Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Blaðsíða 11
JLj’V FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997
%menning
Magnþrungin sinfónía
Listasaín
Háskóla íslands:
Nýr forstöðu-
maður
Umsjón
Sesselja Traustadóttir
Tónleikar voru með Sinfóníuhljómsveit ís-
lands í gærkvöld. Á efhisskránni voru verk eft-
ir Brahms, Tsjajkovskí og Richard Strauss.
Stjómandi var Robert Henderson en einleikari
Joseph Ognibene, sem annars gegnir starfi
fyrsta homleikara Sinfóníunnar.
Upphafsatriði tónleikanna var Háskólafor-
leikur opus 81 eftir Brahms. Þessi forleikur er
trúlega með því þekktasta sem snillingurinn
samdi; hann skrifaði hann er honum var veitt
nafnbót heiðursdoktors í heimspeki við Háskól-
ann í Breslau. Þó er varla hægt að segja að for-
leikurinn sé á heimspekilegu nótunum, þvert á
móti er hann glaðlegur og fjörugur - og endar á
stúdentasöngnum fræga, Gaudeamus igitur.
Annars samdi Brahms aðallega djúpa, form-
fasta en þó um leið ástríðuþrungna tónlist - og
er Háskólaforleikurinn mjög ólíkur tlestmn öðr-
um verkum
hans. Því miður "
spilaði Sinfóníu-
hljómsveit ís-
lands forleikinn "
ekkert allt of
vel; stundum _
var hún ekki al-
veg samtaka og sumir homleikaramir vom á
köflum dálítið óheppnir. Kannski vantaði bara
fyrsta homleikarann í hópinn, Joseph Ogni-
bene, sem skiljanlega hafði fengið frí - enda
einleikarinn í næsta verki dagskrárinnar, hom-
konserti nr. 2 eftir Richard Strauss.
Þessi konsert heyrist ekki oft, a.m.k. ekki
eins og Also Sprach Zarathustra eða sönglögin
- sem flest em hrífandi fögur. Konsertinn er dá-
lítið einkennileg tónlist, t.d. er sérkennilegt hve
fyrsti þátturinn flæðir inn í annan kaflann -
nánast án þess að maöur verði þess var. Vafa-
laust hafa einhverjir tónleikagestir ekki áttað
sig á að annar þáttm-inn var byrjaður fyrr en
hann var vel á veg kominn. Og undirritaður
Tónlist
Jónas Sen
Amlóða saga Bandamanna:
Á þröskuldi
heimsfrægðar ?!
Auður Ólafsdóttir list-
fræðingur hefur verið ráð-
in forstöðumaður Lista-
safns Háskóla Islands og
tekur við því starfi af
Birni Th. Bjömssyni
listfræðingi. Auður
lauk mastersprófi í
listasögu frá Uni-
versité de Paris I árið
1985 og D.E.A. prófi
1987. Hún vinnur nú að rann-
sókn og ritun íslenskrar listasögu
áranna 1960-1995 með styrk úr
Vísindasjóði. Auður átti sæti í
dómnefnd byggingarlistarnefndar
menningarverðlauna DV 1997.
Lokakvöld
Listaklúbbsins:
Ertu hissa, Júlía?
Nína Björk Ámadóttir veröur í
aðalhlutverki á lokakvöldi Lista-
klúbbsins 9. júní næstkomandi. Þá
verða tveir nýir einþáttangar eftir
skáldkonuna fmmfluttir: Ertu
hissa, Júlía? og Mannleg sam-
skipti.
Helga Bachmann, Bryndís Pét-
ursdóttir og Karl Guðmundsson
leiklesa verkin en Þórunn Sigurð-
ardóttir leikstýrir.
Samkoman hefst klukkan 21 og
inngangseyrir er 400 fyrir meðlimi
klúbbsins en 600 kr. fýrir aðra.
Það var fjölmennur
hópur barna og full-
orðinna sem kom
saman í Hallargarð-
inum við Fríkirkju-
veg og fylgdist með
nýjusta ævintýrum
Brúðubílsins á
miðvikudaginn.
Veður var nap-
urt en þaö spillti
ekki einbeitingu hópsins;
hún var algjör leikritið til enda.
Hljómurinn var góður og Brúðu-
bíúinn virtist útbúinn fyrir alla
vega veður.
Lilli og Dúskur hófu leikinn og
fljótlega kom í ljós að Lilla vantaði
nýjan dúsk á húfuna sína. Dúskur
var með ráð við því og aðstoðaði
Lilla ásamt börnunum við að
koma honum í Dúskaland.
Lilli kynntist bæði Dúska-
mömmu og Dúskaskrímslinu.
Skrimslið breyttist fúrðufljótt í
ljúflingsgrey þegar Lilli hrósaði
því og í syngjandi gleði sinni yfir
nýju hlutskipti kvaddi hann með
orðarununni; bless, kex, kornflex.
Það voru fleiri sögur sagðar og
inntak þeirra og boðskapur var
einfaldur; ef þú segir einhverjum
að hann sé góður, þá verður hann
góður og með því að vinna mark-
visst að settum markmiðum þá
nærðu þeim.
Sigurði Atla, 4 ára, fannst
skemmtilegast þegar varðhundur-
inn var að gelta og svarti svali
hundurinn tók beinið hans. Ás-
geiri Boga, 5 ára, fannst hins veg-
ar skemmtilegast þegar skrímslið
minnkaði hjá Dúskamömmu. Báð-
ir voru þeir sammála um að svarti
hundurinn væri fallegasta brúðan
og þegar þeir völdu persónu sem
þeir mætta vera sjálfir, varð
svarti hundurinn fyrir valinu.
