Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Blaðsíða 28
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað I DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ1997 „ Helgarblað DV: Úr handarbroti " í heimsliðið í helgarblaöi DV á morgun er birt opnuviðtal viö Valdimar Grímsson handboltahetju sem valinn var i heimsliðið eftir HM í Japan, í fimmta sinn á jafnmörgun árum. Hann er með tilboð erlendis frá upp á vasann og er því ekki að hætta í boltanum. Rætt er við hann um lífið í landsliðinu, á heim- ilinu og í vinnunni en hann er jafh- framt framkvæmdastjóri 11-11. Viðtal er við Bergljótu Jónsdóttur sem vakti mikla athygli í Noregi sem -** umdeildur listahátíðarstjómandi í Björgvin, Páil Óskar hittir keppanda á Smáþjóðaleikunum frá Möltu sem var honum í Eurovision í Dublin, fylgst er með æfingu á Evítu og margt, margt fleira. -sv/bjb Tvö útköll björgunarbáta Tveir bátar Slysavarnafélags ís- lands voru kallaðir út í morgun. Trilla, sem ætlaði frá Keflavík til ísafjarðar í gær, óskaði eftir aðstoð vegna vélarbilunar um kl. 5 í morg- un. Hún var stödd um 30 sjómílur norðaustur af Garðskaga og fór Hannes Þ. Hafstein, björgunarbátur- inn í Sandgerði, henni til astoðar. í hinu tilvikinu fékk trilla í skrúfuna á Syðra-Hrauni, um 15 sjómílur frá Reykjavik. Björgunarbáturinn Henrý A. Hálfdánarson fór með kaf- ara trillunni til aðstoðar. Engin hætta var á ferðmn þar sem veður var gott á báðum stöðum. -sv Kveiktu varðeld Ungmenni kveiktu í gær varðeld í skóginum við Rauðavatn. Slíkt er stranglega bannað og var eldurinn slökktur áður en tjón hlaust af. Þá var kveikt í ruslatunnu við Lauga- veg í nótt. Tunnan stóð við stein- •'Jfcivegg og tókst að slökkva eldinn í tíma. Líklegt er talið að kveikt hafi verið í. -sv 0(5 LOKI I HLUTVERKI CHE GUEVARA! Ný miölunartillaga í VestQaröadeilunni: Hillir undir verkfallslok - atkvæöi greidd í dag og taliö í kvöld DY Ísaíirði: Önnur miðlunartillaga sátta- semjara í Vestfjarðadeilunni barst deiluaðilum í gær. Talið er fúllvíst aö tillagan verði samþykkt að þessu sinni og verkfalli, sem stað- ið hefur í hartnær sjö vikur, ljúki þar með. Atkvæði verða greidd um tillöguna í dag og talið í kvöld. Engin formleg kynning var á til- lögunni en margir lögðu leið sína á verkfallsvaktina á ísafirði í gær- kvöld til að kynna sér efni hennar. Pattstaða hefur verið i deilunni síðan verkafólk felldi fyrri tillögu sáttasemjara. Nokkurs vonleysis hefur gætt undanfarna daga, bæði meðal atvinnurekenda og verka- fólks, og áberandi hefur verið að miklu færri verkfallsverðir hafa verið virkir að undanfömu en á síðustu vikmn. Vestfjarðaverkfall- ið er, eftir því sem DV kemst næst, þegar orðið eitt lengsta og harð- asta verkfall á þessari öld. DV ræddi við verkfallsmenn í gær- kvöld og var fólk sammála um það mat að ekki lægi annað fyrir en meirihluti myndi samþykkja miðl- unartillöguna. Það var þungt í fólki á verkfallsvaktinni og ljóst að það var viðbúiö því aö verkfalli lyki í kvöld. Sigríður Bragadóttir verkfaUsvörður, sem staðið hefur framarlega í flokki verkfallsvarða, sagðist myndu segja nei við tillög- unni en hún ætti von á því að til- lagan yrði Scunþykkt með nokkrum mun. Hún segir verka- fólk sér meðvitandi um að stjórn- völd eigi sök á því að verkafólk nái ekki meiri kjarabótum en raun ber vitni. Fólk