Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 13 Magnað pólitískt hreyifiafl „Hvergi er veikleika aö finna meöal stuönings- manna Alþýðuflokks, Alþýöubandalags og Kvennalista í afstööu til sameiginlegs fram- boös jafnaöarmanna," segir Einar Karl m.a. Sameinaðir jafnað- armenn yrðu stærsta stjórnmálahreyfing landsins jafnt á landsbyggðinni sem i höfuðborginni ef að- eins þrír listar væru í framboði. Niðurstaða könnunar Félagsvís- indastofnunar HÍ, sem gerð var að til- hlutan Þingflokks jafnaðarmanna, sýnir að hugmyndin um sameiginlegt framboð jafnaðarmanna hefur í sér fólgið magnað pólitískt hreyfiafl. Beri forystufólk Al- þýðuflokks, Alþýðu- bandalags, Kvenna- lista og Þjóðvaka gæfu til þess að virkja þetta hreyfiafl sameiginlega mun það taka við stjóm landsins eftir næstu alþingiskosningar. Hvergi er veikleika að finna meðal stuðningsmanna Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Kvennalista i afstöðu til sameigin- legs framboðs jafnaðarmanna. Yfir 80% þeirra sem segjast styðja þess- ar hreyfmgar í dag myndu kjósa sameinaða jafnaðarmenn væru kosningar á döf- inni samkvæmt könnuninni sem lauk 30. maí síðast- liðinn. Um sjötíu prósent þeirra sem studdu Alþýðu- flokk, Alþýðu- bandalag, Kvenna- lista og Þjóðvaka í síðustu alþingis- kosningum myndu kjósa sameinaða jafnaðarmenn ef kosið yrði nú. Líka stærstir á landsbyggð- inni Eins og fram hefúr komið myndu sjálf- stæðismenn fá yfir landið allt 36,6%, framsóknarmenn 17,7% og sameinaðir jafnaðar- menn 45,7% samkvæmt um- ræddri könnun. Ljóst er að kjósendur Framsókn- arflokksins úr síðustu alþing- iskosningum líta hýru auga til sameiginlegs framboðs því að 23,6% þeirra segjast nú myndu velja það ef kosið væri nú og 8,3% þeirra sem kusu Sjálfstæðis- flokkinn siðast. Ekki er blöðum um það að fletta að sameinaðir jafnaðarmenn yrðu hreyfmg kvenna því að um helm- ingur þeirra myndu kjósa hana. Ekki kemur heldur á óvart að hreyfingin myndi sækja megin- styrk sinn til Reykjavíkur og Reykjaness en merkilegt má telja að hún yrði samt sem áður stærri á landsbyggðinni en bæði Fram- sóknarflokkur og Sjálfstæðisflokk- ur. Sameinaðir jafnaðarmenn fengju 52,8% í Reykjavík, 46,8% á Reykjanesi og 36,7% á landsbyggðinni, en þar fengju sjálfstæðismenn ekki nema 33% og fram- sóknarmenn 30,2%. Vilji fólksins ráöi för Ekki verður annað séð en að það liggi nú beint við fyrir forystufólk Al- þýðuflokks, Alþýðu- bandalags, Kvennalista og Þjóðvaka að ná sam- komulagi um skynsam- leg pólitísk markmið fyr- ir næsta kjörtímabil og hentuga aðferð til þess að velja á lista sameigin- legs framboðs. Smá- kóngasjónarmið eiga ekki að ráða fór heldur vilji fólksins í landinu. Og það hlýtur að vera meira um vert fyrir jafn- aðarmenn með ólíkan hugsunarhátt að vinna skoðunum sínum fylgis innan stórrar hreyfingar sem stjórnar landi held- ur en að gapa áhrifalaus- ir á torgum. Sigrar jafnaðarmanna í Frakklandi og Bretlandi eru ánægjuleg staðfest- ing á því að jafnaðar- stefnan er hvarvetna sig- urstrangleg í Evrópu sé hún borin fram af eld- móði, ábyrgðarkennd og glöggskyggni. Þar sem jafnaðarmenn hafa unnið heimavinnuna sína og sameinað krafta sína veita kjós- endur þeim brautargengi. Róttæk og framsýn jafnaðarstefna á erindi við alla á timum þegar saman fer efnahagsuppsveifla, vaxandi ójöfn- uður og viðvarandi atvinnuleysi. Einar Karl Haraldsson Kjallarinn Einar Karl Haraldsson rekur Innform ehf. og vinnur m.a. að verkefn- um fyrir Pingflokk jafn- aöarmanna „Ekki kemur heldur á óvart aö hreyfingin myndi sækja megin- styrk