Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1997, Qupperneq 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1997
Fréttir
i>v
Humarinn þolir illa dagsbirtuna:
Tugir tonna af humri
um svartan markað
- segir framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar HornaQarðar
„Við sendum fax á öll stærstu
hótelin þegar við fengum humarinn
í sölu. Það vekur undrun mína að
við fengum engin viðbrögð og eng-
inn vildi kaupa,“ segir Egill Jón
Kristjánsson, framkvæmdastjóri
Fiskmarkaðarins á Homafirði, um
tilraun sem markaðurinn gerði til
að selja humar á uppboðsmarkaði.
Tilraunin mistókst gjörsamlega sem
endaði með því að viðskiptavinir
markaðarins keyptu meirihluta
humarsins á lágmarksverði til
einkaneyslu. Um var að ræða alls
500 kíló af ferskum slitnum humri
og aðeins örlítill hluti seldist til
verslana. Egill segir þetta vera
mesta magn sem reynt hafi verið að
selja á markaðnum. Hann segist
þess fullviss að neyslan innanlands
sé mikil og vaxandi en greinilegt að
hún sé lítt sýnileg.
Ekki til skatts
„Annaðhvort era þessi stóru hót-
el ekki með humar á boðstólum eða
hitt að menn fá humarinn annars
staöar að. Sú skýring er í mínum
huga líklegri," segir Egill.
Hann segir ljóst að mikið af
humri sé selt fram hjá vigt og þessi
tilraun markaðarins staðfesti það.
„Það er grunur minn að tugir
tonna fari um svartan markað. Sá
humar fer alls staðar fram hjá. Arð-
urinn er ekki gefinn upp til skatts
og þá kemur aflinn hvergi fram á
skýrslum og þess vegna ekki til
kvóta,“ segir hann. Til dæmis um
umfang viðskiptanna á svarta
markaðnum, sem Egill vísar til, má
nefha að alls er áætluð humarveiði
tæp 500 tonn miðað við slitinn hum-
Stjómmálaflokkamir fjórir sem
standa að R-listanum í borgarstjóm
Reykjavíkur hafa skipað 20 manna
samstarfsráð, fimm manns frá
hverjum flokki. Ráðið verður kallað
saman til fyrsta fundar i dag.
Að sögn Sigrúnar Magnúsdóttur,
foringja framsóknarmanna í borgar-
stjóm, á ráðið að koma með tillögur
um með hvaða hætti verður staðið
að uppröðun á R-listann fyrir borg-
arstjómarkosningamar næsta vor.
Stjómendur Básafells hf. á ísa-
firði hafa ákveðið að hætta rekstri
bolfiskvinnslu í bænum um óákveð-
inn tíma. Ástæðan er sögð viðvar-
andi tap á bolfiskvinnslunni og ekki
sé útlit fyrir vemlega breytingu á
rekstrarfosendúm á næstunni'.
Frystihúsið hefur undanfarin ár
framleitt rúmlega 2000 tonn af
Afli Homafjarðarbáta hefur
stöðugt dregist saman undanfarin
ár. Egill segir það einnig sýna al-
vöm málsins að sá humar sem bor-
inn er að landi hafi stöðugt smækk-
að.
„Það virðist vera illa komið fyrir
humarstofninum og skipstjórar
m.a. frá Homafirði hafa hrópað á
Enn fremur mun ráðið koma með
tillögur um hvernig undirbúningi
kosningabaráttunnar verður háttað.
Fyrir utan þessa 20 fulltrúa frá
flokkunum hefur Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri áhuga á að
fá að skipa fimm fulltrúa til viöbót-
ar. Það mun ekki hafa verið ákveð-
ið hvort svo verður.
Þeir sem sæti eiga í þessu sam-
starfsráði em:
Frá Framsóknarflokki: Valdimar
frystum afurðum og hafa um 50
manns unnið aö framleiðslunni.
Er lokunin nú liður í endurskipu-
lagningu á rekstri Básafells hf., en
bolfiskvinnsla fyrirtækisins mim
fara fram í nýlega sameinuðu fyr-
irtæki þess, Kambi hf. á Flateyri,
þar sem áhersla er lögð á saltfisk-
vinnslu og frystingu á flatfiski.
vemdun hans. Sé sá grunur minn
réttur að tugir tonna fari árlega
fram hjá vigt, auk þess sem miklu
er hent af smáhumri samkvæmt
rannsóknum Hafró, er ekkert skrýt-
ið þótt fiskifræðingar hafi ranga
mynd af ástandi stofnsins," segir
Egill Jón.
Hann segir marga þætti leggjast á
Kr. Jónsson, Vigdís Hauksdóttir,
Dagný Jónsdóttir, Þuríður Jónsdótt-
ir og Jón Sigfús.
Frá Alþýðuflokki: Margrét
Bjömsdóttir, Rúnar Geirmundsson,
Vilhjálmur Þorsteinsson, Kolbeinn
Einarsson og Guðmundur Haralds-
son.
Frá Alþýðubandalagi: Stefania
Traustadóttir, Sigurbjörg Gísladótt-
ir, Stefán Pálsson, Gestur Ársæls-
son og Harpa Frankellsdóttir.