þreytt „Ég mun hafna þessari tillögu þar sem ekki er nægUega komið til móts við okkur. Ég á þó fast- lega von á því að tillagan verði samþykkt. Það verður dapurleg niðurstaða og er afleiðing þess að búið er að þreyta fólk til hlýðni. Það eru kosningar fram undan og þar munum við hefna harma okkar,“ segir Sigríður. Þrátt fyrir óánægju verka- fólksins með sáttatillöguna var að heyra á fólki að ákveðin at- riði hennar væru til bóta frá fyrri tillögu. Þar bar hæst það at- riði að samningar Vestfirðinga mxmu renna út á sama tima og heildarsamtaka launafólks. -rt Sjá nánar bls. 2 Æfingar standa nú yfir á söngleiknum Evítu, sem frumsýndur verður fimmtudaginn 12. júní í íslensku óperunni. Aöstandendur sýningarinnar hafa aö undanförnu staöiö í ströngu viö æfingar og uppsetningu sýningarinnar. Á myndinni er Andrea Gylfadóttir í tilþrifamiklu hlutverki aöalpersónunnar Evítu. DV-mynd Pjetur Evita a fjalirnar Veðrið á morgun: Hlýjast suðvestan- lands Á morgun verður norðan- og norðaustankaldi eða stinning- skaldi á landinu með skúrum eða slydduéljum norðan- og austanlands en bjart verður með köflum suðvestan til. Hiti verður á bilinu 2-12 stig, hlýj- ast suðvestanlands. Veðrið er á bls. 36 ■ V Veðrið kl. 6 í morgun Hvalbeinin: Þora ekki að sækja beinin „Það glittir í bein á fleiri stöð- um en það er ekki þorandi að sækja þau þar sem mjög erfitt er að komast að þeim vegna grjót- hruns. Þau bein sem við höfum náð í eru þó mikill hvalreki á fjörur fræðimanna,“ segir Jón Allanson, forstöðumaður Byggða- safnsins í Görðum. í gær fundust nokkur bein í malarnámu við Stóru-Fellsöxl í Skilmannahreppi og eru þau talin úr hval. Ekki er vitað til þess að svona heilleg bein frá þessum tima hafi fundist áður hér á landi. „Eftir því sem sérfræðingar á þessu sviði hafa tjáð okkur gætu beinin verið allt að 13.000 ára gömul. Sjávarstaðan hefur verið í kringum 80 metra yfir sjávarmáli eða um 20 metra fyrir ofan fund- arstaðinn þegar hvalurinn var uppi. Það er mjög einkennilegt þegar svona stór og mikil hvalbein finn- ast á þessum stað. Næsta skref er að aldursgreina þau nákvæmlega og verður það hugsanlega gert í Svíþjóð. Beinin verða varðveitt á Byggðasafninu," segir Jón. -sf Mónakóprins á röltinu „Hann fær mína bestu einkunn fyrir prúða framkomu," segir Jana Geirsdóttir, veitingastjóri á Kaffl Reykjavík, en Albert prins af Mónakó leit þangað inn ásamt keppendum á Smáþjóðaleikunum frá Mónakó í fyrrakvöld. „Hann var kurteis og er greinilega yndis- legur persónuleiki,“ bætir Jana við. Hún kvað prinsinn hafa vak- ið nokkra athygli íslenskra gesta en enginn hefði þó ónáðað hann á neinn hátt. Prinsinn fór af landi brott í gær. -ggá Bíll brann Slökkviliðið í Hafnarfirði var kallað út vegna elds i bíl í bænum i nótt. Talið er að kveikt hafi verið í bílnum. Hann skemmdist ekki mik- ið, að sögn lögreglu. -sv Glæfraakstur Lögreglan á Selfossi tók í gær- kvöld ökumann eftir mikinn glæfra- akstur skammt utan við bæinn. Bif- reiðin var stöðvuð á 160 km hraða og var ökumaðurinn færður á lög- reglustöðina. Þar var skírteinið tek- ið af honum. -sv Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll - hannaður fyrir íslenskar aðstæður CR-V Sjálfskiptur með tveimur loftpúðum kostar frá 2.270.000,- [0 H03VDA S: 568 9900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.