Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Blaðsíða 24
36 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 Pirringur í kerlingunni „Þetta er bara pirringur í kerl- ingunni og það stendur eitthvað illa í bólið hennar. Ég skil það svo sem vel, ég væri líka pirrað- ur ef flokkur minn væri fylgis- laus.“ Páll Pétursson félagsmálaráð- herra, um Jóhönnu Slgurðardótt- ur, í DV. Nýju föt keisarans „Ríkisstjórn íslands hefur, eins og keisarinn, látið vefa fyrir sig dýrindis vefnað að undanfórnu, afhent vefurum alls kyns efnivið, sem þeir hafa hirt og situr eftir sem keisarinn, nakinn meðal al- mennings." Kjartan Helgason, í Alþýðu- blaðinu. Ummæli Ferðaþjónustan í gíslingu? ..ekkert sem getur stöðvað það að bifreiðastjórar geti tekið ferðaþjónustuna í gíslingu." Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastj. VSÍ, um verkfalls- boðun Sleipnis, í Degi-Tímanum. Næring andans „Bókasöfn bjóða upp á nær- ingu andans. Næringu sem ekki verður að aukakílómn eða veldur brjóstsviöa." Hólmkell Hreinsson amtsbóka- vörður, í Morgunblaðinu. Botnleðja er önnur tveggja hljómsveita sem leika á Ingólfs- torgi í dag. Tónleikar á Ingólfstorgi Fyrstu síðdegistónleikar á Ing- ólfstorgi á fóstudögum verða í dag kl. 17.00. Tvær hljómsveitir munu koma fram, Botnleðja og Quarashi. Aðalsteinn Leó á Gullöldinni Dansað verður á Gullöldinni í Grafarvogi í kvöld og annað kvöld. Haldið verður upp á tveggja ára afmæli staðarins. Upplyfting í Glæsibæ Hljómsveitin Upplyfting ásamt Ara Jónssyni mun leika fyrir dansi í Glæsibæ í kvöld og ann- að kvöld. Útgáfutónleikar í Nelly's Café Hljómsveitin Tún verður með útgáfutónleika úr Norðurkjall- ara á Nelly’s Café í kvöld. Skemmtanir Poppers í Hreiðrinu Hljómsveitin Poppers leikur í Hreiðrinu, Borgamesi, í kvöld og á Knudsen, Stykkishólmi, annað kvöld. Sóldögg í Keflavík Hljómsveitin Sóldögg leikur í kvöld á Staðnum í Keflavík og annað kvöld í Hreðavatnsskála í Borgarfirði. Skítamórall á Sauðárkróki Hljómsveitin Skítamórall skemmtir á Hótel Mælifelli í kvöld og á Inghóli annað kvöld. Vaxandi norðaustanátt Vaxandi hæðarhryggur er fyrir norðan land, en um 400 km suðsuð- austur af Hornafirði er 1007 mb lægð sem þokast norðaustur. Veðrið í dag Heldur vaxandi norðaustanátt á landinu, stinningskaldi og sums staðar allhvasst um tíma í dag. Reikna má með dálitlum éljum norðaustanlands, en annars úr- komulausu og um landið sunnan- og suðvestanvert verður áfram létt- skýjað. Hiti verður 4 til 8 stig sunn- anlands og vestan í dag, en annars um eða rétt undir frostmarki. Á höfuðborgarsvæðinu verður kaldi eða stinningskaldi þegar líður á daginn. Léttskýjað. Hiti 4 til 9 stig yfir daginn, en vægt frost í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 23.44 Sólarupprás á morgun: 03.09 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.18 Árdegisflóð á morgun: 07.41 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjaö 2 Akurnes alskýjaö 2 Bergsstaöir léttskýjaö 5 Bolungarvík skýjaö 4 Keflavíkurflugv. léttskýjaö 