Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997
Utlönd
Sprengjuárásin á Bandíta í Noregi:
Lögreglan óttast
hefndaraðgerðir
Thorbjem Jagland, forsætisráð-
herra Noregs, hét því í gær að
brjóta á bak aftur starfsemi mótor-
hjólagengja eftir aö kona iést í
sprengjutilræði við hús Bandíta í
Drammen í Noregi í fyrrakvöld.
Konan ók ásamt eiginmanni sínum
fram hjá húsinu um leið og sprengja
sprakk í kyrrstæðum bíl. Fjórir
særðust í sprengingunni og voru
fluttir á sjúkrahús.
„Þetta era morðingjar og það á að
refsa þeim samkvæmt lögunum,"
sagði Jagland meðal annars er hann
heimsótti tilræðisstaðinn sem leit
út eins og vígvöllur.
Lögreglan í Noregi óttast að
spennan milli mótorhjólagengja
aukist í kjölfar sprengjuárásarinnar
og að Bandítar reyni að leita
hefnda. Lögreglan ætlar að auka eft-
irlit sitt með einstökum félögum í
mótorhjólagengjunum og einnig
klúbbum þeirra.
Lögreglan hefur staðfest að
sprengju hafi verið komið fyrir í
rauðum Volkswagen-sendibíl. Ekki
er útilokað að um sé að ræða bil
sem stolið var í Ósló. Lögreglustjór-
inn í Drammen, Jon Leland, segir
augljóst að fjendur Bandíta hafi
komið sprengjunni fyrir. Sennilegt
er talið að sprengjuárásin sé upp-
hafið að nýju stríði miili Bandíta og
og erkióvina þeirra, Vítisengla.
Leland vildi ekki tjá sig um upp-
lýsingar sjónarvotts um að fimm
menn klæddir í mótorhjólafatnað,
sennilega danskir eða sænskir,
hefðu verið í garði í nágrenni húss
Bandíta um 20 til 30 mínútum eftir
að sprengjan sprakk.
Norski forsætisráðherrann lýsti
því yfir í gær að yfirvöld í Noregi
hygðust setja lög svipuð þeim sem
Danir kynntu í fyrra. í þeim er
kveðið á um að mótorhjólagengi fái
ekki að hafa klúbba í íbúðarhverf-
um þar sem saklausir íbúar geta
orðið fómarlömb bardaga stríðandi
fylkinga. Reuter, Aftenposten
Bandaríski leikarinn Christopher Reeve, sem lamaðist þegar hann datt af hestbaki fyrir tveimur árum, hvatti banda-
ríska þingmenn til þess í gær aö samþykkja fyrirliggjandi lagafrumvarp sem koma á í veg fyrir aö fólk í svipaðri stööu
og hann standi allt í einu uppi sjúkratryggingalaust. Samkvæmt núverandi lögum eru einstaklingar tryggöir fyrir
læknisverkum upp aö einni milljón dollara. Reeve telur tímabært aö hækka þakiö upp í tíu milljónir dollara vegna
mikillar hækkunar á lækniskostnaöi undanfarna áratugi. Símamynd Reuter
P
Hillukerfi
I Veggeiningur
SINDRI
-sterkur í verki
BORGARTUNI 31 • SIMI 562 7222 • BREFASIMI 562 1024
Q Uu Ijdömfí
\vfei7g0snfl? o ©SOao^SOcíl
mSi0iá
•*.
x. ^
Snuð • sleikibrjóstsykur,
bland í poka • o.fl. ofl.
Kandí, heildverslun ehf.
Pöntunarsímar: 564-3288 og 85-23299
Áskrifendur fá
ímc
aukaafslátt af
smáauglýsingum DV
-
Smáauglýsingar
DV
550 5000
Við flutningana í Skeifuna 6 kom ýmislegt eigulegt í
Ijós úr kjallaranum - stólar, lampar, sófar, borð, efnis-
bútar og fl. Allt verður selt é ótrúlega hagstæðu verði.
epal
Epal hf., Skeifunni 6,
síml 568 7733.
Albright hvetur til aðgerða í Bosníu:
Ekki nóg að koma í
veg fyrir nýtt stríð
Madeleine Albright,
utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, hvatti i
gær til þess að allt kapp
yrði lagt á að koma á
varanlegum friði í Bosn-
íu, ekki væri nóg að
komast bara hjá öðra
strfði.
í útskriftarræðu við
Harvardháskólann
hvatti Albright einnig
þjóðir heims til aö
standa við siðferðilega
ábyrgð sína og sýna
stuðning sinn við dóm-
stólinn yíir bosnískum stríðsglæpa-
mönnum í verki. Hún skýrði þó
ekki frá neinum nýjum aðgerðum
til aö fá þjóðarbrotin í Bosníu til að
fara að gerðum samningum.
Utanríkisráðherrann sagði að á
undanfomum dögum hefði sitthvað
verið gert til að tryggja að ekki yrði
aftur snúiö frá friðarferlinu og að
deiluaðilar hefðu allir beinan hag af
því að vel gengi. Albright fór þó
ekki nánar út í þá sálma.
Fimmtíu ár era nú liðin frá því
George Marshall, þáverandi utan-
ríkisráöherra, tilkynnti
í útskriftarræðu við
Harvard frá áformum
um að koma Evrópu-
ríkjum til aðstoðar eftir
lok síðari heimsstyrj-
aldarinnar. Albright
minntist þess að öld-
ungadeildarþingmaður-
inn Arthur Vandenberg
hefði haldið uppi vöm-
um fyrir Marshalláætl-
unina með því að
benda á að það gagnað-
ist lítið að ætla sér að
rétta fimm metra langt
reipi til drukknandi manns í sex
metra fjarlægð.
„Á sama hátt náum við ekki fram
markmiðum okkar í Bosníu með
því að gera rétt nóg til að koma í
veg fyrir stríð. Við verðum að gera
allt sem í okkar valdi stendur til að
aðstoða íbúa Bosniu við að koma á
varanlegum friði,“ sagði Albright.
Hún ítrekaði boðin sem hún flutti
Bosníumönnum í ferð sinni þangað
um síðustu helgi um að ekki kæmi
til nein aðstoð nema þeir framseldu
stríðsglæpamenn. Reuter
Madeleine Albright,
utanríkisráöherra
Bandaríkjanna.
Símamynd Reuter