Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Blaðsíða 16
28 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 íþróttir_________________________________________ ísland mætir Makedóníu í Skopje á morgun: Eru með mikinn með- byr eftir sigur á írum - segir Logi Ólafsson landsliðsþjálfari um mótherjana Póröur Guöjónsson leikur á Makedóníumann í fyrri leik liöanna fyrir ári síö- an. Þóröur veröur eflaust í fremstu víglínu í Skopje á morgun. *>t Á morgun leikur ísland flmmta leik sinn í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem haldið er í Frakklandi á næsta ári. Leikið er við Makedóníu í Skopje klukkan 18 að íslenskum tíma. Fyrsti leikur íslands í keppninni var við Makedóníu á Laugardals- vellinum og lauk þeirri viðureign með jafntetli, 1-1. í kjölfarið fylgdu tapleikir gegn Litháen, 2-0, á úti- velli og 0-4 gegn Rúmeníu á Laugar- dalsvelli. Loks náði íslenska liðið óvæntu jafntefli gegn írum í Dublin, 0-0, í nóvember. Útkoman er því 2 stig í fyrstu fjórum leikjunum og island er í -* næstneðsta sæti riðilsins. Keppnin hefur hins vegar þróast á þann veg að Rúmenía hefur unnið alla sína leiki og ekki fengið á sig mark en hin liðin hafa reytt stig hvert af öðru. Síðast vann Makedónía óvæntan sigur á írum, 3-1, í Skopje og er í öðru sæti riðilsins sem stendur. Sex af tíu stigum sínum hefur Makedónía þó fengið gegn Liechtenstein. íslenska liðið fór utan í gærmorg- un meö Fokker-vél Flugleiða. Farið var til Vejle í Danmörku, æft þar í ^ gær og gist í nótt en í morgun hélt liðið áfram til Skopje og er væntan- legt þangað fljótlega eftir hádegið. Makedónía er syðst af fyrrum lýð- veldum Júgóslavíu og hefur verið sjálfstætt ríki í fimm ár. Knatt- spymuhefð er talsverð í landinu, einkum í Skopje, en sterkasta liðið þar, Vardar, var löngum með bestu liðum Júgóslavíu. Sterkur heimavöllur og 25 þúsund áhorfendur Logi Ólafsson landsliðsþjálfari sagði við DV að hann ætti von á mjög erfiðum leik í Skopje. „Ég hef fariö þangað tvisvar, sá vináttuleik við Möltu sem Makedón- ía vann, 1-0, og svo leikinn við íra. Þetta er mjög sterkur heimavöllur og Ijóst að þar verða einir 25 þúsund áhorfendur. Liðið er einnig eflaust með mikinn meðbyr eftir íraleikinn og er erfitt heim að sækja, en á móti kemur að áhorfendur verða fljótt óþolinmóðir ef illa gengur og láta þá heimaliðið finna fyrir því,“ sagði Logi. Eins og staðan er í riðlinum á ís- land enn möguleika á að blanda sér í baráttuna um annað sætið. Til þess þarf þó að vinna í Skopje og síðan að leggja Litháa á Laugardals- vellinum næsta miðvikudag. Leyfum okkur ekki að hugsa þannig „Þetta eru kannski tölfræðilegir möguleikar en við leyfum okkim ekki að hugsa þannig. Við förum í þennan leik af krafti, gerum grein fyrir okkar stöðu og hvað við þurf- um að leggja á okkur til að ná hag- stæðum úrslitum. Eflaust þurfum við að eyða meiri tíma í vörn en sókn en þá skiptir máli að vera snöggir fram og nýta færin. Á með- an viö fáum ekki á okkur mark eru möguleikarnir góðir,“ sagði Logi. Ýmsir möguleikar á uppstillingu Hann tilkynnir byrjunarlið sitt í kvöld eða í fyrramálið. Miðað við þá 17 menn sem fóru utan eru ýmsir möguleikar fyrir hendi varðandi liðsuppstillingu en ekki er ólíklegt að eftirtaldir verði í byrjunarliðinu: Ólafur Gottskálksson, Lárus Orri Sigurðsson, Guðni Bergsson, Eyjólf- ur Sverrisson, Sigursteinn Gísla- son, Sigurður Jónsson, Arnar Grét- arsson, Bjarki Gunnlaugsson, Am- ór Guðjohnsen, Þórður Guðjónsson og Amar Gunnlaugsson. Áðrir í hópnum em Kristján Finnbogason, Helgi Sigurðsson, Ríkharður Daða- son, Ágúst Gylfason, Hermann Hreiðarsson og Brynjar Gunnars- son. Guðni Bergsson