Fyrirhugað er að efla rækju-
vinnslu félagsins enn frekar og
munu þar verða til ný störf. Ekki
mun þó Ijóst hversu mörgum
starfsmönnum Básafells hf. þarf að
segja upp.
Karitas Pálsdóttir hjá verkalýðs-
félaginu Baldri á ísafirði sagði þetta
hafa legið í loftinu um nokkurn
eitt til þess að gera humarstofnin-
um erfitt fyrir. Svo virðist sem fiski-
fræðingar hafi enga heildarmynd af
vandanum.
Botninn eyöilagður
„í fyrsta lagi erum við að eyði-
leggja botninn með veiðiaðferðinni.
Humarinn lifir í holum og botn-
Frá Kvennalista: Guðný Guð-
björnsdóttir, Kristín Einarsdóttir,
Drifa Hrönn Kristjánsdóttir, Sigrún
Sigurðardóttir og Guðrún Erla
Geirsdóttir.
Þetta ráð mun svo hafa sérstaka
framkvæmdastjóm.
Verði af því að borgarstjóri skipi
menn í nefndina hafa nöfn þeirra
Marðar Árnasonar og Stefáns Jóns
Hafstein verið nefnd í því sam-
bandi. -S.dór
á ísafirði
tíma. Fólk hefði haft samband viö
skrifstofuna og auðvitað væri það
slegið vegna þessara frétta. Þá væri
ljóst að ekki væri hægt að láta alla
fá vinnu í öðram deildum fyrirtæk-
isins og fólk velti því fyrir sér hvort
það yrði í hópi þeirra heppnu eða
óheppnu.
-HK
vörpurnar eyðileggja heimkynni
hans. Það er nauðsynlegt að við
fáum upp myndina eins og hún er í
raun. Það ástand sem nú er mun
leiða til þess að stofhinn hrynur
endanlega. Það er nauðsynlegt að
opna umræðuna um þessi mál og
grípa til þeirra ráðstafana sem þarf
í tíma,“ segir Egill Jón.
-rt
Stuttar fréttir
Breytingar hjá RÚV
Breyta á stjómskipulagi Rikis-
útvarpsins verulega og spara
með því allt að 10% rekstrarút-
gjalda, eða allt að 200 miUjónir
króna. Störfúm fækkar og ein
framleiðsludeUd á að þjóna báð-
um útvarpsrásunum í stað
tveggja nú. RÚV sagði frá.
Hjúkrunarfræðingar
semja
Hjúkrunarfræðingar skrifuðu
undir nýjan kjarasamning í gær.
Formaður félags þeirra segir að í
honum sé tekið djarflegt skref í
átt tU nýs launaikerfis. Stöð 2
sagði frá.
Samherji á
Verðbréfaþing
Samherji verður frá og meö
fimmdudegi skráður á Verð-
bréfaþing íslands og er þar með
orðinn fuUgUt almenningshluta-
félag. Stöð 2 sagði frá.
Hans Markús
orftinn prestur
Kirkjumálaráðherra hefur
skipað Hans Markús Hafsteins-
son, guðfræðing og lögreglu-
mann, í embætti prests í Garða-
sókn. Hans Markús fékk flest at-
kvæði í almennum, en fámenn-
um kosningum í sókninni.
Vegafé á Barðaströnd
40% meira vegafé rennur tU
vega í Barðastrandarsýslu en
hefur gert. Heimamenn þakka
það heimsókn forseta íslands og
ummælum hans mn afleita vegi í
héraðinu. Stöð 2 segir frá.
Burt með Norðmenn
Kristján Ragnarsson, form-
aður LÍÚ, sagði á Stöð 2 í gær að
rétt væri að endumýja ekki
loðnusamninga við Norðmenn
þegar þeir renna út, enda hafi
þeir skrökvað tU um að þeir
hafi veitt mestaUa sína loðnu
við Jan Mayen á síðustu vertíð.
í raun hafi þeir ekkert veitt þar,
heldur innan íslensku lögsög-
unnar.
Ikea innkallar bangsa
Ikea-samsteypan hefur inn-
kaUað 140 þúsund bangsa vegna
þess að þeir séu hættulegir böm-
um. Augu bangsanna eiga tU að
losna og geta hrokkið ofan í smá-
böm og kæft þau. Ekki er þó vit-
að tU að slíkt slys hafi orðið.
-SÁ
Egill Jón Kristjánsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Hornafjarðar, reyndi að selja ferskan humar á uppboðs-
markaði sínum en fékk sáralitii viðbrögð þrátt fyrir öfiuga kynningu. Hann segir innanlandsneysluna á humri, sem
nemi tugum tonna, fara um svartan markað. Þannig hafi fiskifræðingar enga heildarmynd af því sem er að gerast
varðandi humarstofninn sem margir telja vera við hrun. DV-mynd Júlía Imsland
R-listinn að hefja kosningaundirbúninginn:
Tuttugu manna samstarfsráð
kemur saman í dag
- ráðið á að koma með tillögur um hvernig staðið verður að niðurröðun á lista
Básafell hættir bolfiskvinnslu
- óvíst hversu margir missa vinnuna