Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1997, Síða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1997
Tilveran í reiðskóla:
Hott
Feðgarnir Bjarni E. Sigurðsson og Daði Bjarnason keyptu
nú í vor reiðskóla afFáki og ÍTR og reka hann á eigin vegum í
Reiðhöllinni í Víðidal. Þeir auglýstu í smáauglýsingum DV eftir hestum og
fengu mjög góðar viðtökur. Bjarni segir greinilegt að allir vilji
hjálpa til og sama kvöld og auglýsingin hirtist
voru þeim gefnir þrír hnakkar og hoðnir átta hestar að láni. Fyrsta
námskeiðið hófst 2. júní og höfðu þeir þá fengið 25 hesta að láni.
Krökkunum í reiðskólanum Þyrli finnst öllum mjög gaman. DV-myndir S
Isumar verða námskeiðin sjö talsins og stend-
ur hvert í tvær vikur.
60 krakkar á barnaskólaaldri eru á hverju nám-
skeiði og bæði byrjenda- og framhaldsnámskeið eru
í boði. Hverju námskeiði er skipt í sex hópa. Þrír
hópar eru fyrir hádegi og þrir síðdegis. Námskeið-
ið er haldið í samvinnu við kirkjuna þannig að þeir
sem vilja eru á reiðnámskeiðinu annan hluta dags-
ins og á leikjanámskeiði í Árbæjarkirkju hinn hlut-
ann.
Á reiðnámskeiðinu er krökkunum kennd almenn
umhirða hesta, s.s að kemba þá og leggja á en
einnig læra þeir bókleg fræði um gangtegundir,
hestaliti o.fl. Aðalatriðið og það sem krökkunum
þykir mest spennandi er náttúrlega að fá að fara á
hestbak og eftirvæntingin í augum krakkanna
leyndi sér ekki er blaðamann DV bar að garði. -me
Langar að eignast Stjörnu
Erna Ósk, 8 ára, ætlar að eignast hest þegar hún verður stór.
r n a
Ó s k
e r
ein þeirra
sem eru á
r e i ð n á m -
skeiðinu í
Víðidal. Hún
er átta ára
gömul og í
Ártúnsskóla.
Þetta er í
fyrsta skipti
sem Ema fer
á reiðnám-
skeið en hún
hefur komið
n o k k r u m
sinnum á
hestbak þar
sem mamma hennar átti einu sinni
hest. Ema er með Berglindi vin-
konu sinni á námskeiðinu og þeim
finnst báðum ofsalega gaman. Þegar
Erna verður eldri langar hana til
þess að eignast hest og nefna hann
Stjörnu.
Þegar námskeiðinu lýkur fer
Erna á myndlistarnámskeið og
einnig ætlar hún að fara í heimsókn
til Hríseyjar.
-me
Kátir krakkar á hestbaki og enginn er hræddur.
Islenski hesturinn
ennistoppur
snoppa
ílipí
kjálkabarð
kverk
háls
bógur
bringa
olnbogi
sperrileg
framhné
framfólarleggur
kjúkuliður
kjúka
hófur
makki
heröakambur
spjaid-
hryggur
lend
læri
stertur
(lær)hné
Heiraild: ÍSLENSKA ALFRÆÐIORÐABÓKIN. Öm og Örlygur
tagl
konungsnef
----hækill
afturfótarleggur
hófskegg
kjúkubót
hófbrún
Reynir Viðarsson, 6 ára, með hestinn Stjörnu.
Ætlar að verða lögga
Reynir Viðar, sem er sex
ára, er með systur sinni,
írisi Ósk, átta ára, á reið-
námskeiðinu. Reynir segist ekki
vera vanur hestamaður en hann
hefur þó komið tvisvar sinnum
áður á hestbak. Reynir er í ísaks-
skóla og þrátt fyrir að það sé gaman
í skólanum fmnst honum mjög gott
að vera kominn í sumarfri.
Þegar Reynir er búinn á nám-
skeiðinu ætlar hann að fara að æfa
karate og þegar hann verður stór
ætlar hann að verða lögga og hesta-
maður. -me