupinu við ÍA um meistaratitilinn, og hefur byrjað mjög iila á þessu tímabili. Af síð- ustu 14 deildaleikjunum, frá miðju síðasta sumri, hefur KR aðeins unnið 4, gert 6 jafntefli en tapað 4 sinnum. Þetta er árangur sem stjóm KR taldi óásættanlegan. í fréttatilkynningu frá KR í gær- kvöld sagði að mikil virðing væri borin fyrir Lúkasi og þar færi góð- ur drengur og hæfur þjálfari. Ár- angurinn hefði hins vegar ekki verið sem skyldi og því hefði veriö ákveðið að gera þessar breytingar. í sömu tilkynningu segir Lúkas að hann hefði ekki gefist upp og gjarnan viljað takst á við að.koma KR á sigurbraut. Hann styðji KR áfram og þegar stíflan í leik liðsins bresti muni það springa út og vinna flesta sína leiki. Samkvæmt heimiidum DV var talsverður kurr hjá leikmönnum KR vegna þjálfaraskiptanna. Þeir sátu á fundi langt frameftir í gær- kvöld og ræddu málin. -VS/GH Frjálsíþróttakeppnin á Smáþjóðaleikunum: Óvæntur sigur hjá Guðnýju - og Pétur vann auðveldlega í aukabúgreininni Það var frekar napurt á Laugar- dcdsvellinum seinni partinn í gær þegar frjálsíþróttafólkið gat loks hafið keppni eftir að henni hafði verið frestað á miðvikudaginn vegna hvassviðris. Sólin reyndi þó sitt ýtrasta til að hita keppendur og gesti en mátti sín lítils gegn norð- angolunni. Fyrsta greinin á dagskrá var stangarstökk karla þar sem íslend- ingar áttu tvo keppendur, þá Sigurð T. Sigurðsson, sem náði 3. sæti, og Kristján Gissurarson sem varð fjórði. Keppendur í stangarstökkinu voru hins vegar allir nokkuð frá sínu besta. Pétur Guðmundsson átti ekki í vandræðum með að innbyrða sigur- inn í kringlukasti sem er þó í raun hálfgerð aukabúgrein hjá honum þar sem hann er nú mun þekktari fyrir að kasta kúlunni. „Ég bjóst nú við að þetta yrði erfiðari keppni. Ég var um metra frá mínu besta enda kannski ekki alveg kominn í topp- form enn þá,“ sagði kappinn eftir að hafa tekið við gullverðlaunum sín- um. Sigríður og Jóhannes fengu silfur í langstökki kvenna náði Sigríður Anna Guðjónsdóttir öðru sætinu með því að stökkva 5,85 m og bæta þar með eigið met um 9 sm en vind- urinn mældist líklega helst til of mikill. Báðir íslensku keppendumir í 100 m hlaupi karla, þeir Bjami Þór Traustason og Jóhannes Már Mart- einsson, komust í úrslit og þar náði Jóhannes Már öðru sæti. „Já, ég er alveg þokkalega sáttur. Það var svona smá stífleiki í hlaupinu en annað í lagi,“ sagði Jóhannes Már um leið og hann kastaði mæðinni eftir góðan sprett. Guðný Eyþórsdóttir var samt sú sem kom hvað mest á óvart íslensku keppendanna í gær með því að sigra í 100 m hlaupi kvenna. Keppt var aðeins í einum riðli í þessari grein og því aðeins eitt hlaup. Guðný, sem átti fiórða besta tíma keppenda fyr- ir hlaupið, hljóp geysilega vel og kom nokkuð örugglega fyrst í mark á tímanum 12,15 sek. sem er besti tími hennar. Lét mig dreyma um þriöja sætiö „Ég bjóst nú alls ekki við aö ná fyrsta sætinu, lét mig svona dreyma um það þriðja en þetta var æðislegt. Það kannski hjálpaði mér að vera 4, vanari að hlaupa í þessum kulda en hinar en timinn var engu að síður góður“ sagði Guðný brosandi út að eyrum með gullið sitt um hálsinn sem hún má svo sannarlega vera stolt af. Gamla brýnið Helga Halldórsdótt- ir var einnig meðal keppenda en náði ekki að skáka þeim yngri og náði því ekki á verðlaunapall að þessu sinni. -ÖB Iþróttir eru einnig á bls. 28 Knattspyrnuþjálfarar óskast Okkur vantar þjálfara strax fyrir 5. flokk karla og fyrir 8. flokk (börn 5-6 ára). Nánari upplýsingar gefur Víðir í síma 898-8009. Unglingaráö knattspyrnudeildar HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.