Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1997, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1997, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1997 37 Þetta málverk eftir Erró heitir Science Fiction og er í miðrými. íslensk myndlist íslensk myndlist er sýnd á Kjarvalsstöðum í sumar. Þar gefur að lita verk eftir íslenska listamenn úr eigu Listasafns Reykjavíkur. Sýnd eru verk sem spanna alla 20. öldina og sýna þróun íslenskrar myndlistar. í Vestursal eru sýnd lands- lagsmálverk eftir frumherja is- lenskrar myndlistar, Þórarin B. Þorláksson, Ásgrím Jónsson, Jó- hannes S. Kjarval o.fl. Þar eru einnig verk abstraktmálaranna sem fram komu um miðja öld- ina, svo sem Svavars Guðnason- ar, Þorvalds Skúlasonar, Nínu Tryggvadóttur og Karls Kvar- ans. Tónleikar í miðrými er til sýnis mál- verkið Science Fiction eftir Erró ásamt verkum þeirra lista- manna sem kenndir hafa verið við SÚM-hópinn, sem var hvað mest áberandi í íslensku listalífl á sjöunda áratug aldarinnar. Þessum hópi tilheyra Hreinn Friðfinnsson, Kristján Guð- mundsson og Sigurður Guð- mundsson o.fl. í Austursal eru aftur á móti sýnd verk eftir yngstu kynslóð- ina í íslenskri myndlist. Þar gef- ur að líta verk eftir fjölmarga listamenn sem sýna vel fjöl- breytileikann og gróskuna í myndlistarlífi nútímans. Hlutverk kalium - og laktatjóna í stjórn öndunar Þórir Harðarson mun flytja erindi um meistarprófsverkefni sitt sem nefnist Hlutverk kali- nm - og laktatjóna í stjórn önd- unar í stofu 101 í Odda kl. 16.15 í dag. Sumarönn fullorðins- fræðslunnar Fullorðinfræðslan í Gerðu- bergi 1 er nú að hefja sumarann- ir í kjarnagreinum á fomáms- og framhaldsskólastigi. Fornám- ið hófst í gær, en framhaldskóla- áfangar 18. júní. Samkomur Fyrirlestur í Prenttæknistofnum U. Beitel og R. Scháfer frá Man Roland munu halda fyrir- lesfrir um Roland prentvélar í Prenttæknistofnun á morgun kl. 15.00. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Þing norrænna heimilislækna Tíunda þing norrænna heim- ilislækna hefst í Háskólabíói, Hótel Sögu og Þjóðarbókhlöð- inni á morgun og stendur til 14. júní. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Einleikur á gítar Hin heföbundna röð tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar er nú hafin. Er þetta niunda sumarið sem efnt er til tónleikhalds í safninu á þriðjudagskvöld- um. í kvöld flytur Einar Kristján Einarsson gitarleik- ari eftirtalin einleiksverk fyrir gítar: Fimm prelúdí- ur eftir Hector Villa-Lopos, Sonatina Meridional eft- ir Manuel Ponce og fjögur stutt verk eftir Francisco Tarrega. Skemmtanir Einar Kristján Einarsson stundaði framhaldsnám í Manchester í Englandi á árunum 1982-1988. Auk þess hefur hann sótt ýmis námskeið hjá þekktum kennurum. Einar Kristján hefur komið fram á tón- leikum í Svíþjóð, Englandi og á Spáni og við marg- vísleg tækifæri hér á landi, meðal annars á Gítarhá- tíð á Akureyri, Sumartónleikum í Skálholti, Sumar- tónleikum á Norðurlandi og Myrkum músíkdögum. Hann hefur leikið með Caput-hópnum og komið fram sem einleikari með Kammersveit Akureyrar, Kamm- ersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit íslands. Einar Kristján Einarsson leikur einleiksverk á gítar í Tónleikamir hefjast kl. 20.30. Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld. Vegir eru flestir greiðfærir Vegir á landinu eru flestir greið- færir. Hálkublettir hafa myndast í kuldakastinu, sem gengið hefur yfir, á leiðum sem liggja hátt á Norðaustur- og Austurlandi. Vegir um hálendið eru enn ófærir en þó er fært í Eldgjá úr Skaftártungu. Víða Færð á vegum er nú unnið að endurbótum á bundnu slitlagi og eru vegfarendur beðnir að haga akstri í samræmi við sérstakar merkingar á þeim stöðum til að forðast skemmtir á bU- um vegna steinkasts. Astand vega 0 Steinkast m Hálka og snjór án fyrirstööu Lokaö S Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir m Þungfært Fært fjallabílurn Bára og Björgvin eignast dóttur Litla stúlkan á mynd- inni fæddist á fæðingar- deild Landspítalans 11. maí kl. 7.13. Við fæðingu var hún 3.200 grömm og mældist 50 sentímetrar á lengd. Foreldrar hennar eru Bára Brynjólfsdóttir Barn dagsins og Björgvin Mýrdal Þór- oddsson og er hún þeirra fyrsta bam. Colin Friels og Jacqueline Mc- Kenzie leika pariö sem veldur uppnáminu. Um- sátrið Háskólabíó sýnir áströlsku kvikmyndina Umsátrið (Mr. Reliable), þar sem eru raktir ótrúlegir atburðir þegar haft var umsátur í átta daga um hús sem smákrimminn Wally var i ásamt unnustu sinni og barni rétt fyrir utan Sydney. Þegar lögreglan kemur tU að handtaka hann fyr- ir smábrot tekur WaUy upp á því að fara að skjóta skotum út um glugga og þar með er kominn upp sá orðrómur að hann sé hættulegur glæpamaður og sér- sveit lögreglunnar er kölluð tU. WaUy til undrunar hagar lög- reglan sér eins og meiri háttar skæruhernaður sé í gangi. Þegar WaUy hefur fengið leiða á leikn- um segist hann munu gefast upp ef hann fái prest til sín til að gefa hann og kærustuna hans saman. Presturinn kemur og gefur þau saman en þá hættir WaUy við að gefast upp. Kvikmyndir í hlutverki WaUys er Colin Friels, þekktur ástralskur leik- ari sem leikur jafnhliða í Banda- ríkjunum og Ástralíu. Nýjar myndir: Háskólabíó: í blíðu og stríðu Laugarásbíó: Lygari, lygari Kringlubíó: Dýrlingurinn Saga-bíó: Körfudraugurinn Bióhöllin: Ofurvald Bíóborgin: Visnaður Regnboginn: Öskrið Stjörnubíó: Anaconda í NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA ÍÁSKRIFT ÍSÍMA 550 5752 Gengið Almennt gengi LÍ nr. 151 10.06.1997 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollqenqi Dollar 70,000 70,360 71,810 Pund 114,490 115,070 116,580 Kan. dollar 50,480 50,790 51,360 Dönsk kr. 10,7330 10,7900 10,8940 Norsk kr 9,8190 9,8730 10,1310 Sænsk kr. 8,9990 9,0480 9,2080 Fi. mark 13,5890 13,6690 13,8070 Fra. franki 12,0900 12,1590 12,3030 Belg. franki 1,9800 1,9919 2,0108 Sviss. franki 48,5200 48,7900 48,7600 Holl. gyllini 36,3300 36,5400 36,8800 Þýskt mark 40,8800 41,0800 41,4700 it. líra 0,04139 0,04165 0,04181 Aust. sch. 5,8060 5,8420 5,8940 Port. escudo 0,4033 0,4059 0,4138 Spá. peseti 0,4826 0,4856 0,4921 Jap. yen 0,61960 0,62340 0,56680 írskt pund 105,710 106,370 110,700 SDR 97,20000 97,78000 97,97000 ECU 79,6100 80,0900 80,9400 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.