setur nýtt lands- leikjamet en hann spilar sinn 73. A- landsleik. Fyrr um daginn leika 21-árs lið þjóðanna í bænum Stip. Þar þarf ís- land á sigri að halda í baráttunni við Rúmena um sigur í riðlinum. -VS Lið Makedóníu sem mætir íslandi: Lykilmenn fjarverandi DV, Skopje: Lið Makedóníu sem mætir ís- landi I Skopje á morgun verður nokkuð frábrugðið því sem gerði jafntefli á íslandi fyrir ári síðan. Þrír lykilmenn úr þeim leik verða fjarverandi. Nedzmedin Memedi, sem skoraði markiö, er að ná sér eftir meiðsli og mun ekki spila. Sama er að segja um sóknar- manninn Zoran Boskovski, en mest munar um fyrirliðann, Mitko Stojkovski. Sá öflugi varnarmaður, sem leikur með Oviedo á Spáni, var rekinn af velli á 90. mínútu gegn írum og tekur því út leikbann. Markvörðurinn Danco Celeski er líka í banni vegna tveggja gulra spjalda. Nýliði í markinu sóttur til Suöur-Kóreu í staðinn verður nýliði í mark- inu, Sasa Ilic. Hann er sóttur langt að í leikinn því hann spilar með Royal Daewo í Suður-Kóreu. Af sömu slóðum kemur varnarmaður- inn Boban Babunski sem leikur með Gamba Osaka 1 Japan. Babunski varð á sínum tíma heimsmeistari með Júgóslavíu í aldursflokki 20 ára og yngri og með honum i því liði voru menn á borð við Suker, Boban, Prosinecki og Jami. Makedónía leikur líklega 3-5-2 gegn íslandi, enda þótt Djoki Hadji- jevski þjálfari hafi stillt upp þrem- ur sóknarmönnum gegn írum. Sóknarleikur er sterkari hlið liðs- ins sem nýtur sín betur með bolta en án. Hadjijevski virðist hins veg- ar vera á góðri leið með að bæta aðra þætti, svo sem betri varnar- leik, meiri styrk í návígjum og ögun í leikaðferðum. Vladimir Novak J* Ásmundur I raðir FH-inga Ásmundur Haraldsson, sóknarmaður úr KR, gekk í gær til liðs við FH-inga og leikur með þeim í 1. deildinni í knattspymu í sumar. Ásmundur er 22 ára og hefur leikið talsvert með KR síðustu árin. í fyrra lék hann 13 deilda- leiki en samtals á Ásmundur að baki 29 leiki með KR í efstu deild og hefur skorað í þeim 4 mörk. Brasilíumaöurinn sendur heim FH-ingar hafa hins vegar sent heim Brasilíumanninn Marco Antonio Amanzo sem hefur æft með þeim undanfarna daga. Hann þótti ekki standa undir væntingum. -GH/VS Pétur sterkur í jafnteflisleik Hammarby, lið Péturs Marteinssonar, náði ekki að komast á topp norðurriðils 1. deildar sænsku knattspymunn- ar á ný í gærkvöld. Liðið gerði jafntefli, 1-1, við Nacka á úti- velli. Pétur var talinn einn af Qórum bestu mönnum Hammar- by í leiknum. Djurgárden og Hammarby em með 19 stig hvort en síðan koma Umeá með 18 og Gevle með 17. Fjórir varamenn notaöir Sænska knattspymusamband- ið hefur sektað Hammarby um 100 þúsund íslenskar krónur fyr- ir að skipta inn á fjórum vara- mönnum í leik gegn Djurgárden á dögunum. Sá fjóröi var óvart settur inn á á lokamínútunni þegar annar meiddist og dómar- inn tók ekki eftir þessu og heim- ilaði skiptinguna. Hammarby vann leikinn, 1-0, og úrslitin standa óbreytt vegna mistaka dómarans. -EH/VS Dalglish vill ekki Teddy Sheringham Kenny Dalglish, framkvæmda- stjóri enska knattspyrnufélags- ins Newcastle, vill ekki kaupa enska landsliðsmanninn Teddy Sheringham frá Tottenham. Sheringham hafði lýst yfir miklum áhuga á að fara til Newcastle og leika þar við hlið- ina á Alan Shearer í. framlín- unni. Þeir hafa náð vel saman í fremstu víglínu hjá enska lands- liðinu. Daily Mail sagði í gær að Dal- glish teldi að Sheringham, sem er 31 árs, væri of gamall til að greiða fyrir hann 660 milljónir króna og borga honum 110 millj- ónir í árslaun. Rætt var um að Les Ferdinand færi til Tottenham í staðinn fyr- ir Sheringham. Hjá Newcastle telja menn hins vegar að