Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1997, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1997
7
Fréttir
Bifreiðastjórafélagið Sleipnir:
Verkfall hefst á miðvikudagskvöld
f
- takist samningar ekki á sáttafundi sem hefst í dag
„Ég tel að það komi í ljós á
fundinum á morgun (í dag)
hvort samningar takast fyrir
miðvikudagskvöld en þá hefur
verkfall verið boðað, takist ekki
samningar fyrir þann tíma. Þeg-
ar síðasta fundi var slitið, fyrir
tæpum hálfum mánuði, bar
mjög mikið í milli, enda kröfur
þeirra talsvert háar,“ sagði
Bolli Árnason hjá Vinnuveit-
endasambandinu um kjaradeilu
Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis
og viðsemjenda þeirra.
„Því er ekki að neita að það
bar töluvert á milli þegar sið-
asta samningafundi var slitið.
Við höfum fært fram rök fyrir
okkar kröfum vegna skerts
vinnutima bifreiðastjóra í
Nokkur átök uröu í síðasta verkfalli Sleipnismanna fyrir tveimur árum. Myndin var tek-
in er rúta var stöðvuö á Rauðarárstíg í Reykjavík.
tengslum við hvíldartímaá-
kvæði EES-samningsins en það
er eitt erfiðasta atriðið í samn-
ingunum," sagði Óskar Stefáns-
son, formaður Bifreiðastjórafé-
lagsins Sleipnis, í samtali við
DV.
Félagar í Sleipni aka áætlun-
arrútum, strætisvögnum í
Kópavogi, Mosfellsbæ og Hafii-
arfirði og hópferðabifreiðum
landsins. Nú er ferðamanna-
straumurinn tekinn að þyngj-
ast og því myndi verkfall bif-
reiðastjóra setja margt úr
skorðum.
Aðalágreiningsmálið í þess-
um samningum er, eins og
Óskar og Bolli segja, þær
launabætiur sem bifreiðastjór-
Starfsfólk í veitingahúsum samdi í gær:
Enn eru óafgreidd 28 mál hjá
ríkissáttasemjara
ar vilja fá vegna þess að nú mega
þeir ekki vinna ótakmarkaða yfir-
vinnu eins og áður. Þegar ferða-
mannastrarunm-inn er mestin- hef-
ur verið mikil vinna hjá rútubíl-
stjórum, eins konar vertíð. Þar
sem ekki er leyfilegt lengur að
vinna ótakmarkað er fyrirsjáan-
legt töluvert tekjutap hjá bifreiða-
stjórunum.
-S.dór
Gott úrval af
KfjjliJMgU
- óslitin törn hjá embættinu frá því um áramót, segir sáttasemjari
Cortina Sport
Skólavörðustíg 20
„Það eru enn óafgreidd 28 mál
hjá okkur og ég efast um að það hafi
nokkru sinni staðið yfir jafn löng
samningatöm hjá ríkissáttasemj-
araembættinu og verið hefur í ár.
Sú töm hefur varað alveg frá ára-
mótum. Þær em ekki margar helg-
arnar sem starfsfólkið hér hefur átt
frí það sem af er árinu,“ sagði Þórir
Einarsson ríkisstáttasemjari í sam-
tali við DV í gær.
Þegar rætt var við sáttasemjara
var nýbúið að semja við starfsfólk í
veitingahúsum og Þórir sagðist von-
góður um að samningar væru að
takast við háskólakennara og hjúkr-
unarfræðinga.
Meðal félaga og hópa sem enn er
eftir að semja viö má nefna sjó-
menn, lögreglumenn, sálfræðinga,
náttúrufræðinga, háskólamenn í Út-
garði, félagsvísindamenn, félagsráð-
gjafa, meinatækna, sjómenn á Vest-
fjörðum, röntgentækna, múrara,
bókasafnsfræðinga, flugfreyjur,
starfsfólk á Sólheimum, sjúkraliða,
hágreiðslufólk, iðnaðarmenn hjá
garðyrkjubændum, Sleipni, starfs-
fólk á sjúkahúsinu í Keflavík, leik-
skólakennara, sem hafa þegar boðað
verkfall, ljósmæður, flugmenn, sem
eru í samningum við Flugfélag ís-
lands, póstmenn og símamenn, sem
voru áður opinberir starfsmenn,
starfsfólk á sjúkrahúsinu á Húsa-
vík, leiðsögumenn og nokkra aðila á
Fáskrúðsfirði.