Reyndar vildi Sigurður Atli helst
fá aö vera bæði litli hundurinn og
stóri....
heyrði fólk í hléinu velta vöngum
yfir því af hverju kaflarnir i
konsertinum hefðu bara verið tveir,
Joseph Ognibene hornleikari.
en ekki þrir eins og stóð í efnisskránni. En þeir
voru allir á sínum stað og gott betar, enda lék
Joseph Ognibene einstaklega vel á homið sitt.
Margt var hreinlega
frábært, eins og t.d.
seiðandi, hægar og
veikar laglínur í öðrum
þættinum - sem auðvelt
er að klúðra. Sömuleiðis
var flutningurinn hámá-
kvæmur og hreinn í hröð-
um þriðja kaflanum. Sin-
fóníuhljómsveit Islands var
líka greinilega búin að ná
sér á strik og annaðist und-
irleikinn af mikilli fag-
mennsku.
Rúsínan í pylsuendanum
var samt sem áður loka-
verk tónleikanna, en það
Robert Henderson var sinfónía nr. 4 opus 36
hljómsveitar- eftir Tsjajkovskí. Væntan-
stjóri. lega hefur marga hlakkað
til, enda er þessi sinfónía
ein sú magnþrungnasta sem samin var á öld-
inni sem leið. Án efa er hún eitt merkasta verk
Tsjajkovskís, og hefur verið spiluð oft. Það þýð-
ir að margir gjörþekkja hana, og því gerir mað-
ur kannski meiri kröfur en ella um frábæran
flutning. Skemmst er frá því að segja að það
vora engin vonbrigði að heyra leik Sinfóníu-
hljómsveitar íslands - túlkunin var bókstaflega
rafmögnuð. Tæknilega var flutningurinn óað-
fmnanlegur - aðeins mátti setja út á eina flauta
í þriðja kaflanum, og sömuleiðis homin strax í
byrjun þess fyrsta. En allt annað var frábært;
t.d. vora fiðlumar tandurhreinar og léku ein-
staklega skýrt. Robert Henderson er greinilega
mjög góður hljómsveitarstjóri - og mikilhæfiu'
listamaður. Hann átti stóran þátt i því að gera
þessa tónleika að einum þeim skemmtilegusta
sem undirritaður hefur farið á.
Þau hafa farið víða og ekki er útséð um enda-
lok ævintýra Bandamanna. Fyrst var það
Bandamannasaga en nú hefur Amlóða saga ver-
ið verkefni hópsins í rúmt ár. I kvöld verðu
Amlóða saga á litla sviði Borgarleikhúsins en á
næsta dögum fer hópurinn til Kanada og leikur
fióram sinnum á listahátíðinni Northern
Encounters í Toronto. Þetta verður 11. utanfór
leikhópsins. Kynnar Toronto listahátíðarinnar
segja Bandamenn heimsfrægan leikhóp.
Á eftir Toronto er Noregsferð og í september
hefur þeim verið boðin þátttaka í Leikhúsi þjóð-
anna sem haldið verður í Seoul í Kóreu í tengsl-
um við þing alþjóðasamtaka leikhús-
manna(ITI). Þar eiga Bandamenn einnig að
standa fyrir leiksmiðju og kynna vinnuaðferðir
sínar. Boðið er mikill heiður fyrir leikhópinn
og er þetta eina leikverkið frá Norðurlöndunum
á Leikhúsi þjóðanna. Getur verið að Banda-
menn séu að verða heimsfrægir?
Góður er grauturinn, gæskan
Bandamenn segja leikstíl hópsins nokkuð
Bandamenn eru Stefán Sturla Sigurjónsson,
Ragnheiöur Elfa Arnardóttir, Felix Bergsson,
Sveinn Einarsson, Pórunn Magnea Magnús-
dóttir, Olafur Örn Thoroddsen, Jakob Þór Ein-
arsson, Guðni Fransson og Borgar Garöars-
son. DV-mynd E.ÓI
lóða sögunni svipar að uppbyggingu til fjölda
annarra sagna af valdabaráttu konungafjöl-
skyldna. Þegar ég sá sýninguna í gærkvöld
fannst mér sagan um Konung ljónanna, sem ég
hef horft á með syni mínum undanfarið, minna
um margt á Amlóða sögu. En samkvæmt enda-
lokum meistara Shakespeares var lokaatriði
sýningarinnar táknrænt og mjög skemmtilega
útfært.
Tónlist verksins er gullfalleg og Guðni Franz-
son umvefur sýninguna með tónum sínum.
Leikverk Bandamanna hefur hvarvetna hlot-
ið mikið lof gagnrýnenda. Enda margt í sýning-
unni sem gefur tilefni til þess. Ég er ekkert
hissa þó að talmálið trufli ekki útlendinga.
Þessi sýning snýst um svo margt annað en tal-
mál.
Góða framtíð, Bandamenn!
Frumsýning
á Dúskalandi:
Bless, kex,
kornflex!
sérstæðan. Þar mætast ótal stílbrot með tilvís-
anir í ólík tímaskeið, eins konar „postmodem-
ismi“. Arfleiðin er um margt íslensk en með al-
þjóð-
legu
ívafi. Á
blaða-
manna-'
fundi í
vikunni
lagði
hópur-
inn
áherslu
á að
„þau
væra
þjóðleg
og
þannig
yrðu
þau al-
þjóð-
leg“.
Am-