sinn til Reykjavíkur og Reykjaness en merkilegt má telja aö hún yrði samt sem áöur stærri á landsbyggöinni en bæöi Framsóknarflokkur og Sjálfstæö- isflokkur.u Fóstureyðingar á íslandi Þegar fóstureyðingar ber á góma er oftar en ella eins og olíu sé skvett á eld. Blossinn verður þvílíkur að ekki verður við ráðið. Þessi staðreynd er að sjálfsögðu mjög bagaleg þar eð slík öfgavið- brögð hindra eðlilega umræðu á jafnréttisgrundvelli um málefni sem varðar okkur öll. í kjölfarið magnast vandamálið vegna þagn- arinnar um raunveruleikann. Fóstureyðingum fjölgar hratt og varla langt að bíða, ef fer sem horfir, að fólk hætti að velta því fyrir sér hvað sé líf, hvenær það byrji eða hvort yfirleitt þurfi að bera virðingu fyrir mannlegu lífi. Allir eru sammála um það að fræðsla um hin ýmsu mál sé af hinu góða. Arangurinn er misjafn- lega mikill en árangur eigi að síð- ur. Sama lögmál hlýtur að gilda um samskipti kynja og fjölskyldu- mál en svo virðist sem flest mál fái mun meiri umfjöllun en mál mál- anna, þ. e. lífið sjálft og mann- eskjan. Að þessu athuguðu þóttu mér það góð tíðiridi þegar ég frétti að ríkissjónvarpið ætlaði að fjalla um þetta viðkvæma mál. Ég taldi víst að virðulegt rikissjónvarp og metnaðarfullt starfsfólk þess mundi Qalla um málið án hlut- drægni. Hætti við í þættinum er ung kona spurð hvers vegna hún hafi hætt við að fara í fóstureyðingu. Hún svarar því afdráttarlaust að hún hafi ver- ið að fara í aðgerðina fyrir alla aðra en sjálfa sig, m.a. unnustann sem sagði henni upp. Unga konan áttaði sig á síðustu stundu og allt fór mjög vel. í framhaldi af þessu bjóst ég við annarri konu, konu, sem hefði látið kunningja, vini, unnustann eða eiginmanninn ýta sér út í aðgerð- ina. Það eru margar slíkar úti í samfélaginu. Þrýstingurinn varð þeim um megn á erfiðri stund. Er rétt að hlaupa yfir slíkar staðreyndir í þætti sem á að fjalla um málið á hlutlausan hátt? Ekki eftirsjá Önnur kona er spurð hvort hún sjái eftir því að hafa farið í fóstur- eyðingu. Hún svarar því neitandi. Hamingjunni sé lof, hugsa ég, og óska þess af alhug að þannig sé því farið með allar hinar. Og aftur bjóst ég við því að önnur kona yrði spurð sem hefði aðra sögu að segja, en svo varð ekki. Er sann- gjamt að halda þannig á málum þeg- ar vitað er að fjöldi kvenna gistir tauga- og geðdeildir víða um lönd, jafnvel tugum ára eftir aðgerðina? Nýverið var fjallað um rannsóknir finnskra visinda- manna í breska læknablaðinu. Þeir komust að þeirri nið- urstöðu að konur sem höfðu látið eyða fóstri vora 3 sinnum líklegri til sjálfsviga en konur almennt og 6 sinnum líklegri en þær sem höfðu alið barn. Morgunblaðið sagði frá. Hvers vegna er látið sem slík staðreynd sé ekki fyrir hendi? Ég iörast Þýska vikublaðið BUNTE birti nýverið viðtal við eina skærustu stjömu Norðmanna, Wenche My- hre. Þar segir hún orðrétt „Ég græt yfir flmmta barninu mínu og iðrast sárlega...ég sem elska börn, get ekki skilið hvernig þetta gat gerst. Eftir öll þessi ár fyllist ég sorg og örvæntingu þegar ég hugsa til þess.“ Siðan segir Wenche Myhre frá því hveraig þetta gerðist. Maður- inn hennar var á hundrað eins og hún orðar það, var að vinna að ákveðnu verkefni, hún einnig. Hann vildi ekki eiga fleiri böm, taldi sig of gamlan (52) og flaug til útlanda, hún stóö ein. Orðrétt heldur hún áfram. „í einhvers konar leiðslu, ein og óstudd, tók ég ákvörðun sem ég hef iðrast meir en nokkurs annars í lif- inu. Ég mundi borga hvað sem er til þess að geta afturkallað þessa ákvörðun. Ég hef átt hræðilegan tíma og iðrast sárt.