Þórir Einarsson segist efast um
að það takist að ljúka öllum þess-
um málum fyrir mitt sumar og því
gætu einhver þeirra þurft að bíða
haustsins vegna sumarfría. Hann
Kjarasamningar HÍK og KÍ undirritaðir:
Nýtt vinnutímakerfi
„Mestu nýmæli samningsins
eru endurskilgreining vinnutím-
ans, sem við höfum kallað nýtt
vinnutímakerfi. Þar er bæði
brugðist við fjölgun kennsludaga
og breyttum aðstæðum vegna
framhaldsskólalaganna. Með
samningnum er margt auk þess
fært í nútímalegra horf,“ segir
Elna Katrín Jónsdóttir, formaður
Hins íslenska kennarafélags, um
nýja kjarasamninga HÍK og
Kemiarasambands íslands við rík-
ið, sem undirritaðir voru hjá ríkis-
sáttasemjara um klukkan 5 á laug-
ardagsmorgun.
Störf betur skilgreind
„Allt vinnutímakerfi samning-
anna .er nýtt. Launakerfið hefur
fram að þessu veriö grundvallað á
kennslunni einni en með þessum
kjarasamningi eru störf kennara
betur skilgreind og skiptast nú
skýrar en áður í kennslu, próf og
önnur störf, þar sem hver starfs-
þáttur er metinn fyrir sig. Störf
umsjónarkennara eru auk þess
betur metin og nokkur bót ráðin á
endurmenntun kennara," segir
Elna Katrín.
Taxtar hækka almennt um 16%
á samningstímanum en samning-
urinn gildir frá 1. maí til loka nóv-
ember árið 2000. „Við lögðum að
vísu upp með kröfu um mun
styttri samningstíma en á móti
kemur að með þessum samningi
fylgja bókanir um árlega endur-
skoðun á þessu nýja vinnutíma-
kerfi og áhrifum þess. Eins er
brugðist við breytingum sem við
vitrun að eru í uppsiglingu í skóla-
kerfinu, t.d. breytinginn á nám-
skrá framhaldsskólans og breyt-
ingum í þá átt að stytta framhalds-
skólann og bjóða sumamám. Verði
slíkar breytingar innan samnings-
tímans kallar það á sérstakt sam-
komulag við kennarafélögin,“ seg-
ir Elna Katrín enn fremur.
Samningurinn gerir kennurum
auðveldara að mæta breytingum í
skólastarfinu, t.d. á samspili
kennslu og prófa. Fjölgun kennslu-
daga hefur valdið því að vorönnin
er nokkuð lengri en haustönnin. Til
að ráða bót á því er í samningnum
veitt heimild til að hliðra skólaár-
inu. Heimilt verður að hefja skóla-
árið 20. ágúst og ljúka í kringum 20.
maí. Eftir sem áður er skólaárið níu
mánuðir.
Aukin áhersla verður lögð á sí-
mat í námi, þar sem með fjölgun
kennsludaga er þrengt að prófum í
lok annar.
sagði það hins vegar afar æskilegt ingum áður en sumarfríatíminn
að geta lokið öllum þessum samn- hæfist. -S.dór
Sími 552 1555
2-13 júní seljum við silkiblómin og trén
okkar á hreint frábœru verði. Falleg silki-
blómfegra og lífga upp á umhverfið hvaða
tíma árs sem er. Mikið og fjölbreytt úrval.
Komið og gerið góð kaup
Opið : Má til Fi 9-18
Föstudaga 9-19
Bíldshöfða 20-112 Reykjavík - Sími 510 8020
-VÁ