Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 Spurningin Hefuröu gaman af slúöri? Jóhannes Þorsteinsson: Já, Reuters-slúðri. Ásgeir Guðbjartsson: Oftast, já, ef það er ekki um mig og mína. Guðrún Símonardóttir Já, frekar. Bjöm Sigurbjömsson: Nei, ég hef ekkert gaman af því. Brynjar Gíslason: Já, slúöri um frægt fólk. Soffía Reynisdóttir: Það fer eftir því hvemig það er, ekki ef það er rætið. Lesendur__________________ Velmegunin í ríkjun- um við Persaflóa - gætum búiö viö sömu kjör hér Ragnar skrifar: í DV sl. laugardag var einkar skemmtilegur og fróðlegur pistill undir yfírskriftinni „Dubai - djásnið í Mið-Austurlöndum“. Þama lýsti pistilhöfundur ferð sinni í flugvél Sameinuðu furstadæmanna við Persaflóann til Dubai, eins hinna auðugu velsældarríkja við Persafló- ann. Sá flói er þó aldrei kallaður annað en Arabaflóinn af íbúum þar- lendra ríkja. í þessum pistli var lýst móttöku ferðamannsins og viðhorf- um þeirra sem hafa tekjur af því að sjá um erlenda ferðamenn í þessu öðm stærsta riki hinna sjö fursta- dæma við flóann. Það er staðreynd að hvergi er meiri almenn velmegun í byggðum löndum en í þessum ríkjum. Ríkin Kuwait, Dubai, Bahrain, The Em- irates, Abu Dabi, Qatar og Dahrain em öll olíuríki. Þar búa ekki nema um 2 milljónir manna. Þau hafa öll sjálfstjórn sem sérstök furstadæmi en hafa hið múslímska samfélag að leiðarljósi, myntina, dinar, og að sjálfsögðu olíuna sem undirstöðu hinnar miklu velmegunar. í þessum löndum öllum er olía og bensín að sjálfsögðu ókeypis fyrir al- menning svo og heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Skattleysi er yfirleitt viðtekið að mestu leyti. Þessi lönd nota hina geysilegu náttúruauðlegð gagngert fyrir landsmenn. Olían greiðir ailt. Og þrátt fyrir að olía hafi fundist á seinni árum á stöðum sem menn hafði ekki órað fyrir eins og við Noreg og Bretland er olía enn það dýrmæt að ekkert lát er á eftir- spum og furstadæmin við Persaflóa, Saudi-Arabía, írak og Ameríkulönd- in hafa ekki undan. Á sama hátt og þessi olíuauðugu ríki nota þjóðarauö sinn til hagsbóta fyrir íbúa sína er ekkert fráleitt að íslendingar gætu notað sínar auð- lindir til að skapa svipaða velsæld. Ýmsu þyrfti samt að breyta; sam- þjöppun byggðar og samstöðu um skiptingu auðsins. Fiskurinn einn gæti staðið undir þessum lífshátt- um. Illu heilli hefur sjávaraflinn hér verið misnotaður herfilega með samþykki stjómvalda frá upphafi. íslendingar hafa það miklu verra en ástæða er til. Ef allt væri með felldu væri bæði hiti og rafmagn öll- um að kostnaðarlausu. Með sam- þjöppun byggðar, vel að merkja. Það verður víst ekki fyrr en olíu- vinnsla hefst hér við land að ein- hver skriður kemst á velmegunar- stílinn, svo að um sé talandi. Sá tími kemur. Þá getum við búið við sömu kjör og þjóðimar í ríkjunum við Persaflóa. Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmálsins S.O.G.skrifar: Eftir að hafa lesið pistil K.S. 27. 5. og Hjálmtýs 2,.6. sl. i DV er ég ekk- ert hissa, þótt þeir og fleiri séu á móti endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Því þau mál eru einfaldlega stórt þjóðarhneyksli fyrir íslenskt dómvald og réttar- kerfi. Að annað eins skuli hafa átt sér stað er hörmulegt- Er þetta kannski í blóði íslendinga? Lýsing bókarinnar „Fár undir fjöllum“ á því hvemig dómsvaldið um aldamót hagaði sér er líka stór- hneyksli. Þá skeði það sama og i Guðmundar- og Geirfinnsmálum; skjöl vora látin hverfa, og bókunum á málum sleppt. Þar varð dauðsfall af illri meðferö og annað í svipuð- um dúr. Þurft hefði að endurapp- taka það mál. Ég vona að Guð gefi að dómsvald- ið í dag sjái sóma sinn í að taka upp aftur Guðmundar- og Geirfinnsmál- in, þar sem það spannst upp á röng- um forsendum og 18 ára unglingar uppdópaðir vora pyntaðir hroða- lega, til þess að játa á sig hvað sem var. Ég vona líka að þeir ungu lög- fræðingar sem era aö útskrifast i dag taki betur á málunum í framtíð- inni fyrir böm og bamaböm okkar, sem era að vaxa úr grasi í þessu þjóðfélagi. Vestfjarðadeilan vefur upp á sig Tómas Jónsson skrifar: Hverju getum við búist við úr því sem komið er? Nú hafa vinnuveit- endur á Vestfiörðum boðað vinnu- stöðvun á launafólk, og meira að segja á fólk sem ekkert hefur kom- ið nálægt vinnudeilunum? Sam- band samvinnufélaganna tók for- ystuna. Aðrir