7 Kirkjubkl. léttskýjaö 4 Raufarhöfn alskýjað 1 Reykjavík léttskýjaó 3 Stórhöföi léttskýjað 6 Helsinki léttskýjaö 15 Kaupmannah. léttskýjaö 15 Ósló skýjaö 11 Stokkhólmur léttskýjaö 15 Þórshöfn súld 8 Amsterdam skýjað 18 Barcelona hálfskýjað 21 Chicago hálfskýjaö 17 Frankfurt hálfskýjaö 17 Glasgow rigning 12 Hamborg léttskýjaö 17 London skýjaö 16 Lúxemborg skýjaö 17 Malaga þoka 16 Mallorca léttskýjaö 21 París 18 New York skýjaó 13 Orlando léttskýjaö 23 Nuuk heiöskírt 4 Vín rigning 14 Washington léttskýjaó 13 Winnipeg léttskýjaö 12 Ari Bergmann Einarsson, formaður undirbúningsnefndar Smáþjóðaleikanna: Lít á björtu hliðarnar - veðrið hefði getað orðið verra „Það er ekki annað hægt að segja en að Smáþjóðaleikarnir hafi gengið vel þótt náttúruöflin, sem enginn ræður við, hafi vissulega sett strik í dagskrána. Við byrjuð- um með glæsibrag, opnunarhátíð- in tókst í alla staði mjög vel. Sam- kvæmt mínum heimildum voru yfir 5000 manns á opnunarhátíð- inni, sem segir allt um hug þjóðar- innar til leikanna. Við lögðum metnað í að hafa opnunarhátíðina fyrir unga fólkið og atriðin voru valin með tilliti tfl þess og hef ég ekki heyrt neitt nema ánægjuradd- ir með hátíðina, hvort sem það er frá ráðamönnum þjóðarinnar eða almennum borgurum," segir Ari Bergmann Einarsson, formaður undirbúningsnefndar Smáþjóða- leikanna sem nú standa yfir í þremur bæjarfélögum. Maður dagsins Aðspurður um veðráttuna þá daga sem leikarnir hafa staðið yfir sagði Ari: „Við lentum í því með siglingarnar að fresta varð keppni fyrsta daginn þar sem logn var og annan daginn þar sem þá var of mikill vindur. Skotfiminni þurfti Ari Bergmann Einarsson. að fresta um einn dag vegna veð- urs. Það sama var með frjálsar íþróttir. Það á samt ekki að koma að sök þvi í dag átti að vera frídag- ur í frjálsum en hætt hefur verið við hann. Ég held að eins og stað- an er nú þá gangi það eftir að allt verði búið samkvæmt áætlun. Ég vil einnig líta á björtu hliðarnar. Þetta er ekki það versta sem við hefðum getað fengið. Verra er að fá endalausa rigningu, þannig að þetta er afls ekki svo slæmt.“ Undirbúningsnefndin tók þá ákvörðun að hafa frítt inn á alla atburði: „Það var eiginlega tvennt sem gerði það að verkum að við tókum þessa ákvörðun. Fyrst var það að slóði liggur eftir HM 1995 þar sem verðlag þótti hátt og olli óánægju. Við fundum fyrir því að þetta býr enn í fólki og við vorum þvi með þá hugmynd að gefa út kort sem selt yrði á lágu verð og gilti á alla atburði. Þegar farið var að reikna út kostnaðinn við gæslu og aðgöngumiðasölu kom í ljós að enginn hagnaður yrði af sölu slíkra korta. Því var ákveðið að hafa frítt inn á alla atburði og einnig fannst okkur við þurfa að launa bæjarfélögum sem lánuðu okkur allt frítt með því að gefa íbúum kost á að sjá íþróttaatburð- ina endurgjaldslaust." Hápunktur Smáþjóðaleikanna er laugardagurinn: „Lokaathöfnin verður á Laugardalsvelli eftir að keppni í frjálsum íþróttum lýkur. Þetta verður stutt athöfn þar sem Smáþjóðaleikafáninn