Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 Fréttir Fjölskyldutekjur 1996 - meöaltal T þúsundum króna - 300 þús. ~ Samanlagöar tekjur og bætur hjóna eöa fólks í sambúö - 200 223 - 215 Ú “ % I! ^ ’-í “c1 $8 s, i .1 | ■í .|fí *o Skýrsla Félagsvísindastofnunar: Breytir engu um okkar kröfur - segir Pétur Sigurðsson „Það kemur ekkert á óvart að meðaltekjur á Vestfjörðum séu háar. Þær hafa verið það mörg und- anfarin ár. Þetta er hlutur sem vill gjarnan gleymast í allri þessari nei- kvæðu umfjöllun að þótt hér sé kannski örlítið dýrara að lifa vegna vöruverðs, samgangna og húshitun- arkostnaðar hefur það lengi verið svo að hér er hægt að þéna miklar tekjur i kringum sjávarútveginn,” sagði Einar Jónatansson, formaður VSV, um skýrslu Félagsvísinda- stofnunar fyrir árið 1996. Þar kemur fram að meðaltekjur fjölskyldna á Vestíjörðum eru þær hæstu á landinu. Þessi skýrsla kem- ur út á sama tíma og verkalýðsfélög- in á Vestfjörðum eru í verkfalli vegna krafna um meiri hækkun launa en annars staðar á landinu. „Við erum að tala um réttlæti í því hvað laun eigi að vera fyrir dag- vinnu,“ sagði Pétur Sigurðsson, for- maður Alþýðusambands Vestfjarða, aðspurður um málið. „Það er það sem laun í landinu grundvailast á. Ég sé ekki hvemig heiidartekjur koma því við. Inn í þá tölu vantar upplýsingar um hversu langur vinnutími er aö baki þessu kaupi og við höfum ekki verið að kvarta yfir því að hér hafi verið ónóg vinna. „Atvinnurekstm’ á islandi á að geta borgað a.m.k. 100 þúsund krónur á mánuði fyrir dagvinnulaun. Mér finnst það vera aðalatriðið. Þessi skýrsla breytir engu um það.“ -vix Sammála um landsmót hestamanna í Reykjavík árið 2000 „Það er ánægjulegt að stjóm Landssambands hestamannafélag- anna (LH) var sammála um að veita Fáki í Reykjavík landsmót hesta- manna fyrir áriö 2000 og Vindheima- melum landsmótið árið 2002,“ segir Birgir Sigurjónsson, formaður LH. „Lándsþing hestamanna sam- þykkti í október síðastliðinum í Reykjanesbæ að stjóm LH skyldi sjá .um að velja landsmótsstaði fyrir árin 2000 og 2002. Við fengum tvær um- sóknir um hvort mót. Frá Fáki í Reykjavík og Rangárbökkum um mótið árið 2000 og Vindheimamelum og Melgerðismelum fyrir árið 2002. Við lögðum fram viðmiðunaróskir um alla aðstöðu fyrir hesta og menn og funduðum með umboðsmönnum allra umsóknanna og fóram yfir þær. Ástæða þess að Reykjavík varð fyrir valinu er að það var okkar mat að Fákur eigi þess kost að byggja upp gott svæði og við töldum ekki ráðlegt að koma í veg fyrir það. Árið 2000 verður Reykjavík menn- ingarborg Evrópu og við teljum að landsmótið geti orðið aðdráttarafl fyrir þann viðburð og eins að lands- mótið sé stórkostlegur kostur sem auglýsing fyrir íslenska hestinn,” segir Birgir. -E.J. Renault Mégane Berline 1997? Mégane RN: Verð frá 1.338.000 kr. Mégane RT: Verð frá 1.468.000 kr. • Við tökum gamla bílinn þinn upp í á góðu verði • Fríar álfelgur á bílinn og stálfelgur í skottinu, t.d. fyrir vetrardekkin • Einkanúmer eóa 30.000 kr. afsláttur af kaupverói nýja bílsins Bílstjórasæti með hæðarstillingu. Þijú þriggja punkta belti og tveir höfuðpúðar i aftursætum. Niðurfellanlegt bak aftursætis, 40/60%. Útihitamælir varar ökumanninn við ísingarhættu.' Þokuljós. Fjarstýrðar samlæsingar hurða og skottloks ásamt ræsivörn. Tölvustýrðar rúðuþurrkur að framan og aftan. 3 bremsuljós. Samlitir stuðarar. Renault Mégane Berline RT Aukabúnaður er staðalbúnaður! Renault Mégane RT! RENAULT FER Á KOSTUM B&L, Suóurlandsbraut 14 & Ármúla 13, Sími: 568 1200, Beinn sími: 553 1236 Fax: 568 8675, Email: bl@bl.is, Internet: www.bl.is Föstudagur og laaaangur laugardagur sandalar 15-30% afsláttur sendum í póstkröfu ART skór 20 - 40% afsláttur Laugavegi 67 • sími 551 2880 Full búð af frábærum tilboðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.