atvinnurekendur á Vestfiörðum standa svo í því að sameina fiskvinnslufyrirtækin þannig að nú hafa þeir myndað næststærsta fyrirtæki á Vestfiörð- um. Menn spyrja: Hvar ætla þeir að fá verkafólkið? Ég er hræddur um að við sjáum ekki fyrir endann á þessari deilu. Hún á eftir að vefia upp á sig, sýn- ist mér. Einu gildir þótt verkalýðs- þjónusta allan sólarhringi eða nringið i sima 5000 kl. 14 og 16 Er aö ganga sundur meö verkalýösforingjum og umbjóöendum þeirra? forkólfar fyrir sunnan séu bora- brattir og segist bara „vera búnir að semja“ eins og m.a. er haft eftir formanni VMSÍ. Þaö er hætta á ferðum. Sú hætta að almennt launa- fólk knýi á um að fá samninga tekna upp að nýju. Betri samningar á Vestfiörðum og krafan kemur upp. - Jafnvel án betri samninga fyrir vestan. Flestir era sammála um að þess- ir kjarasamningar sem nú er verið að ganga frá séu nánast ekki neitt neitt. Sjötíu þúsund kr. á mánuði á þremur til fióram áram! Og lítil- ræði í skattalækknunum á sama árafiölda? Alveg út úr kortinu. Ekki síst vegna þess að launafólki var lofað bót og betrun í „næstu samn- ingurn". Þjóðarsáttarsamningamir áttu að vera innlegg fyrir þá nýju. Ég held að verkalýðsforingjar í al- mennu launþegafélögunum séu eins langt frá umboðsmönnum sín- um og þeir geta komist. - Við sjáum hvað setur. Atvinnuvega- sýning Vestfjarða Vestfirðingur skrifar: Ég vil benda á einn jákvæðan atburð sem á sér stað á Vestfiörð- um núna um helgina. Ekki veitir i af, eftir ailar þær svartnættisfrétt- ir sem borist hafa frá þessum landshluta í seinni tíð. - Þetta er Atvinnuvegasýning Vestfiarða 1997, í íþróttahúsinu á ísafirði. Um 60 fyrirtæki af öllum Vest- fiörðum taka þátt. Markmið sýn- ingarinnar er að koma því á fram- færi að fiölbreytni og kraftur í vestfirsku atvinnulífi er miklu meiri en flesta grunar og jafti- framt að sýna fram á aö hinn sí- felldi barlómur og væl út af I ástandinu á Vestfiörðum er ekki nema hluti af sannleikanum. Einkunnarorð sýningarinnar ( era: fiölbreytni, atorka og metnað- ur. Oft var þörf, en nú er nauðsyn, að sýna Vestfirðingum sjálfum og , öllum landsmönnum að einmitt þessir eiginleikar eru fyrir hendi i rikum mæli í vestfirsku atvinnu- lifi. Vestfirðingar fiölmenna í íþróttahúsið á ísafirði um helgina, eiga þar skemmtilega stund og sýna þannig áhuga sinn á framtíð Vestfiarða. VR og lífeyris- i málin Gunnar skrifar: I Ég las frétt um að Verslunar- mannafélag Reykjavikur hefði ákveðið aö hækka rétt til ellilíf- I eyris um 11,8%. Einnig að leggja til við stjóm sjóösins að færa eft- irlaunaaldur félagsmanna úr 70 j árum í 67. Þetta er stórt skref í réttlætisátt og réttlátt. Ég vona bara að allir aðrir lífeyrissjóðir fylgi fordæmi VR og lækki aldurs- mörkin í 67 ár, jafnvel 65 ár. Það var mikið óhappaverk þegar ald- ursmörkin vora hækkuð i 70 ár, og ætti alls ekki að líða. Húrra fýrir VR! Prinsinn af Mónakó » - kærkominn gestur Erla Ólafsdóttir hringdi: Ég las skemmtilegt viðtal í DV sl. miðvikudag við prinsinn af Mónakó. Prinsinn er kærkominn gestur hér á landi og hann býður af sér góðan þokka. Maður minn- ist heimsóknar hans hingað með foreldrum sínum og eldri systur á rannsóknarskipi sem hafði við- komu hér. Nokkru síðar lést móð- ir hans, hin dáða leikkona Grace Kelly. Prins Albert og raunar öll fiölskylda hans i Mónakó er eink- ar viðfelldin hvað sem skrifað er í slúðurdálka heimsblaðanna. - Okkur íslendingum er hlýtt til þessa fólks, trúi ég. ^ Glæponar ganga lausir Óskar hringdi: Maður á bágt með að trúa því að héraðsdómur hafi úrskurðað mennina sem tengdust atburðin- 1 um á Vegas og eru ásakaðir um fleiri glæpi, þjófhaði og eiturlyfia- sölu frjálsa ferða sinna, þrátt fyrir beiðni um áframhaldandi gæslu- varðhald. Og það með tilliti til al- mannaheilla. Þessir menn eru hættulegir, þeir geta skotið upp kollinum og herjað hvar sem er. Er íslenskt dómskerfi bara ekki orðið hættulegt? Búddahofið I hrakið brott? Axel skrifar: Ég er undrandi og svo er um fleiri, að bæjarfélög skuli ekki keppast um að bjóða 'lóðir fyrir búddahofið sem ekki mátti rísa í Bessastaðahreppi. - Ég legg tO að hofið verði reist hér í Reykjavík á [ fallegum stað, t.d. efst við Bústaða- t veg. Eða er ætlunin að hrekja búddahofið brott fyrir fullt og allt?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.