Ferdin- and eigi meira inni og ekki sé ástæða til að fórna honum. -VS Eyjastúlkur nær sigri ÍBV og ÍAgerðu markalaust jafntefli í úrvalsdeild kvenna í knattspymu þegar liðin mættust í Eyjum í gærkvöld. Eyjastúlk- umar sóttu mun meira og hefðu verðskuldað öll stigin. -VS Blikar og Þróttarar leika í Kópavogi Síðasti leikurinn í íjórðu um- ferð 1. deildar karla í knatt- spymu fer fram í kvöld. Breiða- blik og Þróttur R. leika á Kópa- vogsvelli kl. 20. Leikurinn átti að fara frarn á Valbjarnarvelli en var fluttur vegna frestunar á frjálsíþróttakeppni Smáþjóða- leikanna. Jafntefli í 3. deild Léttir og KFR skildu jöfn, 0-0, í A-riðli 3. deildarinnar í knatt- spymu í gærkvöld. Bobby Robson til Tyrklands? Bobby Robson, þjálfari Barcelona og fyrrum lands- liðseinvaldur Englendinga, hef- ur fengið tilboð frá tyrkneska liðinu Besiktas um að taka að sér þjálfun liðsins til næstu tveggja ára. Robson á að fá í sinn hlut um 300 millj. króna en þó er ekki gef- ið að hann komi til með að færa sig um set þar sem hann á enn eftir eitt ár af samningi sínum við Barcelona og kunni vel við sig á Spáni. Þeir eru hins vegar margir sem telja það ekki liklegt að Robson fái að halda starfi sínu þar áfram. Englendingar eru ánægðir! Englendingar era yfir sig hrifnir af frammistöðu sinna manna eftir sigur þeirra á ítöl- um í fyrsta leik liðanna á fjög- urra landa mótinu í Frakklandi. Mikið er rætt um góðan leik strákanna frá Man. Utd. en þeir vom hvorki fleiri né færri en fimm talsins sem komu við sögu í þessum leik auk Paul Ince, fyrrum leikmanns félagsins, og em menn jafnvel farnir að von- ast til þess að gott gengi United undanfarin ár fari að skila sér í góðu gengi enska landsliðsins! ítalski galdramaðurinn Gian- franco Zola sagði eftir leikinn greinilegt að Glenn Hoddle væri á réttri leið með þá ensku en þessi leikur i Frakklandi væri ekki forsmekkurinn að því sem koma skyldi í viðureign þjóð- anna í riðlakeppni HM í haust þar sem liðin berjast sín á milli um efsta sæti riðilsins. Klinsmann hneykslaður! Enn og aftur hefur slest upp á vinskap þeirra félaga Juergens Klinsmanns og Lothars Matt- haeus en þeir léku saman í vetur með Bayem Munchen. Upp komst nýverið að Matt- haeus hafði veðjað við Uli Hoeness, framkvæmdastjóra fé- lagsins, upp á 400 þús. krónur fyrir tímabilið að Klinsmann myndi ekki ná að skora 15 mörk á tímabilinu. Matthaeus tapaði veðmálinu þar sem Klinsmann gerði nákvæmlega 15 mörk og tryggði þar með Bayem þýska meistaratitilinn. „Ég er alveg orðlaus yfir þessu og hélt að menn notuðu pening- ana sína í eitthvað annað og gáfulegra en veðja gegn félögum sínum. Ég get ekki tekið Matt- haeus alvarlega héðan í frá,“ sagði Klinsmann hálf miður sin. Matthaeus sagði hins vegar að þetta væri fyrsta veðmálið sem hann hefði viljað tapa þar sem það tryggði Bayem titilinn! Boksic til Lazio? Króatíski framherjinn hjá Juventus, Alen Boksic, er sagður vera á förum til Lazio í Róm. Eigandi Lazio, Sergio Cragnotti, segir búið að ganga frá málum við leikmanninn og aðeins vanti undirskrift Juve. Þeir vOja fá rif- lega einn milljarð króna fyrir kappann og segja ekkert því til fyrirstöðu að Boksic fari gangi Lazio að þeirra skilyrðum. Boksic, sem átti ekki fast sæti í byrjunarliði Juve seinni hluta tímabilsins sem nú er ný lokið, verður ekki í slæmum félags- skap fari hann til Lazio því þar fyrir eru framherjamir Signori, Casiraghi og Mancini sem ný- kominn er til liðsins frá Samp- doria. Mörgum finndist ansi þröngt um allar þessar stjömur í framlínu sama liðsins en eigandi félagsins segir þá ekki ætla að selja neinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.