“ Saga þessarar geð- þekku konu, er var gift leikstjóranum og kvikmyndaframleið- andanum Michael Pfleghar, er saga margra kvenna. Sem betur fer fá margar hjálp eða geta af sjálfsdáðum tekið rétt á málum sínum. En þvi miður er því þann- ig ekki alltaf farið. Að halda öðru fram er beinlínis rangt. Á íslandi er mikið verk að vinna. Okkur ber að styðja konur sem hafa farið í fóstureyðingu af óviðráðanlegum ástæðum að þeirra mati. Okkur ber að virða það, enda ekki aftur snúið, for- dómar eiga ekki rétt á sér. En hitt er jafn augljóst að konur sem axla ábyrgðina við erfiðar aðstæður þurfa aðstoð, samúð og hlýju. Við ættum að verðlauna þær með góðri félagslegri aðstoð frá hinu opinbera. Auk þess gætum við sem einstaklingar rétt hjálpar- hönd, opnað hús okkar og pyngju meira en við gerum nú. Hulda Jensdóttir „Okkur ber aö styöja konur sem hafa fariö í fóstureyðingu af óviö- ráöanlegum ástæöum aö þeirra mati. Okkur ber aö viröa þaö, enda ekki aftur snúiö, fordómar eiga ekkirétt á sér“ Kjallarinn Hulda Jensdóttir Ijósmóðir Með og á móti Verða Eyjamenn íslandsmeistarar í knattspyrnu í ár? Ragnar Sigurjons- son stjórnarmaður í átthagafólagi Eyjamanna á höf- uðborgarsvæðinu. Sigli aftur með bikarinn „Já, það bendir allt til þess að ÍBV geti leikið eftir afrekið frá 1979 og orðið íslandsmeistari öðru sinni. Mér virðist sem breiddin sé meiri í liðinu en á síðasta tímabili, það era fleiri góðir leikmenn um hverja stöðu og allir þurfa að berjast fyrir sæti sínu. Þá eru yngri strákarnir í lið- inu orðnir mun betri en i fyrra. Þeir era frískir og þegar komnir með gífurlega reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Fótboltinn sem lið- ið spilar er líka betri en í fyrra, nú leikur ÍBV skemmtilega sókn- arknattspyrnu, pakkar ekki í vöra, og það sem skiptir mestu máli er að leikmenn leika af mik- illi gleði. Það verður ekki síst skemmti- legt að fagna íslandsmeistaratitl- inum í ár i kjölfarið á samein- ingu gömlu félaganna, Týs og Þórs, á síðasta vetri. Þegar ÍBV varð meistari 1979 sigldi ég með liðinu og íslandsbikarnum með gamla Herjólfi til Eyja. Það var ógleymanlegt og þetta ætla ég að gera aftur i haust." Sætta sig við annað sætið „Eyjamenn með þokkalegt lið og eflaust betra en oft áður. Helsti styrkur þeirra er sterkir einstaklingar sem saman ná að mynda sterka heild. Annar veigamikill þáttur er að liðið er nær al- farið skipað heimamönnum sem gjörþekkja hver annan; jafnt innan vallar sem utan. Til þess að verða íslandsmeist- ari þarf stöðugleika og hann hef- ur Éyjamenn stundum vantað í gegnum árin. Þeir leika stundum eins og meistarar á heimavelli, en eins og miðlungs annarar deildar lið á útivöllum. Eyjamenn mega eiga það að þeir eru oft skemmtilegir og setja sterkan svip á mótið. Ég sakna t.d. fagnanna þeirra sem þeir voru með fyrir tveimur árum. Ég sá þau reyndar ekki með eigin augum, bara í sjónvarpinu, því ég sá ÍBV bara leika á móti Skag- anum það árið. Þrátt fyrir ýmsa kosti verða Eyjamenn þó ekki íslandsmeist- arar í ár og er ÍA helsta ástæðan fyrir því. Þeir munu þó komast nálægt því og verma trúlega 2. sætið. Þeir ættu að sætta sig við það strax. Við í ÍA ætlum okkur að verða íslandsmeistarar til a.m.k. til aldamóta. En það getur þó samt allt gerst í íþróttum. Ég þekki mann sem fótbrotnaði í bridge, þannig að Eyjamenn gætu eflaust verið ná- lægt því að vinna í ár.“ -VS Magnús Ingvason formaður Skaga- manna Kjallarahöfundar Athygli kjaUarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrmn.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.