verður með- al annars afhentur næstu gest- gjafaþjóö, sem er Liechtenstein. Síðan fara allir íþróttamennirnir á Hótel ísland en þar verður nokk- urs konar kveðjupartí." -HK Myndgátan Læstar neglur Myndgátan hér aö ofan lýsir lýsingaroröi. DV Það eru margir graliararnir í leik- húsinu í Hafnarfirði. Að eilífu í kvöld verður sýning á Að ei- lífú sem Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör sýnir á fjölum gömlu bæjarútgerðarinn- ar í Hafnarfirði. Er leikritið sýnt í samvinnu við Nemendaleikhús Leiklistarskóla íslands. Að eflífu er nýtt, íslenskt leik- rit eftir Áma Ibsen og hefur það undirtitilinn: Svipmyndir úr brúðkaupi Guðrúnar Birnu Klörudóttur og Jóns Péturs Guð- mundssonar, aðdraganda þess, undirbúningi og eftirköstum. Er hér á ferðinni gamansöm og grallaraleg, frumleg og falleg lýs- ing á brúðkaupi á íslandi nú. Hún minnir ýmist á sápuóperu, rómantíska gamanmynd eða teiknimynd. Leikritið er skrifað fyrir þá leikara sem þátt taka í sýningunni. Leikhús Að eilífu er þriðja leikritið sem Hermóður og Háðvör setja á svið. Leikstjóri er Hilmar Jóns- son og leikstýrði hann einnig fyrstu verkefnum leikhússins, Himnaríki og Birtingi. Að eilífu er annað leikritið sem Árni Ib- sen skrifar fyrir Hafnarfjarðar- leikhúsið. Hann skrifaði einnig Himnaríki sem fékk mjög mikla aðsókn og lofsamlega dóma. Bridge Núverandi Ólympíumeistarar Frakka unnu Indónesa 358-269 í 128 spila úrslitaleik. Leikur þjóðanna náði aldrei að verða spennandi því Frakkarnir náðu strax afgerandi forystu sem þeir létu ekki af hendi. f þessu spili úr leiknum var sami samningur spilaður á báðum borð- um, 4 hjörtu á n-s-hendurnar. Báðir sagnhafanna voru 3 niður, en jafn- vel sú niðurstaða virtist vera ágæt, því 5 lauf standa á hendur a-v. Danny Sacul úr liði Indónesa, sem var sagnhafi í fjórum hjörtum, átti aldrei möguleika i spilinu því hann reyndi að gera sér mat úr spaðalitn- um og missti vald á spilinu. Frakk- inn Harvé Mouiel gat hins vegar staðið fjögur hjörtu: * G87653 ** ÁD1042 ■f 74 * f D942 ** G ♦ K965 ♦ K1053 é ÁK ** K95 DG1083 * 964 Útspil vamarinnar var lauf sem Mouiel trompaði og spilaði strax tígli. í hvert sinn sem andstaðan komst inn spilaði hún laufi og norð- ur var styttur niður í 2 tromp. Hann lagði niður hjartaásinn og gosinn kom í frá austri. Leikurinn var að sjálfsögðu sýndur á sýningartöflu og allt í einu varð lýsendum ljóst að Mouiel gat staðið spilið. Hann spil- aði nú spaða á kóng og hefði staðið spilið ef hann hefði spilað háum tigli. Ef vestur trompar er yfir- trompað í blindum og spaða spilað. Það gagnar vestri ekkert að gefa þann slag og ef hann trompar spaða- ásinn, á suðurhendin afganginn af slögunum. En Mouiel þurfti að taka afstöðu til þess hvort hjartagosinn væri blekkispil frá austri og tromp- in væru 3-2. Hann ákvað að gera ráð fyrir því og spilaði trompi áfram í stað áðumefndrar leiðar og missti vald á spilinu. ísak Öm Sigurðsson ♦ 10 ** 8763 ♦ Á2 * ÁDG972

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.