Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1997, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1997, Page 17
ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1997 „Konur stóðu jyrir gerð þessarar fyrstu götu á Króknum 1897-1905, skemmtistíg suður úr bænum, sem nefndur var Frúarstígur. Karlafélög á Króknum gáfu kvennafélögum þennan stein í tilefni afmælishaldsins árið 1997. Steinninn var afhjúpaður 19. júní 1997," stendur á skilti sem prýða mun stuðlabergsstrang, sem karlafélög á Sauðárkróki hyggj- ast gefa kvennafélögum bæjarins á kvennadaginn 19. júní. Með afhjúpun þessa minnisvarða um Frúarstíginn opnar sýningfimm kvennafélaga á Sauðárkróki, sem kallast Konur á Króknum. Tilveran fór á Sauðárkrók og grennslaðist fyrir um þessa sýningu. lannlíf Sauðárkróki Konur á Króknum ýningin Konur á Króknum fjallar um sögu húsmæðra á Sauðárkróki í gegnum tíðina og er þema hennar þvotta- störf kvennanna. Básar verða settir upp í gamla íþróttahúsinu þar sem gefin verða sýnishorn af þvottaað- stöðu kvenna í bænum á um 20 ára bili, frá stofnári bæjarins 1871 til ársins 1971. í hverjum bás hanga snúrur með þvotti sem á er húið að prenta myndir af konum úr blöðum, gamlar auglýsingar sem beint er til kvenna og annað í þeim dúr. Básamir eiga að sýna þróunina sem verður á þvottaaðstöðu frá bala og þvottabretti til handknúinna þvottavéla, rulla, saumavéla og loks rafknúinna heimilistækja. Fyrsti básinn er merktu árinu 1871, þegar byggð hófst á Sauðárkróki. Þá þvoðu konumar í bala og fóru þvott- amir jafnt fram úti sem inni. Síð- asti básinn sýnir svo þvottaaðstöð- una hundrað ámm síðar þegar tækjamenningin er í algleymi. Aðr- ir básar sýna t.d. breytingamar sem verða þegar vatn kemur inn í húsin 1912, rafmagn til ljósa 1922 og þegar almenn notkun rafmagns verður 1949. Á efri hæð hússins verða konum- ar með kafflstofu sem þær nefna Guðrúnarlund eftir Guörúnu frá Lundi. Þar verður selt kaffi og lummur að hætti Guðrúnar frá Aö undanförnu hefur veriö unnið sleitulaust aö undirbúningi sýningarinnar Konur á Króknum. Helga Sigurbjörnsdóttir fyrir Kvenfélag Sauöárkróks, Jón Þórisson, hönnuður sýningarinnar, Sigurlaug Magnúsdóttir fyrir Ifur, menningar- og framfarafélag kvenna á Sauöárkróki og Aðalheiöur Arnarsdótt- ir fyrir Lionsklúbbinn Björk standa hér fyrir framan líkan af sýningunni en þau vinna aö undirbúningi hennar. Á myndina vantar Maríu Lóu Friöjónsdóttur fyrir Soroptimistaklúbb Skagafjarðar og Önnu Halldórsdóttur fyrir Verkakvennafélagið Ölduna. Sauökrækingurinn Guörún frá Lundi skrifaöi ódauölegar bækur. Minningu hennar veröur haldiö á lofti á sýningunni Konur á Króknum. Lundi. Auk þess verða þar hengdir upp ýmsir hlutir sem t e n g j a s t henni og þar fer einnig fram kynning á þeim klúbb- um og félög- um sem standa að sýningunni. Fyrir utan kaffistofuna verða sýnd- ir listmunir eftir konur frá Krókn- um. Opnunarhelgina verða ýmsar uppákomur á kvöldin. Aðalheiður Ormsdóttir flytur erindi um upphaf kvennahreyfingar í Skagafirði, Helga Kress segir frá skáldkonum á Sauðárkróki, Ásdís Guðmundsdótt- ir verður með fyrirlestur um verka- lýðsfélög og verkalýðsmál og loks mun Vanda Sigurgeirsdóttir flytja erindi um konur og íþróttir. Inn i þessa dagskrá verður fléttað söng og hljóðfæraleik. -VÁ „Altmuligmand Jf Ég fæddist hér á Króknum M áriö 1971 þegar Sauðárkrók- ÉMur varð hundrað ára. Ég er hálfúr Handavatnamaður og hálfúr Sauðkrækingur. Það er mjög góður kokkteill - hagyrðingarnir og hesta- mennimir," segir Jón Oddur Þór- hallsson sem kallar sig „alt- muligmand" á nafnspjaldi sínu en Tilveran hitti hann á Kaffi-Krók á dögunum. Jón Oddur er fiskeldis- fræðingur frá Bændaskólanum á Hólum. Hann er í björgun- arsveit og starfar sem um- sjónar- m a ð u r unglinga- deildar Skagfirð- ingasveit- ar. Auk þess hef- ur hann u n n i ð sem meðferðar- og uppeldisfulltrúi hjá svæðisskrifstofu fatlaðra á Norðurlandi vestra og segir það starf mjög gefandi en kannski ein- um of krefjandi. „Ég hef ort í leynum ef svo má segja. Mest yrki ég ferskeytlur, sem fjalla um líf mitt. Ég er um þessar mundir að gefa út ljóðabók en fyrsta ljóðið í bókinni heitir Lífsmottó." Lífsmottó Að eiga lipran Landrover er gott og lífsglaða konu þá betra, tölvu undir Ijððin sín ogjlott °g fjórgangshest sjö vetra. Eigir þú svo óðalsjörð, arin, gítar, speki og hund, fógur böm og frjóan svörð, fullnuð er þín óskastund. í ljóðahók Jóns Odds verða eink- um ferskeytlur og óhefðbundnar þulur. Jón Oddur Þórhallsson „altmuligmand" Netto ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Danskar baðinnréttingar í' miklu úrvali. Falleg og vönduð vara á vægu verði. tFOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.